Oft byrjar homminn á öfugum enda, enda öfugur

Þeir eru margir sem halda að ég hafi eitthvað á móti hommum og lessum, líklegast vegna þess að ég bjó til og birti í málsháttabók minni “Stormur á skeri” nokkra djókmálshætti um þennan frýnilega hóp fólks, rétt einsog dverga, svertingja, alþingismenn, bankaræningja, olíusamráðsfursta, blindingja, gáfumenn, góðmenni og aðra minnihlutahópa. Ég tók það fram í formálanum að margir minnihlutahópar þjóðfélagsins lægju það vel við höggi að það væri glæpur að láta undir höfuð leggjast að gefa þeim gott vink. Orðrétt sagði ég: “Maður má ekki mismuna fólki á þann hátt að sparka eingöngu í standandi mann. Hvers eiga hinir liggjandi að gjalda? Skoðanir mínar og innihald bókarinnar eru að mestu tveir ólíkir heimar, líkt og verðlag á Íslandi og heilbrigð skynsemi.”

  

Því fer semsé víðsfjarri að ég hafi nokkuð á móti rassmussum og lessumussum. Sumir minna allra bestu vina eru eins þrælöfugir og hægt er að vera og það er bara hið allra besta mál. Allavega ekki mitt mál. Drullupumpur eru líka fólk. Maður á að bera virðingu fyrir saurþjöppum rétt einsog venjulegu fólki. Einn skársti vinur minn sem er kúkalabbi af guðs náð kynnir sig stundum í síma sem kynvillinginn: “Blessaður, það er kynvillingurinn hér. Hvað segja menn?”

“Kynvillingar” njóta í dag allra þeirra réttinda sem aðrir borgarar hafa í þessu landi, sem betur fer, nema hvað þeir fá ekki að gifta sig í kirkju. Og er það eitthvað skrítið? Hvernig skyldi nú standa á þessu?

Skrifað stendur í heilagri Ritningu, þriðju Mósebók:

“Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.”

“Og leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.”

 Hommaaftaka � �ran. N�kv�mlega svona vill gu� fara me� hommana sem n� eru a� berjast fyrir �v� a� f� a� giftast � h�si hans.

Hversu heimskulegt sem mönnum kann að þykja þetta þá stendur þetta engu að síður í biblíunni og það er sá leiðarvísir sem kirkjunnar menn eiga að fara eftir, eigi þeir ekki að kallast hentustefnumenn og hræsnarar. 

Biblían, orð guðs, einsog kristnir menn kalla þessa bók, er afdráttarlaus í þessum efnum. Drottinn allsherjar getur hér varla kveðið fastar að orði. Hann hefur greinilega algert antípat á hommum (sköpunarverki sínu) og vill láta hakka þá alla í spað. Stúta þeim. “Þeir skulu líflátnir verða,” einsog hann orðar það svo fallega af föðurlegri umhyggju og umburðarlyndi. Kallinn er haldinn meiri hommafobíu en Árni Johnsen og vill láta moka öllum þessum helvítis bakpokum og skítseiðum út í hafsauga.  

En hvað vilja “kynvillingarnir” sjálfir? Jú þeir vilja ólmir og uppvægir fá rétt til þess að gifta sig í kirkju, húsi guðs, þess guðs sem hefur ímugust á þeim og vill láta hengja þá í hæsta gálga. Hvar er sjálfsvirðingin? Stoltið? Þeir kalla hátíð sína Gay Pride, en hverskonar stolt er það að sleikja sig upp við harðstjóra sem vill láta lífláta þá? Hefur sá klár eitthvert stolt sem leitar þangað sem hann er kvaldastur? Þetta er einfaldlega aulaháttur. Í besta falli rugl.

Karl Sigurbjörnsson biskup er ekki sammála guði sínum og vill taka fram fyrir hendurnar á honum með því að leggja til að prestar, sem svo kjósa, verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra í húsi drottins. Hann heldur vonandi djobbinu fyrir vikið þó hann haldi líklegast ekki andlitinu í augum guðs.

Gunnar í Krossinum vill hinsvegar standa vörð um ritninguna, orð guðs, og framfylgja því af fremsta megni þó hann hafi reyndar ekki ennþá lagt til að “kynvillingar” skulu skotnir með Colt 45 milli augnanna á Austurvelli, en þá tillögu ætti hann náttúrulega að bera fram sem einarður kristinn maður ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér.

Annaðhvort trúir maður því að biblían eins og hún leggur sig sé innblásin af guði eða ekki. Sá sem tínir þægilegustu og áferðarfallegustu molana úr biblíunni og sleppir hinum sem hann er ekki sammála og samsamar sig ekki við, sá maður þykist einfaldlega vita betur en guð og er að setja sig skör hærra en sá ágæti einræðisherra. (Guð vill vera einráður á markaðinum og þolir enga samkeppni, samanber: “Þú skalt ekki aðra guði hafa,” sem er óbein yfirlýsing um það að aðrir guðir séu til, en þá beri hinsvegar að ignorera því Hann einn sé langflottastur og hann einan beri að tilbiðja og dýrka í skriðdýrslegri auðmýkt og undirgefni, einsog hann sé soldið óöruggur með sjálfan sig og sé haldinn djúpstæðri minnimáttarkennd í bland við all svakalegt mikilmennskubrjálæði. Man ekki í svipinn hvað þetta er kallað í geðlæknisfræðinni).

Gefum okkur að guð sé skapari mannkyns og að við séum sköpuð í hans mynd einsog stendur skýrum stöfum í biblíunni. Óljúgfróðir öldungar og vísindamenn hafa áætlað að samkynhneigðir séu um 10% mannkyns og að önnur 10% séu bisexual. Sjálfur held ég reyndar að tala bisexuala sé mun mun hærri því það hefur hingaðtil ekki reynst ýkja erfitt að fá konur í þríkant. Yfir 80% þeirra hafa verið til í tuskið. Guð skapaði allt þetta lið, allt mannkynið, og það yrkir enginn öðruvísi en hann er. Og hvað þýðir þetta, í ljósi þess að við erum sköpuð í guðs mynd? Jú, þetta þýðir það að guð er um 10% hommi og meira og minna bisexual ofan í kaupið. Hann fyrirverður sig hinsvegar fyrir hommann í sér og vill afmá þessa “viðurstyggð” sem hann kallar svo. Kannski er þetta ástæðan fyrir minnimáttarkenndinni sem lýsir sér í því að hann vill vera dýrkaður og dáður og tilbeðinn í það óendanlega með öllum sínum földu göllum. Hann gengur meira að segja svo langt að hleypa engum inní sitt himnaríki nema að menn trúi á hann (hafi trú á honum) og dýrki hann af alefli og liggi slefandi af hrifningu yfir honum og öllum hans óréttláta ófullkomna heimska heimi.

Það er mitt álit að hommar og lessur eigi ekki að kóa með guði, eigi ekki að falast eftir þeim bjánalega rétti að fá að giftast í húsi þess guðs sem hefur ógeð á þeim og vill láta stúta þeim. Samkynhneigðir verða að hafa eitthvað “pride,” eitthvað stolt. Þeir mega ekki láta guð taka sig svona í kakóið. Borgaraleg gifting er svarið, þ.e.a.s. ef þetta ágæta fólk er svona hrifið af giftingum á annað borð.

Einsog lýðum er ljóst þá hefur guð ekki komið fram opinberlega í 2000 ár og er löngu hættur að skipta sér af málum mannfólksins sem byggir þessa kúlu. Áður fyrr þegar hann var í framboði fyrir mannkynið þá var hann á snakki við Pétur og Pál (aðallega þá tvo) og dreifandi út auglýsingaPésum og tilskipunum og reglugerðum og boðum og bönnum einsog Vinstri græningi, og svo mynduglega var hann með nefið ofaní hvers manns koppi að fólk gat varla rekið svo við að hann væri ekki mættur hnusandi á svæðið með vísifingurinn á lofti einsog Marteinn Mosdal: “Bannað að prumpa hátt. Bannað að pissa utaní garðvegg (það stendur í Gamla Testamentinu). Ég vil Einn ríkisrekinn guð. Ég er hann. Einn ríkisrekinn frelsara. Ég er hann líka. Einn ríkisrekinn heilagan anda. Ég er hann líka. Ég er margskiptur persónuleiki, semsé geðklofi og það er gott mál. Ekki líta á konu með girndarhug. Ekki hommast. Fólk á ekki að vera á Rás 2. Kynlíf er frá djöflinum honum Lúsífer komið sem ég skapaði forðum daga. En uppfyllið helvítis jörðina án þess að hafa gaman af því. Og ekki gleyma að trúa á mig. Því ekki geri ég það. Dýrkið mig andskotans ófétin ykkar. Kjósið Mig. Setjið X við G.”

En það er semsé af sem áður var. Nú er guð greyið búinn að sitja svo lengi í embætti að hann er farinn að láta allt reka á reiðanum og er gjörsamlega búinn að missa tengslin við fólkið og raunveruleikann. Algerlega jarðsambandslaus, enda uppí skýjunum. Lætur aldrei ná í sig. Svarar ekki áköllum. Löngu búinn að gefast upp á þessu öllu saman. Liggur marflatur í sínum skáp með leppa fyrir augunum og hrýtur. Alveg búinn á´ðí.  

Enda hér á vísum sem ég birti í ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð:"

 

Við þurfum á drottins hjálp að halda,

hér fer engan vel um,

en guð er hommi allra alda,

ævinlega í felum.

 

Ég bið um mikið, bið um frið og kærleik,

bið um greind og sálarlegan færleik.

Það er ólán, skelfing, skömm og synd

að sköpuð vorum við í drottins mynd.

                                                                                                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

eins og talað útúr mínum munni.....

Svanhildur Karlsdóttir, 20.10.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Sem stoltur kynvillingur og guðleysingi, þakka ég þér fyrir þennan frábærlega vel orðaða pistil!   Hér sannast enn og aftur að þú ert snillingur, hr. Stormsker! 

Róbert Björnsson, 20.10.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Aldrei skilið hvað okkur er talið trú um hvað samkynhneigðir eru hrikalega kristnir, svo kristnir að þetta er eitt heitasta baráttumálið. Ef þeir eru eins og þverskurður þjóðarinnar þá eru þeir ekki margi sem eru sann kristnir. Undanfarinn áratug hafa hjónavígslur verið mest  móðins og inn til að geta haldið veislur og mannfagnað ....og ríka fólkið toppað hvert annað. (Svo lesum við á forsíðu Séð og heyrt  ) Svipað og fermingin og fermingaveislan.  Er þetta ekki bara farið að jaðra við hræsni?

Annars þið orða-smiðir íslenskunar, þar sem hjónaband er sáttmáli karls og konu (eins og stendur í biblíunni og biskupinn áréttar), þurfum við þá ekki að finna nýyrði fyrir sambúðarsáttmála konu + konu eða karlamanns + karlmanns ??????    Líklega er þetta íslenskuvandamál, hverjir geta gengið í hjónaband eins og hverjir geta giffst og hverjir geta kvænst. Áður fyrr var það óhugsandi að kona gæti verið kvænt en nú er það mögulegt ef hún giftist konu en hvað heitir það þá? ... konuband?                  Nú skora ég á fróma nýyrðasmiði.       

Jóhanna Garðarsdóttir, 20.10.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Sverrir.

Frábær pistill og ég vona svo sannarlega að biskupinn lesi hann svo og ofurtrúaðir hérna á blogginu, sem segjast elska allt og alla og vera útvaldir af guði og eigi greiðan aðgang inn í himnaríki. Ég er sjálf búin að skrifa mikið gegn öfgatrúuðum hér á blogginu. 

Það verður gaman að fylgjast með blogginu þínu.

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 21:25

5 identicon

Mælt þú manna veilastur.

Þangað sækir perrinn sem hann er kvaldastur. Ef þeir vilja láta taka sig ósmurt þá geta þeir sent Omega 50 þús og fengið ekkert í staðinn nema ósmekklega fálkastyttu.

Hermes Hommstín (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 00:51

6 identicon

Gaman saman með Stormskerinu

Magnús (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 09:53

7 identicon

blessaður gamli maður fær seint leið á þessum romsum sem þú getur hikstað uppúr þér mér fanst þetta með sleikjuháttinn alveg snilld af hverju eru hommar og lessur svona spennt fyrir að fá stofnun sem vill ekkert með þá hafa. borgaraleg gifting er að sjálfsögðu málið.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 13:20

8 identicon

hihi. haha.. megapistill maður

Einar Örn (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:33

9 identicon

Snilld hjá þér.  Alltaf eitthvert fólk sem vill vera með í bullinu (trú), en þá með því skilyrði að fá að endurskilgreina bullið soldið í eigin þágu.  Bíblían er úrelt bók skrifuð af illa upplýstu fólki fyrir óralöngu, fáránlegt að taka mark á einhverju í henni yfir höfuð hvort sem er.

Rökkvi (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 20:17

10 identicon

JAHA;það er bara svona      Maður og Kona.Ég ætla bara rétt að vona.           Þetta er eitt alaumasta baráttumál á Íslandi. Og ekki vantar umfjöllunina.Ég ætla bara  að vona að fólk ÁTTI SIG Á ÞVÍ. TIL HVERS ÞAÐ VAR SKAPAÐ í UPPHAFI.Í staðinn fyrir að lesa eitthvert bull um HOMMA og LESSUR.                   FARIÐ nú að lesa biblíuna.Ég er viss um að þið getið glaðst yfir  einhverju sem þar stendur.OG MIKLU MEIR EN YKKUR ÓRAR FYRIR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 00:48

11 identicon

þórarinn mér finst þú frekar fordómafullur

ég er á þeirri skoðun að biblían er ekkert annað en snepill sem var skrifaður til að hamra trú í fólk hún er fullkomnasta heilaþvottavél sem  er til í heimi enda með milljarða fórnalamba sem ganga blindir í sinni trú eins og í hermikrákuleik fundin upp af geðsjúkling

ég trúi á skapara hvort að hann heiti Guð eða guð er mér nokkuð sama um en þessi skrudda er ekkert annað en skyjaborgir einhverja gamalla fræðimanna sem voru örugglega á sveppum

maður ser menn í sjónvarpinu á stöðvum eins og omega haldandi á þessari bók eins og hún sé sönnun um tilvist guðs bull og vittleisa þessi guð sem ég hef lesið um í þessari bók er  hinn versti hrotti endalust refsandi hinum og þessum sídrepandi fólk til að sanna mál sitt þj+aist greinilega af mykilli minnimáttarkend ef guð mundi stíga til jarðar og verða dæmdur fyrir allt það sem hann hefur gert þá færi hann beint í rafmagnstólinn sem mesti fjöldamorðingi sögunnar

Gunnar A Birgisson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 01:39

12 identicon

Gunnar A Birgis,segir mig fordómafullur.Nei,og aftur  Nei,ég þekki margann  HOMMANN og MARGA  LESSUNA .En ég vil EKKI að sé vera að "GEFA SAMAN  þá og þær í kirkju.það finnst mér vera EKKI RÉTTI staðurinn og ég má hafa skoðun á því.Þó ég setji nú ekki lög í þessu landi.Þórarinn.Þ.G.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 02:40

13 identicon

Fræddu OKKUR ENDILEGA á því "til hvers við vorum sköpuð í upphafi" - þetta GÆTI orðið HIN besta skemmtun EF ÞÚ ERT eins fyrrtur og þú virðist vera við fyrstu SÝN.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 03:42

14 identicon

Tær snilld hjá þér Sverrir eins og svo margt í gegn um tíðina.

I Már (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 07:12

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm, þakka þér fyrir að segja mér að Guð hafi samið bibbu.  Ég hef alltaf haldið að þar hafi menn í flogaveikikasti (temporal lobe epislepsia) verið að verki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2007 kl. 09:59

16 identicon

Bara að leiðrétta einn misskilning, það kom engin guð nálægt skrifum þessarar bókar, það er næsta ljóst að margir skápahommar skrifuðu bókina svo þeir gætu verið í friði með heilu gengi af körlum án þess að verða grunaðir um að vera frekir til kakósins, þetta er hið ultimate samkynhneigðargangbang-plott sem sannast aftur og aftur á hverjum degi og þá einna helst með ungum drengjum sem óviljugum þátttakendum.
Svo enda ég þetta með að segja að í framtíðinni verður trú titluð sem valkvæm geðveiki og munu menn verða í röðum til þess að aftrúast og þá  með lyfjum því það er löngu ljóst að skynsemi/gáfur hefur engin áhrif á valið vitlausa hjá trúuðum.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:58

17 identicon

Heil og Sæll Sverrir og takk fyrir ljómandi pistil.

Auðvitað er þetta hárrétt hjá þér. Annað hvort trúir fólk því eða ekki að biblían sé innbláin af guði og hegðar sér þá í samræmi við það. Ég er í hópi þeirra vantrúuðu og hef því engan áhuga á að giftast konunni minni og er því fyrirmunað að skilja hví samkynhneigðir þrá ekkert heitara, því smkynhneigð er jú ekki guði þóknanleg samkvæmt hinni helgu bók.!?

Hinrik Már (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:29

18 identicon

Ok bæta smá við, barátta samkynhneigðra er í mínum huga barátta við að hér sé stofnun innan ríkisins sem segist eiga ósýnilegan vin, þessi sovétstofnun tekur til sín 4milljarði árlega úr vösum þegna þessa lands og því ekki nema rökrétt að allir þegnar telji sig eiga kröfu á stofnunina sem þjónar 2 ríkjum en þjónar samt mest þörfum þeirra sem við stofnunina vinna.
Guð vil þetta og guð vil hitt, hann vil skrautbyggingar, hann vil presta með ofurlaun, hann vil biskup með ofurlaun X 2 og hann vil að þessir kuflar tali sínu máli.... sorry þegar ég sagði guð þá meinti ég náttlega ósýnilegan vin
Ef þetta væri einfaldlega kirkja sem stæði á eigin fótum þá væri fólk ekki í þessari baráttu... a.m.k. undir allt öðrum formerkjum.
Sjálfur sæki ég ekkert í kirkjur í neinum tilgangi.. ok laug, ég gerði það í den til að fá fermingargjafir... svo var mín sókn búin

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:54

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Velkominn á bloggið!

Guðríður Haraldsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:31

20 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er smá misskilingur varðandi biblíuna.  Sumir virðast halda að Guð sjálfur eða Jesús hafi skrifað hana.  En hún er auðvita bara saman safn af skemmtilegum ágætlega varðveitum smásögum sem hafa verið ýktar upp til að halda lesandanum við efnið.  Efast um að guð hafi tíma til að vera gefa út bækur og hvað þá vera leiðbeina mönnum sem setjast niður við skriftir. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:40

21 identicon

Nanna, sögurnar eru einmitt ekki ágætlega varðveittar, þetta eru margfjölfaldaðar vitleysur með íhugunarefnum & ágiskunum fjölfaldara að mestu leiti

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:57

22 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jaaa myndi samt segja að bók sem hefur verið varðveitt í nokkur hundruð ár sé ágætlega varðveitt. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 13:01

23 identicon

Hmmm... ef við byrjum með 2000 ára múmíu sem svo morknar niður í ekkert og við náum okkur í nýja múmíu sem týnist og við fáum okkur enn aðra nýja múmíu þá er nokkuð ljóst að hún verður aldrei gamla original múmían ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:11

24 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En sko meina eins og aðrar þjóðsögur(t.d. íslendingasögurnar) má segja þær séu vel varðveitar þó þær séu ekki öruggar heimilidir og svolítið af ýkjum í þeim.

Það verður fróðlegt að sjá hvort sambærilegar bækur eins og the Secret verða settar saman í eina og einn daginn notaðar sem heilagur sannleikur. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 13:23

25 identicon

ÍÍHA !

  Nú fyrst getur maður farið að lesa blogg.  Ég segi það enn þú ert átrúnaðargoðið mitt (stærri en Bjöggi Halldórs)

valkyrjan (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:07

26 identicon

Það sannast hér enn og aftur að þú ert einhver sá mesti snillingur sem þjóðin hefur alið af sér.. þvílíkur snilldarpistill.

 Vonandi verður ekki langt í næsta skammt.

Rúnar (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:30

27 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Biðin er á enda - hann er kominn heim frá Asíuhimnaríkinu. Ég beygi mig eins og mér er mögulegt í hnjánum og segi - aladaminúsertimúsakemedúsaseminarut. Þetta er innblásið tungutal frá grænslenskum öndum og hlýtur að þýða. "Mikill er andskotinn en meira er hið vindbaðra sker„ nú verður gaman -

Pálmi Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 15:06

28 identicon

Þetta er nú djöfull góður pistill hjá þér Stormsker eins og þín var von og vísa

Bíð spentur eftir næsta

ranur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:37

29 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég hef aldrei skilið þetta heldur. Hommarnir eiga að gera eins og kommarnir og kasta trúnni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.10.2007 kl. 17:46

30 identicon

Kynlíf, lessu og hommastand er eins og annað sem gott er. Ef þú étur nammi þá verðuru feitur, ef þú reykir færðu lungnakrabba og ef þú drekkur mikið brennivín þá bilar lifrin og þú drepst úr gulu. Svo ef þú spíttar helling þá steikist heilinn.

En af því að fólki finnst gott að riðlast hvert á öðru og hommum að hamast í kakóinu þá hefur enn ekki fundist neitt slæmt á það svona líkamlega séð. Í staðinn er búið að koma því fyrir að menn fari þá bara til helvítis. Típískt.

spritti (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:44

31 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sverrir er góður (og stundum grófur)

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 21:22

32 identicon

Velkominn á bloggið Sverrir.  Gott er að eiga góða skó.. !!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:22

33 Smámynd: Lýður Árnason

Sæll, Sverrir og velkominn í bloggheima.

Í Betel er fólk kaffært unz það sér dúfnahóp birtast og táknar fiðurféið frelsun sem tryggir viðkomandi sess á himnum við hlið æðstráðanda.   En svona framhaldslífstrygging ber mikilli sjálfhverfu vott og er þannig í grunninn andstæð sjálfu fagnaðarerindinu sem kennir fyrst og síðast kærleik og væntumþykju.  Sé vissan um eilíft líf forsenda gjaldfellur það sjálfan guðdóminn.   Frelsingjar ættu að hugleiða þetta og taka okkur ófrelsingjana til fyrirmyndar sem glaðir göngum til góðra verka án þess að ætlast til umbunar. 

LÁ 

Lýður Árnason, 23.10.2007 kl. 00:55

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert ekkert smá sker. Hörku pistill og skemmtilegur.

Sigurður Þórðarson, 23.10.2007 kl. 07:05

35 Smámynd: Gulli litli

Hip hip húrra. Velkominn á bloggslóðir.Loksins loksins loksins gerist eitthvað!!!!Frábær pistill. Megi guð og allir hommar og lessur vera með þér.....

Gulli litli, 23.10.2007 kl. 11:15

36 Smámynd: Gulli litli

Heimurinn á ennþá menn eins og Sverri sem allt lýsa upp!

Gulli litli, 23.10.2007 kl. 11:25

37 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Já, sammála, skil ekki mikið hvað samkynhneigðir nenna að púkka uppá kristnina. Þetta eru þröngsýnustu, fordómafyllstu og dónalegustu trúarbrögð í heiminum. 

Þetta syndrome minnir mig á svarta tvíkynhneigða repúblikanann sem ég hitti einu sinni.... 

Rún Knútsdóttir, 23.10.2007 kl. 14:18

38 identicon

Góður pistill meistari.Sé þig á íslenska barnum seinna.

Þráinn Stefánsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 16:01

39 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hér steytir trúin skemmtilega á Stormskerinu. Segi það aftur hér: Trúmál eiga að vera einkamál og ekki á ölmusuframfæri alls samfélagsins.

Haukur Nikulásson, 23.10.2007 kl. 16:09

40 identicon

Ég hef hlotið andlega vakningu frábært! Takk séra Sverrir.

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 16:42

41 Smámynd: Gísli Hjálmar

Velkominn í bloggheima Sverrir. Góður pistill hjá þér.

Gísli Hjálmar , 23.10.2007 kl. 18:07

42 identicon

Þú ert snillingur af guðs náð

kuska (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 19:59

43 identicon

Nú kemur það mér minnst við hvort að fólk fær að giftast í sínum trúfélögum eða ekki. Hins vegar snýst málið líka um giftingar almennt. Tvö trúfélög vilja fá að gifta samkynhneigða og þau ættu að sjálfssögðu að fá heimildina. Einnig ættu samkynhneigðir að fá að gifta sig borgaralega. Annars þá ætti að aðskilja ríki og kirkju sem allra fyrst og þá verður þetta einfaldlega innanhúsmál hjá lúthersku kirkjunni og kemur engum öðrum við.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 20:42

44 Smámynd: Kári Harðarson

Mikill er þinn vísdómur, ó Meistari!  Ég hef saknað þess að lesa ekki eitthvað eftir þig.

Kári Harðarson, 23.10.2007 kl. 20:58

45 identicon

Ha ha ha he he he... Jeremías og jólaskór... Ég þarf á koppin að pissa eftir þessa lesningu hehehe... takk fyrir snilldar grein.

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:35

46 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.10.2007 kl. 00:53

47 Smámynd: Kolgrima

Þetta er hrein snilld!

Kolgrima, 24.10.2007 kl. 01:39

48 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Mér líður eins og ég hafi eignast messias á ný (ekki spillast Stormker!) Ótrúlega góður pistill og ég vona að þú sért kominn til að vera aftur. Okkur vantar menn eins og þig sem segja það sem við hugsum en þorum ekki sjálf.

Sumarliði Einar Daðason, 24.10.2007 kl. 02:33

49 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég ætlaði auðvita að skrifa Stormsker en ekki Stormker. Biðst velvirðingar á því.

Sumarliði Einar Daðason, 24.10.2007 kl. 02:36

50 Smámynd: Stenn Backman

Gott að sjá þig hérna meistari! þurfum að fara að hittast!

Stenn Backman, 24.10.2007 kl. 09:50

51 identicon

Góður.

Fyrir okkur sem höfum hugsað en ekki þorað að setja fram jafn skorinorðan texta þá blæs nú ferskur vindur um bloggheima.

Maður getur samt ekki annað en vorkennt biskup og prestum. Vilja halda í réttinn til að framkvæma lögformlegan gjörning hjónabands (tryggar tekjur) en geta ekki þjónað öllum íslendingum með sama hætti af augljósum ástæðum.

Lausnin, þeir sem endilega þurfa að giftast fara til fógeta og fá stimpilinn, síðan geta sambýlingarnir valið andlegan leiðtoga við hæfi á eftir ef þörf krefur. Hvort hann er þjóðkirkjuprestur, fríkirkju, allsherjargoði, rabbíni eða annað er að sjálfsögðu frjálst val. Svartstakkar þjókirkjunnar munu aldrei samþykkja að gefa saman annað en karl og konu. Að trúa öðru er draumsýn.

Af því leiðir, ríkisrekin þjóðkirkja (þó Björn Bjarnason neiti á bloggi sínu að um ríkisrekstur sé að ræða) er tímaskekkja, - arfleið fyrri alda.

Takk fyrir mig.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:44

52 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hæ elskan og velkominn! Loksins. Þú ert eins og Libby´s tómatssósan; maður slær ítrekað í botninn á þér og ekkert kemur.. en eftir langa bið KEMUR ALLT!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 13:58

53 identicon

Sama Kyn giftist, það mætti kallast skifting.

Sverrir, ég elska þig.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 16:50

54 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

Þetta er með fyndnari (og betri) lesningum sem ég hef séð ansi lengi, þvílíka tæra snilldin

Einar Matthías Kristjánsson, 24.10.2007 kl. 23:16

55 identicon

Þú ert snillingu.

Bella (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:22

56 Smámynd: Hrannar Baldursson

Stórsnjallt

Hrannar Baldursson, 25.10.2007 kl. 14:10

57 Smámynd: Sigurjón

Flugbeittur pistill!  Velkominn á vefbækur margvarpsins.

Sigurjón, 25.10.2007 kl. 18:55

58 identicon

Þegar kjaftaskur af þínu kalíberi fer af stað má Gamli Gvuð fara að vara sig!

Calling you a Genius would be an understatement.

Barbatus (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:23

59 identicon

Já, ég verð að segja að þessi Stormsker er bráðskemmtilegur maður, en hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala. Kannski ætti hann bara að kynna sér efnið fyrst, áður en hann opnar munninn. Þegar ég las þetta var ég ekki viss um hvort þetta ætti að vera langur brandari eða pistill. Í Biblíunni stendur að samkynhneigð sé synd og syndarar komist ekki til himnaríkis, sem þýðir einfaldlega að Guð hefði alls ekki geta skapað samkynhneigð.  Ég skil ekki heldur hvað fólk er að gleypa við þessu. Það er augljóst að fólk sem hefur gert athugasemdir hérna hefur bara alls ekki kynnt sér málið heldur, svo þau ættu ekkert að vera að hvetja þetta áfram. 

" ...framfylgja því af fremsta megni þó hann hafi reyndar ekki ennþá lagt til að “kynvillingar” skulu skotnir með Colt 45 milli augnanna á Austurvelli!"

Hvar stendur í biblíunni að það eigi að drepa samkynhneigða, nei, hvar stendur í biblíunni að það eigi að drepa einhvern.    2. Mósebók 20.12:    "Þú skalt ekki morð fremja"

Ég vona að þið finnið sannleikann og lesið Biblíuna! ("Allt fyrir ástina")

http://www.realtruth.org/articles/070601-006-teog.html?cid=g1193&s_kwcid=ContentNetwork|1167384521&gclid=CNX6ms__tI8CFQd3MAodeD3LKA 

http://7.coffeehousetheology.com/

Ósammála gaurinn! (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:57

60 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Lög Móse, sem komu jú frá guði og túlka nánar boðorðin X, eru ansi berorðuð um málið.

Jú, það stendur í biblíunni þú skalt ekki morð fremja, en svo er alskyns stórmerkilegar undantekningar í lögunum. Td ef nautið þitt stangar einhvern til dauða, þá á að grýta nautið og ekki borða kjötið af því. Ef bóndinn koksar á þessu og það stangar mann eða konu til dauða aftur, þá á að grýta nautið og lífláta manninn. Nema það sé hægt að komast að samkomulagi við bóndann, eiganda nautsins, um greiðslu fyrir lífið sem lést.

Í öllu falli stendur að það megi lífláta bóndann ef nautið hans er með vesen og það vill svo óheppilega til að hann er blankur....

(Exodus 21:28-31)

Önnur undantekning eru menn sem liggja með kynbræðrum sínum sem konur væru.

Do not lie with a man as one lies with a woman; that is detestable.(Lev 18:22 NIV). If a man lies with a man as one lies with a woman, both of them have done what is detestable. They must be put to death. (Lev 20:13 NIV).

 

(Einsog kynlíf milli tveggja karla hafi eitthvað með konur að gera)

 

Þetta er fínt fyrir homma, ef þeir geta klárað dæmið standandi þá eru þeir save... Bara ekki liggja...

 

Það er náttúrulega hægt að túlka þetta á ýmsan hátt... strákar ættu í öllu falli að forðast aðstæður þar sem þeir þurfa að liggja saman, ef maður er bókstafstrúar. Útilegur, skátaferðalög, sumarbúðir osfrv eru td óheppilegar aðstæður.

 

Klósett, flugvélar, uppvið vegg, klifrugrindur á leikvöllum, skápar, húsasund, gámar, sturtuklefar, mátunarklefar, miðasölubox og svo mætti lengi telja eru ákjósanlegir staðir svo lengi sem ekki þarf að leggjast niður.

 

Þeir gerðu þessi mistök í Sódómu og Gómoru, enda mjúkt gras og náttúrfegurð á sléttunum...

Genesis 19, while Lot is in Sodom.

…all the men from every part of the city of Sodom, both young and old, surrounded the house. They called to Lot, “Where are the men who came to you tonight? Bring them out to us so that we can have sex with them.” Lot went outside to meet them and shut the door behind him and said, “No, my friends. Don’t do this wicked thing. (Gen 19:4-7 NIV)

..Og sjá, eldi og brennisteini ringdi yfir Sódómu og Gómóru.. Abraham spurði guð hvort ætti líka að drepa hina réttlátu og svarið virðist hafa verið já…

Kill em all, let god sort em out...

Kirkjan er tímaskekkja.

Gifting er andlegt einkamál.

Gunnhildur Hauksdóttir, 30.10.2007 kl. 21:28

61 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Hvað er ríkisrekin úrelt stofnun að gera inni í svefnherbergi hjá fólki?

Gunnhildur Hauksdóttir, 30.10.2007 kl. 21:29

62 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

og pistillinn er snilld

Gunnhildur Hauksdóttir, 30.10.2007 kl. 21:38

63 identicon

Fallega orðað. Afar heillandi skrif verð ég að segja með einlægu og þó nokkuð ritskoðuðu hjarta (ðuðu?) ! ;) "maður" getur varla við þetta bætt.. Enn ég kann að reikna summuna af einum og þrettán.. tæplega. Bíð spennt eftir næsta pistli og reiknisdæmi. **** (best að hætta áður enn ég fell aftur í íslensku..)

Magga Rut (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 15:18

64 identicon

"... nei, hvar stendur í biblíunni að það eigi að drepa einhvern", "Ég vona að þið finnið sannleikann og lesið Biblíuna", óborganleg snilld hjá "ósammála gaurnum". Veit ekki hvor er fyndnari, hann eða meistari Stormsker. Getur verið að meistarinn sjálfur sé að kommenta á bloggið sitt eða er virkilega hægt að vera svona heilaþveginn.

Einu rökin sem samkynjaðir hafa fyrir því að ríkiskirkjan ætti að gifta þá er að hún er ríkisrekið þjónustuapparat. Hvað með allar hinar ríkisstofnanirnar eins og t.d. Geislavarnir ríkisins og Sinfóníuhljómsveit Íslands? Hvaða réttlæti er í því að ríkið kosti flutning á miðaldatónlist? Á ég þá ekki heimtingu á að sinfónían taki smá rap og hip-hop afþví að ég fíla það betur.

diddi (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband