Homo Aliens

Imynd mannkynsMaðurinn lærir lítið,

um lítið veit hann mest.

 

 

Blóðugur upp að öxlum

um allar jarðir hann berst

 

 

Valdamesti madur heimsinsfyrir réttlæt´og frelsi

og friði - einsog sést.

 

 

Verður fráleitt fullnægt

fyrren veröldin ferst.

 

gudsmadur

Að fjölyrð´um frelsarans boðskap

fer´onum allra verst.

 

 

Hnefi er merki mannsins,

merkið sem þekkir hann gerst.

skemmtun mannkyns

 

 

Framtíðin felst í dauða,

sú fjárfesting þykir best.

 

 

 

Gud er kaerleikurMiðað við manninn er eyðni

minniháttar pest.

 

 

Þá-fyrst reynir á þroskann

þegar í odda skerst.

Velkominn i heiminn

 

 

Bróðurþelið þrýtur

þegar á reynir mest.

 

 

Velkominn i heiminn 2Lífið gefur litlum

lítinn gálgafrest.

 

 

Börnin fæðast blóðug

og blóðug deyja þau flest.

Algjor sveppur

 

(Úr ljóðabók minni “Með ósk um bjarta framtíð,” 1997)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Flott mynd ef Búss... Hvar fannstu hana?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hálf fyndið að helmingur myndanna sýnir börn Guðs. Er ekki kominn tími til að hætta þessu andskotans rugli?

Villi Asgeirsson, 21.11.2007 kl. 20:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flottur kveðskapur, tímabær og sannur.  Tifinningin minnti mann á það að lesa "Síðasta Blómið" eftir James Turber. Reiði í bland við magnleysi.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Fríða Eyland

HÚRRA !

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Magnað nútímaljóð

Þórbergur Torfason, 21.11.2007 kl. 23:44

7 identicon

Flottur

alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 02:01

8 identicon

ótrúlega flottur

alva (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 02:01

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

..og fagnaðarlætin ætluðu aldrei að hefjast..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.11.2007 kl. 03:08

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott !

Jónína Dúadóttir, 22.11.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband