Þáttur Stormskers með Guðna ekki endurtekinn

Guðni gleðigjafiEinsog hlustendur Útvarps Sögu hafa eflaust tekið eftir þá var þátturinn með mér og Guðna Ágústssyni ekki endurtekinn klukkan 4 í dag einsog til stóð og búið var að auglýsa villt og galið. Ég hef sjálfur ekkert heyrt í Arnþrúði vinkonu minni og fæ yfirleitt síðastur manna að vita hvenær þáttur minn er endurtekinn, en ég trúi því ekki að óreyndu að Arnþrúður láti framsóknarforkólfana beygja sig og breyta sinni frjálsu og óháðu útvarpsstöð í ófrjálsa og háða. Ef að þátturinn verður endurtekinn þá vona ég fyrir hönd hlustenda að það verði ekki á einhverjum fáránlegum tíma þegar allir eru í móki. Ef hann verður hinsvegar ekki endurtekinn þá er ég hættur med det samme því ég  myndi aldrei undir nokkrum kringumstæðum vilja starfa á fjölmiðli sem væri í vasanum á stjórnmálamennum sem reyndu að hefta mitt tjáningarfrelsi. En sem ég segi: Ég trúi því ekki að kröftug spaugsöm manneskja einsog Arnþrúður láti einhverja grafalvarlega sveppi segja sér fyrir verkum.

Ég þykist vita að Halldór E og Markús Þórhallsson séu ekki beint ánægðir með það frekar en ég að hafa verið að kynna endurflutning þáttarins á tilteknum tíma sem svo var ekkert að marka, og ég hef aldeilis fengið að heyra það í mín eyru að hlustendur eru ekki par ánægðir heldur. En ég get því miður ekki beðist afsökunar á einhverju sem ég ræð engu um.

Guðni fór fram á það við Arnþrúði strax eftir viðtalið að þátturinn yrði ekki endurfluttur og að ég yrði rekinn. Ef að Guðni og litlu framsóknardindlarnir í kringum hann vilja meina að ég hafi orðið mér til skammar í þættinum en ekki Guðni sjálfur hversvegna er þeim þá svona mikið í mun að þátturinn verði ekki endurtekinn? Framsóknarmenn og aðrir stjórnmálamenn verða að fara að skilja að þeir eiga ekkert með að vera að grauta í frjálsum fjölmiðlum og reyna að hafa áhrif á hvað þar er sagt og gert. Læt meira heyra í mér síðar um þetta mál.

Þátturinn verður kominn inná heimasíðu mína á mánudaginn:  www.stormsker.net  hvað svo sem afturhaldssamir framsóknarstrumpar reyna að röfla í mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: tatum

Heyr, heyr, þökk sé yður herra Stormsker, að Ísland á kannski von....  Og svei útvarpi sögu að leggjast svo lágt að láta stjórnmálamann segja sér fyrir verkum.    HVAR ER LÝÐRÆÐIÐ????? 

tatum, 2.8.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fínt. Ég  hlusta þá á þáttinn á vefsetrinu þínu þegar að því kemur. Biðst fyrirfram afsökunar á útliti kommentsins. Ég ræð ekki við tölvutuskuna.

Sæmundur Bjarnason, 2.8.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Ómar Ingi

Issssss Hvað er hún Arnþrúður að láta undan síðasta framsóknarmanninum á íslandi !!!.

En þú stóðst þig vel að venju hehe

Vantar fleiri svona þætti og útvarpsmenn

Áfram SS

Ómar Ingi, 2.8.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Sumir segja að Guðni hafi gert sig að fífli í þættinum.  Í mínum huga hefur hann alltaf verið fífl.  Hann staðfesti þá hugmynd mína rækilega í þættinum.  Og undirstrikar það enn frekar með beiðninni um að þátturinn sé ekki endurtekinn. 

Jens Guð, 2.8.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Látum vera út af fyrir sig þó Guðni sé ekki ánægður en að stjórnmálamaður vilji láta banna endurflutning útvarpsþáttar og reka stjórnandann er fyrir neðan allar hellur. Það á ekki að láta stjórnmálamenn komast upp með slíkt. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ritskoðun er eitt það alvarlegasta og hættulegasta sem fjölmiðlar geta viðhafst á okkar tímum.

Aðalsmerki Útvarps sögu hefur verið Ritfrelsi og nú er það að falla. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 2.8.2008 kl. 21:47

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Held að þarna hafi verið smá misskilningur á ferðinni.. þátturinn verður án efa fluttur og endurfluttur en fólk ræður ekki alltaf við sjálfstæðan vilja tölvufjáranna þegar þær ákveða eitthvað uppá eigið harddrive..  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.8.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heill og sæll Stormsker,  Guðni hann tapar stórt á þessu upphlaupi sínu og fýlu.. ef hann fær sínu frangengt þá er það ljóst að allir fjlmiðlar eru undir hælnum á stjórnmálamönnum þessa lands og þá er frelsið endanlega farið fyrir bí..  

Óskar Þorkelsson, 2.8.2008 kl. 22:03

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég bíð spenntur eftir að fá að hlusta á umræddan þátt. Búinn að leita logandi ljósi af honum hér á netinu. Ég hef verið í veislu þar sem Guðni var veislustjóri og karlinn stóð sig bara nokkuð vel þar. Ég trúi bara ekki að hann ætli að fara að gera eitthvert mál úr þessu, ef svo er, þá missi ég endanlega allt álit á þessum stjórnmálamönnum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.8.2008 kl. 22:05

10 Smámynd: Heidi Strand

Ég bið spennt eftir gangi mála.
Ég las á eini bloggsiðu í dag að Guðni verður næsta forsetaefni.

Heidi Strand, 2.8.2008 kl. 22:27

11 Smámynd: kop

Hvað varstu að gera við kallinn?

Guðni, sem þykjist vera svo spaugsamur, ég var á þorrablóti með honum í útlöndum. Hann var að "skemmta" og sagðist vera skemmtilegasti stjórnmálamaður landsins. Þarf kannski ekki mikið til, en þetta hlýtur að hafa verið leiðinlegur þáttur, fyrst Guðna var ekki skemmt.

Ég skil svosem að þú ætlir að hætta, ef þátturinn verður ekki endurtekinn, en ertu þá ekki bara að gera Guðna til geðs. Hvernig væri að taka málið bara upp í næsta þætti, með eða án Guðna, sennilega án.

kop, 2.8.2008 kl. 22:28

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

Var að fá ánægjulegt símtal frá Halldóri E útvarpsmanni á Sögu. Hann sagði að þetta hefði verið misskilningur milli sín og lögfræðings stöðvarinnar. Þátturinn verður endurtekinn klukkan 13:00 á morgun, sunnudag.

Ég segi í þessari blogfærslu að ég trúi því ekki uppá kröftuga spaugsama manneskju einsog Arnþrúði að hún láti grafalvarlega framsóknaforkólfa beygja sig í duftið og það er semsé einmitt það sem hún hefur ekki látið þá gera frekar en nokkra aðra strumpa. Hef þekkt hana í 20 ár og það af allt öðru en undirlægjuhætti og rassasleikjum.

Eftir stendur sú hörmungarvitleysa Guðna Ágústssonar að reyna að ráðskast með þessa frjálsu útvarpsstöð með því að fara fram á að þátturinn verði ekki endurfluttur. Það er Arnþrúði til vegsauka að hún skuli ekki hlusta á svoleiðis ekkisens píp.

Sverrir Stormsker, 2.8.2008 kl. 22:30

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

glæsilegt Stormsker :)   Ég mun hlusta á morgunn kl 13.00.. og hvet alla sem ég næ til að gera slíkt hið sama

Óskar Þorkelsson, 2.8.2008 kl. 22:36

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég vissi að þetta hlyti að vera misskilningur. Það er auðvitað alger bömmer fyrir pressuna sem beið eins og hrægammur eftir að geta jarðað Sverri og Arnþrúði í sömu gröfinni og selt ómælt út á "skandalinn". Sem enginn var. Það er auðvitað skandall í sjálfu sér! Sérstaklega í gúrkutíðinni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.8.2008 kl. 22:44

15 identicon

Stend með mál og ritfrelsi, útvarp Saga verður útvarp Ritskoðun ef þátturinn verður ekki endurfluttur.

Valsól (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 23:07

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Útvarp Saga verður auðvitað hér eftir sem hingað til óritskoðuð. Það er hennar aðalsmerki og ástæða þess að við hlustum. Þarna eru líka auðvitað laaaang-skemmtilegusta og besta þáttagerðarfólkið. Við skulum ekki búa til drama þar sem ekkert drama er til staðar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.8.2008 kl. 23:23

17 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Leiðinlegt að vera í DK og missa af svona skemmtilegum þætti. Ég er svo skelfilega vitlaus að hafa bæði gaman af Sverri og Guðna og þykja þeir báðir skemmtilegir menn. En greinilegt að Sverrir er ekki á vinsældalistanum hjá Guðna  Svei mér þá, ef ekki er rétt til getið að Guðni sé bara klókur kall ! 

Birna Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 00:33

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Birna Guðmundsdóttir  : Þú átt að geta hlustað á þáttinn á Útvarpi sögu í tölvunni þinni hvar sem þú ert stödd í heiminum með því að smella á viðeigandi hnapp á forsíðunni á vefsetri útvarpsstöðvarinnar :  http:/www.utvarpsaga.is 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2008 kl. 03:17

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Smá innsláttarvilla í innleggi mínu að ofan sem leiðréttist hér með :

http://www.utvarpsaga.is 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2008 kl. 03:18

20 Smámynd: Árni Árnason

Það er nefnilega svo með Guðna að hann er sá eini sem má vera fyndinn ! Guðni er ekki stjórnmálamaður, hann er einmitt bara svona veislustjóri ! það kemur fram glögglega í commentunum hér að ofan að hann er bara blendaður við veislustjórn og þorrablót, það minnist engin góðra verka hans sem ráðherra eða þingmanns, hann hefur líka ekki gert neitt á þingi nema að fara með fleypur ! Enda sýndi það sig í síðustu kosningabaráttu að Framsókn er ört dalandi flokkur sem núna er með trúð sem formann, skemmtilegan á mannamótum en má alveg sleppa því að mæta í vinnuna. Ég er ánægður með þig Sverrir og hlakka til að heyra þáttinn

Árni Árnason, 3.8.2008 kl. 05:57

21 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Predikarinn:Takk fyrir ábendinguna- verð að hlusta á þáttinn!  Mér finnst fátt fólk skemmtilegt sem er í pólitík - en geri fastlega ráð fyrir að það sé skemmtilegt í prívatlífinu, svona eins og Guðni. Pólitík og allt þrasið sem henni fylgir, leiðist mér mjög.  Ég er viss um að Stormsker mundi missa allan sjarma, ef hann væri bundinn á einhvern flokksbásinn. Gæti samt alveg trúað honum til að geta veifað fallega til okkar frá Bessastöðum  

Birna Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 08:22

22 identicon

Frábært hjá þér Sverrir, Guðni sýndi alveg sinn innri mann :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 09:27

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta eru góðar fréttir, en þær vekja spurningar um hvort að svipaðir hlutir tíðkist á öðrum fjölmiðlum - að reynt sé að bæla niður óþægilega hluti eða manneskjur eins og Stormskerið.

Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 09:39

24 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég á bágt með að trúa því að Guðni Ágústsson hafi heimtað að Sverrir yrði rekinn.... en hvað veit ég?

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.8.2008 kl. 10:11

25 Smámynd: Dunni

Hlakka til að heyra þáttinn.

Dunni, 3.8.2008 kl. 12:18

26 Smámynd: Júlíus Valsson

Útvarp Saga er eina frjálsa útvarpstöðin á Íslandi. Nú er laga að sanna það.

Hvað varð annars af viðtalinu þínu við HHG? Ég fæ bara einhverjar power-ballöður þegar ég reyni að hlusta.

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 12:19

27 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ekkert ennþá...

Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 13:16

28 Smámynd: Heidi Strand

Ekki ég heldur.

Heidi Strand, 3.8.2008 kl. 13:16

29 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bara tónlist á sögu.. hmmm

Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 13:21

30 Smámynd: Júlíus Valsson

Látið ekki svona. Útvarp Saga stendur ávallt fyrir sínu.

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 13:23

31 Smámynd: Júlíus Valsson

Talandi um power-ballöður. Hef mikið verið að hlusta á tónlist Stormskersins. Hann ætti að sækja um vinnu á ferjunum (Silja line og Viking line), sem sigla milli Svíþjóðar og Finnlands með blindfulla ellilífeyrisþega, sem eru að taka út tollinn sinn og éta á sig gat á Smörgaasborði. Þeir elska svona ballöður.

Júlíus Valsson, 3.8.2008 kl. 14:08

32 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þátturinn er í loftinu núna á Útvarpi Sögu!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.8.2008 kl. 14:14

33 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Guð minn almáttugur! -Hvernig er fræðilega mögulegt að vera svona ótrúlega leiðinlegur??

Ef ég hefði verið Sverrir þá hefði ég verið búin að henda honum út! Brundfyllisgremja á lokastigi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.8.2008 kl. 14:36

34 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég hlustaði á þáttinn í annað skipti, enda hafði ég ekki heyrt hvert einasta augnablik á miðvikudaginn var, þar sem ég þurfti að koma við í Bónus á leiðinni heim úr vinnu og finna svo útvarpsstöðina aftur þegar ég var kominn heim. Ég stend við allt sem ég hef sagt í þeim greinum sem ég skrifaði um mína upplifun á þessum þætti og hægt er að lesa hérna:

Reyndar fannst mér frammistaða Sverris framúrskarandi góð, og hann alls ekki sýna dónaskap eða yfirgang, þvert á móti, þá fannst mér hann taka afar vel stjórnsemi Guðna. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður að Guðni hafði mætti alltof seint í viðtalið og hafði líka misst af því þegar hann gagnrýndi innganginn.

Sverrir Stormsker fær 10 í einkunn fyrir þennan þátt, enda mætti hann greinilega vel undirbúinn til leiks og vonandi heldur hann áfram á sömu braut, að ræða um þau mál sem liggja honum á hjarta (mál sem komust reyndar ekki að í þessum þætti heyrðist mér) við þá sem fást í útvarpsþáttinn til hans. 

Til hamingju með daginn, Sverrir.

Hrannar Baldursson, 3.8.2008 kl. 14:38

35 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála Hrannari, mín upplifun af þessum þætti var einmitt svona eins hann lýsir

Sverrir 1 

Guðni 0 

Óskar Þorkelsson, 3.8.2008 kl. 14:45

36 identicon

Mér heyrði þetta.....

Brúnkolla (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:01

37 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hemmm...

áhugavert!

Ásgeir Rúnar Helgason, 3.8.2008 kl. 20:53

38 Smámynd: Þórhildur

Ég er sammála Hrannari hér að ofan (einhvers staðar :). Sverrir var bara almennilegur og kurteis að mínu mati. Skil ekki alveg þessa, að mér finnst, furðulegu framkomu hjá Guðna.

Þórhildur, 4.8.2008 kl. 00:32

39 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Voðalegir píkuskrækir eru þetta í þér Sverrir. Taktu nú stólpípuna úr æðri endanum og segðu okkur skemmtilegar sögur af Stefáni sópransöngvara.

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 17:10

40 Smámynd: Gulli litli

Hélt alltaf ad hann væri töffari en Gudni er bara pínulítill kall..

Gulli litli, 4.8.2008 kl. 18:56

41 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hann var pínulítill kall... en þarna varð hann að engu. Hvarf bara bókstaflega. Gaman.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.8.2008 kl. 23:24

42 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þegar vélbyssukjaftar skjóta á mann er best að flýja. Þetta hefði verið hið eðlilega svar.

En ég skil ekki enn, hvað það var sem gerði Guðna svona reiðan? Þetta voru bara eðlilegar spurningar, svona heilt yfir litið.

Greinilegt að fjósafnykurinnn úr Guðna hefur verið bólusettur mjög snaggaralega þarna í þættinum. Kominn tími til að einhver stingi upp í þessa þreytandi bændadurga í Framsókn

Sigurður Sigurðsson, 5.8.2008 kl. 06:47

43 Smámynd: Benedikt Sveinsson

koma svo ! koma þessum þætti á netið!!!!!

Benedikt Sveinsson, 5.8.2008 kl. 10:29

44 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad hlakkar alveg  í manni, thó ég hafi ekki einu sinni heyrt tháttinn ennthá.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:41

45 identicon

Kynningarfarganið er allt of langt. Fyrst skemmtilegt stef svo skemmtilegt lag og lokst aftur skemmtilegt stef og þá loksins lýkur upp rödd hins uppljómaða fallega manns Sverris Stormskers. Gaman.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:18

46 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

hljómar skemmtilegt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.8.2008 kl. 11:21

47 identicon

Sverrir, kemur þátturinn með þér og Guðna, ekki inn á stormsker.net ?

Valsól (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:14

48 Smámynd: Number Seven

hahahaha

Var að hlusta á þáttinn á netinu.  Alveg frábært.  Hvað er að kallinum ?  Ég hélt hann hefði smá vott af húmor. 

BTW - Ég setti link af síðunni inná Hugi.is  - Svona þarf að fara út um allt.  Sérstaklega þegar karlanginn þarf endilega að heimta að þetta sé ekki endurflutt. 

Number Seven, 5.8.2008 kl. 22:05

49 Smámynd: Þorleifur Örn Arnarsson

Sæll og bless

Skemmti mér vel að hlusta á þáttinn og þó svo að þú hafir ruglað saman tollum, beingreiðslum og innflutningshöftum þá var einn punktur sem mér fannst öðrum skemmtilegri.

Hann er sá að Guðni notaði Nýja Sjáland sem dæmi um góðan landbúnað sem engu hleypti inn í sitt land.

Nýja Sjáland afnam beingreiðslur tilbænda fyrir einum 20 árum og er því landbúnaður þar allt að því einkavæddur. 

Vildi ég að þú hefðir vitað þetta og hefðir þá getað snúið Guðna niður almennilega í stað þess að pirra hann með því að kalla fólk apa og svín, sem svipti þig góðu tækifæri til þess að höggva í hann með hans eigin orðum.

En takk samt góða skemmtun.

Zorleif

Þorleifur Örn Arnarsson, 6.8.2008 kl. 02:29

50 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðni jarðaði sjálfan sig sem stjórnmálamann með þessari framkomu. Blóm og kransar afþakkaðir.

Theódór Norðkvist, 6.8.2008 kl. 09:35

51 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég veit ekki hvað þið kallið góðan húmor en Sverrir er með mjög sérstakan húmor sem ekki margir skilja. Mér fannst þú Sverrir ekki heiðarlegur í þessum þætti þínum við Guðna og ótrúlegt hvað þú gast snúið út úr öllu hjá Guðna.Og Sverrir þú sagðir líka ósatt við Guðna að þú værir ekki með Guðna í opinni útsendingu þegar Guðni spurði þig hvort hann væri í beinni eftir auglýsingarnar í þættinum og Guðni vildi fá að þakka fyir sig og fara,betur gat ég ekki heyrt. Sverrir þú varst frekar barnalegur í þinni hegðun í þættinum. Þetta átti kannski að vera grínþáttur sem Guðni hefur greinilega misskilið.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:28

52 Smámynd: Jóhannes H Jóns

Þetta er bara guðna vandamál,hann er sérfræðingur að tala í langan tíma án þess að seyja sína skoðun heldur sem flestra

svo þegar hann er krafin svara trekk í trekk fokkast allt upp

Jóhannes H Jóns, 6.8.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband