Líkræningjar og grafarsprænar

Í kvöld á að “heiðra” minningu Villa Vill söngvara enn eina ferðina með því að syngja hann í kaf. Það fær náttúrulega ekkert að heyrast í Villa sjálfum. Það væri of smekklegt. Það verður sungið yfir hans lög. Þetta er svona einsog að heiðra listmálara með því að mála yfir myndirnar hans. Ef tilgangurinn er virkilega að heiðra minningu Villa en ekki að græða peninga á vinsældum hans þá væri bara haldin kvöldvaka þar sem lög Villa væru spiluð í HANS flutningi og myndum af honum varpað uppá tjald af hans ferli. En meinið er að þá væri ekki hægt að selja miðann á 4.900 kr. einsog nú er gert. Þetta er nefnilega gróðadæmi en ekki “heiðrun.” Hræsni í sinni ömurlegustu mynd. Hverskonar fólk borgar sig inn á svona vibba?

Svo verður þetta endurvinnsludjönk líklega gefið út á plötu til að græða ennþá meira og spilað í tætlur af smekkleysingjum útvarpsstöðvanna og ennþá smekklausari vitleysingar kaupa þetta. (Einsog menn vita þá spila útvarpsstöðvarnar fyrst og fremst nýjustu útgáfur laga hverju sinni því þær sánda svona líka svakalega mikið betur en orginallinn og það virðist vera það eina sem skiptir máli í dag; -að hlutirnir sándi vel þó þeir séu steingeldir). Og eftir situr Villi Vill með sárt ennið, nú eða Haukur Morthens eða Ellý Vilhjálms, nú eða hver sem í hlut á hverju sinni, og heyrast ekki meir í útvarpinu nema á tyllidögum. GrafarræningjarÞað er nefnilega búið að “heiðra” þau í kaf, - út úr útvarpinu og ofan í veski endurvinnslupopparanna.

Það er ekki verið að heiðra minningu þessara söngvara heldur míga á leiði þeirra og nýta sér vinsældir þeirra í sérgróðaskyni. Þetta er álíka merkilegt og líkrán og grafarspræn. Það er nefnilega gríðarleg eftirspurn eftir eftirhermudrullumeiki á Íslandi. Dapurt.

 

 

Heiðrun

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, laugardaginn 5. apríl)

 

Að sjálfsögðu minni ég á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna," á Útvarpi Sögu 99.4 milli klukkan 16:00 og 18:00 í dag, miðvikudag. Gestur þáttarins að þessu sinni er söngvarinn ljúfi Bergþór Pálsson. Hann mun vonandi reyna að kenna okkur félögunum borðsiði og mannasiði. Eldri þætti má finna á www.stormsker.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Elsku góði Sverrir minn Stormsker. Þú ert alveg einstakur. Oft hef ég hlegið mig máttlausan yfir pistlunum þínum. Oft hefur mig sett hljóðan og orðið mikið hugsi. Oftar en ekki hef ég verið þér svo sammála. Einnig á það við nú. Ég skil ekki hvernig þetta má. Þekki þetta ekki erlendis frá þar sem fólk er gjörsamlega kópérað greiðsla hvað þá annað, nema frá hinn fársjúku Ameríku og darraðaðrdansinum um Elvís Presley. Er oft hugsi um afkomendur þessara látnu listamanna, elzti sonur Vilhjálms er góður vinur minn. Þögull og íhugull, og hef ég aldrei þorað að ræða það hvernig þeim systkinunum og frændsystkinunum þykir þetta apaspil. Er hræddur um að þau auðgist nú ekki mikið á þessum "uppáförum". Mér finnst þetta skammarlegt. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.4.2008 kl. 06:59

2 identicon

Mikið er ég hjartanlega sammála þér. Takk fyrir mig.

alva (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Gulli litli

Okkur vantar fleiri raddir eins og þig.....þá meina ég til að rífa kjaft ekki endilega til að syngja...

Gulli litli, 9.4.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst nú þetta fara svolítið eftir hvert penningarnir fara.  Vitiði það?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er líka ekkert asnalegra en þegar fólk fer að heiðra listamenn með því að sódómisera lögin þeirra með lélegum flutningi.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka þér fyrir Sverrir.

Ég hef áður viðrað skoðanir mínar á svona plokki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Ómar Ingi

Takk

Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Sverrir, þetta er lágkúra og ekkert annað.

Óskar Þorkelsson, 9.4.2008 kl. 17:07

9 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Flottur pistill, á mína diska með Villa og dettur ekki í hug að fara að hlusta á aðra syngja lögin hans, því engin kemst í hálfkvisti við hann, þvílík var röddin hjá honum að leitun er að öðru eins.

Hallgrímur Óli Helgason, 9.4.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hahahahahahahahahahahahahahahahahahaha - guð minn góður - þessi pistill var eins og matrix fyrir mig - hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 20:19

11 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef ég ætti að velja milli orginalsins og nýrrar útgáfu þá vil ég orginalinn og ekkert annað.

Ég er sammála þér Sverrir með að hér er gróðafýsnin á ferðinni.

Ólafur Björn Ólafsson, 9.4.2008 kl. 21:07

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gæti ekki  verið meira sammála.  Á mikið efni með Vilhjálmi og hef afskaplega lítinn áhuga á að heyra einhverja "vælukjóa" nauðga þessum frábæru lögum, því enginn, sem ég veit um, kemst með tærnar þar sem Vilhjálmur hafði hælana hvað varðar söng og einstaka rödd.

Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 21:28

13 Smámynd: Heimir Tómasson

Heill þér Sverrir, rödd þroskans! Eða eitthvað.

Þarna er ég, einusinni sem oftar mikið sammála þér. Reyndar finnst mér gaman þegar lög eru tekin af öðrum flytjendum og þessir sömu flytjendur gera þau að sínum, það er með merktum mun á milli frum- og endurútgáfu (sbr Megasarlög) þá getur verið gaman að hlýða á þannig flutning. En enginn munur nema mis-færir söngvarar....... nah.

Heimir Tómasson, 9.4.2008 kl. 22:09

14 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Jahérna.  Ég verð nú bara að segja að þegar ég hef farið á tónleika sem haldnir hafa verið í minningu þeirra sem um er haldið hef ég aldeilis ekki fundið fyrir peningalykt né neinu álika.  Berum virðingu fyrir þeim sem farnir eru án þess að birta myndir af leiðum sem hallærislegur PISSUKALL vanvirðir.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:04

15 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

Sverrir gengur yfirleitt alltaf aðeins og langt en ef það væru ekki svoleiðis menn til ...hvað yrði þá um heiminn.

Reyndar er ég sammála þér Sverrir með þetta endalausa peningaplokk en auðvitað veit maður að það þarf að hafa eitthvað fyrir landann að gera. Það góða við þetta er að við fáum þó að heyra gömlu góðu lögin og þau deyja ekki auðveldlega út. Held að þetta sé bara í fínu lagi ef þau eru vel flutt.

Spurning um að stofna svona endurlagaupprifjunardómaranefnd (eina nefndina í viðbót)....

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 10.4.2008 kl. 12:02

16 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Elsku karlinn og ég sem er búin að vera að undirbúa tribute tónleika fyrir þig bara svona til vonar og vara - heheheheheheheheh ekki vera svona pirraður dúlla !!!!   lífið er yndislegt ! 

Sigríður Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 15:53

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kæri Stormsker. Það er mér heiður að vera númer 21 og vera fyrst til að vera þér gjörsamlega ósammála. Er reyndar ekki dómbær á neina aðra tónleika á svipuðum nótum. En þessa tónleika fór ég á, borgaði fyrir og naut í botn. Hvað í ósköpunum er fólk að tala um hér í kommentakerfinu? Lélegan flutning! Sama hvað hver getur sagt um þessa tónleika og tilganginn með þeim, þá er seint hægt að tala um lélegan flutning. Sjálf setti ég inn hroðalega væmna færslu um umrædda tónleika, en hún var öll frá hjartanu. Sennilega er ég þessi væmna týpa.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 18:00

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ekki hægt annað en vera soldið leiður á þessu endalausa endurvinnslujukki, tala nú ekki um þegar það er gert undir yfirskyni "heiðrunar" en ekki peningagræðgi.  Það efast enginn um að söngvararnir séu góðir sem þarna eru að endurvinna Villa Vill, einsog t.d. Pálmi Gunn og Stebbi Hilmars svo og atvinnuendurvinnsluvinnuhjúin Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars. Um það snýst ekki málið. Það snýst um það að ástsæll góður látinn söngvari einsog Villi Vill er sunginn út í horn, settur út í kuldann og "heiðraður" til helvítis.

Í einni athugasemdinni stendur: "Það góða við þetta er að við fáum þó að heyra gömlu góðu lögin og þau deyja ekki auðveldlega út."

Það vonda við þetta er það að við fáum ekki lengur að heyra gömlu góðu lögin í flutningi Villa Vill og hann deyr út, því það er búið að "heiðra" hann í kaf af söngvurum sem vilja endilega reyna að troða sér í skóna hans. Þegar þetta djönk verður svo gefið út á plötu (til að græða ennþá meira á minningu Villa Vill) þá munu plötusnúðar útvarpsstöðvanna spila þetta í strimla því þeir spila fyrst og fremst bara nýjustu útgáfur laganna af því "þær sánda svo vel" og eftir situr Villi Vill fótumtroðinn og "heiðraður" og í honum heyrist ekki meir. Það má vera að lögin sem slík lifi gasalega góðu lífi fyrir vikið en ekki í flutningi okkar hugljúfasta söngvara.

Það á einfaldlega að endurútgefa öll lögin með Villa og Ellý og Hauki Morthens og Rúnari Gunnars og fleiri góðum söngvurum í ÞEIRRA flutningi og mastera þau uppá nýtt svo þau sándi alveg gasalega vel og svo á að henda öllu endurvinnslurusli með Bítlavinafélaginu, Jóni "góða" Ólafs, Sixtees og svoleiðis músíkmorðingjum lengst út í hafsauga. Það versta við þetta er að Íslendingar dýrka endurvinnsludrasl og vilja frekar hlusta á Guðrúnu Gunnars syngja lögin hennar Ellýar, og Bubba og Bjögga syngja lögin hans Hauks, og Bítlavinafélagið syngja lögin hans Rúnars Gunn o.s.fr. o.s.fr. og því segi ég bara Pass. Verði ykkur að góðu.

Þakka kommentin. Góðar stundir 

Sverrir Stormsker, 10.4.2008 kl. 18:07

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er ekkert ofsalega flókið og flestir fatta það í fyrstu tilraun. Þó ekki allir.

Sumir fatta bara ekki -(eða vilja ekki heyra talað um)- fjárplógsstarfsemina á bak við "heiðurinn" og hvernig það myrðir flutning gamalla snillinga...hversu vel eða illa sem þau eru endurflutt.

Auðvitað kemur þessi umræða eins og nýveiddur urriði í fésið á þeim sem eru ekki nógu hæfileikaríkir til að gera útá eigin gaul.. og þurfa að "heiðra" dauða snillinga til að ná sér í vasapening. Og þeim sem auluðust til að rétta þeim ölmusu.

Við viljum heyra í gömlu snillingunum sjálfum, ekki einhverjum Sorpupoppurum sem sitja um þá dauða. Endurvinnsla er góð og græn þar sem hún á við. En ekki með því að heiðra orginal listamenn til helvítis, eins og Sverrir orðaði það réttilega.

Þetta er líkt og Árni Johnsen myndi halda minningartónleika um Jimi Hendrix í Háskólabíói.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.4.2008 kl. 19:42

20 Smámynd: Linda litla

Ég er alveg sammála þér, það er verið að endurútgefa lög aftur og aftur og aftur og enn, þetta er alveg óþolandi.

Mér finnast lög í frumútgáfu alltaf best, ekki endurútgefið með einvherjum þekktum í hvert skiptið sem einhver verður heimsfrægur á Íslandi.

Takk fyrir góðan pistil Sverrir.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 10.4.2008 kl. 20:02

21 Smámynd: Daníel Hinriksson

Ég gæti ekki verið meira sammála þér meistari Sverrir, það er algjör snilld að lesa þessi blogg þín!

Daníel Hinriksson, 10.4.2008 kl. 22:16

22 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Skyldir þú einhvern tíma vera heiðraður fyrir sönginn þinn? Nei, afsakið smá misskilningur, bráðfyndinn meira að segja  ! Við erum heppin að eiga "Menn eins og Sverri sem allt svína út.....  Kannski verður þú einhvern tímann heiðraður þannig að aðrir segja  "brandarana" þína, skoðanir og bábiljur af fólki sem  þú hefur sett á prent.  Skemmtilegt fólk sem lífgar þvílíkt upp á grámóskulega tilveru bara með veru sinni hér á jörð, það þarf ekkert að skrumskæla það, þakka bara fyrir að það sé til, óþolandi ef við værum öll steypt í sama mótið. Svo læt ég duga að nefna Villa Vill, það er gaman að heyra aðra spreyta sig á lögunum hans, sem reyndar margir sungu á undan honum ekki satt? Kannski er það meiri heiður en að setja spóluna bara í tækið og láta þetta renna, eða þannig 

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.4.2008 kl. 04:58

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú getur bara verið óssammála þér sjálfur, ég nenni því sko ekki....

Steingrímur Helgason, 12.4.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband