Munurinn á stjórnmálamönnum og almennum borgurum

amma_gamla.jpgÞessa hryllingssögu sagði amma mér þegar ég var á viðkvæmasta aldri. Eitthvað um fertugt. Þess má geta til fróðleiks, þó það komi sögunni ekki beint við, að hún vann lengst af við þjónustustörf á hinum ýmsu götuhornum stórborganna og var vel rið...liðin af öllum sem til hennar leituðu.

Ég hafði spurt ömmu gömlu: "Amma gamla, er einhver svo mikill munur á stjórnmálamönnum og okkur, þessum svokölluðu almennu borgurum? Ég meina, eru þeir ekki líka fólk? " Amma setti upp vandlætingarsvip og hristi hausinn einsog ég væri orðinn eitthvað geðveikari en venjulega og jafnvel á leiðinni inná þing. Svo varð hún íbyggin á svip, strauk sér um ósnyrt skeggið og plokkaði flatlýs uppúr nærbuxunum sem hún kramdi annarshugar milli fingranna. Loks tók hún til máls og sagði mér eftirfarandi sögu:

 

skíthaus.jpgDag einn fór prestur til rakarans. Eftir klippinguna spurði hann hvað hann ætti að borga mikið og rakarinn svarar:

"Ég get ekki fengið af mér að taka við peningum frá heilögum ríkisstarfsmanni - himnaríkisstarfsmanni. Sumir segja að þið séuð atvinnulygarar og skíthausar en það er guð einn sem dæmir að endingu. Ég gaf þér klippingu við hæfi. Allt í boði hússins."

Presturinn þakkar kærlega fyrir sig og fer sína leið. Daginn eftir þegar rakarinn mætir til vinnu sér hann hvar þakkarkort liggur við dyrnar og nokkrir kassar af þrælsterku messuvíni og heilu pokarnir af oblátum með paprikubragði.

 

lífvörður Ólafs konungs Grímssonar.jpgStuttu síðar kemur lífvörður hans hátignar, Ólafs Ragnars, í klippingu. Hann er með afar langan haus, einsog lífverðir af gamla skólanum eru yfirleitt með, og býst því við að þurfa að borga einhverja reiðinnar býsn. Eftir þessa líka fínu herraklippingu spyr lífvörðurinn hvað hann eigi nú að borga margar milljónir flotkróna fyrir herköttið. Rakarinn svarar:

"Þó að svínaflensuna megi kannski rekja til Óla grís þá er Ólafur konungur hreinn dýrð...dýrlingur og ég kann ekki við að þiggja peninga af manni sem er í þjónustu hans hátignar. Ég ætla ekki að svína á þér. Þú færð þetta frítt."

Lífvörðurinn þakkar pent fyrir sig og gengur hamingjusamur á braut. Þegar rakarinn mætir til vinnu daginn eftir bíður hans þakkarkort við dyrnar og heill haugur af fálkaorðum og stórriddarakrossum.

 

hagfræðiprófessor.jpgStuttu síðar birtist hagfræðiprófessor með stærðar skalla sem minnti á gatið á ósónlaginu. Þrjú einmanaleg hár stóðu uppúr hausnum á honum einsog kaktusar í eyðimörk.

"Fá hjá þér eina kótelettuklippingu," segir spekingurinn.

"Einmitt. Þú ert akkúrat með hráefnið sem þarf í væna kótelettu. Þrjú ýlustrá. Ekki málið," segir kraftaverkalæknirinn og fer að klippa og klippa einsog hann eigi lífið að leysa þannig að það er einsog 10 skæri séu á lofti samtímis. Eftir hamaganginn spyr prófessorinn hvað hann eigi nú að borga honum margar alíslenskar fallnar flotkrónur fyrir áreynsluna. Rakarinn svarar:

"Þú ert illa launaður kallinn minn og ég hef ekki brjóst í mér til að vera að taka við peningum af aumingjum og vesalingum sem kunna ekki að telja upp að þremur. Þar að auki ertu með jafn lítið á hausnum og í honum svo þetta er ekkert mál. Þetta er ókeypis."

Prófessorinn klökknar af þakklæti og gengur bljúgur á dyr. Morguninn eftir þegar rakarinn mætir til vinnu bíður hans þakkarkort við innganginn og heilu raðirnar af bráðnauðsynlegum fróðleiksbókum einsog t.d:  "How to Improve Your Business," "Becoming More Successful" og "How to Rape a Nation Without Breaking Your Dick" o.s.fr.

 

stjórnmalamaður.jpgStuttu síðar sest stjórnmálamaður í stólinn og hann fær þessa líka skínandi fínu mafíósaklippingu. Stjórnmálamaðurinn brosir breitt þannig að skín í blóðrauðar vígtennurnar og þegar hann spyr hvort hann neyðist ekki til að borga eitthvað fyrir þetta, segir rakarinn: 

"Heyrðu elsku vinur, þú ert að vinna óeigingjarnt og stórkostlegt starf fyrir okkur smælingja þessa lands. Þú hugsar aldrei um eigin hag heldur aðeins þjóðarhag. Þú hefur harðsoðið fjöregg þjóðarinnar í hendi þér og vinnur fórnfúst starf sem þjónn almennings og ég get ekki fengið af mér að rukka slíkt erkifí...slíkan erkiengil."

Stjórnmálamaðurinn brosir allan hringinn, hoppar uppúr stólnum af kæti og hraðar sér út. Morguninn eftir þegar rakarinn mætir til vinnu sér hann hvorki þakkarkort né gjafir við dyrnar einsog svo oft áður heldur einungis langa biðröð af stjórnmálamönnum.

 

Amma gamla sagði að þetta væri grundvallarmunurinn á stjórnmálamönnum og almennum borgurum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Amma þín var spekingur og ótrúlega skemmtileg kona.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 12:27

2 identicon

Snilld Sverrir eins og alltaf

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Margrét Sigurðardóttir, 28.5.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Falleg saga....ég geri ráð fyrir að greyið rakarinn hafi þá lifað af því að klippa sjómenn og verkamenn...

Haraldur Baldursson, 28.5.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Svanur, já amma gamla var gull af konu, einsog femínistarnir myndu orða það.

Þakka ykkur Ragna og Margrét. Alltaf gaman að fá blikk og bros á þessum síðustu og bestu tímum.

Sverrir Stormsker, 28.5.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur, já þetta er virkilega falleg og hugljúf hryllingssaga verð ég að segja. Sjálfur kann ég engin frekari deili á þessum blessaða rakara. Býst við að hann hafi lifað á gjöfum frá þeim sem hann klippti frítt. Þannig hefur hann líklega geta bætt sér skaðann af því að klippa afæt...stjórnmálamenn.

Sverrir Stormsker, 28.5.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Kolbeins

Það er alveg sama hvað þú skrifar, þú ert skemtilegasti penni og húmoristi sem til er á blogginu  og þó víðar væri leitað.

Kolbeins, 28.5.2009 kl. 15:53

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skinsamur rakari, hann hefur allavega ekki borgað skatta af öllum þessum klippingum til að halda stjórnmálamönnunum uppi, enda nóg að klippa fíflin frítt.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Kolbeins. Ég þakka lygina

Magnús. Einsog ég segi, ég veit engin frekari deili á þessum flinka rakara og fór því miður aldrei til hans, einsog sjá má.

Hann hefði nú alveg mátt fara aðeins í eyrun á stjórnmálamönnunum og gefa þeim smá svona Van Gogh klippingu. 

Sverrir Stormsker, 28.5.2009 kl. 16:36

10 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Miðað við myndina er amma þín fríðleikskona. Fúlskeggjuð, greindarleg og barmfögur.  Er þetta örugglega amma þín?

Berglind Guðmundsdóttir, 28.5.2009 kl. 17:21

11 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Meira brosandi í lokin en í upphafi. En greinilegt að þegar einn pissar þurfa þeir allir.

Hörður Valdimarsson, 28.5.2009 kl. 18:48

12 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Er hægt að nálgast æfiminnigar ömmu þinnar einhvers staðar, hún hljómar og lýtur út fyrir að vera afa áhugaverð kona. 

Kjartan Björgvinsson, 28.5.2009 kl. 19:50

13 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Fróðleg kona hún amma þín, lét hún snyrta skeggið hjá þessum rakara?

Jón Á Grétarsson, 28.5.2009 kl. 20:50

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Afi þinn var rugludallur!!  (Mikki refur).

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.5.2009 kl. 23:04

15 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nú skil ég af hverju þú ert svona milil skepna og ruddi.  Þetta er allt ömmu þinni að kenna!  Ég held að ég verði að taka þig í sátt.  Þú getur auðvitað ekker að þessu gert.

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 00:27

16 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berglind. Jebb. Þetta er nákvæmlega hún amma gamla og allsekkert flóknara en það. Get ekki annað en tekið undir með þér þegar þú segir að hún sé fúlskeggjuð, greindarleg og barmfögur. Hún var einmitt stundum kölluð fröken KGB, sem var skammstöfun fyrir Kafloðin, Greindarleg og Barmfögur.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 06:20

17 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hörður. Þegar ein kýrin mígur verður annarri mál. Hið besta mál.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 06:25

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Kjartan. Já, hún var afar áhugaverð kona einsog þú segir. Allir hennar kúnnar voru sammála um það. Þú ert greinilega ekki sá eini sem færð standara við að sjá skeggjaða konu.

Það er því miður hvergi hægt að nálgast æviminningar hennar, en það er hægt að nálgast hana sjálfa í Gufuneskirkjugarðinum, ef þú ert eitthvað fyrir svoleiðis.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 06:33

19 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jón Á. Af myndinni af ömmu gömlu að dæma þá finnst mér ekki ólíklegt að rakstur hafi ekki beint verið í fyrsta sæti á áhugamálalistanum. Efast stórlega um að hún hafi legið í rökurum þó að þeir hafi náttúrulega legið í henni. Legið í henni var reyndar frægt um allan bæ. Allir þekktu það út og inn, út og inn, út og inn, út og inn. Og út og inn. Nema afi. Það lá alltaf vel á henni. Það er að segja: Menn lágu alltaf vel á henni. Hún fór sjaldan til rakara en þeir fóru hinsvegar oft til hennar og komu vel rúnir heim. Alveg inn að skyrtunni. Sem var mjög gott mál.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 07:05

20 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga sæta. Afi gamli var enginn rugludallur. Þó hann hafi farið í kynskiptiaðgerð um sjötugt þá er ekki þar með sagt að hann hafi verið eitthvað undarlegur.

Hann var t.d. aldrei ákærður formlega fyrir morðið á Kennedy.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 07:11

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Theódór. Ég er voðalega líkur ömmu gömlu um margt, fyrir utan skeggið, brjóstin, kjallarann og allt það. (Reyndar var sagt um mig sem hvítvoðung að ég hefði bartana hennar ömmu). Amma mátti t.d. ekkert aumt sjá. Án þess að sparka í það. En það var vel meint.

Sverrir Stormsker, 29.5.2009 kl. 07:19

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Pakkaðu niður!!   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.5.2009 kl. 10:54

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Annar brandari; Geir Ólafs er orðinn "verndari" Fjölskylduhjálparinnar.

Er það von að fjölskyldur flosni nú upp í bílhlössum og hjónaskilnaðir séu í sögulegu hámarki.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.5.2009 kl. 16:39

24 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 29.5.2009 kl. 23:44

25 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga babe. OK, ég skal pakka niður einn tveir og bingó. Fer samt ekki uppí vél fyrr en eftir ca mánuð. Er búinn að skoða svo marga dýragarða í Asíu að ég verð nú að fara að kíkja uppá Klaka og rifja upp kynni mín af öðrum bavíönum.

Talandi um bavíana. Er Geir Ólafs vinur vor orðinn verndari Fjölskituhjálparinnar? Frábært. Geir er reyndar drengur góður. Fyrir nokkrum mánuðum gegndi hrossalæknir starfi fjármálaráðherra. Núna erum við með jarðfræðinginn og íþróttafréttaritarann Steingrím Joð. Geir Ólafs hlýtur að vera rétti maðurinn sem verndari Fjölskituhjálparinnar. Segir sig sjálft. Skil ekki afhverju Kolbrún Halldórs skuli ekki vera forsætisráðherfa. 

Sverrir Stormsker, 30.5.2009 kl. 08:40

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Erlingur. Flatlús er ættgeng. Það vita allir. Meiraðsegja hreinir sveinar. Ef tildæmis mamma þín hefur gegnt starfi skipamellu þá er alveg borðliggjandi að þú hafir ekki flóafrið í kjallaranum. Ég er ekki að segja að hún hafi gegnt þessu starfi, en það er þetta stóra EF.

Það verða ekki persónuleikabreytingar á stjórnmálamönnum eftir kosningar - þessum blessuðu kommúnistastjórnmálamömmum okkar sem vilja hafa vit fyrir okkur fullorðnum. Kjósendur hinsvegar eru glærari og trúgjarnari en allt sem glært og trúgjarnt er. Það er grundvallarvandamálið. Þjóðin er minnislausari og heimskari en gullfiskur og fæðist á fjögurra ára fresti. Er sjálfri sér verst. Því miður.

Ómar. Smæl

Sverrir Stormsker, 30.5.2009 kl. 08:53

27 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Thumbs up - frábær lesning, má ekki dreifi henni á netföng þingmanna og annarra embættismanna?

Gísli Foster Hjartarson, 30.5.2009 kl. 09:11

28 Smámynd: Sverrir Stormsker

Gísli. Alveg guðvelkomið. Er reyndar ekki viss um að þeir kunni allir að lesa en sakar ekki að prófa.

Sverrir Stormsker, 30.5.2009 kl. 09:17

29 identicon

Ég elska....Fólk eins og þig.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 22:28

30 Smámynd: Sigurjón

Heill og sæll Sverrir.

Skýrleikskona hún amma þín augljóslega.  Ég er gjörsamlega á móti stjórnmálamönnum, hvar í f(l)okki sem þeir kunna að vera.  Það eina sem þeir hugsa er að ná í völd, halda þeim og skara eld að sinni köku og sinna nánustu ættingja og vina.

En, alltaf gaman að lesa pistlana þína Sverrir.  Hvar í Asíu ertu annars um þessar mundir?

Kv. Sjonni

Sigurjón, 31.5.2009 kl. 03:13

31 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hallgerður. Þakka þér. Ég elska fólk einsog þig sem elskar fólk einsog mig

Sigurjón. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er til hugsjónafólk í röðum stjórnmálamanna en það er einhvernveginn einsog þær gufi ansi fljótt upp þegar þeir komast að kjötkötlunum. 

Fólk hugsar fyrst og fremst um eigin vömb og græðgin eykst því meira sem menn eignast. Það þarf ansi sterkan karakter til að þola góða daga. Þetta er bara mannlegt eðli. Semsé: Skítlegt. Aðrar dýrategundir virðast alveg vera lausar við þetta, enda flestar komnar lengra en við á þroskabrautinni.

Ég veit ekkert hvar ég er staddur í Asíu um þessar mundir. Mér nægir að vita að ég sé ekki á Íslandi

Sverrir Stormsker, 31.5.2009 kl. 10:18

32 Smámynd: Sigurjón

Blessaður.

Jú, það hafa margir hugsjónir sem hverfa jafn hratt og súkkulaðibitarnir í nammiskálinni hjá mér þegar komið er í áhrifa- og valdastöðu.

Habbðu það svo gott í beztu heimsálfunni (ég er alveg sammála þér að Asía er toppurinn), hvar í landi sem þú ert...

Sigurjón, 31.5.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband