Framstæða stjórnin að myndast...

Framstæðu mennirnirÞað hefði nú verið ansi glatað hefði Framsókn farið að mynda ríkisstjórn með VG og Samfó, flokkunum sem komu bönkunum í klær hrægammanna sem Framsókn vill nú fara að vængstýfa. Eiginlega hlæjilegt. Að auki hefði það verið fokkmerki framan í þjóðina sem sýndi það í kosningunum að hún treystir greinilega flestum betur en þessum tveimur "velferðarstjórnarflokkum" til að gæta hagsmuna sinna og stjórna Klakanum. Hún skolaði þeim niður. Þeir höfðu sín fjögur ár og skitu á sig. Ekki flóknara en það. Þeirra tími kom og nú er kominn tími á þá. Það var aldrei inní myndinni að Sigmundur færi að skeina þessum fálkum. Nógu leiðinlegt fyrir hann að eiga við hrægammana svo ekki bætist nú við að fara að reyna að sansa til algjörða fálka í ofanálag. Svosem allt í lagi fyrir kallinn að hafa spjallað aðeins við þessa furðufugla í ríkisstjórninni, haldandi fyrir nefið, og fá viðbrögð við grunnhugmyndunum og heyra í þeim fúleggjahljóðið (og gera í leiðinni Bjarna Ben kófsveittan og viðráðanlegri) - en að fara að taka þá inní ríkisstjórn - ekki að ræða það.

Ég held það sé mikill vilji hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum að láta hendur standa frammúr skálmum til hagsbóta fyrir land og lýð og láta þessi margfrægu hjól atvinnulífsins fara að snúast. Held þeir munu gera allt til að blása lífi í þjóðarlíkamann sem núverandi "velferðarstjórn" var á góðri leið með að kyrkja. Þeir þurfa nefnilega ekki annað en horfa á myrkraverk fráfarandi ríkisstjórnar og hroðaleg mistök eigin flokka í gegnum tíðina til að fatta að þeir verði að vanda sig einsog almennilegir motherfokkerar og hafa einhverja vitglóru í forgangsröðuninni og stjórnuninni allri, því það er ekki bara þjóðin sem er í húfi heldur pólitískt líf þeirra sjálfra. Held að Sigmundur sé mjög meðvitaður um þetta, einsog reyndar margt annað. Vonandi Bjarni líka. Einhverjar málamiðlanir munu þeir að sjálfsögðu gera, en heildarmyndin mun haldast í fókus. Þeir vita að ef þeir rísa ekki undir því trausti sem þeim hefur verið sýnt og standa ekki við gefin loforð þá mun fara eins fyrir þeim og "velferðarflokkunum." Þeim verður sturtað niður. Til þess eru vítin að varast þau. Á íþróttamáli: Til þess eru vítin að skora úr þeim.


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég kýs Sverri Stormsker á Útvarp Sögu aftur.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2013 kl. 22:06

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sleggjan og Hvellurinn ég held nú að Arnþrúður Karls vinkona mín kjósi ekki á sama hátt. Hef annars ekki hugmynd. Guðni Ágústsson hljóp útúr viðtali hjá mér á Sögu árið 2008 og þá var ekki vel séð að tala illa um Framsóknarflokkinn. Í dag held ég að það sé ekki mjög vel séð að tala vel um flokkinn þar á bæ, enda flokkurinn skipaður nýjum og betri mönnum   

Sverrir Stormsker, 4.5.2013 kl. 22:37

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þvílík ömurð að kenni ek einn framzóknarfrömurð...

Steingrímur Helgason, 5.5.2013 kl. 00:15

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sleggjan og Hvellurinn verður nú að hafa eitthvað því þeir eru búnir að missa óskina sína, sem er inngöngu í esb.

Guðni Karl Harðarson, 5.5.2013 kl. 00:19

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Steingrímur, Það er nefnilega það. Hummm. Ég verð víst að vísa í lokasvar mitt í athugasemdarkerfi síðustu greinar. Þú smellir á "Formenn flokkanna og frammíkallar fjölmiðlanna" og skoðar lokasvar mitt við athugasemdum, neðst á síðunni. Ég held að þar fáist skýring á "ömurðinni." Hugsanlega.

Sverrir Stormsker, 5.5.2013 kl. 09:15

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Guðni, er að mestu hættur að stúdera trúarbrögð, hvort heldur er kristni eða ESB eða eitthvað svoleiðis. Óx uppúr þessu um þríítugt.

Sverrir Stormsker, 5.5.2013 kl. 09:25

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er hægt að nálgast þetta viðtal við Guðna? Á Youtube eða eitthvað? Þetta er náttúrulega orðið legend.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2013 kl. 10:43

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sleggjan og Hvellurinn, viðtalið við Guðna skánaði mikið þegar hann rauk á dyr alveg brjálaður. Það verður hægt að nálgast alla þessa þætti mína á stormsker.com síðar í þessum mánuði eða byrjun þess næsta. Skal tilkynna það hátíðlega þegar þar að kemur. Ekki málið.

Sverrir Stormsker, 5.5.2013 kl. 22:17

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem var svo frábært við Guðnaviðtalið, var að þarna var maður - fínn ráðherra/þingmaður (man ekki hvort hann var enn á þingi þá) - sem ber mikla virðingu fyrir sjálfum sér, kannski óþarflega mikla að mati sumra.

Þegar þannig maður ræðir við einhvern sem ber "mátulega" mikla virðingu fyrir honum, er ekki von á góðu. Viðtalið gat varla endað öðruvísi. 

Theódór Norðkvist, 5.5.2013 kl. 23:13

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að enda við að hlusta á Guðna á Inn,ásamt 3 sjálfstæðis-mönnum. Hann er alltaf skemmtilegur og hann sagði skondnar sögur af Össuri Skarpa og Davíð Odds,sem eru báðir vinir hans.

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2013 kl. 00:57

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég man eftir þessu viðtali. Þetta var heitasti dagur ársins. Sólin skein. Guðni og Sverrir innilokaðir í svitakompunni stúdíó Útvarpi Sögu. Sverrir að spurja Guðna hvort hann eigi hest og kind og eitthvað slíkt.

Svo er auðvitað pláss fyrir Sverri á ÍNN. Talandi aðra fjölmiðla, af hverju ekki Bylgjan , RUV eða Xið. Ég mundi allavega stilla á hann.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2013 kl. 13:23

12 Smámynd: Alfreð K

Ég man líka eftir viðtalinu við Guðna.  Sverrir kynnti hann sem veislustjóra, Guðni var ekki sáttur og sagðist vera alvöru gefinn maður.  Svo var spurt hvort landbúnaðarstyrkirnir væru nokkuð annað en peningaklósett og þá held ég að Guðni hafi verið búinn að fá nóg ...

Alfreð K, 10.5.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband