Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Nútímajól

Sveinki á eyrunumJólasveinninn er furđuleg fitubolla. Ekki ýkja góđ fyrirmynd, hvorki börnum né fullorđnum.  Ekki nóg međ ađ hann klifri niđur strompinn heldur reykir hann líka eins og strompur. Afar ódannađur asni. Hef aldrei séđ óreyktan jólasvein í verslunarkeđjum. Alltaf alveg fređinn. Hann slagar ţarna um verslunarkeđjureykjandi, illa rakađur en samt angandi af rakspíra og einhverju ennţá sterkara. Svo vaggar ţetta helvíti í spikinu eins og sćljón og klćđir sig eins og fífl. Afhverju er veriđ ađ hafa ţetta fyrir fólki? Og ekki er nú orđaforđanum fyrir ađ fara hjá ţessum leiđinda lúsablesa. Eina sem hann getur rumiđ útúr sér er HO HO HÓÓÓÓÓ! Algjörlega hélađur fćđingarhálfviti. Ţó ţetta sé vel steiktur gći eftir allar ţessar strompferđir ţá veit hann vel ađ HO ţýđir hóra á ensku. Ţetta er bara óforbetranlegur klámkjaftur og drulluböllur.

typpikal jólasveinnOg ţetta sem hann er međ í pokanum er alveg örugglega ţýfi. Ţađ er svona einhver útrásarglćpamannafnykur af honum. Hefur örugglega óhreint mjöl í pokahorninu. Og svo annađ: Úr ţví ađ hann ţarf ađ vera svona fljótur í förum á milli húsţaka afhverju byrjar hann ţá ekki á ţví ađ grenna sig um svona 200 kíló? Hvernig kemst ţetta flykki yfirleitt úr sporunum? Ţessi fýsibelgur er ímynd óhollustu, óheilbrigđis, sóđaskapar og vafasamra viđskiptahátta. Mađur fer ađ missa alla trú á ţessum bjána. Ég ćtla nú samt ađ gefa honum annan séns og halda áfram ađ eiga viđskipti viđ hann og jafnvel kjósa hann á ţing. Hann hefur gert ţađ mikiđ fyrir heimili landsins...eđa ţannig.

 

 

Hvađ um ţađ. Rás 2 efndi til jólalagakeppni fyrir skemmstu. Um fimmtíu lög bárust. Ég á ţarna tvö lög af ţeim sex sem voru valin í úrslit. Annađ lagiđ heitir Tvö fögur ljós og er sungiđ af Sigríđi Guđnadóttur. Ef fólk kveikir ekki ţá söng hún t.d. í óperunni Ommolettó eftir Pussuíní í Ţjóđleikhúsinu hér um áriđ. Ég lýg ţví náttúrulega. Ţađ sem ég vildi sagt hafa er ađ hún söng t.d. lagiđ Freedom međ Jet Black Joe. Ţađ er satt. Og gerđi ţađ vel. Ţetta lag mitt fjallar um tvćr fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á ađrar tvćr fallegar stjörnur sem eru í höfđinu á dömu og kallast augu. Flestir eru međ tvö svoleiđis.

 

msxmas.jpgHitt lagiđ mitt í ţessari keppni heitir Nútímajól og er sungiđ af mér og Öldu Björk Ólafsdóttur. Viđ Alda höfum gaulađ mikiđ saman í gegnum tíđina, kannski af ţví ađ hún er alltaf međ svo gott viskí í röddinni, jafnvel ţó hún sé ekki prófessjonal fyllibytta.

Ţetta lag fjallar um ţađ hvađ tímarnir hafa breyst. Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíđ í bć: "Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna." Svona "kynjađar" jólagjafir ţóttu ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag ţá er ţetta ađ sjálfsögđu hinn viđurstyggilegasti glćpur. Feministar spyrja í forundran: "Afhverju er endilega veriđ ađ rađa bókum í strákasnann og ţröngva greyiđ stelpufórnarlambinu útí púđaútsaum og stoppa í drulluskítuga sokka af helvítis karlpungaveldinu? Ţetta er ekkert annađ en kynbundiđ ofbeldi!"

 

boy_in_dress.jpgŢar sem ég er einn mesti hardcore feministi landsins ţá fćrđi ég ţetta náttúrulega allt til betri vegar í textanum mínum. Ég breytti ţessari stađalímynd og mismunun og snéri henni viđ ţannig ađ nú er strákurinn orđinn "fórnarlambiđ" og allir geta tekiđ gleđi sína á ný. Í textanum fćr stelpan i-pad og strákurinn fćr nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríđ og erg. Hún fćr loftbor og keđjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fćr barbí og blúnduballetdress og bleika dragt ţannig ađ allir eru alveg obbosleg sáttir og hamingjusamir, nema kannski grey börnin sem skilja ekkert í ţessari kynjaútfletjun fullorđna fólksins. Sem betur fer er ríkiđ fariđ ađ niđurgreiđa kynskiptiađgerđir ţví annars gćtu heimili landsins átt ţađ á hćttu ađ fara á hausinn. Ríkisstjórnin er búin ađ redda vanda heimilanna. Svona er textinn:

 

 

 

 

Nútímajól

 

Blessuđ jólin bresta á,

börnin hlakka til.

Nú er öldin önnur, já,

ég ekkert lengur skil.

Lítinn dreng og litla snót

lít ég á og hlć.

Ţau horfa á gjafir hugfangin.

Hátíđ er í bć.

 

Hún fćr bók en hann fćr nál og tvinna,

hún fćr tindáta en hann fćr meik.

Hann er látinn hekla, sauma og spinna,

henni er sagt ađ fara í bílaleik.

 

Hún fćr dökkblá herraföt,

hann fćr bleikan kjól.

Hann fćr blúnduballetdress,

hún boxhanska og rjól.

Hann fćr barbí og hausverk međ,

hún fćr byssutól.

Börnin horfa hissa á

og halda nútímajól.

 

Hún fćr i-pad, hann fćr nál og tvinna,

hún fćr keđjusög en hann fćr meik.

Hann er látinn hekla, sauma og spinna,

henni er att í sjórćningjaleik.

 

Hún fćr slaufu og hálsbindi

og haglabyssurit.

Hann fćr dúkku og dömubindi

og dragt í bleikum lit.

Hún fćr bláan bartskera,

hann bleikan dúkkustól.

Börnin horfa hissa á

og halda nútímajól.

 

Hún fćr sleggju, hann fćr nál og tvinna.

Hún fćr tjakk og felgulyklasett.

Hann fćr rokk og hann er látinn spinna.

Hún fćr rakstur, hann fćr permanett.

 

Hún fćr fínan bláan bíl,

bor og lóđbolta,

hann fćr bleikan brúđufíl,

bikin'og straubolta.

Hún fćr torfćruhjól og skegg, 

hann fćr spunahjól.

Bćđi horfa hissa á

og halda feminísk jól.

 

Hann fćr prjóna, nál og nýjan tvinna.

Í nútímanum er jú skrúfa laus.

Neyđin kennir nöktum strák ađ spinna.

Nútíminn er haus sem snýr á haus.

 

 

Fólk getur fariđ inná ruv.is/jolalagakeppni og hlustađ ţar á lögin og kosiđ ţađ lag sem ţví líst best á.

 

 


mbl.is Lét jólasveininn drepa í
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband