Færsluflokkur: Fjármál

Mannaráðningar Besta og Samfó á "faglegum forsendum"

Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar stendur: “Öll störf hjá Reykjavíkurborg verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum.

Handrukkari lánafyrirtækisÁ þessum faglegu forsendum ákveður Besti og Samfó að ráða handrukkara hjá ræningjabælinu Lýsingu í fullt starf sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur með um milljón á mánuði. Þegar þessi ráðning var ákveðin þá var náttúrulega horft til þess að maðurinn setti Viðskiptablaðið á hausinn með glæsibrag og tók svo til starfa sem yfirokrari og innheimtuböðull hjá Lýsingu en það fyrirtæki sérhæfir sig í að veita glæpsamleg gengistryggð okurlán og stela bílum fólks í skjóli nætur. Þeir hafa gengið svo hart fram í innheimtum á okurlánum að fólk hefur flúið undan þeim í gröfina.  

Besti og Samfó segjast ráða í störf Reykjavíkurborgar á “faglegum forsendum” og það þýðir að þeir telji að maður með þennan feril og einbeitta brotavilja sé akkúrat rétti maðurinn sem stjórnarformaður aðal fyrirtækis Reykjavíkurborgar. Hverjar eru þessar "faglegu forsendur?"

Jón Gnarr segir á Feisinu að hann efist stanslaust um eigin dómgreind. Það myndi ég líka gera ef ég myndi byrja minn “öðruvísi” borgarstjóraferil á hefðbundinni stórlaxaveiði og pólitískum mannaráðningum í þessum dúr. Ef þetta á að vera einn liðurinn í því að gera Reykjavík rosalega skemmtilega þá er það mjög leiðinlegur misskilningur.

Okrari

Jón segist þurfa að sturta í sig panódíl til að höndla borgarráðsfundi. Kjósendur hans og aðrir borgarbúar munu líklega einnig þurfa fara að dæla í sig hausverkjapillum til að þola það sem kemur út úr þessum borgarráðsfundum.ef það á að vera eitthvað í líkingu við þetta bullshit.

Mér fannst sjálfsagt af fólki að gefa Besta flokknum tækifæri til að spreyta sig en þeir hafa kolfallið á fyrsta prófinu með mínus 4,9. Einföld staðreynd. Besti og Samfó ættu að fá ráðningu fyrir að standa að þessari ráðningu. Þeir skulda borgarbúum skýringu á því hversvegna þeir vilja ólmir ráða og verðlauna fyrrv. yfirlögfræðing og yfirlögbrjót Lýsingar sem tók þátt í því að svipta fólk aleigunni með glæpsamlegum hætti. Ekki þýðir að láta nýráðinn handrukkarann rukka inn þá skýringaskuld. Svo mikið er víst. Það þurfa borgarbúar sjálfir að gera, en þeir eru líklegast stjarfir af hrifningu.


mbl.is Ný stjórn tekin við OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband