Hreinn og tær viðbjóður

 

 

 

tred_goda.jpgÁ ferðalagi mínu um Cambodiu fyrir rúmlega tveimur árum kom ég við á Blóðvöllum, eða Killing Fields einsog þetta kallast í dag eftir myndinni frægu. Á miðjum akrinum stóð einmanalegt tré án sýnilegs tilgangs einsog framsóknarmaður. En þetta tré notuðu Rauðu kmerarnir óspart. Þeir tóku um lappir ungabarna og slengdu hausnum á þeim við það og hentu þeim ofan í fjöldagröf við hliðina. Orðið timburmenn fékk nýja merkingu í mínum huga. Þetta voru börn menntamanna og þeirra sem kommúnistarnir héldu að gætu slysast til að hugsa sjálfstæða hugsun í framtíðinni. Slíkt er stórvarasamt í kommúnistaríki.

 

stofustass_cambodiu_796351.jpgÉg kynntist ekki þeirri stúlku í Cambodiu sem ekki hafði misst náinn fjölskyldumeðlim. Yfirleitt voru þær föður - eda móðurlausar. Pabbi þeirra eða mamma hafði verið svo óheppin að kunna að lesa og skrifa og það er glæpur sem hardcore kommúnismi líður ekki. Trúin á kommúnismann sem framtíðarfyrirkomulag rústaði framtíð þessarar þjóðar.

 

s-killing-fields2_796353.jpgStrax a flugvellinum i Phnom Penh, höfuðborginni, fann maður fyrir óhugnaðinum og ofbeldinu sem sveif yfir vötnum. Mér var kastað einsog ruslapoka aftast í röðina afþví ég hafði gleymt að merkja x í einhvern reit í inngönguplagginu. Komst seinna að því að fyrrum böðlar Pol Pots voru nú starfsmenn flugvallarins og í öllum helstu stofnunum borgarinnar, en auðvitað áttu þeir að vera á öllum helstu geðheilbrigðisstofnunum borgarinnar. 

 

killing4.jpgRáðlagt að fara ekki út eftir klukkan 8 á kvöldin ef maður vildi halda lífi. Reglur sem ég braut reyndar á hverju kvöldi í fylgd tuc tuc gæa sem ég leigði mér til að sniglast um borgina á mínum vökutíma, sem er ekki beint kristilegur. 3 vestrænir túristar voru rændir og stungnir á hol viku áður en ég mætti á svæðið. Virðingin fyrir mannslífum í sama frostmarki og virðing íslenskra bankafursta fyrir almannafé.

 

tuolsleng105tn.jpgHef flakkad víða um miður kræsilega staði en ferlegasti staður sem ég hef nokkurntíma komið á er án vafa Tuol Sleng fangelsið i Cambodiu sem þessi Kaing Guek Eav api stjórnaði. Þetta var áður barnaskóli en var breytt í pyntingarbúðir á tímum Pol Pots. Auswitch var einsog tívolí við hliðina á þessu helvíti. Þá sem þeir nenntu ekki að drepa strax létu þeir dúsa í pínulitlum básum sem rúmudu vart skugga af mannveru. Blóðslettur upp 5e5c2aba88085d051343.jpgum alla veggi. Hauskúpur í glerskápum. Karlar, konur, gamalmenni, börn; alltsaman pyntað og myrt á hinn hugvitsamlegasta og skelfilegasta hátt. Sér pyntingarklefar. Drekkingartunnur sem fótbundið fólkið var látið síga á hvolf niður í. Járnrúm sem fólkið var njörvað niður í og gefið raflost. Útlimir sargaðir af með bitlausum hnífum sem lágu með grotnuðum kjöttætlum við hliðina á járnrúmunum. Strekkt á líkamanum í 1124567769_1dce04cd6c_796358.jpgvatnskari þangað til hann nær slitnaði í sundur. Augun rifin úr með glóandi töngum. Myndir af fallegum manneskjum, kornungum sem öldnum, sem höfðu hlotið þessi hroðalegu örlög. Ekki hægt annað en að gráta á þessum hörmungarstað. Blóðskammaðist mín fyrir að tilheyra dýrategundinni "homo sapiens." Mannleg grimmd á sér ENGIN takmörk frekar en heimskan. Guð skapaði jú manninn í sinni mynd. Tek undir með Þórbergi Þórðarsyni: "Heimskan er einsog eilifðin. Hún takmarkast hvorki af tíma né rúmi."

 

khmerwaterboarding.jpgÞar sem enga olíu er að finna í Cambodiu þá héldu Bandaríkjamenn að mestu að sér höndum á þessum tímum og vildu ekki vera að gera veður út af þessum Pol Pot þó hann væri að dunda sér við að slátra þjóð sinni.

Það voru Víetnamar, ein harðgerðasta þjóð heims, þjóð sem Bandaríkjamönnum tókst ekki að slátra örfáum árum áður þrátt fyrir góðan vilja, sem frelsuðu Cambodiu undan sjálfri sér. Hefðu gjarnan mátt klára verkið alveg. Þeir steyptu stjórninni en slepptu böðlunum. Pol Pot, líklegast grimmasta og heimskasta trúfífl mannkynssögunnar, lést í hárri elli um aldamótin, fullur gleði og óbilandi trú á kommúnismann.

 

idHér í Asíu, þar sem ég er núna staddur, er talað um Íslendinga í fjölmiðlum sem einhverja spilltustu, óheiðarlegustu og heimskustu þjóð sem sögur fara af. Það er sennilega ekki svo fjarri sanni. Þjóðin orðin heimskunn sökum heimsku. Loksins varð Ísland frægt, á réttum forsendum.

 

bjarnfredarson.jpgCambodia losaði sig við síðasta kommúnistann árið 2003. Fundu hann útí skógi og skutu hann. Satt. Íslendingar hinsvegar framleiða kommúnista á færibandi. Ekki blóðþyrsta morðingja heldur einfeldninga og hálfvita.

Fyrsta sem Íslendingum dettur í hug að skera niður þegar syrtir í álinn er menntakerfið. Og svo heilbrigðiskerfið. Einmitt þegar þeir þurfa mest á menntun og andlegu heilbrigði að halda.

Síðan kommúnisminn leið undir lok þá hefur hann hvergi haft eins mikið fylgi í nokkru lýðfrjálsu ríki og á Íslandi.

Síðasti kommúnisti heimsins mun án nokkurs vafa vera Íslendingur.

Líkt og þegar Víetnamar björguðu Cambodiu þá þurfum við illilega á einhverri góðri og hjálpsamri þjóð að halda til að bjarga okkur frá sjálfum okkur.


mbl.is Böðullinn á „Blóðvöllum“ fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

That messy thing called 'mind' has created many destructive things. By far the most destructive of them all is God.

Jónas Jónasson, 19.2.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vietnamar "björguðu" ekki Kambódíumönnu. Rauðir Kmerar voru upphaflega skapaðir af Norður- Víetnömum og fengu vopn sín og hugmyndafræði frá þeim. Síðar sneru þeir sér að Kínverjum og neituðu að hlýða upphaflegum húsbændum sínum. Þá hertóku víetnamskir kommúnistar landið. Þú sleppir því líka, að hér á landi var starfandi sérstakur stuðningshópur við Rauða Kmera þegar blóðbaðið var í algleymingi. Félagar hópsins voru þá sem nú miklir "mannréttindafrömuður", og Amnesty- menn, en nú eru liðin um 30 ár síðan liðsmenn sérstakra "vinaáttufélaga" við ýmsar allra miskunnarlausustu alræðisstjórnir kommúnista fóru fyrst að messa um lýðræði og mannréttindi á Amnesty- fundum. Annars skrifaði ég nýlega ítarelga grein um Víetnamstríðið, sem nú má finna á vefsíðu minni, vey.blog.is

Vilhjálmur Eyþórsson, 19.2.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flottur pistill hjá þér Sverrir.

Vilhjálmur, ertu ekki að snúa út úr með björgunina ?

Óskar Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sverrir

Það er mikilvægt að gleyma ekki þeim viðbjóði sem þarna fór fram. Hef sjálfur ferðast nokkuð víða og kom meðal annars við í útrýmingarbúðum nasista í auschwitz þegar ég var að ferð í Póllandi, þar var búið að pródúsera ofan í lýðinn 8 tíma helför um helförina á sér amerískan og gyðingslegan hátt með öllu sínu drama sem hægt var að troða inn í það prógramm. Tek það fram að ég hef ekkert móti gyðingum en er mikið í nöp við gjörninga Ísraelsmanna gegn palestínu sem gerir allt tal þeirra um helförina að hálfgerðri hræsni. Allavega þá þurftum við hjónakornin að þola með rútuferðinni um 8 tíma af súrealísku drama um annars hræðilega atburði vegna þess að það var bannað að skoða "á eigin vegum"þ.e. kíkja í tvo tíma eða svo.  

Varðandi Kambódíu þá hjólaði ég frá Thailandi til kamódíu haustið 2007 þurftum m.a. kmera til að gæta okkar og leiðbeina yfir svæði sem varasöm eru framhjá yfirráðasvæðum kmera í sveitum Kambó.

Það var nú margt athyglisvert í Kambó m.a. musterin í Ankor wat sem er að verða eins konar japana nýlenda af túristum sem eru búnir að fá leið á píramítum og karókí.

það sem stóð uppúr þessari ferð var að sjálfsögðu fangelsið í Pnom Pen og Killing Fields það allra skelfilegasta sem ég hef nokkurn tíman séð og upplifað, situr í minningunni eins og maður hafi verið á staðnum þegar voðaverkin voru framin, þetta virkar eitthvað svo nálægt manni.

Allt eins og það var og minnismerkin látlaus en kraftmikil. Það er eins og maður komist miklu nær þessum atburðum eins og þú segir réttilega að það finnst varla sú sál á þessum slóðum sem misst hefur náin ástvin vegna þessara voðaverka. Mér fannst átakanlegt að standa við tréð þar sem þeir drápu börnin og í jarðveginum standa fatalafrar og mannabein fórnarlamba upp úr jörðinni allstaðar í kring. Einnig sögurnar þegar þær skáru fórnarlömbin á háls með misbeittum pálma laufum eða hvað þetta nú hét alltsaman, fangelsið í Pnom Phen er og var helvíti á jörð.

Skelfilegir atburðir sem ekki má gleyma, enda skelfilegt dæmi um kommúnisma í sinni öfgafyllstu mynd. 

Takk fyrir að minna okkur á þetta Sverrir. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 19.2.2009 kl. 14:15

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mannlegur ömurleiki er takmarkalaus og hundrað sinnum grimmari en sá dýrslegi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.2.2009 kl. 17:21

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hrollvekjandi lesning.  Takk fyrir að deila þessum pistli.

Frumskógarlögmálið gildir, og í því sambandi er enginn lífvera jafn grimm og djöfulleg og mannskepnan sjálf. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.2.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Benedikta E

Sæll Stormsker! Þú veist alltaf hvað við þurfum helst að heyra.Þú veist hvernig ástangið er hér þó þú sért í útlöndum!

Nú erum við komin með komma stjórn - sem eyðir öllu sínu púðri í Davíð Oddson í seðlabankanum og svo að leiðrétta "ÞJÓÐHÖFÐINGJAN" á Bessastöðum í útlöndum því hann er alltaf að tjá sig með einhverju "EINRÆÐISHERRA" bulli svo meira að segja Þjóðverjar urðu snar brjálaðir út í Íslendinga því Ólafur sagði þeim að Íslendingar myndu ekki borga þeim neinar skuldir - því Íslendingar ættu nóg með sjálfa sig.

Þegar allt var orðið vitlaust bæði í Þýskalandi og hér heima líka - þá greip "ÞJÓÐHÖFÐINGINN" til þess sem hann á svo gott með að hann -  laug upp á sig lélegri enskukunnáttu - þess vegna hefðu þjóðverjarnir misskilið allr sem hann sagði.

Þá þaut kommastjórnin á Alþingi Íslendinga til og lét leiðrétta miskilninginn í Þýskalandi.

Nú býður íslenska þjóðin átektar -  eftir því hvað komi næst frá "þjóðhöfíngjanum" það er alltaf eitthvað - sumir vilja hann burt af Bessastöðum - aðrir segja eins og kommastjórnin "Þetta var bara misskilningur" Þjóðhöfðinginn" er nefninlega verndari komma stjórnarinnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Benedikta E, 20.2.2009 kl. 00:37

8 Smámynd: Einar Jón

Ég var þarna fyrir 5 árum og trúi ekki þessu með útgöngubannið - held að einhver hafi verið að rugla í þér.

Minn hópur var nokkra daga í Phnom Penh og enginn lenti í neinum vandræðum, þó áreiti frá ungum brosandi stúlkum í dollaraleit væri talsvert.

Einar Jón, 20.2.2009 kl. 11:22

9 Smámynd: Jens Guð

  Það er mjög gott að halda á lofti umræðu um þennan viðbjóð sem ógnarstjórn Rauðu Kmeranna var í Kambódíu.  Ég minnist mótmælastöðu sem ég tók þátt í á sínum tíma til að vekja athygli á hryllingnum.  Það merkilega er að þegar Víetnamar steyptu ógnarstjórn Rauðu Kmeranna í Kambódíu þá gerðust Bandaríkin varnaraðili Rauðu Kmeranna.  Neituðu að viðurkenna aðra en þá sem réttmæta stjórnendur dauðabúðanna og héldu á alþjóðavettvangi uppi vörnum fyrir böðlana. 

Jens Guð, 21.2.2009 kl. 01:25

10 Smámynd: Ari Jósepsson

rosaleg saga ég hef lika ferðast á viðum velli og þetta er rosalega vel skrifað..Takk fyrir mig

Kv Ari J

Ari Jósepsson, 21.2.2009 kl. 17:58

11 identicon

Hryllingur!!

alva (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:03

12 Smámynd: Leifur Ingi Vilmundarson

Athyglisvert hvað við Íslendingar, af öllum þjóðum, erum gjarnir á nota hugtakið "kommúnismi" sem einskonar samheiti fyrir gerræði, þjóðarmorð, kúgun og eiginlega bara allt það ógeðfelldasta sem finna má í sögunni. Mætti halda að Nixon sjálfur hafi verið lærifaðirinn! Sú hugmyndafræði sem Marx kom fram með og kallaði kommúnisma snýst nefnilega einmitt um jöfnuð manna á milli og sanngjarna skiptingu gæða. Óhóflegt skrifræði, ofbeldi og kúgun er ekki þar að finna, heldur er allt slíkt seinni tíma umturnun, ættuð frá gæðablóðum eins og Stalín og Maó (sem að mínu mati voru fjær því að vera sannir kommúnistar heldur en sjálft Stormskerið!).

Leifur Ingi Vilmundarson, 22.2.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband