Geir um Grey frá Gay til Gauðs

Asni.jpgÉg tek undir með Geir Hor: Það er svolítið gremjulegt að "ríkiskerfið" skyldi hafa klúðrað málunum pínulítið. Árið 2009 gæti orðið svona frekar óspennandi þó það séu reyndar "mjög spennandi tímar framundan hjá Sjálfstæðisflokknum," einsog Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir benti á fyrir stuttu í miðri kreppunni.

Einhverjir gætu hugsanlega misst aukavinnuna tímabundið og svo er ekki loku fyrir það skotið að einhverjir óaðsjálir lúðar í Breiðholti lendi í smá vandræðum með að borga af blokkarkompunum sínum og kannski að nokkrir þurfi að fara að borða nautasteikur í staðinn fyrir hreindýrafille. En þetta er ekkert sem þarf að hafa miklar áhyggjur af því við búum við styrka stjórn valinkunnra spesíalista.

 

fyrir_islenska_stjornmalamenn_772929.jpgÞað er rétt sem Geir segir að menn voru algerlega "óviðbúnir þegar fjármálaóviðrið skall á okkur." Aðeins nokkrir tugir innlendra og erlendra sérfræðinga höfðu varað ríkisstjórnina við mánuðum saman en þeir áttu það reyndar allir sameiginlegt að vera ómarktækir fávitar sem þurftu "á endurmenntun að halda," einsog Þorgerður Katrín orðaði það svo skemmtilega rétt fyrir hina svokölluðu "kreppu." Á sama tíma sagði Imba Solla: "Hér er engin kreppa," og hitti þar naglann á höfuðið einsog endranær.

 

Davíð Oddsson sagði við Geir á síðasta ári að það væru 0% líkur á að bankarnir myndu lifa af og í kjölfar þeirra orða voru settir nokkur hundruð milljarðar í að reyna að bjarga Kaupþingi. Einmitt. Geir segir: "Við töldum að Kaupþing myndi lifa þetta af, alveg fram á síðustu stundu." Samt voru 0% líkur á því samkvæmt orðum Davíðs. Niðurstaðan: 100% rugl.

Þó að maður skilji þetta ekki alveg þá hlýtur að vera eitthvað mikið vit í þessu öllu hjá okkar framsýnu ráðamönnum. Varla höfum við verið að kjósa yfir okkur einhverja asna! Svo er líka svo þægilegt að vita af því að ekki taka síðri proffar við eftir kosningar, semsé Vinstri græningjar. Þá fyrst byrjar nú gleðin og fagmennskan fyrir alvöru. Jibbííí!!!! Guð blessi Ísland.  

 

 


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Úffff segðu þá fyrst byrjar ballið Sverrir

Ómar Ingi, 18.1.2009 kl. 13:50

2 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Verst að það sem við kusum yfir okkur áttu yfir 60 % af þinginu, ef það voru asnar hvað er þá í hinum búrunum ég vil ekki fletta dúknum af þeim til að komast að því.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 14:07

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Blessaður vertu það þíðir ekkert að tala við þjóðina (ekki hennar ISG) þeir skilja hvort eð er ekkert ef þeir væru upplýstir um gang mála svo þeir eru ekkert að standa í svoleiðis.

Sverrir Einarsson, 18.1.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sverrir nú er þinn tími kominn.
Ég hvet þig eindregið og á gríns (af hverju er þörf á að taka það fram?) til að taka þátt í næsta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Það amar ekkert að stefnu flokksins. Framkvæmdin hefur bara liðið fyrir öðrum hagsmunum. Er ekki kominn tími á málprúða menn sem hafa kjark í að benda Keisaranum á að kuldatrekkurinn er tilkominn sökum fataskorts.

Þó ekki þekki ég þína stefnu til fullnustu, þá hefur mér þótt hún markast af viðleitni til frelsis. Þínir lestir verða alltaf lítilvægir í samanburði við aðra frambjóðendur, alla vega í það minnsta mun skemmtilegri til frásagnar en annarra.

Skerið til bjargar skerinu !

Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Karl Birgir Þórðarson

 I love it.

Karl Birgir Þórðarson, 18.1.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég er nú á því að það eigi að moka út úr Alþingishúsinu og gefa Öllum gömlu flokkunum langt frí og fá hér utanþingsstjórn skipaða fagmönnum - mönnum sem vita hvað þeir eru að gera. Það þarf að rífa draslið upp með rótum og skipta um jarðveg. Fá gæðamold.

Þakka samt stuðninginn

Bendi á tvær fínar síður þar sem koma fram ágætar hugmyndir til úrbóta:

Lýðveldisbyltingin.is  

lýðveldi.is

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 15:45

8 Smámynd: Rannveig H

Er ekki málið að fá Eirík Stefánsson og Ástþór Magnússon í verkið. Er það ekki gæðamold?

Rannveig H, 18.1.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vitanlega væri best að skipta um spilastokk. Það verður bara ekki gert. Það eina sem er í boði er að lauma nokkrum nýjum spilum inn og vona að lúin og gömul spil taki sér sess á hillunni. Allt tal um að skipta um flokka, hreinsa út úr ráðuneytum og skipta út embættismönnum, skilar okkur ekkert nær lausnum, einfaldlega af því að það mun ekki gerast. Frekar en að láta hendur fallast er því bara það eftir að vinna innan þess ramma (eða þeirra ramma) sem til staðar eru. Jafnvel þó raddir (nýjar eða gamlar) nái inn fólki, þá fer það fólk (sá flokkur er sennilega réttar að segja) ekki í ríkisstjórnarsamstarf. Annað hvort verður þeim ekki hleypt að, eða þá að þau bera ekki skynbragð á að tími mótmæla er þá liðinn og eftirspurn eftir aðgerðum er kominn.
Manni getur þótt þetta allt vonlítið og ómögulegt....en hverju skilar það.
Því endurtek ég fyrri hvatningu um að Skerið bjargi skerinu. Af öllu því sem ég hef til þín heyrt Sverrir heyrist mér að meðalgreindin á þingi geti bara hækkað við það að þú mætir þar á hvítum fáki.
Þú hefur í gegnum tíðina fjallað nokkuð ítarlega um breiða flóru málefna og alla jafnan náð hratt inn að kjarna þeirra. Ég held auk þess að þú hafir alveg nógu stórt Egó (í jákvæðum skilningi þess) til að standa undir því. Stærsta verkefnið væri að sitja á prakkaranum í sjálfum þér :-)
Í anda Göbbles endurtek ég því :
Skerið til bjargar skerinu !

Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 17:49

10 Smámynd: Offari

Mér þykir þetta leitt.

Offari, 18.1.2009 kl. 17:55

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Rannveig: Ástþór og Eiríkur eru of sjálfstæðir í hugsun til að geta þrifist í sandkassa Alþingis. Þar að auki kann kann Ástþór ekki að skríða og Eiríkur ekki að ljúga.

Haraldur: Tek undir með þér að líklegast mun ekkert breytast. Munum áfram dröslast með sama steingelda flokkakerfið, kosningafyrirkomulagið og allt þetta þjóðlega rugl. Hvað mig varðar þá er ég ekki nógu "normal" og ferkantaður karakter til að falla að veggjum Alþingis.  Íslendingar vilja virðulega grafalvarlega jakkafataklædda "ábyrga" prúða pappakassa sem bulla áferðarfallega vitleysu. Þeir vilja ekki sjá óþekka "klámkjafta" sem virða einstaklingsfrelsið. Þeir vilja Martein Mosdal.

Þakka samt stuðninginn. Slagorðið er gott hjá þér

Sverrir Stormsker, 18.1.2009 kl. 19:04

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sverrir mér þykir leitt að mér hafi ekki, með meistaralegum tilraunum mínum og slagorðasmíð, tekist að sannfæra þig um nýjan starfsframa. Björgun þarf þá að leita annars staðar :-(
Rými verður þó áfram tryggt svo þér geti snúist hugur. Ég el þá með mér í hljóði þá von og samfélagsvitund þín gefi þér enga ró fyrr en þó sérð í baksýnispeglinum glitta í Dómkirkjuna og Alþingisdyrnar opnar bíða þín sem fagnandi englaher. Óteljandi óprentanleg slagorð kosningabaráttu bíða þá síns tíma.
Ég veit ekki hverjum öðrum ég ætti gera þann óleik að hvetja til þingsetu, fyrst þú valdir frelsið. Ég lái þér það þó ekki :-)

Haraldur Baldursson, 18.1.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband