Jón Gerald Sull. og Ljónynja Ben

jon_gerald_sullenberger.jpgÉg lofaði víst bloggurum og öðrum að láta vita af endurflutningi tveggja tíma viðtals sem ég átti við þau Jón Gerald Sullenberger og Jónínu Ben 17. des. Það er efnt hér með. Viðtalið verður endurflutt á Útvarpi Sögu fm 99,4 kl. 20:00 í kveld. Þarna kom margt fram sem þau hafa ekki verið að tjá sig um í fjölmiðlum fram að þessu, svo sem Stím, FL-turninn, fyrirhugaða giftingu og taumlausa ást þeirra á Stormskerinu. Þetta er eitthvað sem maður verður bara að lifa með. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað á milli þeirra en hafði ekki hugmynd um að það væri ég. Þó ég hefði óskað að Jón Gerald hefði brugðið sér frá í korter eða svo þá verð ég að segja að þau tvö eru með bestu viðmælendum sem ég haft í mínum þætti og var þó O. J. Simpson góður.

 

Vil nota hér tækifærið og biðja mína gömlu góðu brjóstgóðu vinkonu Arnþrúði Karls afsökunar á því að hafa gert því skóna að hún hafi ekki endurtekið þáttinn nema 4 sinnum.  Hún er búin að endurtaka hann 5 sinnum. En sem ég segi: Næsti endurflutningur verður kl. 20:00 í kveld, sunnudagskveldið 28. desember.

 

jonina_ben_758732.jpgFólk má hafa sínar skoðanir á Útvarpi Sögu en ég endurtek að ég hefði Aldrei fengið að taka tveggja tíma viðtal sem þetta á Baugsmiðlunum. No way. Þar á bæjum vita menn alveg nákvæmlega hvað má segja og hvað ekki.

 

Bónusgrísirnir reyndu vitaskuld að eignast Sögu á sínum tíma einsog alla aðra fjölmiðla en Adda strækaði á það, sem betur fer. Hún hefur svosem ekki farið hörðum höndum um Bónerana en hvað sem um Sögu má segja þá held ég að hún sé síðasta vígi frjálsrar fjölmiðlunnar. Meiraðsegja Ástþór með öll sín augu fær að tala þarna án þess að orð hans séu slitin úr samhengi og honum gefið á snúðinn

 

Ef fólk rýnir hlutlaust í orð þeirra Jóns Geralds og Jónínu um Baugsvibbann og sleppir öllum samsæriskenningum um þau þá munu augun opnast svo mikið af undrun að Ástþór mun virka píreygður.

Röddum þessarra tveggja "erfiðu" manneskja hefur um áraraðir verið drekkt í mareneringu gróasagna og rugls og þau sproksett sem holdtekjur öfundsýki, haturs og beiskju, en ég held hinsvegar að þau munu geta tekið undir með Steini:

 

Eitt sinn upp skal rísa

mín öfugt kveðna vísa

og fólksins leiðir lýsa

lengra en augun sjá.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aftur og nýbúinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég hef búið hér í háa herrans tíð en Jón Gerald er nýbúinn. Hinn eini sanni.

Sverrir Stormsker, 28.12.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ertu þá ekki ný búinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Heidi Strand

Ég hlustaði á seinnipartinn og var þetta mjög spennandi þáttur ef ég má nota það orð.

Heidi Strand, 28.12.2008 kl. 16:52

5 identicon

Mjög fínn þáttur

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sverrir minn,

Nú er klukkan 15 mínútur gengin í níu og enginn Sverrir á Útvarpi Sögu!     Þú hefur verið svikinn í tryggðum - bara "Rödd alþýðunnar"!!!!

Er Arnþrúður gengin úr skaftinu?? 

Ragnar Eiríksson, 28.12.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Baugur í spilinu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Var að tala við Arnþrúði. Það kom upp eitthvað klikk í tölvukerfinu, en þátturinn verður endurtekinn á morgun, mánudag klukkan 20:00.

Sverrir Stormsker, 28.12.2008 kl. 22:52

9 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

En hvað var Jón Gerrald að þvælast með sirkus liðinu um daginn að þykjast vera mótmælandi ?

Eysteinn Skarphéðinsson, 31.12.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband