Vinstri grænir á leið í Heims(k)metabókina

ný stefna.jpgKolbrún Halldórsdóttir er þungavigtarmanneskja í Vinstri grænum, enda ráðherfa. Hún væri ekki ráðherfa ef hún væri ekki ein af hæfustu manneskjunum sem Vinstri grænir hefðu uppá að bjóða.

 

Hún sagði í fréttum í gærkvöld, líklega eftir samráð við aðra í forystu flokksins, að Vinstri-hreyfingin grænt framboð leggðist gegn olíuleit á Drekasvæðinu vegna þess að olíuvinnsla væri í andstöðu við stefnu flokksins.

 

 

no-money.gifEf að fleiri tonn af gulli finndust í jörðu, jafnvel heilt gullfjall einhversstaðar í óbyggðum Íslands, þá væru Vinstri grænir að sjálfsögðu mótfallnir nýtingu þess, jafnvel þótt þjóðin væri að svelta í hel, vegna þess að jarðrask og náttúruspjöll væru í andstöðu við stefnu flokksins. Þetta er nákvæmlega það sem hún er að segja.

 

Að lifa af er í andstöðu við stefnu flokksins. Þetta er fólk sem myndi drepa þjóðina úr hungri ef að ekkert annað væri í boði nema áldósamatur og ólífrænt ræktað grænmeti, vegna þess að það væri í andstöðu við stefnu flokksins að leggja sér svoleiðislagað til munns.

 

VG er annar stærsti flokkurinn á Íslandi í dag. Þetta eru snillingarnir sem Íslendingar vilja fá yfir sig næstu 4 árin, jafnvel næstu 40 árin.

Og ég sem hélt að botninum væri náð og að leiðin gæti bara legið uppávið úr þessu. Ekki aldeilis. Förum endilega undir Vinstri græna torfu.
mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég lít á VG vorkunnaraugum. Þessi flokkur hefur sitt fylgi frá þeim sem vilja velta vandamálunum fyrir sér daginn út og inn, vandamálanna vegna. Lausnir og lausnamiðuð framsetngin er ekki þar sem fylgi þessa flokks liggur. Eymdarást og umkvartanir hafa þarna sinn vettvang. Einna sterkasta dæmið má finna í Ögmundi. Ögmundur hefur í áratugi "staðið vörð" um hagsmuni opinberra starfsmanna. Nú tekur hann sér frí frá því vel launaða starfi, til að geta sett upp hinn hattinn. Nú má hann berja á fyrrum skjólstæðingum sínum, enda í fríi. Hvernig sem á því stendur hefur íslensk pressa engann áhuga á þessu. Það er eins og hræsnin hafi náð "critical mass" og keðjuverkun sé hafinn.

Haraldur Baldursson, 23.4.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Flottur pistill Sverrir. En veist þú hvaðan álið kemur sem Vinstri Grænir nota í barmmerkin sem þeir útdeila í þúsunda tali þessa dagana?

Runólfur Jónatan Hauksson, 23.4.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er farinn að halda að vinstri flokkarnir vilji viðhalda núverandi ástandi,telja að þar þrífist fylgi þeirra best og það er nátúrlega fyrir mestu.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Ómar Ingi

VG er stöðnun.

Ómar Ingi, 23.4.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur: Ég verð að taka undir með þér: ég hef aldrei séð nokkrar einustu lausnir eða hugmyndir hjá þessum flokki nema því sem viðkemur sexi. Ég hef séð óteljandi bannatillögur frá VG en aldrei neinar lausnir á einu eða neinu. Þeir halda eflaust að lausnir felist í bönnum á öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum, en vandamálin hverfa ekki við það að banna þau.

Ég er ekki að segja að hinir flokkarnir séu samansafn af vitringum en þeir REYNA flestir hverjir, held ég, að hugsa frekar í lausnum en væli og upphrópunum.

Ég er bara svo vitlaus að mér er algerlega fyrirmunað að skilja þennan flokk. Ég get t.d. ekki skilið hversvegna þessi flokkur er á móti því að bera sig eftir björginni þegar dallurinn er að sökkva! Jú, vegna þess að "það er í andstöðu við stefnu flokksins."

Sorry. Verð að hlaupa aðeins fram og gubba.....

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 13:29

6 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Sverrir & Halldór, ég er hjartanlega sammála þessari gagnrýni á VG, það hefur alltaf skort að sá flokkur hugsi í LAUSNUM, auðvelt að segja alltaf "nei-nei" verandi í stjórnarandstöðu, en þetta bull hennar Kolbrúnar nær auðvitað engri átt, hún er bara eitthvað klikk....  Því miður er að finna svona "fábjána" í hverjum flokki, enda er það þjóðar ógæfa íslendinga hversu lélega & heimska stjórnmálamenn við eigum....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 23.4.2009 kl. 13:34

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Runólfur: Þessi barmmerki Vinstri græningja eru örugglega úr gerviefni - einsog hugmyndafræði þeirra.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ragnar: Mörgum finnst, skiljanlega, að hinir flokkarnir hafi klúðrar svo miklu að nú sé kominn tími á eitthvað "nýtt." Sammála því. En þetta "nýja" sem VG hefur fram að færa er eldgamall kekkjóttur rauðgrautur sem aðrar þjóðir ældu í klósettið fyrir mörgum áratugum. Þegar þjóð er í öskunni, einsog Íslendingar óneitanlega eru, þá ætti hún að forðast að fara í eldinn, en einmitt þangað er ferðinni heitið. Íslensk flokkapólitík er hrein og klár trúarbrögð og ekkert getur komið vitinu fyrir sannfærðan trúmann.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 13:47

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar: Þú hlýtur að hafa rétt fyrir þér því það hefur ekkert gerst frá því að þeir tóku við, nema hvað fullorðnu sjálfráða fólki hefur verið bannað að horfa á fullorðna sjálfráða nektardansara og vændiskonur mega selja sig en það má enginn kaupa þær og krónan hefur fallið ennþá meira og nú vilja þeir í VG banna þjóðinni að leita sér lífsbjargar vegna þess að það samræmist ekki stefnu flokksins. Flott afrekaskrá.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 14:01

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jakob Þór: Ógæfa okkar er ekki bara sú "hversu lélega og heimska stjórnmálamenn við eigum" einsog þú orðar það heldur sú að við skulum kjósa þá yfir okkur aftur og aftur og hlaupa jafnvel beint úr öskunni í eldinn. Það er sagt að hver þjóð fái þá stjórnmálamenn yfir sig sem hún á skilið. Ef stjórnmálamenn okkar eru lélegir og heimskir hvað eru þá íslenskir kjósendur?

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 14:09

11 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég held að við séum að klikka á þessu. Ég held að stefna VG sé sú að banna allt og ég meina allt, sama hvaða nafni það nefnist. Svo þegar þeir eru búnir að því þá stofna þeir nýjan flokk (eftir málamynda viðræður við samspillinguna) og bjóða sig fram undir nýju nafni. Þegar þeir svo komast á þing undir þeim (ál)merkjunum (vegna þess að það virðist sem ákveðinn fjöldi kjósenda sé heiladauður) þá hefjast þeir handa við að aflétta öllum þessum boðum og bönnum, allir sjá fram á bjartari tíma og una því glaðir við sitt.

Reyndar gengur þessi hugmynd ekki upp hjá þeim af þeirri einföldu ástæðu að VinstriGlaðlegir geta ekki einu sinni verið sammála sín á milli um hvað klukkan er, nema kannski það að Geiri Goldfinger er skelfilegasta mannvera sem gengið hefur um grundir.

Það eina sem vantar er að fá Hjörleif aftur í framboð, það var hans yfirlýsta stefna að koma Íslendingunum í moldarkofana aftur.

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 14:42

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heimir. Það er samt svomerkilega stórt hjartað í þeim hjá VG, að þegar Geiri í Goldfinger réttir þeim pening er hann OK. Strax 5 sekúntum seinna er hann aftur orðinn skaðvaldur. Hræsni er ekki meðfædd...það þarf að æfa sig.

Haraldur Baldursson, 23.4.2009 kl. 15:14

13 Smámynd: Heimir Tómasson

Ok, ég vissi það ekki. Kannski manngæskan sé hárréttu hlutfalli við veskið að þeirra áliti, það væri svosem ekkert nýtt þar...

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 15:21

14 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég held að okkur vanti, þó sérstaklega núna, fólk úr atvinnulífinu á þing sem hefur reynslu af rekstri fyrirtækja. Peningarnir verða nefnilega ekki til í ríkissjóð.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 16:46

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Hefur alveg örugglega stundað lífrænar reykingar í einhverri kommúnunni hér fyrr á tímum, er ég viss um.

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 17:27

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Engar lausnir eða hugmyndir nema sem viðkemur sexi.
   
       Kolbrún er Venus sú kvenlega ímynd
       og kynþokkagyðja er kölluð
       okkur finnst það svo lítil synd
       að hún skildi verða spjölluð;

        Þótt slík sé hún ekki gölluð.    

   (Nú fæ ég hjartslátt,læt það samt flakka)


             

Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2009 kl. 18:27

17 Smámynd: Sverrir Stormsker

Heimir, nr. 11: Það þarf ekki Hjörleif Gutt til að ýta okkur inn í moldarkofana. Við erum svo gott sem komin inn í moldarkofana aftur. Þökk sé samstilltu og samspilltu átaki stjórnmálamanna og útrásardela. Ég treysti hinsvegar VG til að koma okkur í gegnum gólfið og niður í moldina. Þá verðum við loksins moldrík á nýjan leik.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 19:43

18 Smámynd: Heimir Tómasson

Og erum þannig nýtt í áburð. Svo þegar kemur að því að rísa upp aftur er hægt að stráfella okkur. Aftur.

Heimir Tómasson, 23.4.2009 kl. 19:46

19 Smámynd: Helga

  alltaf góður

Helga , 23.4.2009 kl. 19:49

20 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá þér Sverrir,og ekki er nafnbótin verri.ráðherfa mjög gott hjá þér,en svona er nú sumt fólk,það er alltaf á móti öllu,alveg sama þótt þjóðin svelti eða 20.000 mas sé atvinnulaust,???þvílík hugsun,en maður vonar allavega að blessuð ráðherfa komist ekki inn á þing aftur,enda kom hún formanni sínum í mikill vandræði,hann þorði ekki að svara hreint út,um það hvort þeir í V.G vildu vinna olíu,???furðulegt,hneykslalegt,fínir pistlar hjá þér Sverrir,ég vill meira,þetta kemur mér alltaf í gott skap,HA HA HA HE HE HE.  

Jóhannes Guðnason, 23.4.2009 kl. 20:08

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur, nr. 12: Vinstri græningjum finnst í lagi að þiggja peninga frá Geira gullputta á sama tíma og þeir fullyrða að strippstaðirnir séu “gróðrarstía vændis og mansals” einsog þeir orða það. Ég sé ekki betur en að þeir séu þá þar með orðnir þátttakendur í “vændinu” og “mansalinu.” Ætti þá ekki að banna Vinstri græna um leið og strippstaðina?

Steingrímur J. samþykkti eftirlaunafrumvarpið vegna þess að það hækkaði kaup hans sem formanns um 250.000 kall. Hvað kallast aftur svonalagað? Jú alveg rétt, hórerí. Geiri ætti kannski að bjóða honum djobb.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 20:11

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

forsjárhyggjan er yndisleg, en heimskan er yndislegri. mmmmm

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 20:19

23 Smámynd: Rauða Ljónið

 Þú skammar góða konu eins og hana Kollu er það ekki ljótt..

Allaballar voru á móti litasjónvarpi, internetinu, sölu bjórs á Íslandi og flestu öðru sem stuðlar að einhverjum framförum og tækni. Þar á Steingrímur Joð  nokkur "Hjörlin" á þingi í þessum málum.

VG hefur haldið merkjum þeirra Allaballa uppi og eru á móti fyrirtækjum sem byggja upp, veita almenningi atvinnu eins og álverin olíuvinnslu og öðru sem skapar atvinnu. En þau fyrirtæki borga víst vel að auki og gera vel við sína starfsmenn

Kolbrún Halldórsdóttir hefur beitt sér fyrir virkilega þörfum málum eins og að greina ekki ungabörn að með bláum og bleikum litum á fæðingardeildinni, slíkt veldur vissulega almenningi skaða og er okkur öllum til hagsbóta að hvítvoðungarnir klæðist allir sama lit.  Og súludanstöðum. Svo myndi það líka bæta kjör almennings til muna og ástandið í samfélaginu að kvenkyns ráðherrar séu ekki kallaðir "herrar". Það sér hver heilvita maður. Um að gera að kjósa svona fólk á þing. Það vinnur fyrir kaupinu sínu í okkar þágu. Þarna er tímanum ekki varið í tilgangslausa vitleysu í ræðustól.

 Ályktanir frá flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar 2008 og 2009 minnir mikið á skoðanir öfgafulla múslíma eða talibana svo ekki sé talað um bílbíu beltið í USA, enda flestir haldnir einhverskonar Líkasra McCarthy-isma.


  http://redlion.blog.is/users/29/redlion/img/steingrimur_j_sigfusson.jpg

ER ÞETTA ÞAÐ SEM KOMA SKAL.

Rauða Ljónið, 23.4.2009 kl. 20:24

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ormur Stormsson, nr. 14: Flott nafn. Þakka lofið en ég myndi nú aldrei fara að tala um Kína sem venjulegt kommúnistaríki. Það er ekki svo langt síðan ég var þar. Þó að þarna sé kommúnistastjórn þá er kapítalisminn iðkaður þar á fullri fart. Skrítið að allir skulu vera að tala um að kapítalisminn sé dautt fyrirbrigði á sama tíma og Kína er að taka forystuna sem mesta efnahagsveldi heimsins. Það gæti gengið frá USA peningalega með einu pennastriki.

Eina sem eftir er af kommúnismanum í Kína er skoðanakúgunin, bannagleðin, netlögreglan o.s.fr., semsé fyrirbrigðin sem við erum að reyna að koma á hér á Íslandi með VG.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 20:26

25 Smámynd: Hermann Jens Ingjaldsson

http://www.youtube.com/watch?v=qs_5IlIaL0I

hálf ótrúlegt að sjá þetta núna.

Hermann Jens Ingjaldsson, 23.4.2009 kl. 20:47

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ragnar, nr. 15: Tek undir það. Það væri ekki ónýtt að hafa snjalla menn úr atvinnulífinu inná þingi sem vita hvað þeir væru að tala um, einsog t.d. Helga í Góu, Davíð Scheving Thorsteinsson og fleiri slíka alvöru menn. Góðir gæar nenna hinsvegar í flestum tilvikum ekki þessu barnalega málfundafélagsþjarki sem viðgengst á þinginu. Kjósendur eru þar að auki miklu hrifnari af galtómum vel straujuðum lýðskrumurum en kláru heiðarlegu hugmyndaríku fólki.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 20:50

27 Smámynd: Sverrir Stormsker

Bragi, nr. 16: Hún hatar allt "klám." Hlýtur að vera eingetin.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 21:00

28 Smámynd: Sverrir Stormsker

Heimir, nr. 17: Veit það ekki, en hvaða alvöru miðaldra klossamussuhippi tróð sér ekki einhverntíma í feita friðarpípu á blómabarnatímanum? Það er svo sem allt í lagi mín vegna, bara ef fólk veður ekki reyk alla sína ævi.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 21:15

29 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga, nr. 18: Fín vísa. Hún gæti líka verið svona:

Víst er hún Venus hin kynlega kind,

já kostugleg er hún Brúnka.

Efalaust þykir það ógurleg synd,

en einhver þyrft´enni´að....klappa.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 21:38

30 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga, nr. 21: Þakka þér.

Jóhannes nr. 22: Ef maður les stefnuskrá VG þá er allt umhverfisrask, þar á meðal olíuleit og olíuvinnsla í andstöðu við stefnu flokksins einsog Kolla sagði (hvað er svo sem ekki í andstöðu við stefnu flokksins? Jú, öfgafemínismi) þannig að Steingrímur kallinn á ekki að þurfa að fara undan í flæmingi og flýja uppá fjöll einsog hann gerði eftir að hann samþykkti eftirlaunafrumvarpið. Flokkurinn nærist á óánægju fólks og kyndir undir hana og er einfaldlega á móti ÖLLU sem getur bætt ástandið.   

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 22:10

31 Smámynd: Sverrir Stormsker

Brjánn, nr. 24: Forsjárhyggja er ekkert annað en heimska í sparifötum.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 22:17

32 Smámynd: Rauða Ljónið

page { margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->

Hún Kolla er harla undarleg kind,

og rollunum þykir það svakaleg synd.

Að mega ekki á grasinu ganga.

Og umhverfið breyttist í undarlega mynd,

A malbikið skuli yfir Íslandi drottna.


Rauða Ljónið, 23.4.2009 kl. 22:25

33 Smámynd: Rauða Ljónið

Hún Kolla er harla undarleg kind,

og rollunum þykir það svakaleg synd.

Að mega ekki á grasinu ganga.

Og umhverfið breyttist í undarlega mynd,

Að malbikið skuli yfir Íslandi drottna.

 

Rauða Ljónið, 23.4.2009 kl. 22:26

34 Smámynd: Sverrir Stormsker

Rauða ljónið, nr. 25: Sammála. En ég er nú ekki að skamma hana Kollu heldur miklu frekar að furða mig á stefnu flokksins, þ.e.a.s. því að allt sem gæti horft til heilla fyrir land og lýð skuli vera "í andstöðu við stefnu flokksins," einsog hún orðar það sjálf. Get með engu móti skilið þennan flokk og ennþá síður þá sem ætla að kjósa þetta yfir sig. Ekki eru hinir flokkarnir beysnir en þetta er alveg síðasta sort.

Þó að þarna innanborðs séu margar prýðis manneskjur einsog t.d. Katrín Jakobs, Ögmundur, nú og svo Steingrímur sjálfur, sem er minn uppáhalds ræðumaður á þinginu, þá myndi ég aldrei undir nokkrum kringumstæðum fara að kjósa þennan afturhaldssama steinaldarflokk, og það er vegna þess að ég vil Klakanum vel. Hinir flokkarnir, í slagtogi við útrásarviðrinin, komu okkur 40 ár aftur í tímann en mig hryllir við því að Klakinn fari 150 ár aftur í tímann og festist þar. 

Frábær mynd hjá Halldóri.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 22:37

35 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hermann, nr. 27: Góð ræða hjá Steingrími. Skora á þig og aðra að skoða ÞETTA.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 22:53

36 Smámynd: Fishandchips

Hef stundað það að hugsa undanfarið, sem við íslendingar ættum að gera meira af. Alveg sammála að VG eru út úr kú. En eru hinir flokkarnir með einhverjar lausnir?

Eintóm loforð, en erfitt að standa við þau. Sýnist þetta vera allt sami grautur í sömu skál, kosningar eftir kostningar.

Held að þurfi fagfólk inn sem skilur ástandið , ekki stjórnmálafólk sem vill bara raka eld að sinni köku.

Allavega skila ég auðu, vil ekki ónýta atkvæðið mitt

Fishandchips, 23.4.2009 kl. 22:56

37 Smámynd: Sverrir Stormsker

Dauða ljónið, nr. 34 og 35: Góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar og góðar ýsur eru aldrei of oft freðnar.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 23:03

38 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Lestur þessa pistla er búinn að koma mér í ógurlega gott skap, ég fer skellihlæjandi í rúmið. Þið eruð snillingar.

Gísli Már Marinósson, 23.4.2009 kl. 23:20

39 Smámynd: Sverrir Stormsker

Fishandchips, nr. 38: Fólk ætlar annaðhvort að kjósa þá flokka sem komu þeim í snöruna eða þá flokka sem munu kippa undan því fallhleranum. Ekki beint vænir kostir í stöðunni. Margir myndu nú segja að þú værir einmitt að ónýta atkvæði þitt með því að skila auðu en þú verður þá kannski með þokkalega hreina samvisku. Veit það ekki.

Verst að það skuli ekki vera neitt betra fólk í nýju framboðunum eftir þ´vi sem ég fæ best séð. Aðeins lýðskrumarar og tækifærissinnar nema hvað að sjálfum þætti mér gaman að sjá Ástþór á hinu syfjaða Alþingi vegna þess að hvaða hugmyndir sem menn annars gera sér um hann þá veit ég að hann myndi geta gert fína hluti á einum mánuði sem tæki heilan flokk mörg ár. Hann er náttúrulega ýtnasti og eftirfylgnasti maður undir sólinni og jarðýta til allra verka og myndi ekki linna látum fyrr en hann væri búinn að koma öllum útrásardólgunum í gæsluvarðhald jafnvel þótt hann þyrfti að rífa lögreglustjórann upp á rassgatinu um miðja nótt. Hef gaman af svona mönnum.

Hann vill koma hér á persónukjöri, rétt einsog Vilmundur Gylfason barðist fyrir á sínum tíma, en auðvitað vilja flokkarnir gera allt til að koma í veg fyrir að slíkt verði að veruleika, því aumingjar geta bara komist á þing í skjóli flokka. Það myndi enginn kjósa þessa flokkasveppi í persónulegri kosningu. Ég er líkt og þú satt að segja alveg búinn að fá uppí kok af þessu flokkafokki öllu saman.

Sverrir Stormsker, 23.4.2009 kl. 23:41

40 identicon

Þú ert snilli Stormsker.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:54

41 Smámynd: Sverrir Stormsker

Kenny, nr. 39: Meðan ég man: Mér þykir leitt að Frjálslyndi flokkurinn skuli vera dáinn og grafinn. Hann barðist fyrir mörgum góðum málum, t.d. afnámi kvótakerfisins, en náði aldrei siglingu af einhverjum ástæðum, nema fram af hengifluginu.

Tek undir með þér: Tilvist homo sapiens er í sjálfu sér í andstöðu við stefnu VG. Við skemmileggjum guðs-vinstri-græna náttúruna. Það er ALLT í andstöðu við stefnu VG nema öfgafemínismi, öfgaforsjárhyggja, öfgaafturhald og öfgaleiðindi. 

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 00:10

42 Smámynd: Haraldur Baldursson

Geiri putti er kannski maður ekki laus við alla galla.... ég vill þó trúa að hann legðist aldrei jafn lágt og VG...en hvað veit ég ? VG skorar svakaleg sjálfsmörk með því að ráðast á fólk sem er nógu gott til að skrifa ávísanir fyrir þau. En svo lengi sem regnhlíf fjölmipla er tryggilega kominn fyrir ofan við siplausa kolla þeirra komast þeir upp með þetta. Spurningin er þá hvort að enn ein stjórnin flýgur í fyrsta farrými í áttina að glötun þjóðarinnar, án minnstu gagnrýni fjólmiðlamanna ?

Haraldur Baldursson, 24.4.2009 kl. 00:28

43 Smámynd: Sverrir Stormsker

Gísli Már, nr. 41: Gott að heyra. Ertu annars viss um að þú hafir ekki verið að kíkja oní nærbrækurnar þegar þú fórst skellihlæjandi í rúmið?

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 01:45

44 Smámynd: Sverrir Stormsker

Viðar, nr. 43: Þakka þér.

Haraldur, nr. 45: Ég vil nú trúa því að fjölmiðlar séu aðeins að ranka úr rotinu. Þeir eru búnir að sofa það lengi. DV er t.d. núna á fullu í því að upplýsa okkur um styrkjahöfðingja alþingis. Gott mál.

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 01:53

45 Smámynd: Sverrir Stormsker

Óskar, nr. 46: Athygliverður punktur. Ég vildi óska að þú hefðir rétt fyrir þér, en einsog ég sagði fyrr í einhverri athugasemd minni þá er flokkapólitíkin hérna ekkert annað en trúarbrögð. Það er sama hvaða vitleysu Vinstri grænir myndu þvaðra eða gera, áhangendur þeirra myndu eftir sem áður standa á öndinni af hrifningu. Jafnvel þó að Kolbrún myndi banna öllum að borða sardínur í olíu og Steingrímur J. myndi kalla móður Theresu gungu og druslu og semja nýtt eftirlaunafrumvarp sem myndi hækka tekjur hans um 300 milljónir flotkróna og sprengja síðan elliheimili í loft upp svona til áhersluauka þá myndi söfnuðurinn gapa í andakt og segja: “Sko mína menn. Helvíti eru þeir öflugir.” Svona er þetta í öllum flokkum. Þetta eru trúarbrögð. Fylgi Vinstri grænna eykst því meiri vitleysu sem þeir bulla. Miðað við allt þeirra óráðshjal um bleik og blá föt á fæðingardeildum og allt þeirra femínistabullshit þá ættu þeir að vera með fylgi undir frostmarki, en það er öðru nær. Því miður. Svona bara er þetta. Fólk hættir ekki að halda með sínu fótboltaliði þó það drulli á sig í hverjum leiknum á fætur öðrum. Þetta eru semsé trúarbrögð.

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 01:59

46 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2009 kl. 03:31

47 identicon

Fólk verður að athuga að ef það kýs VG þá er það að kjósa yfir sig hundasúrur og bómsur... við erum að tala um konur í karlmannsfötum.. við erum að tala um að hundasúrur verði jólamaturinn... við erum að tala um að Kolbrún verði pinup stúlka íslands.. í strigapoka.
Þetta er rosalegt dilemma... við erum að tala um að við þurfum að kjósa vangefna fávita vs vangefna vitleysinga... það er staðan á íslandi í dag

DoctorE (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:39

48 Smámynd: Sævar Einarsson

Mig langar til að þakka Kolbrúnku kærlega fyrir að hafa smellt þessu fram korteri fyrir kosningar, núna keppist flokkurinn um að sverja þetta af sér og þetta á eftir að kosta VG mörg atkvæði, það ber að þakka henni fyrir þetta, takk Kolbrúnka

Ef fólk vill fara í gömlu braggana aftur, kjósið VG, ef fólk vill engar framfarir og 0 atvinnuuppbyggingu kjósið VG, en (og ég vona) að fólk sé ekki fífl, kjósið þá rétt, ekki láta bjóða ykkur gamla súra skyrið í annari skál með meiri sykri útá til að fela óbragðið, kjósið rétt, ég ætla að treysta þeim í X-O fyrir mínu atkvæði, veit ekki um aðra.

Sævar Einarsson, 24.4.2009 kl. 11:52

49 Smámynd: Sverrir Stormsker

DoctorE: Það er rétt, VG er ávísun á að það verða hundasúrur í jólamatinn og ekkert nema hundasúrur og aftur hundasúrur. Á gamlárskvöld er svo hugsanlega hægt að raspa njóla útá ef menn ætla að vera flottir á´ðí. Þetta er framtíðarsýn VG. Allir skulu verða jafn fátækir ævina á enda og Kommúnistaávarpið verður gert að skyldulesningu í grunnskólum landsins og kynjafræði kennd sem aðalfag strax í 6 ára bekk. Allar tölvur gerðar upptækar. Öllum verður gert skylt að klæðast hvítum kynjalitalausum mussum og ganga í klossum og ferðast um á svörtum leikarareiðhjólum eða í uxakerrum. Kynlíf fyrir sextugt verður forboðið. Konum verður gert skylt að klippa sig stutt einsog trukkalessur og safna yfirvaraskeggi og köllum verðum skylt að taka kvenhormónalyf og safna brjóstum. Allir skulu verða eins og allir skulu verða alveg obboslega jafnir og allir skulu verða jafn ofboðslega leiðinlegir og allir skulu verða jafn ævintýralega heimskir. Þetta er framtíðarsýn Vinstri grænna og þessa martröð er fólk að kjósa yfir sig.

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 12:47

50 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sævarinn: Skrítið að VG skulu vera að bera þetta af sér því að Brúnka sagði bara einsog satt var að það væri í andstöðu við stefnu flokksins að vinna olíu og leita leiða til að koma okkur útúr ógöngunum því mottó flokksins væri Status Quo.

En þú ætlar semsé að kjósa Núllflokkinn segirðu, x0. Þar er örugglega fólk sem vill vel einsog reyndar í öllum flokkum. Ég tek samt undir með DoctorE þegar hann segir: "Við erum að tala um að þurfum að kjósa vangefna fávita vs vangefna vitleysinga." Þó að stefnuskráin sé fín þá er mannlegt eðli alltaf samt við sig.

Hroki eins frambjóðanda Borgarahreyfingarinnar opinberaðist átakanlega þegar hann sagði í kommentakerfi Evu Hauks að afstaða hennar skipti engu máli. Sjá HÉR. Síðast þegar ég vissi þá var Eva Hauks almennur borgari og þessi flokkur heitir jú Borgarahreyfingin sem ég hélt að væri í framboði til þjónustu við borgarana en ekki öfugt.

Svo var Ástþór kastað á dyr á opnum borgarafundi þessarar sömu hreyfingar oftar en einu sinni sem segir manni að þessi Borgarahreyfing virðist bara vera fyrir suma borgara en ekki alla. Ef þeir telja Ástþór "geðveikan" þá má benda á að maður kemur ekki svona fram við "geðveika" menn, þ.e.a.s. menn sem eru á öðru máli en maður sjálfur. Leiðist svona hroki og dólgsháttur manna sem þykjast vera málsvarar "mannréttinda," "lýðræðis" og hins almenna borgara.

Þó að þarna inná milli sé fólk sem mér líst vel á, einsog t.d. Birgitta frænka mín, þá er einhver ofboðsleg kommúnistastækja af þessu batteríi öllu sem ég vil helst ekki hafa í mínu nefi. Veit þú fyrirgefur það.

Sverrir Stormsker, 24.4.2009 kl. 13:45

51 Smámynd: Sævar Einarsson

Eina sem ég vill er endurnýjun á þessu alþingi, nýtt fólk sem hefur aldrei stigið fæti inn á þing. Þarna er sama hyskið búið að sitja svo áratugum skiptir og býður fólki gull og græna skóga korteri fyrir kosningar og stórt fokkmerki eftir kosningar. Það má vera að í X-O sé fólk sem ætti frekar heima á hæli, en alþingi er hæli svo ...

Sævar Einarsson, 24.4.2009 kl. 14:01

52 identicon

Mig langaði að seij'eitthvað smart
og eitthvað fyndið um Kollu.
Fann svo ekkert sem rímar við smart
Svo ég fór barað steikja fisk.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:24

53 Smámynd: doddý

nú er nýtt bann. það er bannað að sulla í sjónum á álftanesi því umhverfisráðherfan ætlar að friðlýsa strandlengjuna. ekki má styggja fugla og annað dót. ætli megi baða sig heima? kv d

doddý, 24.4.2009 kl. 19:49

54 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæll Sverrir

Takk fyrir góðan punkt

 Það er alveg magnað að fólk ætli að flýja "spillinguna" og kjósa vinstri græna!

Ástæðan fyrir því að vinstri grænir eru ekki tengdir neinni spillingu því þeir höfðu ekki völd! Og afhverju höfðu þeir ekki völd? Jú afþví það treysti þeim enginn!

Það að kjósa vinstri græna er mesta rugl sem maður getur gert við atkvæði sitt. Að það megi rannsaka hvort það sé olía en það má ekki vinna hana? Þetta fólk á að vinna á hálfvernduðum vinnustað ekki Alþingi.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 24.4.2009 kl. 20:00

55 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Var að sjá útskýringar VG á hringlandahættinum í öllum forsvarsmönnum flokksins síðustu daga og ... atsjúú, atsjúuu...ég held ég sé kominn með ofnæmi fyrir BS?

Helgi Kr. Sigmundsson, 25.4.2009 kl. 02:58

56 Smámynd: doddý

jæja - þá erum við allavega laus við þessa (ruglu) kollu halldórs. nú er bara að vona að vg geri ekki neitt af sér. annars veit ég ekki hvað mér á að finnast um þessar kosningar. maður horfir bara til fjalla og vonar það besta. kv d

doddý, 26.4.2009 kl. 19:55

57 Smámynd: Heimir Tómasson

Þó að þessi fádæma vitleysingur haf misst þingsæt sitt þá verð ég að viðurkenna að mér finnst VirkilegaGufuruglaðir ekki vera svo lýðræðislegur flokkur að ég hræðist að kellingardruslan komist aftur inn. Hún er jú varaþingmaður og einhverjum tindátanum verður sennilega fórnað til að hún komist inn aftur.

Ja svei!

Heimir Tómasson, 27.4.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband