For(n)maður Framsóknar og viðhengi hans

Guðni í sleik við búkolluEinsog frægt er orðið þá rauk Guðni Ágústsson for(n)maður Framsóknarflokksins út úr þætti mínum "Miðjunni" á Útvarpi Sögu fyrir skömmu. Ég held að það hafi aldrei gerst fyrr að stjórnmálamaður hafi rifið af sér tólin og rokið á dyr í fússi úr miðju viðtali, og þá á ég náttúrulega við heyrnartólin. Það var tvennt sem ég tók eftir að honum mislíkaði stórlega, annarsvegar að ég skyldi hafa minnst á að hann væri sveitamaður og hinsvegar að ég skyldi ekki vera gapandi og slefandi af hrifningu yfir landbúnaðarkerfinu, semsé niðurgreiðslunum, beingreiðslunum, verndartollunum, ofurstyrkjunum, innflutningshöftunum og allri þeirri snilld.

 

Hann tók það afar skýrt fram að hann væri borgarbarn og neitaði því staðfastlega að hafa nokkurntíma átt belju og mér þykir það svolítið skrítin yfirlýsing af framsóknarmanni úr sveit, einu stærsta fjósi Suðurlands. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að vera sveitamaður og beljuhluthafi.

 

LandbúnaðarkerfiðGuðni fyrtist við þegar ég sagði að að íslenska landbúnaðarkerfið væri peningaklósett sem um 15 milljörðum af skattfé landsmanna væri sturtað niður í árlega. (Við eigum heimsmet í þessu einsog öðru gáfulegu). Hann sagði þessa upphæð kolranga en rökstuddi það ekki nánar heldur bifaðist af geðshræringu og hvolfdi í sig sjóðandi heitu kaffi. Hann fyrtist ennþá meira við og herti á kaffidrykkjunni þegar ég sagði að íslenskur landbúnaður hlyti að þola utanaðkomandi samkeppni úr því að hann væri svona stórkostlegur og allt væri baneitrað sem kæmi að utan. Neytendur ættu einfaldlega að fá að velja og hafna. Orðið „samkeppni" virtist fá þennan fyrrum lambbúnaðarráðherra „frjálshyggjustjórnarinnar" til að nötra af bræði. Hann lyftist upp úr stólnum yfir óskammfeilni minni þegar ég spurði hann hvort að landbúnaðurinn væri til fyrir okkur neytendur eða hvort að neytendur væru til fyrir landbúnaðinn. Kaffikannan hvarf ofan í hann. Það sem gerði útslagið varðandi flótta hans úr stúdíóinu var ekki beljudjók heldur einfaldlega skilningsleysi mitt á guðdómlegri framsóknarmennsku, afdalamennsku, einangrunarhyggju. Ég erÍslensk pólitík eins lítill framsóknarmaður og hægt er að hugsa sér svo það er kannski ekkert skrítið að ég skyldi fara í þær taugar á Guðna sem hann var ekki búinn á. En auðvitað átti hann ekki að flýja út úr stúdíóinu einsog ofverndað niðurgreitt fjallalamb á leið á grillið heldur bara að svara spurningum mínum og beina mér, afvegaleiddum sauðinum, á rétta braut, semsé á hinn beina og breiða framsóknarveg sem liggur til himnaríkis sérhagsmuna og afturhalds. Hann æddi rauðþrútinn af bræði fram á gang og fór fram á það við lögfræðing Sögu að þessi þáttur yrði aldrei endurfluttur og að ég yrði rekinn. Bíddu, er gæinn í kínverska kommúnistaflokknum? Vill hann hefta tjáningarfrelsið líkt og innflutning á búvörum? Er ekki nóg að þroski Framsóknar sé heftur? Kannski finnst Íslendingum sjálfsagt að stjórnmálamaður skipti sér af frjálsri útvarpsstöð með þessum hætti enda erum við vanir pólitískt skipuðu útvarpsráði frá því við kveiktum fyrst á varpinu, en þetta getur varla talist í lagi árið 2008.

 

Í kjölfar þáttarins geystist framsóknarþingmaðurinn Bjarni Harðarson fram á bloggvöllinn til að þrífa upp eftir for(n)manninn og sagði að ég hefði orðið mér til skammar en tók jafnframt fram að hann hefði ekki hlustað á þennan umrædda þátt og ætlaði sér aldrei að gera það. (Sjá:  http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/603970/). Greindarlegt.  Framsóknarlegt. Ef að Guðni og framsóknardindlarnir í kringum hann vilja meina að það hafi verið ég sem hafi orðið mér til skammar í þættinum en ekki Guðni hversvegna var Guðna þá svona mikið í mun að þátturinn yrði Guðni og Bjarniekki endurfluttur en mér ekki? Bjarni Harðarson laug því uppá mig á moggabloggi sínu að ég hefði viðhaft ærumeiðandi ummæli um Steingrím J., Árna Mathiesen og Sigurbjörn biskup. Þessu hefði Bjagni líklegast ekki logið ef hann hefði hlustað á þáttinn, en sumir kjósa að skjóta fyrst og spyrja svo, og þykir kúl. Hvað yrði sagt um bókagagnrýnanda sem rakkaði niður verk opinberlega eingöngu af afspurn nokkurra félaga? Hann yrði réttilega sagður sauðheimskur og rekinn á nóinu. 

 

Til fróðleiks fyrir Framsókn og aðra má geta þess að það má hlusta á þáttinn og hneykslast á undirrituðum á www.stormsker.net.

Eina sem gæti kallast ærumeiðandi ummæli viðvíkjandi þættinum er þessi lygi Bjarna Harðarsonar þingmanns að ég hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli. Það má skoða það mál. Endurtek: Þann dóm felldi hann í ofanálag án þess að hafa heyrt þáttinn, sem hlýtur að teljast heims(ku)met?! Mér finnst það ábyrgðarhluti af mönnum sem hafa þann starfa að setja okkur almúganum lög að þeir skuli í valdhroka sínum ljúga opinberlega uppá fólk Dæmigerður pólitíkussem þeir starfa í umboði fyrir. Ég, einsog aðrir Íslendingar, er að sjálfsögðu orðinn vanur því að stjórnmálamenn ljúgi mér en ég hef ekki átt því að venjast að stjórnmálamenn ljúgi uppá mig á opinberum vettvangi. En það má kannski venjast því frá þeim einsog öðrum. Ég veit ekki á hvaða vegferð Framsóknarflokkurinn er en hann sækir allavega ekki fram á við. Meiraðsegja nafn flokksins stenst ekki skoðun. Eftir fáein ár mun Guðni segja við Bjarna: „Þar sem 2 framsóknarmenn koma saman á flokksþingi, þar er 100% mæting." 

 

 

Þessi grein birtist í 24 Stundum, 12. ágúst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Heyrðu Sverrir, þetta er bara klassík, og um að gera að hafa sem hæst um þessi furðulegu ummæli Bjarna Harðarsonar. Einnig er merkilegt hvernig hann vísar aðeins í færslur sem virðast renna beint í sjóinn með blammeringum á þig, á meðan flestar aðrar bloggarar voru einmitt að hrósa þér fyrir vel unnin störf. Þakka þér fyrir að segja satt og afhjúpa nokkrar blekkingar með góðum húmor í bland. Það verður að láta ummæli Bjarna fylgja. Ég er farinn að klóra mér ansi mikið í hausnum yfir fólkinu sem fær að sitja á Alþingi, á meðan skilningur minn yfir hruni Framsóknar verður sífellt skiljanlegri.

Ég heyrði ekki viðtal Sverris við Guðna Ágústsson í gær sem frægt varð fyrir að Guðni gekk að lokum út í beinni. Það má deila um hvort það séu rétt viðbrögð en af því sem hefur verið bloggað um þáttinn af þeim sem heyrðu er lítill vafi á að Sverrir var hér utan við allt velsæmi. Alltaf spurning hvernig eigi að bregðast við slíku en það eru nokkuð svo eðlileg viðbrögð að standa upp og fara þegar manni er misboðið.

Stormskerinn ku meðal annars haft yfir ærumeiðandi gaspur um fjarstadda menn eins og Sigurbjörn gamla biskup, Árna Matt og Steingrím J. Það er allavega ekki stórmannlegt að sitja undir hvaða rugli sem er bara af því að sá sem ruglar heldur á hljóðnema, vopni fjölmiðlavaldsins. Sumir hafa tekið þann kostinn að þegja í þáttum Stormskersins sem er þekktur fyrir allskonar subbugang og sóðatal í hljóðnemann. Skömm þessa þáttar er allavega Sverris en ekki Guðna...

Hrannar Baldursson, 23.8.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tveir í hóp og einn í röð.   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Gulli litli

Ég er sveitamaður og segji Guðni þú ert ekki sveitamaður þó þú sért úr sveit. Þeir sveitamenn sem ég þekki eru höfðingjar og húmoristar. Guðni, þú ert hvorugt!

Gulli litli, 23.8.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: haraldurhar

Sverrir þú hefur mínar þakkir fyrir að sýna alþjóð hversu Guðni er afdankaður og lítill bógur hann er.  Það var ekki að ástæðulausu hversu lengi Halldór hélt honum frá ráðherradómi, né að Finnur vildi ekki koma aftur til starfa í flokknum.   Mitt álit er að Guðni gangi endanlega frá flokknum, og Bjarni geti í kjölfar þess hafið skif á bókmenntagagnríni, á lesturs þeirra bóka er hann fjallar um.

haraldurhar, 23.8.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Ómar Ingi

Já hvað er að frétta af fjósamanninum sem rauk út ?

Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Jón Bjarnason

Þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er spilling.

Jón Bjarnason, 23.8.2008 kl. 20:50

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er á því að sjóðheitt kaffið hafi verið of gott, & þú ekki tímt ábótinni, því hafi hann réttilega strunzað út.

Framsóknarmenn ?

~Computer say's noooooo....~

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 20:53

8 identicon

Ég hef nú hlustað á þó nokkra þætti og þótt þú helv. skemmtilegur.

Guðni fékk nú engar spurningar í þessum þætti sem ekki var bara sjálfsagt mál að hann svaraði.

Þetta blog Bjarna Harðar er út í hött. Þá þykja mér ummæli hans þess efnis að þú eigir ekki að vera útvarpsmaður sökum þess að þú sért listamaður vera lýsandi fyrir Framsóknarmenn almennt sem vilja helst hafa fólk á básum. Alla nema sig sjálfa.

Bjarni Harðar verður nú seint sakaður um frumlega hugsun eða stórkostlegar gáfur og Guðni er búinn að vera í pólitík.

Þú ert aftur á móti heitur útvarpsmaður þessa dagana og þetta er nú bara flattering fyrir þig:)

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér skrifa aðallega aðdáendur þínir Sverrir. Sjálfur hef ég nú alltaf haft lúmskt gama að þér en þessir viðtalsþættir þínur eru nú þér og útvarpi Sögu til skammar.

Ég spái því að innan skamms fáir þú ekki nokkurn stjórnmálamann til þess að koma til þín í viðtal og að þú verðir rekinn í kjölfarið.... ekki seinna en um áramót.

Og svo spái ég því að Ísland vinni Frakkland 29-28

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 04:49

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Vona að allir spádómar Gunnars hér á undan rætist með sama hætti og spáin um Frakka-leikinn.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.8.2008 kl. 09:08

11 identicon

Það mætti nú halda að Gunnar Th. ætti í einhverjum atvinnuvandræðum sjálfur.

Ég er ekki aðdáandi Sverris. En maður sem ætlar að beita lögfræðingi sínum á litla sjálfstæða útvarpstöð fyrir það eitt að að rætt sé við hann á alþýðlegan máta.

Þessi trúður og fylgismenn hans geta náttúrulega vælt í lögfræðingum sínum, og eflaust haft erindi sem erfiði öðru hvoru.

En það er þá einungis trúðsleg tilraun til þess að draga þjóðina niður á sitt plan. Flokkur sem hefur ekkert umboð til þess að fara með völd, berst gegn eðlilegum samkeppnisháttum í landinu,

hefur fulla ástæðu til þess að reyna að stjórna umræðum og umfjöllun meðal almennings.

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 09:14

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Verð að játa að Sverrir Stormsker hefur ekki verið hæstur á vinsældarlistanum mínum undanfarin ár. Stafar fyrst og fremst af því að fyrstu tónarnir hafa ekki hljómað nægjanlega vel í mínum eyrum. Hlustaði á þáttinn á Útvarpi Sögu og var mjög sáttur með Sverri. Á sama tíma fannst mér Guðni taka sig af ,,pólitísku lífi". Framsókn þarf á langri hvíld að halda frá valdasprotanum. Alræðislegir tilburðir. Það sem mér þótti líka áhugavert var þessi Bjarni Harðarson sem atti kappi við Björn Jónsson fyrrverandi formann UMFÍ um annað sætið. Er viss um að hægt sé að nota hann við húsvörslu á Alþingi, eða að minsta kosti í einhverju úthýsinu þar. Björn lenti víst í 12 sæti, það hljóta að vera skýr skilaboð frá Sunnlendingum. Það er þetta sem menn kalla víst hrakval.

Sigurður Þorsteinsson, 24.8.2008 kl. 10:25

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sverrir, þú ert bara frábær og segir meðan aðrir þegja. For(n)maður toppar þetta!

Rut Sumarliðadóttir, 24.8.2008 kl. 11:21

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eina sem Guðni Ágústsson getur gert í stöðunni er að mæta aftur upp á Útvarp Sögu og klára þáttinn.  Þetta mál getur hæglega klárað hans glæsta feril.

Sverrir, þú ættir að prufa að bjóða Guðna það en hann hefur ef til vill verið illa fyrir kallaður um daginn.

Það er aldrei að vita nema að þú fáir koss eins og kusa þ.e. ef þú verður heppinn og Guðni í stuði.

Sigurjón Þórðarson, 24.8.2008 kl. 11:23

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Heyrði ekki umræddan þátt"....."ég tel ekki að þú hafir farið yfir strikið eftir lesturinn",... segir í athugasemd #23.

Ég held að þú ættir að hlusta á þáttinn Hanna Birna, sérstaklega lokin þar sem Sverrir spyr Guðna hvort hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við belju. Ef ykkur finnst svoleiðis í lagi þá þið um það. Sverrir hefur ekki nægilega þekkingu á stjórnmálum til að taka pólitíkusa í viðtal. Hann á að halda sig við önnur svið mannlífsins þar sem bullið afhjúpar ekki eins þekkingarleysi hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 15:10

16 identicon

Gunnar, þú átt þá líklega þekkingarleysið sameiginlegt með Guðna Ágústsyni að halda að hægt sé að beita dómstólum til þess að þagga niður í útvarpsstöð eins og ég geri ráð fyrir að legið hafi í loftinu.

Ég dreg nú hæfni þína í efa til þess að segja til um hverjir eiga að taka pólitíkusa í viðtal. En annað áttu sameiginlegt með Guðna.

Nefnilega þá skoðun að lífskjör fólks í landinu eigi einungis að ræða af vissum aðilum sem eru til þess kommiseraðir, en ekki öðrum. 

Sverrir fór engan vegin með rangt mál við Guðna, hann vann þáttinn út frá opinberum upplýsingum sem almenningur hefur aðgang að annars vegar, og spurningum sem brenna á vörum allrar þjóðarinnar í garð Framsóknarmanna hins vegar, og hafa gert í mörg ár.

Ég legg nú til að þið félagar, Bjarni og Guðni hugsið ykkar gang áður en þið leggið í að segja listamönnum hvað þeir megi, eða megi ekki tala um, og við hverja. 

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:53

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Önnur spáin vitlaus greinilega, ég gæti ennþá náð 50% árangri

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2008 kl. 16:35

18 Smámynd: Sigurður Hrellir

Stórskemmtilegir þessir þættir hjá Sverri og eiginlega bráðnauðsynlegir líka. Ég hef síður en svo verið aðdáandi hans hingað til og það kom mér verulega á óvart hvað þættirnir eru skemmtilegir.

Rangt hjá Gunnari Th. (eins og venjulega) að Sverrir hafi ekki nægilega þekkingu á stjórnmálum til að taka viðtal við forpokaða og afdankaða stjórnmálamenn eins og Guðna Á. En líklega verður erfitt fyrir hann að fá fleiri slíka í þáttinn af ótta við að þeir tapi grímunni og sýni sitt rétta andlit.

Núna vita hlustendur að Guðni er hvorki skarpur né skemmtilegur og ætti helst að snúa sér aftur að starfi sínu sem sæðingamaður. Skrýtið að sá hluti ferils hans var ekki nefndur í þættinum...

Sigurður Hrellir, 24.8.2008 kl. 17:45

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Guðni sagðist hafa búið í 35 ár á Selfossi, í borginni

Brjánn Guðjónsson, 24.8.2008 kl. 22:09

20 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guðni er miklu betri en margar Ráð-herfurnar, bæði úr Framsókn og nú Samfó.

Hefðu verið skrifaðar upp hér í denn bara vegna bullsins í þeim.

Ráð-herfa er ekki bara gott heiti, heldur gersamlega brilliant.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.8.2008 kl. 14:24

21 identicon

Ég er sammála Sigurjóni (athugasemd 25).

Sverrir, bjóddu endilega Bjaggna líka um leið og þú tekur Guðna, þá hefurðu báða framsóknarmenn landsins hjá þér og hefur kanski séns á að útrýma þessum flokki (ef hægt er að kalla tvo saman flokk?).

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:19

22 identicon

...og settu endilega það sama í kaffið og síðast, þá verður ennþá meira fjör í þessu...

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:20

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið eruð eins og smákrakkar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2008 kl. 20:22

24 Smámynd: nicejerk

Er Gunnar Th. að reyna að taka yfir síðuna hérna? Ansi aumt klór.

Alveg frábær grein hjá þér Stormsker. Ég sé ekki betur en að Guðni sýni hið rétta andlit allt of margra „stjórnmálamanna“ og er greinilega tær drullusokkur inn að merg. Bjarni Harðars. bætir svo um betur og jarðar bæði sig og Guðna.  Maður bíður bara spenntur til að sjá hver kemur til með að reka naglann í kistuna.  Ekki að það sé nauðsynlegt, en bara vissara að hafa nokkra nagla til að tefja þegar draugarnir fara aftur á stjá. Við þekkjum jú öll hvað kjósendur eru fljótir að ‚gleyma‘ og fyrirgefa glæpamönnum sbr. Árna Johnsen. Annars er það landsmönnum sjálfum að kenna að hafa kosið þessa bjána á þing. Bjánarnir eru ansi saklausir þangað til að þeim er gefið umboð almennings og völd til að fremja afglöp á opinberum vettvangi. Hver er þá fíflið, kjósandinn (fjósandinn) eða bjáninn? Lýðræði er ábyrgð kjósandans (fjósadans?) og ef kjósandi vill veislustjóra til að taka þátt í ábyrgð ríkisstjórnar og stjórna landinu og löggjöf, verði þeim að góðu. En það bitnar á öllum landsmönnum (nema .eirra útvöldu sem fá syndaaflausn til að komast á þing aftur). Mér finnst að landsmenn ættu að skoða naflann á sér í ljósi þess sem Skerið hefur afhjúpað á þessum svokölluðum „stjórnmálamönnum“ Íslands.Af viðtalinu að dæma hvarflar að manni að Guðni sé apaköttur og í bezta lagi hálfviti. Það í sjálfu sér er stórfínt, því þá er maðurinn auðveldari í meðhöndlun/fjarstýringu hjá flokknum.Mér finnst að fólk ætti að hlusta gaumgæfilega á viðtal Stormskers við Guðna, því Guðni afhjúpar sig algerlega og gengur þar frá sjálfum sér, einsamall.  Í blákaldri einfeldni sinni orðar hann:„Það er mjög mikið af almenningi að læra“„og allir vitrir menn“ „mýkja heiminn“‚‚björgum jörðinni“‚‚hefði verið hægt að afstýra kreppunni‘"Ekki að ræða þessa greind mikið‘ „ekki fordómafullur‘Þessi frægu orð Guðna segja allt.Guðni og Framsókn: Rest in peace.

nicejerk, 25.8.2008 kl. 21:44

25 Smámynd: nicejerk

Ég er bara svo paff á útúrheiminum staðhæfingu Guðna: "hefði verið hægt að afstýra kreppunni‘ eins og hann væri töframaður með hið agnarsmáa hagkerfi Íslands að baklandi og gæti snúið við heimskreppu sem þjáir a.m.k. hálfa heimskúluna.

 Margt leynist í kýrhausnum, það er nokkuð ljóst.

nicejerk, 25.8.2008 kl. 22:05

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég spurði Guðna aldrei að því hvort hann hefði "átt í kynferðislegu sambandi við belju" einsog einn misskilningsmeistarinn segir hér á athugasemdum. Ég spurði hann að því þegar hann var á leiðinni út hvort hann hefði einhverntíma tekið belju í fjósið. Hvað er svona slæmt við það að fara með belju inní fjós? Einkennilegt hvað sumir eru dirty í hugsun. En þetta beljudjók er auðvitað algert aukaatriði en það má svosem reyna að gera það að aðalatriði ef menn eru þannig þenkjandi.

Að öðru leiti þakka ég kommentin. Ef Guðni er til í koma aftur og klára þáttinn og sjálfan sig algerlega þá er það guðvelkomið. Til er ég.

Gleðileg jól 

Sverrir Stormsker, 26.8.2008 kl. 00:02

27 Smámynd: Halla Rut

Maður sem þurft hefur að standa í rökræðum við æðstu menn landsins í áratugi flýr af vettvangi því hann ræður ekki við skemmtikraft og spaugara. Þetta er nú bara fyndið.  Við hverju bjóst hann? Þessi kjaftur og útúrsnúningar hafa fylgt þér jafnlengi og Guðni hefur verið á þingi.

Halla Rut , 26.8.2008 kl. 16:59

28 Smámynd: Halla Rut

Var að hlusta á viðtalið. Mikið er þetta viðkvæmt fyrir honum. Hann er greinilega búin að fatta að þetta gengur ekki upp. Þess vegna er hann reiður.

Þegar orð þrýtur þá verður margur reiður.

Halla Rut , 26.8.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband