Stuðningur skýjaborgarstjórans við Hamas

Skýjaborgarstjórinn í sjöunda himniÉg efast um að hin mannúðlega stuðningstillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur við Hamas hryðjuverkasamtökin verði í heild alfarið dregin til baka af borgarstjórnarmeirihlutanum í dag því að í því fælist vottur af skynsemi. Líklegra er að hann dragi hana til baka með einhverjum fyrirvörum og viljayfirlýsingum um faglegt áframhaldandi þráhyggjurugl eða komi hreinlega með nýja og "betrumbætta" sniðgöngutillögu og auki þannig enn frekar gríðarlegan skaðann sem hann hefur valdið.

 

Meirihlutinn, sem er skipaður Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri græningjum og Pí-rötum, var svona líka glimrandi ánægður með þessa fáránlegu sniðgöngutillögu sína þann 15. sept. að hann mátti vart vatni halda af hrifningu þegar hann samþykkti hana og því hæpið að hann fari að draga allt í land núna og þar með í raun játa að hann sé gjörsamlega dómgreindarlaus og ekki stjórntækur og varla í húsum hæfur.

 

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sýnt það frá upphafi að hann hefur aldrei kunnað að hlusta á sér vitrari menn (sem eru ansi margir) og leita ráða hjá öðrum en sjálfum sér. Virðist elska lýðræðið meira með vörunum en hjartanu og vera alveg ónæmur fyrir skynsamlegu viti og rökum.

Maður hefur séð þetta í flugvallarmálinu, gatnaþrengingarmálum, byggðaþéttingarmálum, miðbæjarskipulagsmálum, sjúkrahússtaðsetningarmálinu og reyndar í öllum hans illa grunduðu eyðileggingarmálum og í ofanálag eru fjármálin að sjálfsögðu ein rjúkandi rúst og velferðarkerfi borgarinnar í algerðu hakki, eftir því sem Björk velferðarsérfræðingur segir sjálf.

 

Það aftrar Degi samt ekki frá því að heimta fleiri flóttamenn í borgina sína, lágmark 500, þó það sé þriggja ára biðtími eftir félagslegum leiguíbúðum – fyrir Íslendinga.

Meirihlutinn veður áfram í botnlausum sjálfsþótta og blindni einsog mannýgt naut og er gjörsamlega fyrirmunað að hugsa svo mikið sem einn leik fram í tímann. Enda elska vinstrimenn þetta fyrirbrigði.

 

Á fundinum sem haldinn verður í dag ætlar meirihlutinn að draga sniðgöngutillögu sína til baka sem gefur sterklega til kynna að hann ætli í fyrsta skipti að hlusta á rök og sjá að sér.

En mun hann leggja þessa tillögu alfarið á hilluna? Það held ég ekki. Það væri of skynsamlegt og lógískt. Hann mun líklega halda þessu máli til streitu því þrjóska hans, frekja, „prinsipp,“ offors, einsýni og valdhroki er alveg á pari við ofurmannlega heimskuna.

 

Þeir munu viðurkenna, tilneyddir, að þetta sé jú bölvað klúður en það sé nú bara nokkuð mikið vit í þessu klúðri sem þurfi bara að útfæra aðeins betur. Með ómælisheimsku sinni, sem aldrei skyldi vanmeta, má búast við að þeir reyni að sljákka aðeins í eldhafinu sem þeir hafa kveikt, með því að blása á það en munu geyma til góða olíubrúsa í rassvasanum. Þetta eru jú óvitar.

 

Þó að flest ríki heimsins séu að fremja mannréttindabrot í stórum stíl og mörg þeirra að hernema landsvæði út og suður þá er það prinsipp borgarstjórnarmeirihlutans að horfa framhjá þeirri staðreynd og einbeita sér eingöngu að mannréttindabrotum Ísraela, þessu „Gyðingavandamáli,“ sama þó að sniðgöngutillaga hans bitni eingöngu á Palestínumönnum og Íslendingum en sé að öðru leyti gjörsamlega gagnslaus og óendanlega vitlaus einsog hann sjálfur.

 

Degi B. Eggertssyni Utanríkisráðherra Reykjavíkurborgríkisins var falið að útfæra þessa vel meintu stuðningstillögu Bjarkar við Hamas hryðjuverkasamtökin og einsog við var að búast þá var útkoman að sjálfsögðu hroðalegt klúður, einsog Dagur B. hefur viðurkennt sjálfur. Ábyrgðin er hans, í orði - ábyrgðarleysið er hans, á borði.

 

Dagur segir að þetta hafi verið illa hugsað en vel meint en hafi „ekki verið nógu vel undirbúið“ heldur gert í venjubundinni fljótfærni og heimsku, en Björk Vilhelms, hin gamla og góða vinkona Hamas, segir hinsvegar að þetta hafi verið í undirbúningi í heilt ár með lögfræðingum og innkaupastjórum og öllu tilheyrandi.

Ómögulegt er að segja til um hvort þeirra sé að hagræða sannleikanum þvi bæði eru þau jú sannir samfíósar.

 

Mætir lögfræðingar hafa bent á að þessi vafasami gjörningur borgarstjórnarmeirihlutans sé ekki í þágu Palestínumanna þegar upp er staðið heldur eingöngu Hamas hryðjuverkasamtakanna. Djörk Vilhelms verður svo náttúrulega fagnað sem gríðarlegri hetju þegar hún kemur ríðandi á asna inní Palestínu og fer að vinna þar að góðgerðarmálum í góðu yfirlæti eftir þetta vel heppnaða illvirki í borgarstjórn.

 

Dagur ábyrgðarmaður hlýtur að samfagna henni enda sá hann um útfærsluna á tillögu hennar sem heppnaðist svo vel að allir Gyðingar heimsins hugsa okkur nú þegjandi þörfina og eru þegar farnir að sýna það í verki svo um munar. Orðspor landsins og markaðir og viðskiptasambönd út um allan heim – allt á leiðinni niður í holræsið. Skaðinn líklega ómælanlegur einsog heimskan sem bjó að baki þessari ákvörðun.

 

Eini skaðinn sem Dagur hefur áhyggjur af er skaðinn sem meirihlutinn hefur orðið fyrir. Annan skaða sér hann ekki. Í gær sagði hann í viðtali á Rás 2:

„Ég held að þetta mál hafi verið sett fram af góðum hug til þess að undirstrika áherslu borgarinnar á mannréttindi. Við stóðum hins vegar þannig að því að það skaðaði bæði þann málstað og ég held að það hafi skaðað meirihlutann og það er bara eitthvað til að horfast í augu við finnst mér. Ég held að það skipti bara mjög miklu máli þegar við vinnum þetta mál áfram að við gerum það þá betur og með því þá endurvinnum við hugsanlega eitthvert traust.“

 

Skaðinn sem hann og meirihlutinn hefur valdið þjóðinni er honum víðsfjarri og virðist ekki skipta hann neinu máli. Hann sér bara rétt útfyrir nefið á sér. Sérhagsmunir eru honum efst í huga en ekki þjóðarhagsmunir. Í þessu viðtali kemur það einmitt fram að hann virðist ekki ætla að stoppa í sínu óráðsrugli heldur „vinna þetta mál áfram“ og betrumbæta óhæfuverkið og gefa aðeins í og það heldur hann að sé allra sniðugasta leiðin til að endurvinna traustið.

 

Halló! Er einhver heima?! Í hvaða heimi lifir þessi skýjaborgarstjóri? Í loftkastalanum sem hann ætlar að byggja þessar 3000 íbúðir sínar? Meiraðsegja geimfarar eru í meira jarðsambandi en hann. Svona afglapar hreinlega verða að fara í ævilangt frí frá mikilvægum ábyrgðarstörfum. Hann hlýtur að geta orðið formaður Samfylkingarinnar eða eitthvað svoleiðis. Og meirihlutinn sem samþykkti þetta þjóðarpungspark á að sjálfsögðu að fjúka með honum.

 

Þó það megi ekki minnast á landráð á Íslandi þá er hann nú samt ansi skemmtilegur landráðakaflinn í almennum hegningarlögum. 88. grein hljóðar svo:

 

„Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“

 

Þetta er áhugaverð lesning en það er náttúrulega ekkert farið eftir þessu. Þetta er dauður bókstafur. Jafnvel þó borgarstjórnarmeirihlutinn yrði dæmdur þá væri hann ekki sakhæfur. Þetta eru óvitar. Plöntur.


mbl.is „Kom vangaveltum á framfæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarlega vel að orði komist.

Frábær greining og góður pistill.

M.b.kv. sem ávallt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2015 kl. 16:23

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það er náttúrulega tær snilld ef að hundleiðinlegir og húmorslausir gyðingar geta með viðskiptaþvingunum og öðrum leiðindum losað okkur við þessa borgarstjórn sem hefur fram að þessu verið algjörlega ósnertanleg.

Jón Pétur Líndal, 22.9.2015 kl. 18:07

3 Smámynd: Már Elíson

Málefnalegur og flottur pistill hjá þér, Sverrir. - Það verður fróðlegt að sjá hvernig breyting á tillögunni verður, en það verður erfitt að sundurliða vörur frá Ísrael, héðan og þaðan. - Hann er líklega búinn að "missa í buxan sín..."

Már Elíson, 22.9.2015 kl. 18:49

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Aldeilis flott grein hjá þér.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.9.2015 kl. 22:05

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður, takk fyrir það.

Sverrir Stormsker, 22.9.2015 kl. 22:19

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jón Pétur, það eru nú gyðingar sem búa til flesta gyðingabrandarana en ég held þeir hafi ekki húmor fyrir þeim ódýra brandara sem borgarstjórnarmeirihlutinn er, þó við kannski skellum uppúr þegar við heyrum hann tala af alvöru.

Sverrir Stormsker, 22.9.2015 kl. 22:20

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Már, jájá, þeir eru alveg búnir að „missa í buxan sín“ einsog við fullorðna fólkið segjum.

Dagur og co drógu ekki greinargerðina til baka sem þýðir að þeir eru ennþá með olíubrúsann í rassvasanum (sem ég minntist á) sem þér geta skvett úr á bálið hvenær sem er. Þessu liði er ekki viðbjargandi.

Sverrir Stormsker, 22.9.2015 kl. 22:22

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Rósa, þakka þér. Hún er allavega flottari en borgarstjórnarmeirihlutinn. Þarf kannski ekki mikið til.

Sverrir Stormsker, 22.9.2015 kl. 22:26

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Einn besti pistill síðari ára hr. Stormsker. 

Guðmundur St Ragnarsson, 22.9.2015 kl. 23:17

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Guðmundur, þakka þér.

Sverrir Stormsker, 23.9.2015 kl. 01:49

11 Smámynd: Baldinn

Já, hvaða andskotans máli skipta okkur mannréttindi fólks út í heimi, sérstaklega ef við töpum einhverjum krónum.

Baldinn, 23.9.2015 kl. 09:13

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

Baldinn, það er verið að fremja mannréttindabrot út um allan heim. Ef menn vilja leika alheimslögreglu, Superman, Batman eða Messías og bjarga heiminum þá verða þeir að gera það á eigin kostnað. Ekki annarra.

Svo má geta þess að Dagur B. Spiderman er borgarstjóri, ekki utanríkisráðherra.

Sverrir Stormsker, 23.9.2015 kl. 10:52

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sverrir stundum skítur þú svona rétt yfir augað á þér. Það er búið að draga þetta til baka punktur. Fólk búið að viðurkenna misstök, hvað villtu meira??? Hálshöggvun á miðju Lækjartorgi, eða? 

Jónas Ómar Snorrason, 23.9.2015 kl. 11:49

14 identicon

Sæll Sverrir

Hvernig er það ert þú Sverrir að reyna bjarga þessu Zíonista -Rasista -Terrorista ríki (Ísrael) , eða hvað?

Ertu fylgjandi stefnu Zíonista með að nota hryðjuverk gegn fólkinu þarna á Gaza, eða svo ég sletti smá og noti  þeirra eigin Zíonista orðaforða: "Deliberately disproportionate attack designed to punish, humiliate and terrorize a civilian population” (http://www.kawther.info/wpr/2009/12/16/israeli-perpetrates-war-crimes-in-gaza/comment-page-1)?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 12:48

15 Smámynd: Baldinn

Sverrir.  Svo það má ekki mótmæla mannréttindabrotum af því það eru líka einhverjir aðrir að fremja þau.  það er ekkert sem bannar Reykjavíkurborg að mótmæla slíkum brotum þó að þessi áliktun hafi verið óvönduð enda var hún dregin til baka.

Baldinn, 23.9.2015 kl. 15:28

16 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jónas, næ ekki alveg hvað þú ert að fara. Þessi pistill er skrifaður og birtur áður en samþykktin var dregin til baka. Greinargerð meirihlutans var hinsvegar ekki dregin til baka sem þýðir að það er alveg opið að þeir munu halda áfram með sitt rugl. Margir innan Samfó og VG eru að heimta það. Ekki ég.

Þar að auki er samþykktin brot á lögum og alþjóðasamningum og farið var langt út fyrir valdheimildir, og þar að auki hefur Dagur orðið ber að ósannsögli, þannig að þessu máli er hvergi nærri lokið, en það er ekki vegna þess að ég sé að kalla eftir því. Það gæti farið svo að Umboðsmaður Alþingis gerði það, ef það er ekki búið að gera hann gjörsamlega fjárvana.

Sverrir Stormsker, 23.9.2015 kl. 17:55

17 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorsteinn, ég vil einfaldlega að Dagur og hans hyski sé ekki stilla mér og öðrum borgarbúum upp í eitthvert lið, og reyndar landsmönnum öllum, því höfuðborgin og landið er spyrt saman í hugum manna úti. Ef ég vil gefa mig út fyrir að vera gyðingahatari nú eða sérlegur stuðningsmaður Hamas þá vil ég gera það sjálfur og á mínum forsendum. Ég vil ekki sjá það að umboðslaus og getulaus og vitlaus alheimslögregla einsog borgarmeirihlutinn taki það að sér óumbeðinn í minni óþökk.

Þessir frauðfroskar eiga að halda áfram að einbeita sér að því að eyðileggja götur borgarinnar og borgina sjálfa en ekki orðspor landsins og markaði erlendis. Það er ekki á þeirra valdsviði. Punktur.

Sverrir Stormsker, 23.9.2015 kl. 18:00

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Baldinn, óvitarnir í borgarstjórnarmeirihlutanum voru ekki bara að mótmæla mannréttindabrotum einsog einhverjir taðreyktir hippar, þó þeir séu það kannski sumir hverjir. Þeir voru að brjóta lög og alþjóðasamninga í mínu nafni og þínu dulnefni og í allra annarra landsmanna nafni og setja á okkur einhvern stimpil sem ég allavega kæri mig allsekki um að hafa á enninu.

Sverrir Stormsker, 23.9.2015 kl. 18:04

19 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Afbragðspistill herra Stormsker. Eins og þú kemur inn á er ekki búið að hætta við tillöguna. Það er einungis búið að draga þessa útgáfu til baka, svo hægt sé að koma með aðra "betur útfærða". Þessum hlandhausum væri nær að huga að fjárhagsstöðu höfuðborgarinnar og reyna að finna lausn á þeim vanda sem þar blasir við. Nei, þess í stað er verið að eyða tíma í svona dauðans deeelu, sem hver sem hefur greind á milli hænu og hunds, sér að er galin þvæla og til þess eins að vekja úlfúð. Málefna og hugsjónaþurrð þessa borgarstjórnarmeirihluta er pínleg, svo ekki sé meira sagt. Hvert skipulagsslysið á fætur öðru, ásamt fáránlegum fjáraustri í tóma þvælu, eins og Borgartúnið og Hofsvallagötuna, undanlátssemi við byggingaverkataka sem tengjast íþróttafélaginu Val, bera vitni barnslegri einfeldni og nostalgíuþrá. Sumir gætu jafnvel haldið að meirihlutinn væri "á einhverju", eða jafnvel búið að bera í hann fé, undir borðið.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.9.2015 kl. 23:12

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Afsakaðu orðskrípið "deeelu". Þar átti að sjálfsögðu að standa dellu. Af og til hitnar manni svo í hamsi að fingurnir beinlínis límast við takkana og mynda þannig alls kyns óorð. Nei annars, ég er ekkert að afsaka þetta innsláttarslys, heldur lýsi því hér með yfir að þetta sé nýyrði (skammstöfun) yfir mistvitra stjórnmálamann, sem drulla svo hressilega upp á bak að það er óþrífanlegt. Afsakaðu innbrotið á síðuna hjá þér, en ég óska hér með eftir tillögum um það hvað skammstöfunin stendur fyrir, með vísan í tilefnið.

Góðarstundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.9.2015 kl. 23:23

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Halldór, já auðvitað ættu þeir frekar að vera að huga að fjárhagsstöðu borgarinn heldur en að vera leika Tarzan útí heimi og það væru þeir að gera í dag ef þeir væru ekki búnir að þurrausa sparibaukinn. Þessi Tarzan er ekki einusinni í skýlu eða með bleyju. Hann er ekki apabróðir heldur bara api.

Sverrir Stormsker, 24.9.2015 kl. 01:58

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll herra Stormsker. Eins og oft áður kemstu vel að orðum hér.

Hvernig væri nú að Reykjavíkurborg myndi sjálf byrja að virða mannréttindi sinna eigin þegna, með því að skaffa þeim sem á þurfa að halda lögboðna velferðarþjónustu, áður en hún gagnrýnir mannréttindabrot annarra, hvað þá langt úti í heimi?

Svo ég bregði hér fyrir mig Vigdísar Hauxisma, þá er borgarstjórnin að kasta gleri úr steinhúsi í þessu máli.

Og varðandi flóttamenn, þá væri kannski vert að hjálpa landflótta Íslendingum áður en lengra er litið.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2015 kl. 20:14

23 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Flottur pistill.

Velti því fyrir mér af hverju þeir sem eru að reyna að verja gjörðir Borgarstjóra, geti ekki komið fram undir nafni, eins og við hinir sem hristum það vel hausinn yfir vitleysunni að baunin er við það að losna. Hvaðan kemur þetta fólk og á hvers vegum er það eiginlega?

Sindri Karl Sigurðsson, 24.9.2015 kl. 21:03

24 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það að styðja frelsisbaráttu Palestínumanna og berjastg gegn stríðslæpum Ísraela hefur ekkirt með stuðning við Hamas að gera. Þetta snýst bara um stuðning við þjóð sem hefur þurft að þola grimmilega kúgun í áratugi af hendi grimmilegs hernámsríkis. Það að koma með þetta ústpil eða gyðingahatursútspilið sem notað er gegn þeir sem berjast gegn stríðsglæpum Ísraela er ekkert annað en smjörklípa rökþrota manna sem hafa vondan málstað að verja. Með því að ata gagnraýnendur auri er gerð tilarun til að draga úr trúverðugleika þeirra þegar erfitt er að svara gagnrýni þeirra vegna þess hversu málstaðurinn er slæmur.

 

Guðingahatursútspilið er enn fáránlegra fyrir þær sakir að það eru alls ekki allir Ísraelar gyðingar og það búa alls ekki allir gyðingar í  Ísrael Það er meira að segja þannig að stór hluti gyðinga i heiminum hefur skömm á framferði Ísraela og ljóst að megir þeirra fögnuðu ákvörðun borgastjórnar Reykjavíkur og finnst slæmt að hún skuli hafa verið dregin til baka. Þetta er eins og menn færu að skilgreina viðskiptabannið gegn Rússum vegna svívirðilegs framferðis þeirra í Úkraínu sem fordóma eða eða sérstakt. hatur á þeim sem aðhyllast trúarbrögð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2015 kl. 23:05

25 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kratastrofa er orðið yfir þetta.

Hreinn Sigurðsson, 24.9.2015 kl. 23:28

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Guðmundur, nákvæmlega. Ég kem einmitt inná þessa punkta, sem þú ert að nefna, í grein sem mun birtast innan fárra daga. Borgarstjórinn er nefnilega að kasta Steina úr snjóhúsi og berja hausnum við sandinn. Tek alveg undir það. Hann ætti að hafa vit á því að bretta upp hendurnar og snúa sér að heimavandanum í staðinn fyrir að berja sig á brjóstin og derra sig útí heimi og fara svo í kringum grautinn einsog köttur í kringum heitan hund.

 

(Ég lét google translate þýða þetta svar mitt yfir á vigdísku:)

Sverrir Stormsker, 25.9.2015 kl. 00:07

27 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sindri, ég myndi líka eflaust skrifa undir dulnefni ef ég væri að reyna að verja svona óverjandi klúður og vitleysu, en reyndar myndi ég aldrei fara að verja svona þvælu, hvar sem ég stæði í pólitík.

Ef þessi borgarstjóri væri hægrimaður þá væru öfga vinstrimenn búnir að fiðurtjarga hann og henda honum útum ráðhúsgluggann í fallegum boga beint útí tjörn. Það er nefnilega ekki sama hver „missa í buxan sín,“ einsog það heitir á akademísku máli.

Sverrir Stormsker, 25.9.2015 kl. 01:10

28 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður M, stríðsglæpirnir eru á báða bóga og eru búnir að standa yfir árum saman og þetta margblessaða stríð mun halda áfram í það óendanlega, en við leysum þetta mál ekkert hérna uppá klaka og síst af öllu meirihlutinn í borginni, sem á að vera að sjá um allt aðra hluti í eigin garði, lögum samkvæmt. Það er það sem grein mín fjallar um. Annað ekki.

 

Dagur og co héldu að þeir gætu bara puðrar einhverri sniðgöngusamþykkt útí cosmósið án þess að fá það margfalt í galtóman hausinn aftur einsog búmmerang úr eggjárni. Þeir eru svo glæpsamlega heimskir að þeir sáu ekki einusinni fyrir viðbrögð Gyðinga í Bandaríkjunum. Komu alveg af fjöllum, svona einsog Utanríkisráðherra þegar hann framlengdi viðskiptabannið á Rússa: „Ha? Kara gerast? Ætla þeir virkilega að svara fyrir sig? Djös dónaskapur er‘etta.“

 

Eftir því sem Björk Vilhelms segir þá var búið að undirbúa þetta í heilt ár, en samt var þetta vanhugsað. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta lið er lengi að hugsa.

 

Kíktu á þetta:

https://www.youtube.com/watch?v=K9YQwtDibGc&feature=youtu.be

Sverrir Stormsker, 25.9.2015 kl. 01:21

29 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hreinn, Það er rétt. Þetta var sjálfsmarkshrina. Hvað er gert við sparkmenn sem eru ábyrgir fyrir svoleiðislöguðu? Þeim er sparkað.

Sverrir Stormsker, 25.9.2015 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband