Er´ekki allir í stuði?

homer.jpgEkki er ofsögum sagt að skrítið sé Skerið,

hún skín hér ei viskusólin.

Þjóðin er sjálfri sér verst og hefur æ verið,

hún vill-ekk´að snúist hjólin.

Þjóðin vill allt bara ef það er nógu galið;

yfir sig kýs hún fólin.

Á hvaða stóli við sitjum við-getum valið

og veljum rafmagnsstólinn.

 

(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," 1997).

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

kolfinna-baldvinsdottir_1994_770928.jpgGestur minn í dag í þættinum "Miðjan" á Útvarpi Sögu FM 99,4 kl. 16:00 - 18:00 verður Kolfinna Baldvinsdóttir sjónvarpskona, blaðamaður, sagnfræðingur, alþjóðalögfræðingur, mótmælandi og kynbomba - eða kynB-O-B-A einsog Bubbi myndi orða það.

 

eirikur_stefansson_770930.jpgNú einnig kemur til mín enginn annar en Eiríkur Stefánsson verkalýðshetja, útvarpspistlaþrumari, sægreifabani og kyntröll - eða kynB-Ö-L-L einsog Bubbi myndi orða það. Hann hefur lesið mörgum manninum pistilinn á Útvarpi Sögu og notar þá yfirleitt svo væmið orðbragð að meiraðsegja gömlum blævængjafrúm vemmir við.

 

gluggagaegir.jpgNú og svo er aldrei að vita nema að jólasveinninn reki inn augun með nokkrar huggulegar kærur í pokahorninu.

 

 

Alla fyrri þætti má finna á:  www.stormsker.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kæri Jóli...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.1.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Keep up the good work

Ómar Ingi, 14.1.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

helltist yfir mig löngun til ad dusta rykid af ljódabókunum sem ég á eftir thig- alltaf gódur:)

Birna Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Gulli litli

Keep on rockin......

Gulli litli, 15.1.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband