Þjóðlegur heiðarleiki Vinstri grænna

frelsarinn_841720.jpgSteinríkur J. Sigfússon hefur margsagt að hann myndi frekar troða sér ofan í trjátætara en að samþykkja aðildarumsókn í ESB. Klippingin sem hann er með á hausnum virkar einsog hann hafi reynt það einhverntíma, þannig að ég trúi honum fullkomlega.

Enginn stjórnmálamaður hefur talað meira um heiðarleika undanfarna áratugi en Steinríkur, nema ef vera skyldi kollegi hans, Stalin. Ef hann samþykkir draum Jóhönnu um aðildarumsókn í ESB í skiptum fyrir ráðherrastóla þá er hann einfaldlega að svíkja kjósendur sína. Það er ekki flóknara en það. En auðvitað gerir Steinríkur það ekki. Hann er heiðarlegur stjórnmálamaður. Á íslenska vísu. Að vísu.

 

Draumur Steinríks er og hefur alltaf verið að einangra landið gjörsamlega fyrir umheiminum. Helst með gaddavír, hringinn í kringum landið. Við megum nefnilega ekki glata þjóðlegum einkennum okkar frekar en górilluaparnir í Amazon-frumskóginum. Við eigum að ríghalda í okkar þjóðlegu krónu og séríslenska hagkerfi og flytja aldrei inn í landið svo mikið sem eina erlenda radísu án þess að ofurtolla hana uppí hæstu hæðir, til að vernda alíslenska þjóðlega framleiðslu. Erlend samkeppni er frá djöflinum komin einsog allt sem viðkemur frelsi.

Allt sem gæti skapað atvinnu er stórhættulegt þjóðarhag. Það á allsekki að finna olíu og hvað þá að vinna hana. Kvótakerfið ber að styðja vegna þessa að auðlindir hafsins eiga að vera í sterkum séríslenskum sægreifakrumlum. Einstaklingsfrelsi er hreinn og tær viðbjóður sem ber að hefta eins mikið og kostur er.

Kjósendur hafa getað gengið að þessari draumsýn Steinríks vísri og þessvegna kusu þeir hann og VG.

 

Kvöldið fyrir kosningar talaði hann um heiðarleika sinn ca 10 sinnum og þá fór ég að skilja afhverju hann neitar að skila 15 millunum sem hann fékk útúr eftirlaunafrumvarpinu sem hann samþykkti skælbrosandi, og sýna þannig gott fordæmi. Það er jú vegna þess hvað hann er heiðarlegur. Þá fór ég líka að skilja afhverju hann styður kvótakerfið og hið vel heppnaða sjávarauðlindarán. Það er vegna þess hvað hann er heiðarlegur. Þá áttaði ég mig líka á afhverju hann dældi út bændastyrkjum í þau kjördæmi sem flokkur hans var valtur í, korteri fyrir kosningar. Það er jú vegna þess hvað hann er stálheiðarlegur. Þá rann líka upp fyrir mér afhverju hann lagði ekki öll spilin á borðið varðandi Evrópusambandið FYRIR kosningar og gerði kjósendum sínum það kristalskýrt að hann myndi aldrei svíkja stefnuskrá flokks síns og kjósendur sína með því að kvitta undir draum Jóhönnu og ekki kvika svo mikið sem hænufet frá einangrunarstefnu sinni. Það er náttúrulega vegna þess hvað hann er alveg hreint makalaust heiðarlegur alíslenskur þjóðlegur stjórnmálamaður.

 

Maður á alltaf að treysta fólki sem klifar á því hvað það sé heiðarlegt. Þessvegna eru bílasalar, lögfræðingar og stjórnmálamenn fólkið sem maður á að treysta fullkomlega. Helst í blindni. Þegar ég heyri einhvern segja: "Ég er heiðarlegri en Lalli Johns og Stalin, báðir til samans," þá kikna ég alltaf í hnjáliðunum og beygi mig í duftið og kýs manninn samstundis til forseta eða á þing eða til hvers sem vera skal.

 

Ísland mun aldrei svo mikið sem blikka ESB meðan Steinríkur situr á ráðherrastóli og hvað þá á þremur ráðherrastólum samtímis. Ef einhver maður svíkur ekki kjósendur sína þá er það Steinríkur því hann er maðurinn sem talar mest um séríslenskan þjóðlegan heiðarleika sinn, og við vitum jú öll hvernig íslenskur heiðarleiki er?


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Steingrímur þarf ekki nema góða skó og nesti í poka og þá getur hann gengið á vatni alla leiðina til Brussel. Hann mun því svíkja kosningaloforðin á heiðarlegan máta og íslenskir fjölmiðlar munu lofa hann fyir heiðarlega kúvendingu. Heilagur Steingrímur mun svo ganga á meðal landsmanna og blessa þá með hlýjum, heiðarlegum orðum og landið mun blómstra sakir forystu hans og heiðarleik. Blessaður sé Steingrímur heiðalegi.

Haraldur Baldursson, 4.5.2009 kl. 15:11

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vel orðað, eins og ávalt....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 4.5.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú ert óttalegur apakisi!

Björn Heiðdal, 4.5.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sverrir eigum við ekki að sjá hvað kemur út úr þessum sáttmála, ég bara trúi því ekki eins og ég hef margoft ritað á blogginu hjá mér, að Steingrímur snúi baki við kjósendum VG, ég minni á stefnuskrá VG þar sem segir orðrétt;

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað."

Verður fróðlegt að sjá hvort verði farið eftir stefnu VG, eða stefnu Samfylkingar.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.5.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Vel mælt.

Heimir Tómasson, 4.5.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur, nr. 1: Jú, það er mjög líklegt að hann muni svíkja kjósendur sína, bláeygðu græningjana, en hann mun þá líka gera það á heiðarlegan þjóðlegan alíslenskan hátt.

Sverrir Stormsker, 4.5.2009 kl. 23:27

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jakob, nr. 2: Thank´s, einsog maður segir á fornaldaríslensku.

Björn, nr. 3: Nebb. Ég og apinn eigum sameiginlegan forföður þó við líkjumst um margt. But det er en heldt anden historien, einsog maður segir á gullaldaríslensku.

Sverrir Stormsker, 4.5.2009 kl. 23:39

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ægir: Jú, það eru bara tvær persónur sem hafa fjöreggið í lúkum sér einsog sakir standa; Steingrímur og Jóhanna. Annaðhvort þeirra verður að lúffa, bresta, bakka, svíkja. Mér segir svo hugur að það verði ekki Jóhanna, því hún er margfalt þrjóskari og staðfastari og margfalt lítt ginkeyptari fyrir vegtyllum og sætabrauði, margfalt minni hóra en Steingrímur, með fullri virðingu fyrir íslenskum stjórnmálamellum. Ef hún hinsvegar bakkar þá mun hennar tími ALDREI koma aftur. ALDREI. Mjög einfalt mál.

Ef að einhverskonar "málamyndunarniðurstaða" fæst úr þessu röfli öllu saman með tilheyrandi moðreyk og óákveðni þá vil ég endilega minna á eina góða vísu og hún er svona:

Heimskingjarnir hópast saman,

hefur þar hver af öðrum gaman.

Eftir því sem þeir eru fleiri

eftir því verður heimskan meiri. 

Sverrir Stormsker, 5.5.2009 kl. 00:08

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig grunar að það sé ein staðreyndavilla í þessu hjá þér Sverrir. 

Það eru ekki górilluapar í Amason.

Magnús Sigurðsson, 5.5.2009 kl. 00:25

10 Smámynd: RE

Vertu rólegur. Það tekur tíma að lesa öll  rit eftir  Lenin og Stalin, og sjá hvort þar er ekki eitthvað sem hagt er að notað hér á okkur.

RE, 5.5.2009 kl. 02:01

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Magnús: Jú reyndar. Það hafa bæði fundist górilluapar í Amazon svo og aðrir Íslendingar. Annars eru þeir flestir í Afríku, þ.e.a.s. þessir kafloðnu. Til fróðleiks má geta þess að górilluapar og simpansar eru skyldari okkur karlöpunum genatískt en konur, og það má ekki undrun sæta. Sjálfur hef ég getað skilið marga apa.

Sverrir Stormsker, 5.5.2009 kl. 02:14

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

RE: Lenin sat mikið við bæklingaskriftir en Stalin nennti því ekki, sem betur fer. Ef svo hefði verið þá væri stefnuskrá Vinstri grænna efalaust mun meiri að vöxtum.

Sverrir Stormsker, 5.5.2009 kl. 02:23

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

VInstri Grænir höfðu val þegar þeir völdu sér systurflokk í Þýskalandi...Die Grünen, eða PDS. PDS er gamli kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands. Vitanlega völdu Steingrímur og co. PDS ! Hvar annars staðar eiga gamlir Stasi vinir að leggja sinn hatt ? Græni liturinn er bara svona til sýnis og gefur tilefni til umræðna, því fólk er orðið svo latt að tala um kommúnistaávarpið.

Haraldur Baldursson, 5.5.2009 kl. 10:08

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur: Einhversstaðar verða víst Stasi vinir að vera. Svavar Gestsson og fleiri góðir kommúnistar voru bendlaðir við þá glæpaklíku á sínum tíma og þótti mikil hneisa. Í dag þykir hinsvegar fínt að vera í VG . Flokkur einsog VG gæti aldrei blómstrað í heilbrigðu þjóðfélagi. Svona flokki hinsvegar vex ásmegin þar sem er veraldlegt og andlegt gjaldþrot. Menn hlaupa í faðm VG þegar allt annað hefur farið til helvítis. Þegar upp er staðið er þó heitara í VG.

Sverrir Stormsker, 5.5.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband