Þjóðin var myrt en enginn drap hana

Útrásarvíkingaskápur.jpgÓlafur Þór Hauksson ber titilinn "sérstakur saksóknari" sem hlýtur að vera vísun í það að hinir séu ekkert sérstakir. Fyrst núna, um hálfu ári eftir hrunið, er loksins farið að róta í einhverjum löngu tæmdum skúffum og sótthreinsuðum líkskápum og yfirheyra einhverja dúdda og myglusveppi. Hvað þarf að gerast til að það vakni "rökstuddur grunur" um að eitthvað sé ekki alveg einsog það á að vera?

 

Þegar hundruð milljarða voru selfluttir úr Ice"save" út í buskann, vaknaði þá aldrei "rökstuddur grunur" um að eitthvað pínulítið spúkí hlyti nú að vera í gangi? Réttlætti sá gjörningur ekki að taka forsvarsmenn þessa undarlega kompanís til yfirheyrslu? Menn eru settir í gæsluvarðhald af ca milljón sinnum minna tilefni.

 

Þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann í kjölfarið, vaknaði þá aldrei örlítill vottur af "grun" um að það gæti nú hugsanlega verið einhver ástæða fyrir því, fyrir utan timburmenn Gordons Gin Brown? (Gauð Haarde þorði náttúrulega aldrei að lyfta upp tólinu til að komast að því sjálfur).

 

olafur-sigurdur-sheik.jpgÞegar stórfurðuleg viðskipti Ólafs Ólafssonar og Kaupþings við einhvern sjeikí Arabíu-Lawrence og hundruð milljarða tilfærslur komu fram í dagsljósið, (viðskipti sem Ólafur sagðist hafa átt við hann til að græða örugglega ekki eina krónu á þeim sjálfur), þurftu þá að líða margir mánuðir þangað til einhver sagði: "Vitiði strákar, ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að það sé ekki alveg allt með felldu í sambandi við þetta dæmi, þrátt fyrir að það hafi verið Dabbi djöfull sem sendi okkur bréfið um að Kaupþing starfaði líklega ekki alveg eftir reglum himnaríkis."

 

doddsson_wanted_dead_or_alive.jpg(Merkilegt að búsáhaldartrommuleikurunum skyldi aldrei hafa dottið í hug að ónáða neina af útrásarhetjunum. Davíð skyldi hinsvegar böggaður úr Seðlabankanum með eggjakasti og sprengingum hvað sem tautaði og raulaði, enda væri þar á ferðinni einhver sá alhættulegasti maður sem jarðarkringlan hefði alið. Hann var THE most wanted asshole of the planet - dead or alive - dead or a stonedead - í nafni Guðs, sonar og heilags Baugs. Það yrði bókstaflega að fá norskan farandhagfræðing í hans stað til að hækka stýrivextina til himnaríkis. Þá myndi allt komast í himnalag, ég tala nú ekki um ef jarðfræðingurinn og íþróttafréttamaðurinn Steingrímur J. yrði fjármálaráðherra og flugfreyjan Jóhanna yrði forsætisráðherfa. Þá væri okkur endanlega borgið. Segir sig sjálft. Enda er allt í orden í dag, einsog sést).

 

Þegar eitt stykki land fer á hvínandi kúpuna, vaknar þá virkilega ekki nægilega "rökstuddur grunur" um að eitthvað sé nú bogið við þetta mambó alltsaman sem réttlætir að taka þá engla í smá spjall sem líklega hafa nú ekki allt of hreina vængi á bakinu, fyrr en hálfu ári eftir að allt fór til helvítis? Ég hef ansi sterkan og "rökstuddan grun" um að Jón Jónsson væri kominn í dýflissu samdægurs ef minnsti grunur léki á að hann hefði stolið nokkrum íslenskum flotkrónum úr spreðigleðibönkum útrásarhöfðingjanna.


mbl.is Unnið úr leitinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hressileg færsla að vanda.
Ég ætlaði að blogga eitthvað um fréttina en rakst þá á þessa færslu Hlyns Þórs og sá að ég hafði engu við að bæta. Þið eruð helvíti góðir, hvor á sinn hátt.

Haraldur Hansson, 23.5.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hressileg?Heldur betur,   ætli Gordon hafi sterka Ginhvöt?? 

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Einar B  Bragason

Það var OG ,'=)

Einar B Bragason , 23.5.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Magnaður pistill hjá þér Sverrir.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 23.5.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta bankahrun kom á góðum tíma fyrir mig - ég átti smá aukpening sem ég hafði verið að vefjast fyrir mér hvernig ég ætti að nota - nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því -

Óðinn Þórisson, 23.5.2009 kl. 20:27

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Alltaf skemmtilegir orðhákarnir................

Sólveig Hannesdóttir, 23.5.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Ómar Ingi

Góður en mér finnst eins og ég hafi sagt það áður

Ómar Ingi, 23.5.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Helvíti góður.Hvað þarf langan tíma að ná í þessa kalla?

Haraldur Huginn Guðmundsson, 24.5.2009 kl. 07:17

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Davíð benti á Baug (Glitni), þá fór allt af stað, Davíð bendir á Kaupþing og þá fór allt af stað. Nú er bara spurning hvenær Davíð bendir á IceSave og Landsbankann!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.5.2009 kl. 08:14

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Icesave var bomban í lestinni. Það stóðu allir í þeirri meiningu (líka ESB) að ábyrgðirnar hvíldu á innistæðulöndunum.

Svo lásu menn smáaletrið.

Ragnhildur Kolka, 24.5.2009 kl. 09:41

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þakka kommentin gott fólk.

Kjartan. Spurning hvort það ætti ekki bara að láta Dabba stjórna rannsókninni. Það er sagt að í Bandaríkjunum séu tvö réttarkerfi: Eitt fyrir hina ríku og annað fyrir hinn almenna borgara. Kannski er þetta eins á Klakanum.

Ragnhildur. Alltaf að lesa smá letrið, sérstaklega þegar maður gerir díl við Íslendinga. 

Sverrir Stormsker, 24.5.2009 kl. 18:29

12 Smámynd: Þórður Bragason

Haha, skemmtileg lesning og því miður allt of sönn.  En við erum nú heppin að eiga silfurskottu sem reddar þessu öllu fyrir okkur, ekki satt

Þórður Bragason, 24.5.2009 kl. 20:20

13 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þórður. Já, Grámosinn græjar þetta alltsaman. Verst hvað það skuli hvíla mikil leynd yfir öllu sem þessi Sovét-Ísland óskastjórn er að bauka, þveröfugt við það sem hún sagði fyrir kosningar; að allt skyldi vera uppá borðinu.

Það er einsog James Bond sitji við stjórnvölinn, nema hvað sá gæi lét hendur standa fram úr ermum og kláraði sín verkefni með sóma og fór ekki á taugum ef hann vissi af berri stelpu vera að dansa einhverstaðar.

Sverrir Stormsker, 25.5.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband