Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hreinn og tær viðbjóður

 

 

 

tred_goda.jpgÁ ferðalagi mínu um Cambodiu fyrir rúmlega tveimur árum kom ég við á Blóðvöllum, eða Killing Fields einsog þetta kallast í dag eftir myndinni frægu. Á miðjum akrinum stóð einmanalegt tré án sýnilegs tilgangs einsog framsóknarmaður. En þetta tré notuðu Rauðu kmerarnir óspart. Þeir tóku um lappir ungabarna og slengdu hausnum á þeim við það og hentu þeim ofan í fjöldagröf við hliðina. Orðið timburmenn fékk nýja merkingu í mínum huga. Þetta voru börn menntamanna og þeirra sem kommúnistarnir héldu að gætu slysast til að hugsa sjálfstæða hugsun í framtíðinni. Slíkt er stórvarasamt í kommúnistaríki.

 

stofustass_cambodiu_796351.jpgÉg kynntist ekki þeirri stúlku í Cambodiu sem ekki hafði misst náinn fjölskyldumeðlim. Yfirleitt voru þær föður - eda móðurlausar. Pabbi þeirra eða mamma hafði verið svo óheppin að kunna að lesa og skrifa og það er glæpur sem hardcore kommúnismi líður ekki. Trúin á kommúnismann sem framtíðarfyrirkomulag rústaði framtíð þessarar þjóðar.

 

s-killing-fields2_796353.jpgStrax a flugvellinum i Phnom Penh, höfuðborginni, fann maður fyrir óhugnaðinum og ofbeldinu sem sveif yfir vötnum. Mér var kastað einsog ruslapoka aftast í röðina afþví ég hafði gleymt að merkja x í einhvern reit í inngönguplagginu. Komst seinna að því að fyrrum böðlar Pol Pots voru nú starfsmenn flugvallarins og í öllum helstu stofnunum borgarinnar, en auðvitað áttu þeir að vera á öllum helstu geðheilbrigðisstofnunum borgarinnar. 

 

killing4.jpgRáðlagt að fara ekki út eftir klukkan 8 á kvöldin ef maður vildi halda lífi. Reglur sem ég braut reyndar á hverju kvöldi í fylgd tuc tuc gæa sem ég leigði mér til að sniglast um borgina á mínum vökutíma, sem er ekki beint kristilegur. 3 vestrænir túristar voru rændir og stungnir á hol viku áður en ég mætti á svæðið. Virðingin fyrir mannslífum í sama frostmarki og virðing íslenskra bankafursta fyrir almannafé.

 

tuolsleng105tn.jpgHef flakkad víða um miður kræsilega staði en ferlegasti staður sem ég hef nokkurntíma komið á er án vafa Tuol Sleng fangelsið i Cambodiu sem þessi Kaing Guek Eav api stjórnaði. Þetta var áður barnaskóli en var breytt í pyntingarbúðir á tímum Pol Pots. Auswitch var einsog tívolí við hliðina á þessu helvíti. Þá sem þeir nenntu ekki að drepa strax létu þeir dúsa í pínulitlum básum sem rúmudu vart skugga af mannveru. Blóðslettur upp 5e5c2aba88085d051343.jpgum alla veggi. Hauskúpur í glerskápum. Karlar, konur, gamalmenni, börn; alltsaman pyntað og myrt á hinn hugvitsamlegasta og skelfilegasta hátt. Sér pyntingarklefar. Drekkingartunnur sem fótbundið fólkið var látið síga á hvolf niður í. Járnrúm sem fólkið var njörvað niður í og gefið raflost. Útlimir sargaðir af með bitlausum hnífum sem lágu með grotnuðum kjöttætlum við hliðina á járnrúmunum. Strekkt á líkamanum í 1124567769_1dce04cd6c_796358.jpgvatnskari þangað til hann nær slitnaði í sundur. Augun rifin úr með glóandi töngum. Myndir af fallegum manneskjum, kornungum sem öldnum, sem höfðu hlotið þessi hroðalegu örlög. Ekki hægt annað en að gráta á þessum hörmungarstað. Blóðskammaðist mín fyrir að tilheyra dýrategundinni "homo sapiens." Mannleg grimmd á sér ENGIN takmörk frekar en heimskan. Guð skapaði jú manninn í sinni mynd. Tek undir með Þórbergi Þórðarsyni: "Heimskan er einsog eilifðin. Hún takmarkast hvorki af tíma né rúmi."

 

khmerwaterboarding.jpgÞar sem enga olíu er að finna í Cambodiu þá héldu Bandaríkjamenn að mestu að sér höndum á þessum tímum og vildu ekki vera að gera veður út af þessum Pol Pot þó hann væri að dunda sér við að slátra þjóð sinni.

Það voru Víetnamar, ein harðgerðasta þjóð heims, þjóð sem Bandaríkjamönnum tókst ekki að slátra örfáum árum áður þrátt fyrir góðan vilja, sem frelsuðu Cambodiu undan sjálfri sér. Hefðu gjarnan mátt klára verkið alveg. Þeir steyptu stjórninni en slepptu böðlunum. Pol Pot, líklegast grimmasta og heimskasta trúfífl mannkynssögunnar, lést í hárri elli um aldamótin, fullur gleði og óbilandi trú á kommúnismann.

 

idHér í Asíu, þar sem ég er núna staddur, er talað um Íslendinga í fjölmiðlum sem einhverja spilltustu, óheiðarlegustu og heimskustu þjóð sem sögur fara af. Það er sennilega ekki svo fjarri sanni. Þjóðin orðin heimskunn sökum heimsku. Loksins varð Ísland frægt, á réttum forsendum.

 

bjarnfredarson.jpgCambodia losaði sig við síðasta kommúnistann árið 2003. Fundu hann útí skógi og skutu hann. Satt. Íslendingar hinsvegar framleiða kommúnista á færibandi. Ekki blóðþyrsta morðingja heldur einfeldninga og hálfvita.

Fyrsta sem Íslendingum dettur í hug að skera niður þegar syrtir í álinn er menntakerfið. Og svo heilbrigðiskerfið. Einmitt þegar þeir þurfa mest á menntun og andlegu heilbrigði að halda.

Síðan kommúnisminn leið undir lok þá hefur hann hvergi haft eins mikið fylgi í nokkru lýðfrjálsu ríki og á Íslandi.

Síðasti kommúnisti heimsins mun án nokkurs vafa vera Íslendingur.

Líkt og þegar Víetnamar björguðu Cambodiu þá þurfum við illilega á einhverri góðri og hjálpsamri þjóð að halda til að bjarga okkur frá sjálfum okkur.


mbl.is Böðullinn á „Blóðvöllum“ fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott mál

ny_stefna.jpgHef lítid getað fylgst með því sem er að gerast á Los Klakos undanfarnar vikur. Veit þó að tími Jóhönnu Sigurðardóttur er nú loksins kominn, sem er mjög gott mál, og svo er víst tími Steingríms Joð, Kolbrúnar Halldórs, Marteins Mosdals og Georgs Bjarnfreðarsonar kominn líka og það er líka mjög gott mál. Mjög gott vandamál. Við þurfum ekki að örvænta þegar við höfum svona einvala lið við stjórnvölinn. Við höfum ekki lengur hrossalækni sem fjármalaráðherra heldur jarðfræding og tá hljóta málin nú að fara að blessast. Fagmennskan í fyrirrúmi.

 

dabbi_eltur.jpgSvo skilst mér að Dabbi sé kominn á 400 hestafla Corvettu og sé á stöðugum æðisgengnum flótta um götur borgarinnar undan snarbrjáluðum blaðasnápum og þungvopnuðum almenningi og geti hvergi um frjálsar krullur strokið og að hann sé búinn að flytja skrifstofu sína í Seðlabankanum í rammgirta gullhvelfinguna. Til standi að hann láti múra sig inní bankanum. Það er líka mjög gott mál. Hann er skyldurækinn maður hann Dabbos.

 

Svo var mér sagt að Imba Solla væri með eitthvað í höfðinu. Æxli eða eitthvað svoleiðis dótarí. Því trúi ég nú ekki. Það getur enginn logið því að mér að hún sé með nokkurn skapaðan hlut í hausnum. Ég trúi nú ekki hverju sem er. Það er akkúrat Ekkert í hausnum á henni, enda er hún formaður Samfylkingarinnar.

 

make_love_not_war.jpgEn það er semsé allt komið í flott stand á Los Klakos og það er bara verulega gott mál. Allir farnir að taka þátt í kærleiksgöngum og kossaflensi og faðmlögum og ríðingum. Skilst að það verði eitthvað smokklaust hópsex milli almennings og stjórnmálamanna við tjörnina í dag með lúðrablæstri og söng. Það myndi ég segja ad væri mjög gott mál. Kynlegt mál.


mbl.is Kærleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband