Frelsi til að gagnrýna "frjálshyggjuna"

Friedman bróðir bestiPólitíkin hér á Los Klakos er persónuleg og sveitó. Fólk límir sig á ákveðið lið og reynir síðan að aðlaga sannleikann að flokksskoðuninni í stað þess að aðlaga skoðanir sínar að sannleikanum.

Þegar ég segist t.d. líta á gjafakvótakerfið sem óréttlátt nonsens, landbúnaðarhaftakerfið sem peningaklósett og Íraksstríðið sem óráðsrugl þá halda sumir að maður hljóti að hafa eitthvað persónulega á móti Davíð Oddssyni.

 

Marx bróðirinnSumum ósjálfstæðum Sjálfstæðismönnum finnst að ég sem hægrisinni eigi helst að tapa allri sjálfstæðri hugsun um leið og Sjálfstæðisflokkurinn opnar munninn. Bush-syndromið: „Þeir sem ekki eru með mér í einu og öllu eru á móti mér." Styðja frjálshyggjumenn ekki frelsi til að gagnrýna „frjálshyggjuna?" Er hér kommúnísk "frjálshyggja?"

 

 
TrúmaðurStjórnmálakerfi umbreytast oft í trúarbrögð, hvort heldur spámaðurinn heitir Marx eða Friedman. Þeir sem halda að allur sannleikur heimsins rúmist í einni kenningu eru trúmenn, líkt og stalínistinn Þórbergur. Menn verða að halda gagnrýninni hugsun ef þeir vilja halda trúverðugleika því annars þurfa þeir að halda kjafti fyrir kosningar.

Hverskonar frjálshyggja er það sem tekur því sem árásum á Foringjann ef maður leyfir sér á stundum að vera á öðru máli en hann og Flokkurinn? Máski stendur hin séríslenska „frjálshyggja" of nálægt kommúnismanum um margt, sérstaklega hvað varðar útþenslu ríkisbáknsins og bælda skoðanatjáningu.

 

 

Þessi pistill minn birtist í 24 Stundum, 28. júní.

 

 

Minni vitaskuld á þátt minn "Miðjuna" á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur minn að þessu sinni er glaumgosinn og reiðhrókurinn Fjölnir Þorgeirsson. Honum hefur einstaka sinnum brugðið fyrir í Séð og Heyrt og í nýjasta heftinu segist hann vera búinn að fá sig fullsaddan af kellingum og öllu sem þeim tengist. Þetta alvarlega mál þarf að spyrja hann aðeins nánar út í. Ætlar hann alfarið að snúa sér að hryssunum og dýrunum í sveitinni eða ætlar hann bara að toga í rörið á sér það sem eftir er? Hver djöfullinn er eiginlega að gerast með þennan mann?! Ætlar hann að bregðast sínum skyldum einsog ríkisstjórnin?!!!

Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammó ykkur Djakkó! 

Hlakka til að heyra þig yfirheyra Fjölnismanninn um miðjuna á sér í Miðjunni.

PS. Koddí sveitina. Nóg pláss, vindlar velkomnir... og far í bæinn!!   - Lovjú beibí!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.7.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Hafþór H Helgason

Ég held reyndar að öfgakennd "frálshyggja" þar sem enginn má andmæla Foringjanum sé fasismi en ekki kommúnismi. Kommúnismi var bara falleg hugsun sem gengur ekki upp hjá mannkyninu eins og það hugsar í dag. Einræðisheilkennið á sér mörg andlit og getur birts í pólitík, trúarbrögðum, eða þess vegna rekstri fyrirtækja.

Hafþór H Helgason, 23.7.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar eini flokkurinn sem hefur (eða hafði) samtök innanborðs sem kölluðu sig lengi vel "samvisku flokksins" og gagnrýndu flokkinn harðlega frá hægri. Það er sennilega uppspretta vinsælda hans og endurnýjunar meðal 35-45% þjóðarinnar seinustu mjög marga áratugi, þótt nú sé e.t.v. öldin önnur.

Að vísu virðist sú samviska vera orðin hljóðlát nokkuð seinustu ár, því miður. Kannski það útskýri færslur eins og þessa.

Hafþór, kommúnismi er viðurstyggileg hugsun sem má hæglega líkja við boðskap þrælahalds.

Geir Ágústsson, 23.7.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Ómar Ingi

Sumum ósjálfstæðum Sjálfstæðismönnum

Góð setning þetta

Ómar Ingi, 23.7.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Heidi Strand

Góður pistill!
Du får sagt det. Du setter riktige ord på de riktige steder og så er det morsomt å lese. Dette er en kunst.
PS: Unnskyld at jeg skriver på norsk.

Heidi Strand, 23.7.2008 kl. 11:45

6 identicon

Flokksþing sjálfstæðisflokks

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmm... já. Ég fæ reyndar alveg æluna uppí háls þegar fólk talar illa um frjálshyggjuna eins og hún sé rót alls ills, á meðan hún er raunar bara andstæður póll við gerræðishyggju, hvort sem hún er frá hægri eða vinstri, hvor þeirra sem er.

Hinsvegar eru andskoti margir sem gleypa við öllu sem flokkurinn segir... það fyrirfinnast sauðgripir innan allra flokka. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.7.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Gulli litli

Þobergur gerði nú góðlátlegt grín af trúgirni sinni á stalínistann..

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:23

9 Smámynd: Þóra

Iss, þú kannt ekkert í tilbeiðslu á rétttrúnaði - vonlaust keis! Það eru ennþá nokkur pláss laus á frjálshyggjuverðbólgubálkestinum. Ekki missa af því að vera sleiktur og kjassaður af bláum spákaupmennsku- og alþjóðarvæðingareldtungum hinna frjálsu jakkafata. Bindi er beisikklí algört möst.

Þóra, 23.7.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Óskapa aðdáendalisti er þetta hér fyrir ofan mig. Ert þú betri eða skynsamari en flestir aðrir .Gerðu grín að þeim sem eru að gera eitthvað, þó það sé vitleysa, þá gera þeir þó eitthvað. Það eru svo margir (þitt fólk ) sem sitja í sófanum og tala um hvað allir hinir séu vitlausir, og hvað þau eru klár og vita hvað eigi að gera.

Allt í lagi að gefast upp, svosem, en þá á maður að láta lítið fyrir sér fara....!!!¨! Gáfnaljós

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 23.7.2008 kl. 21:59

11 identicon

Ekki má gleyma John Stuart Mill, en hann lifði og dó töluvert áður en Friðarmaðurinn fæddist og er mikil hetja og viskubrunnur í augum frjálshyggjumanna.

Ég held að (raunverulegir) frjálshyggjumenn geti tekið undir sem þegar landbúnaðarkerfið sé kallað peningaklósett.

Það er hinsvegar spurning hvort til sé í raun betra kerfi en núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

En ef Íraksstríðið var óráðsrugl, á hvern hefðum við þá átt að ráðast? Líbýu eða Súdan? Þó má vissulega taka undir að betra hefði verið að einbeita sér meira að Afganistan, en í raun skiptir það okkur afar litlu í ljósi þess að margir ráðamenn líta á það sem svo að leiðangursher íslensku þjóðarinnar þar í landi, sé og eigi að vera þar í lautarferð á góðum dagpening en ekki að handsama illmenni.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:12

12 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Vá, mikið er hægt að æsa sig yfir einni góðri færslu. Eru þetta sárreiðir ósjálfstæðir Sjálfstæðismenn sem eru að röfla hér fyrir ofan? Sem fyllast "réttlátri reiði" þegar átrúnaðargoðin eru til umræðu á léttu nótunum? ÆÆ. Vona að þeir jafni sig.

Marta Gunnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 00:36

13 identicon

Þetta eru orð að sönnu. Það var t.d. kostulegt þegar Árni Matt réði son Davíðs sem héraðsdómara þá vissu allir að hann var ráðinn í gegn um spillingu flokksins en samt komu þekktir Sjálfstæðismenn í þjóðfélaginu og vörðu gjörninginn. Hvað fær menn til að gera svona, hvað fær menn til að haga sér svona óheiðarlega? Eru menn að vonast eftir bitlingum, þeir vita sem er að flokkurinn er óheiðarlegur og launar sínum mönnum. Hver man ekki eftir öllu sendiherrastóðinu sem Davíð skyldi eftir sig þegar hann hætti í pólitík. Svo virðist það vera venjan að bíða eftir yfirlýsingu frá ráðherra og éta síðan upp eftir honum í fjölmiðlum sömu tugguna. ,,nei það er engin skylda að fara eftir nefndinni, ráðherra má ráða menn tengda flokknum til hæstaréttar, það er ekkert óheiðarlegt" Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn einu sinni þegar flokkurinn hagaði sér öðruvísi, en ég myndi frekar láta slíta af mér handlegginn í dag og flengja mig með honum en að kjósa þennan flokk aftur. Bara heiðarleika míns vegna gæti ég ekki kosið flokk sem er jafn spilltur og þessi flokkur virðist vera orðin. Kvótakerfið, sala eigna ríkisins, sala eigna hersins sem virðist eiga skipta bróðurlega á milli toppa úr flokknum, mannaráðningar og klíkuskapur, flokkurinn fyrst og hans menn, svo þjóðin. Það virðist vera alveg sama hvað þessi flokkur gerir, það koma alltaf menn og verja verk hans, sama hversu óheiðarleg þau eru. Þessu þarf að breyta, menn eiga gagnrýna sína menn ekkert minna en andstæðingana ef þeir eru ekki að standa sig.

Valsól (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:46

14 identicon

 Bara að kasta á .þig kveðju kútur

Hvað er að frétta af þér ?

Anna Proppe

Anna Helga Gylfadóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:06

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sigurður Rúnar, ef þú hefðir eitthvað til málanna að leggja þá ættir þú þér ef til vill hlustendur líka, jafnvel lesendur. Sverrir er nefnilega einn af þeim mönnum sem þorir að segja upphátt það sem flestir láta duga að hugsa bara, ef þeir hugsa þá eitthvað yfirhöfuð  .. og hann tjáir sig á mannamáli. Hann er líka sá heiðarlegasti penni sem hér skrifar og er sem betur fer nákvæmlega sama um öfundarvæl í mönnum eins og þér sem eru löngu búnir að gefast upp á sjálfum sér og öllu sem máli skiptir í umhverfi þeirra og samfélagi.

Svo er heldur ekki verra að greindarvísitalan sé eitthvað yfir stofuhita þegar menn æða inn á síður hjá öðrum og drulla yfir skoðanir þeirra.   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.7.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband