500 manns munu farast og 10.000 slasast í þessari viku í Tælandi

hversdagslíf i Thailandi.jpgÞað fór einsog ég vissi að óeirðirnar hér í Bangkok myndu ekki vara lengi. Það er búið að settla málin. Gamanið er búið, í bili. Leiðindin tekin við. Maður verður víst bara að bíta í það súra epli og fara að horfa á hversdagslegt götulíf á nýjan leik; slöngutemjara, kynskiptinga, fíla á mótórhjólum og vændiskonur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Varanlegur friður er ekki til, aðeins vopnahlé, svo það er ennþá von.

 

Þessa vikuna stendur yfir áramótahátíð Tæverja. Mesta hátíð ársins. Kallast Songkran. Fólk skemmtir sér svo vel að það farast að jafnaði um 500 manns á þessum örfáum dögum sem hátíðin stendur yfir og 10.000 slasast alvarlega. Hvernig skyldi nú standa á þessu? Eru menn skotnir með basúkum og skriðdrekabyssum? Nebb. Eru menn trampaðir í svaðið af fílahjörð? Nebb. Er mönnum kastað fyrir ísbirni og rostunga? Nebb. Ekki mikið af þeim hér á þessum slóðum. Er mönnum troðið ofaní trjátætara? Nebb. Eru mönnum sagðar sögur af íslensku stjórnmálalífi og viðskiptasiðferði? Nebb. Pyntingar eru bannaðar í Tælandi. Hvernig skyldi þá standa á þessu mikla mannfalli? Jú, menn farast og slasast vegna þess að það er skvett á þá vatni. Og nú spyrja sumir einsog álfar út úr hól: "Skvett á þá vatni?" Já, ég sagði SKVETT Á ÞÁ VATNI! Kunniði ekki að lesa helvítis asnarnir ykkar?!

 

Þetta gerist svona og ég skal byrja á upphafinu: Fyrir mörgum mörgum árum þegar risaeðlur réðu ríkjum á jörðinni....

buddhabharami_festival_songkran.jpg

 Ég skal byrja aftur og fara aðeins framar í tímann: Fyrir mörgum mörgum árum höfðu Tæverjar þann sið á þessari áramótahátíð sinni að dýfa puttunum oní vatnsskál og skvetta pent með fingurgómunum á axlir vina og vandamanna, aðallega eldra fólks. Ýmsar serímoníur voru viðhafðar en þetta  var semsé táknrænn gjörningur hreinsunnar og átti að færa blessun og lukku. Munkar notuðu hinsvegar kalkduft í þessum sama tilgangi.

 

 

 

kani.jpg

Allt gekk þetta stórslysalaus fyrir sig þangað til bleiknefjar, einkum kexruglaðir Kanar, fóru að venja komur sínar til Tælands uppúr 1970 í lok Víetnamstríðsins. (Fyrir aðeins 40 árum var Pattaya fámennt fiskiþorp. Kanar breyttu því í stærstu Sódómu í heimi. Guði sé lof. Núna hafa þeir hinsvegar drekkhlaðið Pattaya af FBI-mönnum til að passa uppá að vændið fari nú örugglega siðsamlega fram. Þar sem tveir Kanar koma saman, þar er tvískinnungur).

 

songkran_skemmtun.jpgHvað um það. Eftir að bleiknefjar fóru að flykkjast hingað þá fór nú heldur betur að færast "fjör" í leikinn, eða öllu heldur fjörtjón. Þeir mættu á svæðið með hausinn fullan af rugli, belginn fullan af viskýi og lúkurnar fullar af kröftugum vatnsbyssum og vígalegum vatnsrörum og tóku að sprauta af fullum krafti á allt og alla, sérstaklega hjálmlaust fólk á reiðhjólum og mótórhjólum sem flaug uppí loftið í fallegum boga á vit feðra sinna. Þetta gerðu þeir náttúrulega til að færa þessu fólki lukku og hamingju.

 

vanthroska_vesturlandabui.gifÍ dag eru menn (einkum á Pattaya) vopnaðir kröftugum vatnspumpubyssum, mannýgum brunaslöngum með háþrýstidælum eða 20 sentimetra breiðum skólprörum sem þeir sprauta úr af gríðarlegum krafti á akandi og gangandi og blessa þá þannig svo kröftuglega að menn hendast eftir götunum í gegnum rúður og veggi, alveg marg blessaðir í bak og fyrir.

 

Sumar hetjurnar eru svo kærleiksríkar að þær skvetta klakavatni úr stórum fötum beint framan í mótórhjólafólk á fullri ferð þannig að það kastast í götuna og þeytist tugi metra þangað til það hafnar jafnvel undir 10 hjóla vörutrukki sem straujar það vel og vandlega ofaní malbikið, með guðs blessun að sjálfsögðu.

 

blautt fatlafól.jpgFatlafól í hjólastólum eru ekki síður lukkuleg því þau fá yfirleitt gusuna beint í bakið með ósk um velfarnað í framtíðinni og eru einfaldlega sprautuð fram af næstu bryggju þar sem þau eru tætt í sundur af mannætuhákörlum og piraniafiskum, hamingjusöm sem aldrei fyrr.

 

Allt svonalagað er flokkað sem "slys." Fólk sem er drittað niður af mótórhjólum í gegnum heilu húsveggina það deyr af "slysförum" vegna þess að meiningin var að færa því lukku og hamingju.

 

songkran.jpgMisþroska Tælendingar tóku upp þessa skemmtilegu manndrápsblessun vesturlandabúa fyrir nokkrum árum og hefur hún notið gríðarlegra vinsælda allra þroskaheftra út um allt land allar blóðugar götur síðan. Flestir eru blessaðir til bana í þorpum landsins þar sem þeir eru mótórhjólandi á fullri fart vel í glasi og mega ekki við því að vera færð lukka með öflugri vatnsgusu beint í smettið.

 

vatnshausar.jpgEn ég endurtek: Þennan forna fallega tælenska sið; að dýfa puttunum oní vatnsbolla og skvetta pent með fingurgómunum á axlir sinna nánustu með ósk um blessun, hreinsun og lukku þeim til handa, þennan sið "þróuðu" Kanar og aðrir vanþroska vatnshausar og hann hreinsar nú árlega 500 manns af yfirborði jarðar og blessar um 10.000 manns lukkulega inná spítala. Þetta er einsog ef það dræpust árlega 2000 Kanar og 40.000 slösuðust alvarlega um hver áramót í Bandaríkjunum út af einhverjum sið sem utanaðkomandi apakettir hefðu "þróað."

 

gaman gaman að drepast.jpgHeimspressan minnist aldrei á þetta svakalega manntjón í Songkran vikunni, kannski vegna þess að það er árlegur viðburður, en kannski ættu hún einmitt að minnast á það vegna þess að þetta er árlegur viðburður. (Öllu góðu fjöri fylgir tjón og þessvegna heitir þetta nú fjörtjón).

Það er samt svolítið skrítið að hugsa til þess að heimspressan skuli standa á öndinni yfir smá mótmælum í Bangkok þar sem nokkrar hræður duttu dauðar niður fyrir kurteisisakir, en skuli síðan yppta öxlum þegar 500 manns eru spreyaðir í gröfina og 10.000 á spítala á áramótafagnaði Tælendinga.


mbl.is Mótmælum hætt í Bangkok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta eru ekki Tælandi fréttir hjá þér SS

Ómar Ingi, 17.4.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef bara eitt um þetta að segja: -HVENÆR KEMURÐU HEIM????

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.4.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er víst líka á Pattaya sem bláfátækir Tælendingar láta kynlífstúrista á borð við Josef Fritzl nauðga börnunum sínum og misþyrma fyrir túkall.

Eins gott að húmorlausir Vinstri-Grænir "Femmínistar" séu ekki á staðnum til að skemma "funnið"...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 02:43

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar: Þetta eru kannski ekki tælandi fréttir en þær eru ágætar að því leiti að þær eru sannar. Óvenjulegt á þessum síðustu og verstu.

Helga Guðrún: Veit ekki alveg hvað þú átt við með "heim." Ef þú ert að spyrja hvenær ég fari til helvítis þá fer örugglega að styttast í það.

Hildur Helga:  Einkennilega pirrað og breytingarskeiðslegt komment hjá svona skemmtilegri manneskju einsog þér. Hvað kemur Josef Fritzl þessari grein minn við? Ég er að fjalla um mannfall á Songkran hátíðinni í Tælandi og það fyrsta sem kemur upp í huga þinn er kynlíf og barnavændi. Varstu að horfa á bláar? Varstu að taka bláar? Er einhver gredda í gangi? Eru þetta virkilega hugmyndirnar sem lífsreynd sigld íslensk kona hefur um Tæland? Eigum við að dæma Klakann sem glataðan drullupytt út frá 30 siðblindum óseðjandi skítseiðum? Það er hægt að taka Íslendinga úr sveitinni en það er greinilega ekki hægt að taka sveitina úr Íslendingum.

Ef þessi grein mín hefði átt að fjalla um forsjárhyggju og pempíuaulaskap og nektarfælni Vinstri grænna þá hefði hún gert það. En hún fjallaði því miður ekki um þann hrylling. Ég segi því einsog Tælendingur: Sollý. Ég skal reyna að útskýra þetta aðeins betur: Grein mín fjallaði ekki um kynlíf, því er nú helvítis ver. Hún fjallaði um mannfall á Songkran hátíðinni, nokkuð sem er ekki fjallað um. Rosalega einfalt mál.

Sverrir Stormsker, 18.4.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Solly, Svellir minn, ætlaði ekki að sæla þig 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 16:18

6 Smámynd: Sigurjón

Ég var staddur í Pattaya á Songkran 2007.  Þvílík læti maður!  Ég komst ekki út í búð að kaupa bjór án þess að verða rennandi gegnblautur.  Meira að segja staffið á hótelinu skvetti á mann eins og vitskert óbó!

En mikið fjandi var nú samt gaman, sérstaklega að skvetta á mótorhjólafólkið...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 17:31

7 Smámynd: Sigurjón

Býrðu annars úti á Pattaya Sverrir?  Áttu hús eða leigirðu íbúð?

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 17:32

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hildur Helga: No ploblem

Sigurjón: Hef verið víða um Asíu. Fíla samt Tælendinga best; brosmildir, kærulausir, hjálpsamir - jú og friðsamir þrátt fyrir smá læti undanfarna daga. 

Ég sofnaði í sólinni á veitingastað fyrir stuttu (ekki fylleríssvefni) og vaknaði við að það var verið að nudda á mér axlirnar og þurrka mér um ennið með blautum þvottapoka. Þá var þetta bara einhver ókunn kona af götunni, sem bað um ekkert í staðinn. Svo gaf hún mér kalt kók og bað mig vel að lifa. Svonalagað gerist ekki víða í henni veröld. Ég var með allt í vösunum. Það var semsé ekki verið að ræna mig einsog uppá Klaka.

Sverrir Stormsker, 19.4.2009 kl. 09:47

9 Smámynd: Sigurjón

Jamm, það er ekki víða sem svona gestrisni lætur á sér kræla.  Ég verð að vera sammála þér að Tælendingar eru upp til hópa æðislegir og ég hef fílað mig mjög vel í Tælandi og gæti alveg hugsað mér að búa þar, sérstaklega yfir veturinn.

Leigirðu íbúð þegar þú ert í Tæ?

Sigurjón, 19.4.2009 kl. 17:08

10 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

blessaður Ólabróðir að er nú gott að vita að dausföllunum hefur fækkað síðan ég fór í áramótapartýið þarna 2004, þá fækkaði um 700manns.Hafa þeir ekkert verið að klína leir á þig í leiðinni ?? Duftið frá munkunum var blandað við vatnsdropana og úr varð hvítur leir sem fer illa úr fötum nema eftir meðhöndlun frá heimavönum húsmæðrum á svæðinu. Þær ná að hreinsa allt :). Það vantar smá lit í kosningabaráttuna hérna, drífðu þig heim.

vissurðu að það frís stundum í helvíti ??

Baldur Már Róbertsson, 20.4.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband