One fight in Bangkok

smá glóð.jpgÉg var svo "heppinn" að vera staddur í Bangkok í dag þegar óeirðirnar brutust út. Það er reyndar allt búið að vera í hers höndum í orðsins fyllstu merkingu svo dögum skiptir, en í dag sauð pínulítið uppúr. Ég sat inná tuskulegum veitingastað og var að panta mér kokteil, bangkokteil, þegar molotovkokteill kom allt í einu fljúgandi inn um gluggann. Ekki alveg það sem ég var að biðja um. Á samri stundu breyttist þessi annars lítt vinsæli veitingastaður í einn þann heitasta í bænum. Ég brann í skinninu að komast út á götu en þegar þangað kom tók ekki betra við: Vélbyssuskothríð og sprengingar. Ég hugsaði með mér: "Þetta er nú ekki alveg nógu hressandi. Hvað hef ég nú gert af mér?" Ég gat huggað mig við það að ástandið væri nú samt skárra en uppá Klaka."

 

protesters-at-asean-summi-pattya.jpgHermenn voru um allt með hríðskotabyssur og basúkur, japlandi á basúkutyggjói. Ég sá hvers kyns var þegar þeir fóru að skjóta á rauðskyrtur, en það eru menn sem vilja ólmir og uppvægir fá Thaksin fyrrv. forsætisráðherra aftur að kjötkötlunum. Sá gæi var fyrir nokkrum mánuðum uppvís að lítilsháttar spillingu og var vinsamlegast beðinn um að taka hatt sinn og staf og skella sér í útlegð. Þetta gerist stundum í skrítnum löndum þar sem litið er á spillingu sem eitthvað sem þurfi að gera veður út af.

púðurskotin_virka.jpgNýi forsætisráðherrann, Abhisit, eða Apashit einsog ég kalla hann stundum, var ekki kosinn heldur settur í embættið og það fannst mörgum Tælendingum ekkert gasalega sniðugt og vilja nú fá sinn gamla góða Thaksin aftur með kosningu. Tælendingar eru einar mestu friðsemdarverur þessa heims en þegar þeir vilja eitthvað sem fullnægir réttlætiskennd þeirra, í þessu tilviki kosningar, þá nenna þeir ekki að fara að tromma á potta og pönnur einsog hottintottar og halanegrar eða standa hnípnir einsog barðir rakkar á einhverjum austurvelli í grafarþögulum mótmælum. Nei, þá taka þeir til við að að búa til rótsterka molotovkokteila og almennilegan hasar.

 

heitt_i_kolunum.jpgÉg sá nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frekar björtu báli. Herinn segist nota "blank shots" eða púðurskot en það eru þá einu púðurskotinn sem gera gat á hausinn á fólki. Þetta eru svo kröftug púðurskot að fólk hendist fram af svölunum sem verður fyrir þeim. Annars er þetta ansi skemmtilegt og upplífgandi og ekkert ólíkt því sem gerist í miðbænum á Los Klakos um helgar. Kannski ekki beint upplífgandi fyrir þá sem detta dauðir niður en fyrir áhorfendur er þetta náttúrulega prýðis skemmtun. 

 

kokteilframleiðsla_829629.jpgKóngurinn er líklegast ekki við hestaheilsu því hann er búinn að vera í öndunarvél í nokkra mánuði. Menn fara varla í öndunarvél nema að þeir séu frekar slappir. Nú þyrfti að taka kóngsa úr öndunarvélinni og stilla honum upp hangandi í girni úti á hallarsvölunum og láta einhvern búktala fyrir hann og segja fólki að hætta þessum hávaða. Kóngsi er gæinn sem getur stoppað þessi læti því það er litið á hann sem guð, ekki ósvipað og litið var á útrásarvíkingana á gróðæristímanum. Hann þarf ekki annað en að lyfta upp litla putta og segja:" Skamm" og þá fellur allt í ljúfa löð og allir fallast í faðma og segja "solly," en það þýðir "sorry" á nútímaíslensku. (Tæjarar geta nefnilega ekki sagt R).

Ég á ekki von á að þessi skemmtun standi lengi yfir því tælenskir karlar eru frekar latir og vilja helst bara dytta að mótórhjólunum sínum og fara í kynskiptiaðgerð og hafa það næs. Hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu.


mbl.is Óeirðir í Taílandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þú kemur manni alltaf í gott skap með skrifum þínum...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 13.4.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Einar B  Bragason

hum erum við ekki báðir undir rúmi núna &%//((( SkothreiíÐ&&$$##))))

Einar B Bragason , 13.4.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Ómar Ingi

Alltaf hressandi SS 

Ómar Ingi, 13.4.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæll Sverrir. Ég er búinn að finna loksins lögin sem þú baðst mig um að senda þér. Þau koma von bráðar inn á pósthólfið þitt. Vonum bara að það sé ekki búið að sprengja tölvuna þína í loft upp áður en þú kemst í póstinn..

Kokteilkveðjur frá klakanum.

Jóhann Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Frískleg færsla :)

Jón Þór Bjarnason, 13.4.2009 kl. 18:15

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú kannt svo sannarlega að tækla frásögnina á þinn eigin hátt. Gangi þér allt í haginn.

Hrannar Baldursson, 13.4.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, þú kannt svo sannarlega að koma orðum að þessu í Bangkok. Ég er nú 400 km. fyrir norðan Bangkok og missti alveg af þessari skemmtun.

Í hlutfalli við höfðatölu á Íslandi eru er þetta bara eins og heimilserjur eða slagmál át litlum bar.

Það er ekkert langt síðan ég fór til Kamódíu og þar voru Tælendingar að skjóta á Kambodiulandamæraverði, og bílstjórinn geyspaði bara og hélt áfram að keyra. 

Var þetta útskýrt í Bangkok Pst sem er eins MBL á Íslandi að þetta hefði verið misskilningur.

Annars var trukkur stoppaður herna ekki langt í burtu þar sem ég bý, af fíkniefnalögreglu, fullhlaðinn af marijuana og eitthvað af Japa.

Voru þeir skotnir á staðnum og svo var bara kveikt í í trukknum með báðum köllunum sem voru í trukknum með bensíni.

Það skeður margt skemmtilegt í Thailandi. 

Svona þykir ekkert frettnæmt hérna og kemur ekki einu sinni í blöðum.

Óskar Arnórsson, 13.4.2009 kl. 20:38

8 Smámynd: doddý

... hér heima gerast hlutirnir líka hratt. árásarlið sveimar yfir, tilbúið í gagnárás sem verður hefnd fyrir það sem áður gekk á í morgun. heimavörnin setur út klærnar opnar ginið, slær rakkann í trýnið sem hlykkjast saman í svaðið. með rófuna á milli júnóvat reynir fjandans rakkinn að læðast burt áður en kvikindið lætur til skara skríða aftur. það nær taki í hrygg rakkans og spænir upp á honum kviðinn með afturloppunum og blóðið spýtist í allar áttir. garnir og viðbjóður hanga á hjólagrindinni og kvikindið sleikir út um. nágranninn kallar grímur litli hvuttihvutt, grímur hvuttihvutt? ég veifa og klappa kisa, brosi hrikalega blítt til nágrannans. kv d

doddý, 13.4.2009 kl. 21:46

9 Smámynd: Sigurjón

Hafðu það gott í landi hinna frjálsu.

Sigurjón, 13.4.2009 kl. 23:14

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Thailand er frjálsara enn Ísland er alla vega. Hér er ekkert stuðnings menn Thaksins. Búið að dæma hann og konuna hans í margra ára fangelsi fyrir að stela peningum sem gerir bankaráninin á Íslandi eins og ef einhver hefði stolið sígarettukartoni.

Thailand er með næstlægstu glæpatíðni á eftir Singapore.  

Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 07:42

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kunna þeir ekki á búsáhöld þarna í Bangkok ?  

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

p.s. getur þú ekki fiskað upp Abba lagið ágæta, sem þú ert væntanlega að vísa til í fs. færslunnar ?

"One night in Bangkok"  úr söngleiknum Chess, minnir mig.  Var alltaf dáldið skotin í því lagi og langar að heyra núna, en skortir tæknisnilld til að finna það sjálf.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.4.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir eru góðir með sveðjur...nei þeir færu aldrei að fara með potta og ðönnur.

Aftur á móti eru bændurnir með einskota 38mm skammbyssur til að slátra svínum, nautgripum og buffalóum sem þeir vnota hiklaust á lögguna.

Og svo mólótóvkokteila að sjálfsögðu...svo boxast þeir líka...Thai box er ekkert að leika við... 

Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband