Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Bárujárnsbyltingin ríður húsum

Íslensk húsagerðarlistSkömmu eftir heimsstyrjöldina síðari kom hingað til lands bandarískur byggingaspesíalisti í “skemmtiferð.” Ekki veit ég hvernig honum datt það í hug, en hann fékk sér víst göngutúr um borgina og skoðaði “húsagerðarlistina.” Eftir upplifunina sagði hann við íslenskan blaðamann: “Djöfull hafiði farið illa út úr stríðinu maður!” Hann gapti af undrun þegar honum var tjáð að það hefði engin sprengja fallið á borgina önnur en sú sem býr í íslensku smekkleysi.
                                                                                   (Íslensk húsagerðarlist)

Þetta þarf að vernda

 

Nú er búið að ákveða að eyða milljarði í kaup og samantjöslun á tveimur þeim aumustu og stagbættustu óþverravinnuskúrum sem sést hafa á byggðu bóli, að skaðbrenndum indíánatjöldum meðtöldum. Í kjölfarið á svo að friða allt annað aldargamalt fúaspýtnarusl og bárujárnsdrasl sem finnst við Laugaveg og nágrenni, fyrir ófáa milljarða.

Sögufrægt ofvitahús Þórbergs Þórðarsonar að Skólavörðustíg 10 er hinsvegar að sjálfsögðu búið að flytja uppí Árbæ eða sprengja í loft upp. Allt samkvæmt alíslenskri smekkvísi og snilld.

 

MiðbæjarfjörÁ sama tíma og húsafriðunaræði ríður húsum þá er verið að buffa og brytja fólk í smátt í miðbænum og þar með talið á eftirlitsmyndavélalausum Laugaveginum því það eru ekki til peningar í almennilega löggæslu, nema þegar kemur að því að hakka niður vörubílstjóra og þeirra stuðningsmenn sem neita að borga hæsta elsdneytisverð í heimi.

 
Þetta mætti nú gera upp!Taðreyktir hippar væla um að það beri að friða einhverja rottuholu sem kallast Sirkus og fatta ekki að borgin er einn allsherjar Sirkus. Væri nokkuð galið að byrja á því að friða fólkið í bænum áður en við förum að friða hjallana í bænum? Við eigum ekki að friða kofana fyrr en við höfum efni á að friða fólkið því kofarnir eru til fyrir fólkið en ekki öfugt.

 

 

 

 

 (Þetta fallega hús mætti nú gera

 upp fyrir lítinn pening, svosem 1 milljarð)

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum 8. febrúar síðastliðinn)

 

Minni vitaskuld á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna," sem er í dag, miðvikudaginn 14. maí, á Útvarpi Sögu 99.4 milli 16:00 og 18:00. Gestur að þessu sinni er Helgi Hóseason, fyrsti og þrautseigasti mannréttindabaráttumaður Íslands. 

Fyrri þætti má heyra á www.stormsker.net 

 

 


Sofandi sauðir (Silence of the lambs)

Gas Gas Gas og meira GasVarúð! Lögrugla í grennd!Einhverjar hörðustu lögrugluaðgerðir Íslandssögunnar fóru fram fyrir 10 dögum. Og gegn hverjum beindust þær? Eiturlyfjabarónum? Glæpaklíkum? Fjöldamorðingjum? Nei, vörubílstjórum að sjálfsögðu. Hættulegustu djöflum landsins. Þessi fól vilja geta lifað af kaupinu sínu og neita að borga hæsta eldsneytisverð í heimi og hafa reynt að ná eyrum ráðamanna í aðeins þrjú ár. Svona öpum á sko ekki að sýna neina linkind. Þeir gætu skapað vont fordæmi og allt gæti hér farið úr böndunum.

ÍslendingarVÉR MÓTMÆLUM ÖLLU KLÁMI!Íslendingum er afar illa við ókurteisleg mótmæli og vilja helst bara mótmæla klámráðstefnum og nektarstöðum og það á penan hátt einsog teprulegum blævængjafrúm sæmir. Hafa þeir mótmælt Íslendingur rúinn inn að skinnikröftuglega stærsta ráni Íslandssögunnar, gjafakvótakerfinu? Nei, bara maldað í móinn. Hafa þeir mótmælt landbúnaðarkerfinu? Verndartollum? Innflutningshöftum? Nei, þeir elska heimspeki Bjarts í Sumarhúsum og dýrka allt sem íslenskt er og hafa illan bifur á öllu útlensku sem gæti bætt afkomu þeirra. Eru núna fyrst að fatta að krónan er jafn reikul og veik og þeir sjálfir.

Don´t Wake Me Up!

 

 

 

Hafa þeir mótmælt spillingarútsölu eignanna á varnarsvæðinu á Vellinum? Nei. Hafa þeir mótmælt hæsta matvöruverði í heimi? Hæstu bankavöxtum í heimi? Hæstu tryggingaiðgjöldum í heimi? Nei, bara dæst og unnið meira að hætti þrælslundaðra bláeygðra hlandaula. Kjörorð okkar Íslendinga er: Don´t Wake Me Up!  Kannski að vörubílstjórar séu að skapa gott fordæmi og nái að flauta svo hátt að við vöknum.

Þetta venst

 

 

       (Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 3. maí)

 

 

 

 

 

 

Það væri eitthvað mikið að ef ég myndi ekki minna á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna" á Útvarpi Sögu sem er í dag, miðvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur að þessu sinni er rithöfundurinn eldklári, Þórarinn Eldjárn.

Hægt er að hlusta á eldri þætti á www.stormsker.net 

       
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband