Jólasveinninn dreginn til yfirheyrslu

 

JólasveinninnEnn einu sinni hefur Ástţóri Magnússyni veriđ varpađ í dýflissu. Síđast var ţađ áriđ 2002 ţegar hann varađi viđ hryđjuverkaárásum á íslenskar flugvélar og stöđvađi međ hávćrum mótmćlum ţá fyrirćtlun stjórnvalda ađ senda vopn og hermenn međ farţegaflugvélum Icelandair til Írak.

Ađ launum fyrir ţá viđvörun sína var sveinki látinn dúsa í einangrun í myrkvuđum turnklefa á Litla Hrauni međ rottum og kakkalökkum dögum og vikum saman uppá vatn og bónusbrauđ og húđstrýktur reglulega međ hnútasvipum og gaddakylfum og látinn hlusta á rćđur Halldórs Ásgrímssonar kvölds og morgna af segulbandi. Ţegar honum var loks hleypt út var hann ekkert nema skinn og bein. Hafđi lést um 55 kíló. Var kominn niđur í 130 kíló.

Í gćr gerđist svolítiđ svakalegt: Viđ sveinki sátum á hinum virđulega hákúltúrveitingastađ í Byko og sveinki var ađ skófla í sig kjötbollum og rjómabollum í góđu jólastuđi ţegar Víkingasveitin birtist grá fyrir járnum og kom honum í ennţá meira stuđ međ ţví ađ gefa honum rafbyssuskot beint í vömbina. Jólasveinninn hentist á gólfiđ og tók ţar nokkra hressilega krampakippi ţannig ađ belgurinn gekk í öldum einsog vatnsrúm. Svo lá hann hreyfingarlaus og stjarfur um stund međ útglennt augun. Ţau eru nú venjulega á stilkum ţannig ađ ég veit ekki hvort ţađ var óheillamerki eđa ekki. Úr munnvikunum lak frođa. Nú eđa rjómi. Nei, ef ţetta hefđi veriđ rjómi ţá hefđi hann nú örugglega sleikt útum. Ţví nćst var hann handjárnađur og fótjárnađur og dreginn á hárinu og skegginu uppá lögreglustöđ til yfirheyrslu.

Sveinki hafđi víst trassađ ađ mćta í skýrslutöku vegna gruns um ađ standa ađ menningarveftímaritinu sorprit.com. Hreinn Loftsson fyrrum stjórnarformađur Baugs og fyrrum DV-eigandi og fyrrum Davíđsvinur vill meina ađ sveinki standi á bak viđ ţađ rit og ađ ţar séu ćrumeiđandi ummćli ađ finna, og hafđi lagt fram kćru á sveinka svínaskelfi.

Ég fór ađ heimsćkja Ástţór í dýflissuna stuttu eftir ađ hann var tekinn til fanga. Hann sat ţar margkeflađur viđ tréstól međ brunablöđrur á andlitinu vegna hitans frá yfirheyrsluljóskastaranum. Ég spurđi hvort hann brynni ekki í skinninu ađ losna og hvort honum vćri ekki heitt í hamsi og hvort hann vanhagađi um eitthvađ. Hann stundi flögnuđum vörum: "Vatn. Ég er ađ deyja úr ţorsta." Ég átti ekkert vatn ađ gefa honum en tróđ ţess í stađ uppí hann lúku af salthnetum sem ég var međ á mér. Ég hélt fyrir munninn á honum svo hann kyngdi örugglega og ađ ekkert fćri til spillis. Ađ ţví loknu spurđi ég hann hvađ hann hefđi sagt löggunni varđandi sorprit.com. Hann sagđist hafa svarađ öllum spurningum lögreglunnar á ţessa leiđ, í alvöru:

Ástţór í yfirheyrslu"Ég mun engu svara ykkur í lögreglunni fyrr en ţiđ hafiđ tekiđ fyrir allar mínar kćrur á hendur DV." 

"Og afhverju hefur lögreglan ekki tekiđ fyrir allar ţínar kćrur á hendur DV," spurđi ég.

"Ţađ er vegna ţess ađ svín eru rétthćrri jólasveininum hér á Íslandi."

"Afhverju segirđu ađ Hreinn Lofts og ţeir á DV séu svín? DV hefur nú veriđ ötult viđ ađ berja á bankarćningjunum."

"Ég finn ţađ á lyktinni. Ţađ er ekki hreint loft í kringum Hrein Lofts. Farđu inná sorprit.com. Ţar geturđu frćđst um útrásarsvínin, fjölmiđlasvínin og önnur svín. Svínin mega ljúga uppá alla en enginn má segja sannleikann um svínin," hrein jólasveinninn.

 

ÚtrásarsvínÁ sama tíma og jólasveinninn sat ţarna múlbundinn og emjandi einsog stunginn grís sá ég út um gluggann hvar útrásarbankarćningjasvínaglćpagengiđ alltsaman gekk skćlbrosandi framhjá lögreglustöđinni í sólinni og veifađi löggunni. Líklegast á leiđ í einhvern bankann ađ hreinsa upp restina sem ţeir gleymdu. Löggan veifađi á móti.

Ţennan sama dag og Ástţór var tekinn til yfirheyrslu vegna meiđyrđaákćru og einhverra óvarlegra ummćla um útrásarsvínin og fleiri slíka ţá kom í fréttum ađ Kaupţing hefđi nokkrum dögum fyrir hrun lánađ eigendum bankans og tengdum ađilum 450 milljarđa króna. Daginn eftir ţann gjörning ákváđu Kaupţingsmenn ađ afnema persónulegar ábyrgđir lykilstarfsmanna bankans vegna lána hlutabréfakaupa í bankanum. Frekar svínslegt alltsaman. En ţessir höfđingjar skarta stórriddarakrossum og skálkaorđum og ganga skartklćddir um götur borgarinnar frjálsari en nokkrir ađrir ránfuglar.

 

Í dag, ţriđjudaginn 4. janúar klukkan 4, verđur sveinki svínaskelfir í ţriggja gráđu yfirheyrslu á Sögu hjá Arnţrúđi Karls og Pétri Gunnlaugs. Ekki missa af ţví. Líklegast í síđasta skipti sem Ástţór nćr ađ tjá sig um útrásarsvínin og stjórnmálasvínin ţví nú ćtla Vinstri grćnir ađ teipa fyrir kjaftinn á fjölmiđlum og ţjóđinni međ glćnýju fjölmiđlafrumvarpi svo ţeir geti svínađ á alţýđunni í friđi.


mbl.is Ástţór fćrđur til skýrslutöku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćvar Einarsson

Hreinn Loftson ađ berjast viđ vindmyllur, skyldi hann hafa fengiđ ţađ í föđurarf ? og farđu nú ađ samţykkja mig á facebook.

Sćvar Einarsson, 4.1.2011 kl. 07:08

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sćvarinn, ég á eftir ađ samţykkja 700 manns á facebook. Tók rispu fyrir stuttu og samţykkti 1000, en er vođalega latur viđ ţetta og er ekki mikiđ ţarna inni, en skal ađ sjálfsögđu ţefa Sćvarinn uppi og samţykkja međ glöđu geđi. 

Sverrir Stormsker, 4.1.2011 kl. 07:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég ćtlađi  og ćtla ađ kaupa nýjasta diskinn ţinn,en honum verđur ađ fylgja,eigin handaráritun(á,átti ađ koma á óvart.) til sonar míns.(skyldist ađ ţú vćrir í Asíu).            Ef ţú ert  minnugur, hljóp stráksi niđur til ađ sjá ţig og heilsa í Hýsingu Skútuvogi. P.S. er líka löt á facebook,kíki bara til ađ sjá hvađ afkomendurnir eru ađ bralla.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2011 kl. 02:21

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég trúi öllu úr ţessari grein. Heppilegt ţetta međ salthneturnar :-)
Ţetta er bráđskemmtileg fćrsla um hundleiđinlegt einelti á léttbrjáluđum manni í kolklikkuđu landi... (+)*(-)*(-)=(+)

Haraldur Baldursson, 5.1.2011 kl. 09:20

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga, jújú, ég man eftir stráksa. Ég skal ađ sjálfsögđu grćja áritađan disk handa stráksa. Skelltu bara símanúmerinu eđa emailfanginu ţínu hér á athugasemdasvćđiđ og ég hef samband og viđ reddum ţessu fyrir stráksa. Ekki flóknara en ţađ. Kćr kveđja til stráksa.

Sverrir Stormsker, 5.1.2011 kl. 20:04

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur, takk fyrir ţađ. Skrítiđ ađ ţađ skuli alltaf veriđ ađ stinga Ástţóri í steininn. Fyrir bragđiđ á hann náttúrulega mun auđveldara međ ađ berja hausnum viđ steininn en ţađ réttlćtir samt ekki ţetta einelti eđa tvíelti eđa hvađ ţetta kallast nú.

Sverrir Stormsker, 5.1.2011 kl. 21:10

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flott, 5872192--  verđum međ 13 gleđi annađkvöld, ég er samt ekkert ađ reka á eftir ég kem međ Evrurnar borga og fer glöđ međ gersemin.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2011 kl. 00:31

8 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiiiii

Ómar Ingi, 7.1.2011 kl. 00:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband