Helgi í Góu reynir að sansa Jóu

Helgi í Góu.jpgVið höfum heila(skerta) 63 froska á Alþingi en samt þarf undarleg oft einhvern góðan mann af götunni til að benda á augljóst ranglæti og þoka hlutunum í réttlætisátt. Helgi í Góu er einn af þessum ötulu hugsjónamönnum sem þreytist aldrei á því að reyna að opna augu ráðamanna fyrir óráðsíu og óréttlæti lífeyrissjóðanna. Hann vill að lífeyrissjóðirnir hætti að vinna einsog fjárhættuspilafíklar og hætti að vera bruðlstofnanir fyrir stjórnendurna og fari að sinna öldruðum og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Þetta eru jú sjóðir í eigu landsmanna, sjóðir sem menn eru tilneyddir að borga í alla sína þrælsævi og þessvegna ber vitaskuld að nota þá í þágu fólksins, eigendanna.

 

Ekkert sex hér takkfyrir.gifNú hafa félagshyggjuöflin verið við stjórnvölin í nokkurn tíma og þau hafa að sjálfsögðu ekki haft tíma í þetta réttlætismál þrátt fyrir að þetta eigi nú samt að heyra undir þeirra uppáhalds málaflokk. Þau hafa verið upptekin við að sinna mikilvægari málum einsog t.d. að framleiða lög um súlustaði og vændi og nekt og klám og allt sem viðkemur kynlífi með einhverjum hætti. Að mörgu þarf að hyggja í þeim mikilvæga málaflokki meðan landið sekkur. Netlögregla á næsta leiti og svo þarf að minnka extra large smokka og banna sölu á Viagra á föstudögum og banna mínípils því þau gætu fjölgað nauðgunum o.s.fr.

 

islenskt_elliheimili.jpgJóhanna Sig. lofaði Helga í Góu fundi með lífeyrissjóðunum innan nokkurra mánaða þegar búið væri að afgreiða nokkur tonn af klámfrumvörpum. Hann varð að gera sér það að góu. Hvað ætli Helgi hafi heyrt svona loforð oft áður? Á meðan verða aldraðir að halda áfram að hírast samanpakkaðir í sardínudollum elliheimilanna, og á meðan getur Helgi víst ekkert annað gert en beðið og klórað sér í pungnum, á meðan það er enn leyfilegt.


mbl.is Hugsjónamaðurinn Helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Heyr, heyr. Þegar formenn verkalýðsfélagann keyra um á rándýrum bílum og fá margföld verkamannalaun-á mánuði- þá er eitthvað mikið að.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 21.4.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Helgi í Góu er sko öngvinn súkkulaðikjúlli...

Steingrímur Helgason, 21.4.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú hittir naglann beint á fingurinn, eins og venjulega, Sverrir.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður, að venju.

Heimir Tómasson, 22.4.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband