Ástþór í stórfurðulegu viðtali

Ástþór og Clinton.jpgEitt skrítnasta viðtal sem ég hef séð í langan tíma má sjá HÉR. Ef fólk sér ekkert athugavert við þetta viðtal þá er það líklegast orðið of vant íslenskri fréttamennsku. Til að gera fólki auðveldara fyrir að ná skringilegheitunum þá prentaði ég viðtalið upp svona að megninu til, stytti það og bætti við athugasemdum frá sjálfum mér. Þar eð það eru spurningarnar sem eru stórskrítnar en ekki svörin þá prenta ég þær upp en segi svona upp og ofan af svörum Ástþórs enda öll málefnaleg og sjálfgefin að megninu til. Spyrlar fyrir Mbl eru þær Agnes Bragadóttir, sem oft hefur gert stórgóða hluti, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem sömuleiðis hefur oft gert fína hluti. En þarna var einsog þær hefðu verið neyddar óundirbúnar í þetta verkefni með byssu við gagnaugað og ekki alveg vitað tilhvers þær voru þarna:

 

Agnes: "Ég skil ekki alveg þessa hugmyndafræði þína um almannaþing, að það sé hægt að hafa það í eina og sama pottinum að skreppa í hraðbankann og taka ákvarðanir í þjóðþrifamálum í atkvæðagreiðslu í hraðbankanum. Hvernig ætlar þú að útfæra þetta í raun og veru?"

florida_hanging_chad_recount.jpgÁstþór sagði henni að hún væri að blanda saman tveimur hlutum og útskýrði síðan hvernig þetta væri hægt.

Sjálfum hefur mér alltaf þótt ótrúlega bjálfalegt að þurfa að labba útí einhvern skóla í almennum kosningum og merkja þar X á einhvern seðil sem mjög auðvelt er að gera óvart ógildan ef maður er skjálfhentur eða vanviti. Síðan er tekið til við að rýna í hvern miða og handtelja atkvæðin. Furðulega primítíft á tölvuöld. Hefðu rafrænar kosningar verið komnar til sögunnar fyrir 9 árum þá hefði heimurinn ekki fengið Bush yfir sig. (Sjá mynd úr Flórída-atkvæðatalningunni hér til vinstri).

Hvað um það. Þessi fyrsta spurning Agnesar var skiljanleg, en nú koma fréttakonurnar með fullyrðingar á færibandi og alveg hreint stórfurðulegar spurningar:

 

Agnes: "Þú hefur hafnað alfarið niðurskurði ríkisfjármála..."

Rangt. Ástþór útskýrði mál sitt.

 

Agnes (viðbrögð við athugasemd Ástþórs): "Ert þú ekki að berja höfðinu utan í stein?"

Rangt. Ástþór útskýrði mál sitt.

 

Agnes: "Afhverju kemurðu ekki heim með peningana þína sem þú átt erlendis?"

íslensk viðskiptasnilld.jpgÁstþór útskýrði mál sitt. En ég spyr: Hvaða skylda ber honum til þess? Afhverju spurði hún ekki alveg eins: "Afhverju geturðu ekki tapað peningum einsog við hin?" Afhverju í ósköpunum ætti hann sem óbreyttur borgari endilega að koma heim með sinn ævisparnað erlendis frá og tapa honum hérna í arfavitlausum íslenskum fyrirtækjum? Ég hélt að hann réði því sjálfur hvað hann gerði við sína peninga. Þarna held ég að fréttakonan hafi gleymt því að hún var að tala við venjulegan athafnamann en ekki útrásarþjóf.

 

Agnes: "Ef þú ert með fullt af peningum í útlöndum ert þú þá ekki einn af þeim sem átt að koma með þá heim?"

Ástþór útskýrði fyrir henni að hann væri ekki með "fullt af peningum" í útlöndum heldur sparnað sinn. Einhverjar krónur. Hver segir að Ástþór EIGI að koma með sinn sparnað heim? Einu mennirnir sem EIGA að koma með peninga heim eru þeir sem rændu þeim frá íslenskum almenningi.

 

uncle_sam.jpgAgnes (með þjósti og fingurinn á lofti): "Hvar hefur þú fjárfest í íslensku atvinnulífi? Ég spyr? Hvar hefur þú fjárfest í íslensku atvinnulífi? Hvenær hefur þú lagt krónu í íslenskt atvinnulíf?"

Ástþór sagði henni að hann hefði rekið hér fyrirtæki í mörg ár sem héti Álfaborgir og það urðu greinilega veruleg vonbrigði fyrir fréttakonuna að heyra að hann hefði fjárfest í íslensku atvinnulífi.

 

Þóra: "Hvernig græddist þér fé?"

Þær stöllur héldu ennþá að þær væru að tala við útrásarþjóf. Held að Ástþór sé búinn að svara þessari spurningu ca 2000 sinnum á undanförnum árum því þetta er það eina sem fréttamenn hafa viljað fá svör við og hafa fengið.

Nú fór viðtalið í tómt rugl því Ástþór hafði ekki fengið að nota svipuð orð um Agnesi í Morgunblaðinu og Agnes hafði notað um hann. Ástþór sagði að hún væri "gagghæna útrásarvíkinganna."

 

Agnes: "Þú ert ótýndur dóni og ég mun aldrei fara ofanaf þeirri sannfæringu minni."

Geiri á Goldfinger.jpgÞóra: "Geiri á Goldfinger er á framboðslistanum hjá þér. Er hann efni í stjórnmálamann að þínu mati?"

Ástþór taldi svo vera og sjálfur tel ég alveg útilokað að Geiri gullputti yrði verri en flestir þeir sem nú sitja á þingi.

 

Agnes: "Hvað með súlustaðina, er það þá ekki á stefnuskránni? Maðurinn er í þriðja sæti á lista hjá þér."

Röng fullyrðing. Ástþór fræddi þær á að listarnir væru í stafrósröð og þessvegna vildi svo til að Geiri væri í þriðja sæti á blaðinu. Mönnum væri frjálst að berjast fyrir því sem þeir kærðu sig um. Hún hefði ekki þurft að bera fram þessa spurningu ef hún hefði lesið stefnuskránna.

 

Agnes: "Ég fór yfir alla listana þína og það er frá því að vera engin kona í framboði og uppí það að vera 5 þar sem þær eru flestar. Samtals býður þú fram 23 konur í öllum kjördæmum. Hversvegna er það, er þetta þín eðlislæga kvenfyrirlitning?"

fórnarlambafeministi_835080.jpgÞarna var fréttakonan komin í stellingar fórnarlambafemínistans og hefði ekki spurt þessarar undarlegu spurningar hefði hún kynnt sér málin. Ástþór skýrði út fyrir henni að þetta væri nokkuð sem hann hefði akkúrat ekkert haft um að segja. Þetta væri lýðræðishreyfing og öllum hefði verið frjálst að bjóða sig fram og þetta hefði verið útkoman. Einfalt mál. Það hefði verið auglýst eftir frambjóðendum og konur ákveðið að halda sig heima einsog svo oft áður. Konum hefði verið frjálst að bjóða sig fram sem og öllum...

 

Þóra (með fyrirlitningu): "Og Geira á Goldfinger?"

Henni virtist þykja stórskrítið að Geiri á Goldfinger fengi að njóta mannréttinda einsog aðrir borgarar og hefði kosningarétt og þar að auki rétt til að bjóða sig fram. Ægilegur skandall!

 

Þóra: "En er pólitíkin ekki þitt aðal starf Ástþór?"

Stuttu áður hafði hún spurt hvernig honum hefði græðst fé. Man einhver eftir því að hafa séð Ástþór áður í framboði til Alþingis? Ef hún flokkar forsetaembættið sem pólitískt embætti þá man ég ekki eftir að hafa séð Ástþór gegna því embætti heldur. Um hvað er hún þá að tala? Það veit enginn. Ástþór fræddi hana á að hún hefði ekki rétt fyrir sér með fullyrðingaspurningu sinni.

 

money_money_money.jpgÞóra: "En hvað ertu að gera? Þú ert að segja að þú lumir á háum fjárhæðum á bankareikningum erlendis..."

Ástþór fræddi hana enn einu sinni á að þessi fullyrðing hennar væri röng. Hann hefði aldrei sagst luma á "háum fjárhæðum" á erlendum bankareikningum. Hann hefði sagst eiga smá sparnað erlendis.

 

Þóra: "En hvað ertu að fást við?"

Alveg ótrúlega mikilvægar og beinskeyttar spurningar í aðdraganda kosninga. Ástþór fræddi hana á því hvað hann væri að gera og þá tóku fréttakonurnar til við að hræra saman ólíkum málum og setja allt í einn graut þannig að Ástþóri varð greinilega svolítið flökurt. Alveg að missa þolinmæðina.

Í kassanum.jpgÁstþór: "Agnes mín, þú ert svolítið föst í kassanum. Þú þarft að standa upp og horfa yfir kassann og þá sérðu lengra."

 

Þóra: "Hvað kemur til að þú viljir vera að skipta þér af pólitík?"

Sæi hana í anda spyrja Bjarna Ben þessarar spurningar. Ástþór sagði henni að hann væri hugsjónamaður sem vildi koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði og laða hér að atvinnustarfsemi. Hann vildi taka til hendinni og ná fram hagræðingu og hreinsa hér rækilega til og áður hef ég heyrt hann segja að hann vilji koma útrásarvíkingum í gæsluvarðhald í snarhasti, frysta eignir þeirra og sækja þá fjármuni sem þeir hafa komið undan erlendis. Það yrði hans fyrsta verk.

 

Ekki veit ég hvort honum tækist það en það veit ég að enginn stenst Ástþóri snúning þegar kemur að því að koma hlutunum í verk með hraði og gera rækilega skurk í málunum. Af krafti. Ef kallinn á einhversstaðar heima þá er það á hinu svefndrukkna Alþingi. Hvað sem mönnum kann að þykja um Ástþór þá þurfum við illilega á jarðýtu einsog honum að halda einsog sakir standa. Stjórnmálamönnum sem hafa þegið "mútu"peninga frá útrásarvíkingum treysti ég allavega ekki til að gera nokkuð í þjófnaðarmálum útrásarvíkinganna frekar en öðrum málum. Við hljótum að vera farin að sjá hversvegna gömlu flokkarnir hafa setið með hendur í skauti og aðhafst ekkert.

 

Hvað um það. Svona er semsé fréttamennskan á Íslandi í dag. Það þarf ekki að taka það fram að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir var kosin blaðamaður ársins fyrir stuttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Agnes er hress sem fress

Þóra er engin hóra nema síður sé enda fréttakona (á íslandi)

og Ástþór er kjörinn í að leika í verstu hryllingsmynd mannkynssögunnar , hann þarf ekkert meiköpp né handrit svo hryllilegur er þessi vera. 

Ómar Ingi, 22.4.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Agnes minnir mig á Loch Ness skrímslið, en Þóra er sýningarhæf. Þær ættu þó báðar að íhuga að þær eru brúkshlutir, annars vegar á ríkisbanka-afskriftar-Mogga og á Bláskjá.

Bjarni G. P. Hjarðar, 22.4.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta viðtal er bull. Ástþór stóð sig ágætlega.

Hrannar Baldursson, 22.4.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar: Við erum öll í dag að leika í verstu hryllingsmynd Íslandssögunnar.

Bjarni: Það er erfitt í dag fyrir blaðamann að fá vinnu á fjölmiðli sem ekki er í eigu einhvers monsters.

Hrannar: Já Ástþór stóð sig vel þrátt fyrir allar þessar hvað-gerðirðu-við-peninginn-sem-frúin-í-Hamborg-gaf-þér spurningar.

Sverrir Stormsker, 22.4.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Sjóveikur

http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip

http://www.icelandicfury.se/video.php

þarna eru skrímslin, rambóarnir og meðhlauparar, allt í einum pakka

ófullnægðar konur eru engum til gleði, hvorki sjálfum sér né öðrum og frekar skaðleg kvikindi þegar biturðin leggur sig á sálina, þegar þær eru að átta sig á því að "gjaldmiðillinn" þeirra fellur eins og íslenska krónan þegar greiðslugleðin er ekki til staðar

Byltingar kveðjur, sjoveikur

Sjóveikur, 23.4.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Bergur Thorberg

....og Þóra núna formaður blaðamannafélags Íslands.

Bergur Thorberg, 23.4.2009 kl. 01:25

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Keisari nokkur í Rómarveldi Kládíus að nafni var skotspónn og aðhlátursefni múgsins en reyndist þegar upp var staðið réttátur og góður keisari. Kannski er Ástþór okkar Kládíus.

Þorvaldur Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 02:20

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorsteinn: Agnes hefur oft kafað vel og vandlega ofaní hlutina og flett ofan af ýmsum ósóma, en þarna var andúðin á Ástþóri greinilega rökhugsuninni yfirsterkari.

Sjóveikur: Fínt stöff sem þú linkar á. Meira af þessu.Mætti fara í spilun á stöðvunum.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 08:53

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Bergur: Þóra hefur nú oft gert betur en þetta. Ég skil ekkert hvað hún var að gera í þessu "viðtali" og ég held að hún skilji það ekki heldur. Það kom ekki EIN vitræn spurning frá henni. Trúi ekki að þetta sé skilyrðið sem þarf að uppfylla til að verða kosinn blaðamaður ársins á Íslandi og verða formaður Blaðamannafélags Íslands.

Þorvaldur: Það er aldrei að vita, nema hvað Íslendingar vilja endilega fá aftur yfir sig sama fólkið og steypti þeim í glötun. Vilmundur Gylfason prédikaði mjög svipaðar hugmyndir og Ástþór, þ.e.a.s. persónukjör, og hann vildi moka stjórnmálaspillingunni út í hafsauga. Íslendingar vildu ekki sjá svona skrítinn kall (þótt þeir mæri hann í dag) og þessvegna sitjum við nú í þessari ógeðslegu súpu.

Það er svo auðvelt að afgreiða einhvern sem "ruglukoll," "þorpsfífl," "fáráðling" og "brandara" ef hann fellur ekki að meðalmennskuímyndinni til orðs og æðis. Ef við treystum hinsvegar í blindni vel straujuðum jakkafötum, "heilbrigðri" óaðfinnanlegri framkomu og fagurgala í það óendanlega þá lendum við í drullupytti einsog við sitjum núna í.

Hlustið á þetta viðtal við Ástþór HÉR án fyrirfram gefinna skoðanna um að maðurinn hljóti að vera "veikur." Ef að Ísland telst heilbrigt þá vona ég svo sannarlega að ég sé þrælgeðveikur.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 09:29

10 Smámynd: Sjóveikur

Man tackar och bugar  Sverrir, ég er búin að fara rúntinn á allar radió stöðvarnar í R.vík síðast er ég var á ferðinni á KlanKlakanum góða, og ég veit ekki hvað veldur, en ef þú kíkir í hillurnar á Sögu þá ættu að fynnast tvær skífur þar sem mér fynnst vel hæfar í spilun og ég er næstum því viss um að þú fellur fyrir einhverju af því sem fynnst á þeim, "lífið er demó" heitir ein og "fljúgðu vinur frjáls" er hin, bandið kallast "Homo Erectus" svo ef þú mátt vera að, yrði ég voða happý ef þú ljáir mér eyra, kanski þú sjáir ástæðu til að gleðja landsmenn með einhverju af þessu lítilræði? það má ná sér í eintök á hinu frábæra mathúsi "Brautarstöðinni" sem liggur í Ármúla 42 og Pjakkus sem ræður þar ríkjum myndi örugglega ef þú skilar kveðju frá mér, rétta þér í hönd sitthvort eintakið af þessum smá skífum án endurgjalds, segðu honum að ég hafi sagt sem svo "ef Stormsker sýnir mér áhuga, má hvorki kvenfólk eða peningar standa í vegi fyrir því" og hittir þú Berg kaffimálara máttu gjarnan heilsa frá Svíunum sem keyptu af honum eitt verk á fögrum menningar degi neðarlega Laugarvegs eða kanski það heitir Bankastræti þar? Verkið er á öruggum stað í mínu húsi, hangir fallega þar og ég er montinn af honum  , jæja, nú ertu orðin augna þreyttur vænti ég, svo það er bara besta kveðja frá Svearíki hinu "jafna"

Byltingar kveðjur, sjóveikur

Sjóveikur, 23.4.2009 kl. 09:49

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sjóveikur: Ég á ekki auðvelt með að hlaupa inná Sögu akkúrat þessa stundina því ég er nefnilega staddur í Asíu og flugið tekur um 20 tíma. En ég skal skoða þetta rækilega þegar ég er kominn á kaldan Klaka

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 14:17

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Er sammála með Ástþór það á að virkja svona athafnamenn sem framkvæma meira en þeir tala.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:16

13 identicon

Legg til að við kjósum Ástþór á þing, X-P.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband