Sögufölsun forsetans

bonusfjolskyldan.jpg

 

Fyrir bankahrunið var vefsíða forsetans (www.forsetinn.is) alveg kjaftfull af mærðarlegum útrásarræðum og ljósmyndum af Óla Grí(m)s í faðmi útrásarvíkinganna. Nú er þar ekkert slíkt að finna. Svínslegt. Allt autt einsog veski fólksins og heilabú stjórnmálamannanna. Það eru ekki bara bankamenn og "eftirlitsstofnanir" sem eru í svitabaði við að eyða gögnum. Það er búið að hvítþvo allt og afmá öll vegsummerki um útrásaróráðið af vefsíðu forsetans rétt einsog hann hafi aldrei staðið á torgum út um allan heim einsog hani á fjóshaug og lofsungið viðskiptasnilld Jóns Náskers og annarra útrásargarpa.

 

bonusgrisirnir.jpg

Óli G. heldur að það sé skynsamlegast að henda hitamælinum þegar fer að kólna og þá komist allt í gott lag. Munurinn á hreingerningum forsetans og bankamannanna er að það vita allir allt um þær óþægilegu upplýsingar sem forsetinn er að fleygja í ruslið einsog hann eigi lífið að leysa. Það er ekki nema 8 mánuðir síðan hann veitti Jóni Náskeri og Baugi útflutningsverðlaun með pompi á prakt á Bessastöðum og jós yfir þá orðum og lofi af svo miklu kappi að það þurfti að leggja hann dauðþreyttan og kófsveittan inn á spítala á eftir:) 

 

forsetaskapurinn.jpgÍ haust þegar ljóst var að útrásaraularnir höfðu sett landið á hausinn þá lét hann fjarlægja 60 síður af lofi og skrumi um þá úr bók sinni Saga af forseta. Hvað er þetta þá annað en Lygasaga af forseta, eða Hálfsannleikur um forseta? Þó að skítnum sé sópað undir teppið þá er hann ennþá til staðar og þó að líkunum sé troðið inn í skáp þá minnkar nályktin ekkert við það.

 

 

bonuspappir.gifMaður sem blóðskammast sín fyrir embættisverk sín getur ekki furðað sig á því að þjóðin skuli blóðskammist sín fyrir hann. Fyrsta orðið sem kemur uppí hugann þegar talið berst að forsetanum og útrásarnáhirðinni í kringum hann er: Landráðamenn. Grísinn á að yfirgefa samkvæmið og segja af sér með jafn miklum hraði og hann reynir að afmá tengsl sín við Bónussvínið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú verður bara að sætta þig við að tískan hefur breyst.  Svínin eru dottin úr tísku.

Offari, 30.12.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Benedikta E

Herra - Stormsker. Þú lætur ekki á þig ljúga - hugmyndaflæðinu.Þetta er bæði fyndið og satt sem þú segir.

Kallinn á að blóð skammast sín - hann er skítlegri en - Hundadagakonungurinn.

Hann fær aldrei skrifað um sig keikrit - nema þú gerir það.

Hann ætti að reyna að þvo af sér hræsnina og grátbiðja þjóðina að gefa sér lægstu lífeyrisþega laun á mánuði - skila bílunum og öðrum bitlingum eða bara að hætta.

Hann er búinn að vera nógu lengi ómagi á þjóðinni. Ekki lengur.

Benedikta E, 30.12.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Óskar Gunnar Óskarsson

Góður pistill hjá þér um sögufölsun forsetans,
af því tilefni fannst mér upplagt að senda þér slóð á vefnum, það eru leitarvélar að störfum á hverjum degi sem taka afrit af vefsetrum til þess að hægt sé að skoða hvernig þau voru hér áður fyrr.

Eflaust er ýmislegt skemmtilegt að finna hér
http://web.archive.org/web/*/http://www.forseti.is

Óskar Gunnar Óskarsson, 30.12.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Jack Daniel's

Sverri þú ert að skíta upp á bak núna.  Lepjandi upp lygarnar úr Ástþór Magnússyni.

Ég hef nú meira álit á þér en þetta því myndirnar eru á sínum stað á vef forsetaembættisins.

Enn er það Ástþór Magnússon sem kemur blaðskellandi með samsæriskenningu um að myndir hafi verið fjarlægðar af vefsíðu forsetaembættisins, sem náttúrulega er helber lygi og þvæla, og lepur þessu í einhvern veiklyndan aumingjann á Eyjunni sem síðan birtir þetta án þess að kanna hvort eitthvað sannleiksgildi sé í bullinu í jólasveininum Ástþór.
Þetta er til háborinar skammar fyrir Eyjuna og ættu þeir aðeins að reyna að hemja sig áður en þeir skella svona fram, en þetta sýnir bara í verki hversu miklar mannleysur og aumingjar eru hér á ferð.
Íslenskir fréttamiðlar eru almennt ruslakista fyrir letinjga sem nenna ekki að gera annað en sitja á rassgatinu og lepja upp það sem þeir finna á netinu, afrita og líma inn á fréttamiðlana tilkynningar frá stjórnvöldum og svo náttúrulega yfirbullukolli íslands, Ástþór Magnússyni yfirtrúð og jólasveini í stað þess að lyfta upp sínum lata rassi og reyna að afla frétta og tala við fólk.
Eyjan er á góðri leið með að koma sér niður að hlið DV með fréttum af þessu tagi sem hér er kommentað við.

Hér eru svon myndirnar sem Ástþór segir að hafi verið fjarlægðar. Greinilegt að maðurinn hefur ekki hundsvit á þvi´hvernig á að ,,browsa” heimasíður. http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/

Tel að greinarhöfundur ætti að biðja forsetaembættið afsökunar á að dreifa lygum og falsfréttum sem vafasamir einstaklingar eru að lepja í þetta vefsvæði.

Skora á þig Sverrir að kynna þér málin aðeins betur áður en þú blastar svona bulli.

Jack Daniel's, 30.12.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Þarfagreinir

Sæll Sverrir minn,

Nú hefur þú því miður heldur betur látið hlaupa með þig í gönur. Þessar myndir eru þarna ennþá, og ekki nóg með það, heldur er hægt að komast í þær út frá forsíðu síðunnar forseti.is. Svo má líka finna þær bara hreinlega með því að gúgla, séu menn í stuði fyrir slíkar æfingar. Þetta má sjá útskýrt í kommentum við þessa bloggfærslu upphafsmanns sögunnar, sem og þeim við þessa frétt hins annars ágæta vefs Eyjunnar, hvers fréttamenn einhverra hluta vegna ákváðu að taka söguburðinn upp hráan í nótt.

Ætla nú svosem ekkert að tjá mig um þessa forsetabók, enda hef ég ekki lesið hana, né fengið að vita fyrir víst hvernig henni var breytt í kjölfar bankahrunsins, en hitt virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að þessi saga um myndirnar horfnu af forsetavefnum er hrein þvæla.

Svo er þetta með að einhverjar ræður eigi að hafa horfið líka - hvar voru þær þá áður? Hvaða ræður voru þetta? Hvernig hljómuðu þær? Er alveg öruggt að þær eru hvergi á vefnum núna? Er ekki lágmark að fá svör við þessum spurningum áður en maður hefur uppi gífuryrði?

Nei, svo virðist ekki vera. Þetta er bara forðusnakk: "GUÐ MINN GÓÐUR EINHVERJAR MYNDIR OG RÆÐUR HURFU! ÉG MAN REYNDAR EKKERT EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA SÉÐ ÞETTA SJÁLFUR Á SÍNUM TÍMA, OG NENNI EKKI AÐ TÉKKA SJÁLFUR Á ÞVÍ HVORT ÞETTA ER ENNÞÁ ÞARNA, EN ÉG SÁ ÞETTA Á EINHVERJU BLOGGI ÞANNIG AÐ ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA SATT!"

Svo virðist vera sem að komið sé algjört skotleyfi á forsetann. Ég meira að segja skrifaði ritstjórn Eyjunnar bréf snemma í morgun þar sem ég mótmælti þessari kolröngu frétt þeirra (og þó er ég ekki kvörtunargjarn maður, svona almennt), en hef ekkert svar fengið. Rangfærslurnar standa enn á Eyjunni.

Já, rangfærslur segi ég, því þarna stendur m.a. þetta: "Fréttavefurinn AMX birti í gær fjórar myndir af vef forsetaembættisins sem teknar voru þegar Jón Ásgeir Jóhannesson tók við útflutningsverðlaunum forseta Íslands í veislu á Bessastöðum í vor. Þær myndir eru eins og flestar aðrar ljósmyndir tengdar útrásinni og auðmönnum horfnar af vefnum." Hið rétta er auðvitað að nákvæmlega þessar myndir sem um er rætt eru enn á vefnum og hafa ekki farið neitt: http://forseti.is/Forsida/Myndasafn/Atburdir/Utflutningsverdlaun2008/

Reyndar gildir þetta 'skotleyfi' nú ekki bara um forsetann - það er eins og eftir bankahrunið hafi losnað um ýmsar hömlur í þjóðfélagsumræðunni. Það er jákvætt að mörgu leyti, en fyrr má nú rota en dauðrota. Það er lágmark að gagnrýnin byggist á staðreyndum. Í þessu tilfelli gerir hún það alls ekki.

P.S. Ég hlæ að þeim sem ætla að reyna að halda fram að myndirnar hafi verið settar inn aftur í nótt/morgun. Þá er þetta auðvitað bara komið út í tóma og ósannalega vitleysu. Samsæriskenningar í lægsta gæðaflokki. Ekki svaraverðar né umræðuhæfar. Jú - það má nú reyndar t.d. slengja því fram að þá hljóti þær að hafa verið horfnar eitthvað afskaplega stutt, þar sem fréttaskýring AMX birtist í fyrradag, og þá hljóta myndirnar að hafa verið þar. Og hvers konar dómsdagsheimska væri það að bregðast við þessari fréttaskýringu með því að fjarlægja myndirnar af forsetavefnum, þegar þær blasa við mönnum annars staðar á netinu hvort eð er? Æi, nú er ég búinn að segja of mikið um þessa þvælu ... nóg komið.

Þarfagreinir, 30.12.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Þarfagreinir

Ég sé núna að það er komin viðbót við Eyjufréttina:

Viðbót 30/12 2008:

Eftir að frétt þessi birtist á Eyjunni í gærkvöldi hefur komið í ljós að umræddar ljósmyndir eru enn vistaðar á vefsíðu forsetaembættisins, en tilfærslur hafa orðið á tenglum sem vísa á þær.

Ég er nú reyndar ekki einu sinni viss um að það sé rétt að einhverjir tenglar hafi skolast til; held að þeir séu nú bara eins og þeir hafa alltaf verið - en þetta er skref í rétta átt hjá Eyjubúum. Gott hjá þeim.

Þarfagreinir, 30.12.2008 kl. 11:52

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég er ekki að lepja neitt upp eftir Ástþóri eða öðrum. Skil ekki hversvegna maður þurfi alltaf að byrja á því að leiðrétta dylgjur og rugl áður en maður getur farið að svara.

Ég fór sjálfur inn á forsetavefinn oftar en einu sinni fyrir hrunið og þá voru þar myndir í massavís og ræður í tonnavís. 

Þessar fátæklegu myndir sem ég birti hér fann ég á allt öðrum síðum, en það eru ekki þær sem eru hér til umræðu.

Í gær fór ég inná vefsíðu forsetans og leitaði þar logandi ljósi að útrásarmyndunum og útrásarræðunum sem ég hafði séð þar þegar það þótti fínt að lofa útrásarhetjurnar. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut. Þarna voru einhverjar myndir af liði í hjólastól og eitthvað svoleiðis en ekkert útrásarstöff. Það má vel vera að þetta sé þarna alltsaman ennþá en þá er það gríðarlega vel falið. Maður á ekki að þurfa að leita að þessum hlutum með loftbor, nema náttúrulega að forsetanum sé einhver akkur í að gera þetta óaðgengilegt og finnist ekki borga sig að vera að flagga þessu. Þessu var hinsvegar öllu flaggað fyrir fáeinum mánuðum síðan.

Það er hugsanlegt að það sé hægt að finna þetta með einhverri djúpköfun og slíku á síðu forsetans ef maður er fullkominn tölvunörd, en ekki með venjulegri einfaldri leit. Þetta á einfaldlega að vera aðgengilegt venjulegu fólki á vefsíðu forsetans með einfaldri leit einsog það var fyrir hrunið. 

Þetta ber allt að sama brunni. Allt bitastæðasta útrásarstöffið og mærðarruglið var tekið úr forsetabókinni og nú er búið að fela þetta allt á heimasíðunni þannig að menn þurfa að fara einhverjar gríðarlegar krókaleiðir til að finna eitthvað af þessu. Sjá athugasemd númer 3.

Ef menn vilja mæra útrásarforsetann í það óendanlega þá er þeim frjálst að gera það, en þar sem mér verður frekar bumbult af slíku tali, sérstaklega eftir að ég las trúarritið um forsetann (Saga af forseta) þá bið ég menn um að gera það á eigin síðum. 

Ég skora á normalt fólk að fara inn á www.forseti.is og láta mig vita ef það finnur þar útrásarræður og útrásarmyndir með einfaldri leit.

Sverrir Stormsker, 30.12.2008 kl. 13:06

8 Smámynd: Þarfagreinir

Nú OK - ef þú vilt meina að myndirnar og ræðurnar hafi verið aðgengilegri áður fyrr ætla ég ekki að neita því. Hef ekki mikið verið að skoða þessa síðu sjálfur. Það er þá slæmt mál ef rétt er. En ég endurtek þó að ég vil draga það í efa að eitthvað hafi beinlínis verið látið hverfa, enda væri það heimskulegt í meira lagi, og dæmt til að koma margfalt til baka í fót forsetans.

Þarfagreinir, 30.12.2008 kl. 13:26

9 Smámynd: Hafsteinn V Eðvarðsson

Við eigum að blessa forseta okkar og biðja firir honum og líka Jóni bless spíritismi Djöfullin á ikkur Ástþór Magnússon Bless Haðsteinn Guðsmaður .Jón Ásgeir borgar okkur gott kaup og líka veikindadaga

Hafsteinn V Eðvarðsson, 30.12.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ekki nokkur leið að taka Stormskerið alvarlega. Ekki einu sinni þegar hann vill láta taka sig alvarlega.

Fjórum tímum eftir að Ástþór birti samsærisbullið sitt reynir Stormskerið að sverja af sér bergmál vinar síns með undirskálaaugun:

Ég er ekki að lepja neitt upp eftir Ástþóri eða öðrum. Skil ekki hversvegna maður þurfi alltaf að byrja á því að leiðrétta dylgjur og rugl áður en maður getur farið að svara.

Forsetinn hefur aldrei neitað sínum þætti í að mæra útrásarmennina svo ég viti til.

Hann hefur ekki logið þar jafn blákalt í því efni og einkavinur Stormskersins í svörtuloftum. Báðir eiga þeir það til að vera hnyttnir í tilvsvörum og ræðum en það er sjaldnast nokkurt vit í því nú orðið.

Haukur Nikulásson, 30.12.2008 kl. 14:01

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haukurinn alltaf jafn málefnalegur og rökfastur :)

Sverrir Stormsker, 30.12.2008 kl. 15:36

12 Smámynd: Ómar Ingi

Reka svínið og fá Davíð sem einræðisherra á skerinu okkar og SS sem hans sérlegan aðstoðarmann og þá fara hlutir að gerast.

Það er allvega ekki mikið talað um allra flugerðirnar sem Svínið og Dorrit fóru með Jóni og co þær eru nú allnokkrar og ekki allar sem gætu kallast viðskiptaferðir eða forsetaferðir.

En annars byrjar öll vitleysan þegar svínið skrifaði ekki undir fjölmiðalögin sem Davíð villdi og allir nokkrum árum seinna.

Engin veit hvað átt hefur ........

Ómar Ingi, 30.12.2008 kl. 18:09

13 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Mikið væri gott að fá botn í þessa hluti.

Kristbergur O Pétursson, 30.12.2008 kl. 18:17

14 identicon

Ég elska forseta íslands vegna þess að hann er einn magnaðasti lýðsskrumari ever. Og við trúum honum.Hvernig karlinn fer að þessu er mér alveg hulið. Það versta í þessu er að þorrinn kaupir þetta allt sem frá honum kemur. Fimm mínútur frá hruni með hann í farabroddi mærandi það sem við köllum útrásavíkinga núna snéri hann við á punktinum og hvetur nú þjóðina til að sjá sóknartækifæri í öskustónni. Þetta verður aldrei toppað. Eða neitt af því sem karlinn tekur sér fyrir strjúkandi hendur. Aldrei. Hann er þriggja stórritarkross virði klárt mál.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 20:44

15 Smámynd: Sverrir Stormsker

Rúnar. Ólafur var kjörinn af minnihluta þjóðarinnar (með rétt rúmlega 40% fylgi) í kosningunum 1996 og eftir það var hann náttúrulega sjálfkjörinn einsog reglan er hér á landi.

Þó ég sé stundum sammála Ástþóri þá ætla ég að vona að það sé ekki dauðasök, ekki frekar en þegar ég er stundum sammála Davíð nú eða Steingrími J. eða Lalla Johns eða hverjum sem er einsog verkast vill. Ef ég er sammála Ástþóri í einu atriði þá er ég ekki að "taka hann í faðm mér" og líma mig við allar hans skoðanir, heldur þá er ég bara einfaldlega sammála honum í einu tilteknu atriði. That´s it. Ofsalega einfalt, hélt ég.

Óli Grí(m)s var þekktur sem "orðhvatasti" þingmaður landsins og varla var hann að auki kallaður "Skattmann" fyrir ekki neitt.

Þú segir:

"Að vera dónalegur hefur íslendingum ekki þótt sniðugt."

Í því sambandi minnist ég orða sem Ólafur erkiengill lét falla um Davíð Oddsson:

"Ég vissi ekki að það væri svona skítlegt eðli inn í hæstvirtum forsætisráðherra."

Þessi orð ásamt mörgum öðrum fallegum orðum þótti Íslendingum svo "sniðug" að þeir urðu hreinlega að fá þennan séntilmann sem forseta.

Ólafur lofaði því hátíðlega 1996 að yrði hann kjörinn forseti þá skyldi hann aðeins sitja tvö kjörtímabil, hámark. Á þriðja og fjórða kjörtímabili sínu fór hann að mæra útrásarvíkingana í hástert og ferðast með þeim út um allar jarðir til að kynna "íslenska viðskiptasnilld" og skapa landráðamönnunum skotheldan trúverðugleika erlendis sem þjóðhöfðingi.

Má til með að vitna hér í lokin í orð Ólafs sjálfs en þau eru úr Mannlífsviðtali frá því 2. janúar 2008:

„Útrásarstarfsemin á okkar tímum er sjávarútvegur hinnar nýju aldar. Bankarnir eru farnir að skila meira tekjum í þjóðarbúið en sjávarútvegurinn. Þess vegna er þetta liðsinni til styrktar almennri velmegun í landinu. Ég hef verið þeirrar skoðunar að forsetinn eigi ekki að sitja aðgerðalaus á Bessastöðum, heldur eigi hann að taka þátt í því að skapa þjóðinni betri kjör og traustari efnahag.“

(Þessi óborganlegu og bráðfyndnu orð Ólafs má einnig finna á síðu Ástþórs og vona ég að tilvitnunin sé ekki mikið verri fyrir vikið. Þetta eru jú vísdómsorð Ólafs sjálfs, sem ekki má halla orðinu á).

Sverrir Stormsker, 30.12.2008 kl. 22:12

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sverrir, þetta er sama taktíkin og sú sem norski hernaðasérfræðingurinn kenndi Geir Haarde! Fyrst er hróflað við tenglum, myndir og textar færðir til, svo er farið að fækka, að lokum er allt látið hverfa hægt og hljóðalaust..... Bessastaða-Láfi kann öll trixin í bókinni.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 23:06

17 identicon

Frábærlega ritað hjá þér Stormsker og drepfyndið að lesa pistilinn. Það hins vegar hverfur af manni brosið þegar alvaran hellist yfir mann og maður áttar sig á að þetta er ekki skáldsaga heldur sannleikur.Við getum svo sem alveg heimtað afsögn.En þetta er jú Ísland þar sem ekki er hefð fyrir því að menn segi af sér, og alveg sama hvaða axaskaft menn kunna að fremja

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:43

18 Smámynd: Ari Jósepsson

haha

Ari Jósepsson, 31.12.2008 kl. 01:04

19 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Forsetinn var einn í framboði við síðustu kosningar þessvegna var þetta  svokölluð "Rússnesk kosning". Að hann var  kosinn forseti í upphafi, skil ég ekki. Aldrei hefði ég kosið Skattmann sem forseta minn. Að mínu áliti hefur hann komið óorði á Forsetaembættið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:32

20 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Gleðilegt ár vona að þú eigir góð og ljúf áramót.

Takk fyrir bloggvináttuna.

Áramótakveðja. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:38

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

"Gleðilegt" ár öllsömul og eigið "farsælt" komandi ár. Stórefast um að svo verði, en það má vona.

Sverrir Stormsker, 31.12.2008 kl. 10:53

22 Smámynd: Heimir Tómasson

Það má lengi vona, það er satt......

Gleðilegt ár, eftir aðstæðum allavegana...

Heimir Tómasson, 31.12.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband