Kærleikurinn

Krissi raunsaeismadur

 

Kristur sagði: "Sannur kærleikurinn

sálunni lyftir.

Án kærleika eruð þér útskúfaðir delar,

eilífð sviptir.

Án kærleika eruð þér vítis furðufuglar

fjaðraklipptir."

 

Hví skapaði drottinn minnst af því sem mestu

máli skiptir?

 

 

(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," 1997) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski er guð bara eins og í gamlatextamenntinu, bara mjög mannlegur.  Finnst gaman að sjá hvað hann getur gengið langt án þess að fólk missi trúnna.  Ef hann gæfi bara, væri hann ekki til.  Þá væri engin vandamál og engin þröf til að biðja til hans. Engin þörf á honum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Þú sýnir orðum Guðs óvirðingu sem og fyrri daginn, Herra Stormsker og merkilegt nokk að Pattaya-melluriðill skuli setja sig á eins háan hest og þú gerir.

Hróðmar Vésteinn, 27.11.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Með þessu ljóði tekst þér að segja ansi mikið í fáum orðum. Ég er innilega ósammála Hróðmari, það er umhugsunarvert hvað það er mikið af ofbeldi og skort á kærleik ekki bara um allan heim, heldur einnig hérna heima á Íslandi. Eitthvað undarlegt hefur komið fyrir náungakærleikann. Ég hef lesið allar þínar færslur, og þó ég sé ekki alltaf sammála þér eru þær alltaf skemmtilegar aflestrar og vekja til umhugsunar.

Hrannar Baldursson, 27.11.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ekki skil ég hvað trúað fólk getur sett útá þessa færslu þína Sverrir?

 Ég veit ekki betur en að það sé kjarni Biblíusagnanna að manneskjan sagði sig úr lögum við Guð (dæmisagan um skilningstréð). Eftir það eru örlög okkar á okkar eigin ábyrgð. Við þekkjum rétt frá röngu og völdum að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Samkvæmt Biblíunni afsalaði jú Guð sér herraveldinu á Jörðinni til mannanna. Allt sem hér gerist er á okkar ábyrgð og það er okkar val.

Gagnrýni á ástand heimsmálanna er því gagnrýni á okkur og gagnrýni á það val að hafna Guðlegri forsjá og éta af þessu blessaða skilningstré - sem er jú að sjálfsögðu bara líkingamál - ef einhver hefði haldið annað.

Ábyrgðin er alfarið okkar og þar með þín lita krúttlega Stormskerið þitt:

Hver/hvað Jesú síðan var/er og hvað hann/hún/það gerði fyrir mannkynið er allt önnur saga sem á heima í allt annarri bók.

Et.v. meira um það síðar?

Haltu endilega sjálfsgagnrýninni áfram.

Hún er góð fyrir sálina!

Vilhelmina af Ugglas, 27.11.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: Púkinn

Tja, miðað við að  Jahve Gamla Testamentisins hegðar sér eins og geðsjúklingur, sem skipar fylgismönnum sínum að fremja þjóðarmorð, og jú...stundar þau sjálfur, þá er þetta kannski bara ekkert skrýtið.

Púkanum finnst furðulegt að nokkurn veginn eðlilegt fólk skuli ekkert skammast sín fyrir að segjast trúa á þetta fyrirbæri. 

Púkinn, 27.11.2007 kl. 22:28

6 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 27.11.2007 kl. 22:53

7 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Púki: Jú auðvita er það fúlt að Jahve geti ekki látið okkur vera í friði = að hann/hún/það drekkti jú mannkyninu (syndaflóðið) vegna þess að það var bugg í forritinu. Samkvæmt GamlaTestaMenntinu hefur Jave af og til tekið til í forritinu EN ábyrgðin á mannlegum gjörðum er samt eftir sem áður okkar. Það er skráð að einhveratíma verði "game over" þegar Guð ýtir á "delete" og hreinsar burt forritið.

Því er þó lofað að það verði bara buggarnir sem hverfi endanlega :-)

Vilhelmina af Ugglas, 27.11.2007 kl. 22:58

8 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sem sagt, mannkynið er jafn merkilegt í augum Guðs og forritið sem ég er að skrifa er í mínum augum. Ég elska það og vona að það verði frábært, en ég eyði þeim buggum sem gera að það fer í hnút. Munurinn er samt að forrit Guðs er mun flóknara og valdi sjálft á vissu stigi að skrifa sig sjálft.

 :-) v

Vilhelmina af Ugglas, 27.11.2007 kl. 23:03

9 identicon

Horfið á fyrsta kaflann í þessari mynd http://www.zeitgeistmovie.com og þá sjáið þið svart á hvítu hvenær hinn svokallaði heimsendir verður. Þessa mynd (eða boðskap hennar allavega) ætti að sýna og kenna í öllum skólum landsins.

Frábær færsla eins og alltaf Serðir

Sighvatur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:38

10 identicon

Hróðmar Vésteinn skrifar

Þú sýnir orðum Guðs óvirðingu sem og fyrri daginn, Herra Stormsker og merkilegt nokk að Pattaya-melluriðill skuli setja sig á eins háan hest og þú gerir.

mér finst þú fljótur að dæma menn ég fór inná síðuna þína og ég sé ekki betur en að það er það eina sem þú gerir það er að setja útá og dæma og nöldra yfir öllu og eingu það er ekki til einn jákvæður stafur á blogginu þínu ég vorkenni fólki eins og þér.

hver gefur þér leifi til að setjast á ÞINN háa hest og dæma alla eins og þú gerir á þínu bloggi

megi guð elska þig þú þarft á því að halda

Gunnar (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 06:21

11 identicon

Púki, ekki gleyma heimsmorði guðs þar sem hann stútaði öllum nema Nóa & félögum, áætlaður fjöldi manna er 30milljónir, þetta er náttúrulega bara kjaftæði í biblíunni, það merkilega er að sumu fólki finnst þetta bara í lagi

P.S Það er ekki hægt að sýna einhverju óvirðingu sem er ekki til, þetta er svipað og að segja eitthvað slæmt um Superman

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 07:50

12 identicon

Þetta er glettilegt ljóð...hvar getur maður verslað þessa nefndu ljóðabók?

Sir Magister (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 08:38

13 identicon

Hróðmar telur sig vera með umboð frá guði til þess að dæma allt og alla... hallelúja Hróðmar og ósýnilegi súperkarlinn hans :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:27

14 Smámynd: Sigurjón

Anzi skemmtilegt ljóð hjá þér Sverrir.  Ég hvet þig til að hunza Hróðmar Véstein og öll hans skrif, enda greinilega ekki maður alveg í lagi í kollinum.

Sigurjón, 28.11.2007 kl. 13:03

15 identicon

Sammála #17, ég held að Hróðmar hljóti að vera einhverskonar alter-ego eða grín.

Pétur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:17

16 identicon

Ljóðið er ágætt. Þessi Hróðmar virkar nokkuð geggjaður.

 Að Sverrir hafi lagst með sölukonum í Tælandi, þvílík vitleysa. Sverrir í gvuðana bænum mótmæltu þessum sökum sem eru bornar á þig. Þögn er sama og samþykki. Ég hef verið aðdáandi þinn í ómunatíð og vill ekki trúa svona um þig. Þú ert vinur minn í tónum og orðum þínum og enginn pervert!

Hannes (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:15

17 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Sverrir: Ég skora á þig (eins og Sigurjón) að svara EKKIþessum hallærislegu athugasemdum um hórur. Það kemur málinu bara ekkert við hvort þú hafir einhveratíma sofið hjá einhverjum gegn greiðslu eða ekki. Afar ósmekklegt að blanda svona hlutum í umræðuna.

Sjálf er ég Kristin og félagi Jesú sagði jú: "Sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum".

Vilhelmina af Ugglas, 28.11.2007 kl. 19:32

18 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Það er ekki nóg með það að hann hafi sængað með barstúlkum í Pattaya, stundum (bær sem stundum er nefndur vændishöfuðborg heimsins) heldur fékk hann meira að segja eina til að syngja fyrir sig.

Hróðmar Vésteinn, 28.11.2007 kl. 22:29

19 identicon

vá hvað þetta var þroskað af þér það vantar bara ligga ligga lái

ég sé að þú ert greinilega kunnugur Pattaya sjálfur

Gunnar (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 00:03

20 identicon

Góður Sverrir ! Frábær þátturinn með þér og Erpi á Þristinum í dag. Fyndinn þessi gaur í búðinni.

Geir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:01

21 identicon

[img]http://www.cs.helsinki.fi/u/hprajani/phun/god-v-satan.png[/img]

Ómar (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 05:12

22 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Yndislegt hvað íslendingar eru viðkvæmir og áhugasamir um allt sem varðar trú. Hér í Svíþjóð er leitun að fólki sem þorir að ræða persónulega trú og efasemdir á þennan hátt.

Lifi landinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.12.2007 kl. 20:35

23 Smámynd: K Zeta

Ef guð skapaði of lítið af góðu og of mikið af vondu, hvar liggur þá hin vitlausa gjöf?  Kannski erum við ekki eins slæm og við teljum heldur sá sem skapaði okkur eitthvað hrekkjóttur?

K Zeta, 7.12.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband