Friðarsúlan kom og friðurinn hvarf

frygðarsúlan.jpgÞó að flestir líti eflaust á friðarsúluna hennar Yoko Mono sem stærsta reðurtákn sem sést hefur á byggðu bóli, einskonar frygðarsúlu, þá eru samt sumir sem sjá í henni mannlega reisn í öðrum skilningi. Líta á hana sem tákn friðar, en einsog allir vita þá verður friðar best gætt með loftvarnarljóskösturum einsog þessum. Þessi súla hennar Yoko er semsé ekki bara óráð gamallar atvinnuekkju sem veit ekki hvað hún á við tímann að gera, heldur líka óráð gamallar listaspíru sem veit ekki hvað hún á við tímann að gera. Sjálfur hallast ég að því að þessum loftvarnarljóskastara hljóti að fylgja álög og bölvun. Dæmi:

Aðeins örfáum dögum eftir að Yoko kveikti fyrst á “friðar”súlunni, eða hvað þetta nú er, þá sprakk borgarstjórn Reykjavíkur í loft upp. Gamla góða Villa var sturtað niður og Ólafi F. lækni troðið með læknisvottorði í borgarstjórastólinn. Ráðhúsið logaði í óeirðum og ófriði.

 

 

 

bankaeyjan-frimerki_934787.jpgLengi getur vont versnað

 

Þegar “friðar”súlan var tendruð í annað sinn þá hrundi bankakerfið til grunna og allt fór rakleitt til helvítis. Í kjölfarið rak hvert áfallið annað: Gjaldþrot heimila, fólksflótti, Borgarahreyfingin, atvinnuleysi, botnfall krónunnar. Fólk þurfti að fara úr 12 ára viskíi í landa og útrásarhetjur úr kóki í diet kók. Helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms komst á koppinn og hellti svo úr honum yfir þjóðina. Þessi hreina vinstri stjórn réð hreina öfgafrjálshyggjudúdda í AGS sem yfirstjórnendur peningamála. Hún skuldbatt þjóðina á höndum og fótum. Ekkert mátti verða til að losa tungu hennar af botni ESB.

Aldrei fyrr í sögu íslensku þjóðarinnar hefur annar eins ófriður ríkt á Íslandi og eftir að kveikt var á friðarsúlunni hennar Yoko.

 

 

yoko_mono.jpgYoko og Jóka eru ekki að djóka

 

Svo þegar maður hélt að verra gæti það ekki orðið, tæpu ári eftir hrun, hvað gerðist þá? Jú, mætti ekki kellingarálfurinn enn einu sinni með öll sín sólgleraugu og allt sitt rugl, í sínu kolsvarta galdradressi með stromphatt einsog páfinn og fór að kyrja eitthvað akabradabra nonsens í Hafnarhúsinu og kveikti svo í ofanálag enn eina ferðina á þessum hörmungar ófriðardrjóla sínum.

Og viti menn: Í sömu andrá dundu hörmungar yfir okkur sem aldrei fyrr: Félagsmálaráðherra fór að kynna áætlanir sínar til “bjargar” heimilum landsins, Davíð ráðinn ritstjóri Moggans, Jóhanna Sig. lét sjá sig í dagsbirtu og ítrekaði ábyrgð barnabarnanna á einkabankanum sem fixaði Icesave-snilldina, Ögmundur stökk ælandi frá borði, Serðir Monster gaf út plötu, Stormsker fór að skrifa pistla í Moggann, og til að bæta gráu ofaná svart þá fór Steingrímur J. að hugsa, – upphugsa skattpíningarstefnu til að koma þjóðinni alveg endanlega undir vinstri græna torfu. Það er nefnilega ekki nóg að varpa skuldum bankakrimma á breitt bak þjóðarinnar, það verður að skattpína hana útúr kreppunni og alveg útúr heiminum ef að stefna “velferðarstjórnarinnar” á að ganga upp.  

Allt virðist springa í loft upp sem japanska galdranornin kemur nálægt; Bítlarnir, Lennon, Hiroshima, Nagazaki, World Trade Center og núna Klakinn. Ef að stjórnin springur líka þá eigum við henni þó allavega eitthvað að þakka.

 

 

(Þessi grein birtist í Mogganum í morgun)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Frábær pistill þú kant að koma fyrir þig orði.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.11.2009 kl. 17:10

2 identicon

Þarf ekki að senda kellu til Englands og Hollands

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ófriðarsúlan hennar Yoko.

Ómar Ingi, 21.11.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ragnar, það ætla ég rétt að vona þakka þér fyrir.

Árni, góð hugmynd. Hún myndi geta gert mikið "gagn" þar.

Sverrir Stormsker, 21.11.2009 kl. 19:45

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar, þessi frygðarsúla hlýtur að kveikja í kellingum.

Sverrir Stormsker, 21.11.2009 kl. 19:48

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigríður, já þetta er alveg svakalega "sérkennilega tengd athugasemd" einsog þú segir. Skil ekki hvernig ég gat látið hvarfla að mér að tengja þetta saman eða bara að minnast á þessa bráðnauðsynlegu súlu yfir höfuð í þessu samhengi. Þetta er grafalvarlegt mál. Biðst hér með innilegrar afsökunar á þessari vitleysu.

Sverrir Stormsker, 21.11.2009 kl. 20:00

7 identicon

hahhaha góður já og takk fyrir síðast.

(IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Jens Guð

  Ef ég man rétt (sem er óvíst) veiktist Ólafur F.  hastarlega og lenti inn á geðdeild þegar Yoko tendraði súluna fyrst.  Í kjölfar braust út ófriður í borgarstjórn,  borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk og Villi hrökklaðist úr borgarstjórastól.

  Það var í annað skipti er Yoko tendraði súluna sem Ólafur F.,  læknir,   framvísaði læknisvottorði um að hann væri með albata,  ófriður braust út í borgarsstjórn með það sama og borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk.  Ólafur varð borgarstjóri.

Jens Guð, 22.11.2009 kl. 00:36

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurlaug, já takk fyrir síðast sömuleiðis. Verulega hressandi

Sverrir Stormsker, 22.11.2009 kl. 05:22

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jens Guð, gamli góði Villi bauð mér á fyrirlestur Yoko í Orkuveitunni og mér fannst hún alveg ágæt. Reyndar aðeins of mikill hippamussukommafílingur yfir þessu öllu fyrir minn smekk en þetta slapp nokkurnveginn fyrir horn hjá henni.

Spjallaði svo pínupons við hana eftir fundinn og fannst skrítið að hún var smærri en orðin sem hún lét útúr sér; en hún er við dvergamörkin, sem eru ca 1.55. Hún var mjög tortryggin, skiljanlega, og það fór ekki á milli mála að hún hélt að ég væri leigumorðingi, enda var ég í nasistafrakkanum, sem var kannski ekki alveg nógu heppilegt.

Hún kipptist til við minnstu hreyfingu mína; þegar ég fór í vasann eftir vindli þá greip hún fyrir andlitið alveg handviss um að ég væri að teygja mig eftir skammbyssu og nú væri dauðastundin runnin upp. Þegar ég smellti fingri á kveikjara þá rak hún upp vein einsog ég væri nýbúinn að hella yfir hana bensíni.

Kellingin þarf að læra að slaka aðeins á úr því hún er með allar þessar friðarhugmyndir í kollinum og vissu um óendanlegan kærleika hvers manns.

En hvað varðar Ólaf Eff þá er hann toppnáungi einsog þú veist og hæfari en margur sem nú situr í borgarstjórn. Gott hjá kallinum að fara fram á heilbrigðisvottorð annarra borgarfulltrúa.

Sverrir Stormsker, 22.11.2009 kl. 05:33

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það klikkar ekki hjá þér skemmtikraftur!  Gat líka verið að taktar kellingarinnar væru  skiljanlegir,  vindillinn olli henni spennu og gat þýtt  óendanlegan  kærleika, hún gat allt eins haldið að þú  værir forseti,svona eins og í Bna.

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2009 kl. 08:01

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sverri má ekki frekar tengja hrunið við það að öreindahraðallinn fór í gang fyrir 14 mánuðum...og nú er hann aftur farinn að sprikla.... HRUN II er þá væntanleg á dagskránni næst :http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8372737.stm

Haraldur Baldursson, 22.11.2009 kl. 13:53

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað skal þá gera Sverrir minn? Slökkva á vasaljósinu hennar Jókó, eða leyfa fryggðartákninu að loga og kalla yfir okkur meiri böl?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.11.2009 kl. 14:14

14 Smámynd: Hannes

Skemmtileg grein hjá þér Sverrir. Það er á hreinu að við við eigum að gefa Bretum og Hollendingum hana.

Hannes, 22.11.2009 kl. 14:33

15 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Gáfulegast í stöðunni væri að breyta þessari friðarsúlu í "Batman merki", enda ganga glæpamenn lausir og rústa okkar samfélagi, aðeins Batman getur bjargað okkur frá Skattman..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 22.11.2009 kl. 14:33

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Legg til að helferðarstjórnin verði látin príla upp súluna. Alveg upp í topp. Svo slökkvum við á henni. For good - í tvennum skilningi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.11.2009 kl. 14:56

17 identicon

Hef varla séð betri tillögu lengi en þessa frá Helgu, vildi bara að mér hefði dottið þetta í hug en það hafa bara ekki allir hugmyndaflugið hennar, því miður.

(IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 17:38

18 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Drepfyndinn pistill, og Helga Guðrún góð líka sem og aðrir hermenn skersins. 

Nær ekki súlu skömmin all leið til himnaríkis?   

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.11.2009 kl. 02:30

19 Smámynd: Billi bilaði

Djöfull hef ég lélegan húmör.

Billi bilaði, 23.11.2009 kl. 10:21

20 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga Kristjáns, já vindillinn hefur líklega komið Yoko úr jafnvægi. Hún hefur haldið að ég hafi ætlað að fara að tala við hana á clintonsku. Það er nú svosem ekki svo slæmt. Engin kona hefur hingaðtil kvartað yfir svoleiðis "samræðum."

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:40

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur, þú segir nokkuð. Öreindahraðallinn hlýtur jú að spila ekki minni rullu í þessu öllusaman en friðarsúlan. Ekki nokkur einasta spurning. Við skulum allavega “ekki vera að leita að sökudólgum” meðal útrásarkónga og stjórnmálamanna einsog Geir Haarde sagði svo spaklega fljótlega eftir hrun.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:42

22 Smámynd: Sverrir Stormsker

Guðsteinn Haukur, við verðum að fara að slökkva í þessari frygðarpípu ef landið á ekki að sökkva í sæ. Ekki seinna en strax.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:44

23 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hannes, ekki slæm hugmynd að gefa Bretum og Hollendingum súluna í jólagjöf. Það væri mátulegt á þá. Bara soldið erfitt að kötta hana í tvennt og gefa þeim sinnhvorn helminginn. Mæli frekar með því að Yoko hóti að fara í tónleikaferð til Bretlands og Hollands og neyði þá þannig til uppgjafar í Icesave-deilunni.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:49

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jakob Þór, held að hvorki Batman né guð geti bjargað okkur frá Skattman, með fullri virðingu fyrir Batman. Engu að síður góð ídýfa. Setjum málið í nefnd.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:52

25 Smámynd: Sverrir Stormsker

Helga Guðrún, hér koma bara flottar hugmyndir á færibændi. Mikið væri nú gaman ef það væri hægt að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd í snarhasti. Afhverju komu engar þessara hugmynda fram á Þjóðfundinum? Þar kom bara fram einhvað óraunsæi og rugl einsog að óska eftir “heiðarleika,” einsog slíkt fyrirbæri finnist hér á Íslandi! Alveg gaga.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 16:56

26 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurlaug, tek undir það að Helga vínkona mín hefur skáldlegt hugmyndaflug. Besta merkið um það er að hún heldur að Klakanum sé viðbjargandi

 

Billi bilaði, það er ekkert að því að vera andlegur öryrki.

Sverrir Stormsker, 23.11.2009 kl. 17:02

27 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það kemur líklega femínistum spánskt fyrir sjónir að það var kona sem breytti Íslandi í stórasta súlustað í heimi

Jóhann Kristjánsson, 23.11.2009 kl. 22:27

28 identicon

Aha!  mitt hugarflug er þá ekki svo slæmt eftir allt,  því þeirri hugsun ( að landanum sé viðbjargandi)  deili ég með Helgu minni þó við séum ekki enn búnar að ná því marki að verða vín-konur ennþá eins og þú orðar það , við erum enn á vinkonu stiginu

(IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 23:21

29 Smámynd: Gulli litli

Ja, ég er ekkert hissa á að Bítlarnir deyji einn af öðrum.......

Gulli litli, 23.11.2009 kl. 23:28

30 Smámynd: Hannes

Sverrir góð hugmynd að senda hana Yoku í tonleikaferð til Hollends og Bretlands í tonleikaferð. Það er hægt að senda súlluna í 6mán til Hollands og sex mánuðuði í Bretlandi.

Hannes, 23.11.2009 kl. 23:39

31 Smámynd: Sævar Einarsson

Og til að bæta gráu oní svart er mín súla farinn að slappast eftir að þessi súla kom !

Sævar Einarsson, 24.11.2009 kl. 04:04

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Typpatáknið reist = ófriður   ...

Góð ábending hjá þér Sverrir!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.11.2009 kl. 14:13

33 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhann, já kannski frekar óheppilegt fyrir femmurnar. En annars hef ég nú aldrei litið á Yoko beint sem konu, - frekar sem svona einhverskonar hobbita.

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 20:48

34 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurlaug, Helga Guðrún er góð vinkona og ekki síðri vínkona. En einsog ég segi í málshættinum góða: “Betra er að slettist uppá vinskapinn en vínskápinn.”

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 20:50

35 Smámynd: Sverrir Stormsker

Gulli litli, fyrir nokkrum árum söng Yoko einhverjar galdraþulur fyrir Paul McCartney og viku síðar kynntist hann hinni innfæddu einfættu Heather Mills sem tók hann á löppina sem eftir var og svo í nefið og síðan er hann búinn að eiga hana á fæti.

Þar á eftir tók Yoko lagið fyrir George og nú er hann djúpt sokkinn. 6 feet under.  

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 21:03

36 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hannes, það er rétt hjá þér, það mætti leysa þetta aðkallandi vandamál með því að yfirfæra það á Breta og Hollendinga með þessum hætti. Þetta má ekki bíða deginum lengur.

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 21:15

37 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sævarinn, þetta er eina súlan sem fær að standa án þess að femínistar skipti sér af því.

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 21:16

38 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jóhanna, já þegar femínistagaldrakelling einsog Yoko reisir svona reðurtákn þá er náttúrulega fjandinn laus. Annars er nú ekki beint minni ófriður í kringum typpatákn einsog Hallgrímskirkjuturn og allar þessar reðurlaga kirkjubyggingar út um allan heim.

Súlan burt – friður um kjurrt.

Sverrir Stormsker, 24.11.2009 kl. 21:33

39 identicon

(IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:44

40 Smámynd: Eygló

Veit nú ekkert um þessa jógakonu eða jógahobbitta. Væri samt alveg til í að sjá einn og hálfan metra af konu í kanínustellingunni.

Vegna þess arna hef ég greinilega alltaf misskilið allt (vitlaust) og það er versti misskilningurinn.

Taldi mér trú um að þetta ljós kæmi AÐ OFAN og þá líklegast að geimverur á skipi sínu væru að soga einn og einn Íslending til sín til skoðunar og rannsókna. Yrðu rosalega æstir þegar þeir soguðu upp menn sem hefðu sogað ýmislegt upp, t.d. í nefið.
Fannst líklegt að þeir væru að leita að Íslendingi sem væri "í lagi" með og sortera út þá með Fagin-genið.

En nú sé ég að þetta hefur allt verið byggt á Langasandi.

Eygló, 25.11.2009 kl. 03:54

41 Smámynd: Sverrir Stormsker

Eygló, ég hef alltaf mjög gaman af því þegar fólk misskilur hlutina vitaust einsog þú gerðir þarna því þá fæðast oft skringilegustu "ídýfurnar"

Það væri eiginlega óskandi að þetta ljós kæmi að ofan, úr einhverju góðu geimskipi sem væri að soga upp fólkið sem hefur mergsogið þjóðina. Einhver þarf allavega að rannsaka þetta lið af einhverju viti. Ekki gerum við það.

Sverrir Stormsker, 25.11.2009 kl. 04:36

42 Smámynd: Offari

Rétt er það það hefur ríkt ófriðarbál í kring um þessa friðarsúlu. En ég efast samt um að ófriðurinn sé súluni að kenna. Annars skemmtilegur pistill frá þér eins og oft áður.

Offari, 25.11.2009 kl. 10:31

43 Smámynd: Sverrir Stormsker

Offari, neinei, auðvitað er allt þetta klakaklúður ekki ljóskastaranum að kenna, en þetta eru svolítið skemmtilegar tilviljanir og sýnir kannski hvað þessi friðarsymbol öll hafa lítinn tilgang. Svona einsog að fara með faðirvorið í miðri kjarnorkustyrjöld.

Sverrir Stormsker, 25.11.2009 kl. 14:21

44 identicon

Takk Sverrir fyrir vináttu við Flugurnar við dáum þig og dýrkum.Góðurpistilinn þinn.En og aftur takk.

Flugurnar (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 00:48

45 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Frábær færsla Sverrir.  :)

Stærsti súlustaður höfuðborgarsvæðisins er náttúrulega Viðey ...

Þessi ríkisstjórn er að gera allt Öfugt við það sem ætti að gera í þessu ástandi, og sérstaklega Jóhanna ...

Jón Á Grétarsson, 27.11.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband