Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bjartur í Brunarústum og íslenskt þjóffélag

  
  

Guðni í sleik við búkollu.jpgÞað er auðskiljanlegt flestu ósködduðu fólki að Guðni Ágústsson sagði ekki af sér þingmennsku vegna þess að hann væri að „axla ábyrgð" á ástandinu einsog margir eru að klifa á um þessar mundir. Skil ekki hvernig fólki dettur sú firra í hug að íslenskir stjórnmálamenn fari að taka upp á því að axla ábyrgð! Guðni sagði ekki af sér vegna ófara þjóðarinnar heldur vegna eigin ófara í Framsóknarflokknum. Einfalt. Honum var misboðið á miðstjórnarfundi flokksins þar sem fornaldarhugmyndir hans fengu ekki brautargengi og hann gerði sér að auki ljóst að hann myndi verða sleginn af í næsta for(n)mannsslag. Hann gekk ekki lengur í takt við aðra framsóknarstrumpa og fann að hann var að dragast afturúr, jafnvel hinum hæggengustu og afturhaldssömustu í flokknum. Hann vildi ekki breyta sínu þúfugöngulagi til samræmis við Evrópustaðla og var því svolítið á eftir, auk þess sem hann gekk afturábak. Hann vildi ganga út í öfgar og ganga á fjöll til hinna tröllanna og saltstólpanna en flokkurinn vildi ganga af honum dauðum og koma af fjöllum. Nú er bæði flokkurinn og Guðni genginn sér til húðar.

 

Guðni er mikill göngugarpur. Hann gekk út úr miðju viðtali hjá mér í sumar og gekk alveg af göflunum þegar ég minnti hann á að hann hefði í áratug Muuuðni og félagar.jpgstaðið fyrir afturhaldssamasta, óhagkvæmasta og neytendafjandsamlegasta landbúnaðarkerfi í heimi, og núna gengur hann út af þingi og frá Framsóknarflokknum þegar hann sér að einangrunarhyggja hans og 19du aldar hugmyndir um afdalamennsku og beljurómantík ná ekki eyrum flokksmanna. Honum var komið í opna Skjöldu. Og nú er Guðni genginn.

 

(Þessi mynd er líklega fótósjoppuð)

 

ofureftirlaunapotturinn.jpgEf fólki finnst virkilega „stórmannlegt" og „ábyrgðarfullt" að stökkva út um gluggann úr brennandi þjóðarhlöðunni beint ofan í heitan ofureftirlaunapottinn einmitt þegar hlaðan logar stafna á milli og landsmenn brenna í skinninu eftir lausnum þá er eitthvað meira að en ég hélt.

Reyndar hefði Guðni aldrei getað bætt ástandið, ekki frekar en aðrir sem bera ábyrgð á því, enda segir hann í kveðjubréfi sínu að hann telji sig gera mest gagn með því að hætta að tjá sig. Hann segir jafnframt í bréfinu: "Ásamt skýrum hugsjónum og pólitískri staðfestu eru það einmitt eining og drengskapur sem fæða af sér stórar hreyfingar."

Nú vitum við afhverju Framsóknarflokkurinn er dvergflokkur.

 

veljum_serislenskt_og_allir_tapa.jpgGuðni vill að sjálfsögðu ekki ganga í nein alþjóðleg bandalög og einhver alþjóðleg sambönd einsog hið stórhættulega og óþjóðlega Evrópusamband. Hann vill séríslenskt þjóðlegt hagkerfi, séríslenskar reglugerðir, séríslenska krónu, séríslenskt afturhald, séríslenska bændamafíu, séríslenskt landbúnaðarkerfi, séríslenskt verðlag, séríslenskt gjafakvótakerfi, séríslensk mannréttindabrot, séríslenska okurvexti, séríslenskar embættisveitingar, séríslenskt eftirlitsleysi, séríslenskt samkeppnisleysi, séríslenskt ábyrgðarleysi, séríslenskt eftirlaunafrumvarp, séríslenska spillingu, séríslenska kreppu og séríslenska þjóðlega heimsku.

alislenskur kreppuapiGuðni vill allsekki að þjóðin fari að taka við einhverjum útlenskum tilskipunum vegna þess að íslenskir stjórnmálasnillingar hafa sýnt það og sannað að þeim er sko treystandi fyrir efnahagsmálum landsins sem og öðrum málum. Veljum íslenskt. Íslensk kreppa, já takk. Íslenskt þjóffélag, já takk. Íslenskur heimalningsháttur, já takk.

Fyrirmynd Guðna er hinn sjálfstæði og þjóðlegi Bjartur í Sumarhúsum, eða öllu heldur Bjartur í Brunarústum, sem vildi frekar alíslenskar lýs á sínum skrokki en erlenda sápu.

 

fyrir_islenska_stjornmalamenn.jpgÉg tek undir með bandaríska hagfræðiprófessornum Robert Aliber: „Annaðhvort hafa Íslendingar látið stjórnast af græðgi eða heimsku undanfarin ár, - eða hvortveggja."

Tvímælalaust hvortveggja. Snemma árs sagði Aliber að allt myndi fara hér fjandans til ef ekki yrði gripið til skjótra og róttækra aðgerða en enginn aðhafðist. Á sama tíma sagði Ingibjörg Sólbrún að hér væri engin kreppa og allt væri í glimrandi velstandi, og aðrir íslenskir heyrnarlausir staurblindir stjórnmálaafglapar tóku í sama streng.

 

Nú er svo komið að velferðarkerfið er í tætlum og helferðarkerfið tekið við. Þegar ystu lögunum er flett ofan af áferðarfallegu þjóðfélaginu þá kemur í ljós að það er svo gegnumrotið og maðkétið og gjörspillt og dragúldið að Chicago á dögum Al Capone´s virkar sem himnaríki í samanburði. Þetta er ekki þjóðfélag heldur þjóffélag. En fólki finnst þetta þjóffélag gott, svo bananalydveldid_island_737796.jpgframarlega sem það er séríslenskt og án tilskipanna og afskipta erlendis frá. Við kunnum þetta jú alltsaman, einsog sést. Við megum ekki glata „sjálfstæði" okkar. Við eigum öll að vera í séríslensku skuldafangelsi. Við eigum að vera alveg gríðarlega sjálfstæðir hnarreistir sauðþráir sjálfumglaðir þjóðernissinnissjúkir smákóngar einsog Bjartur í Brunarústum. Þó þjóðin sé bernsk þá má hún ekki heyra minnst á einhverja útlenska barnapíu. Okkur líður vel að vita af fiskimiðunum, olíufélögunum, tryggingarfélögunum, fjölmiðlunum, bönkunum og öðru í séríslenskum glæpamannagreipum. Engir skulu sko fá að stjórna okkur nema alíslenskir aular. Það er fyrir öllu.

17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga.

Á 50 ára lýðveldisafmæli okkar orti ég:

 

Loksins erum við laus úr dýflissuhlekkjum,

lengur ekkert helsi,

snara um engan háls.

Nú birgjum við okkur innan virkisveggja

til varnar okkar frelsi

og þykjumst vera frjáls.

 

 

(Morgunblaðið 21. nóvember)

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

 

 

Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 - 18:00 verður endurtekið viðtal mitt við Guðna Ágústsson frá því 30 júlí þegar hann strunsaði út sællar minningar og fór fram á það við lögfræðing Sögu að þátturinn yrði aldrei endurtekinn og að ég yrði rekinn. Ekki mörgum þótti þessi framkoma Guðna bráðheppileg og sniðug fyrir flokkinn nema einna helst tölvusnillingnum Bjarna Harðarsyni sem hældi for(n)manninum á hvert reipi og rógbar mig hressilega í kjölfarið um leið og hann viðurkenndi að hann hefði ekki heyrt þáttinn og ætlaði sér aldrei að gera það!! 

Stjórnmálamenn myndu kannski geta haldið djobbinu ef þeir væru með opin eyru og opinn huga og lokaðan kjaftinn. 

 

Þessir gæar vildu mig út í hafsauga en nú er hinsvegar Bjarni búinn að dílíta sjálfum sér og búið að "reka" Guðna. For(n)mennska hans var "vinsamlegast" afþökkuð á miðstjórnarfundi flokksins fyrir skömmu og hann flýði í fýlu einsog fætur toguðu alla leið til Kanaríeyja þar sem hann nýtur ofureftirlaunanna í botn, enda studdi hann eftirlaunafrumvarpið áfjáður á sínum tíma því hann vildi ekki aðeins vera áfjáður heldur fjáður. (Það tók 5 mínútúr að koma þessu misréttisfrumvarpi í gegnum þingið með stuðningi ALLRA flokksformanna, en það mun taka heila eilífð að afnema það með Öllu einsog allan annan séríslenskan viðbjóð. Ingibjörg Sólbrún stendur þar sem einn stærsti steinninn í götu réttlætisins ásamt hrjótandi sjálfstæðismönnum).

 

Með banana í annarri hönd og hrútspung í hinni liggur nú Guðni, þessi einarði varðhundur bændamafíunnar og gjafakvótakerfisins á sólarströnd í áhyggjuleysi og ábyrgðarleysi með skottið á milli lappanna og óskar Íslendingum velfarnaðar og vonar að þeir komist út úr kreppunni og drullupyttinum sem hann og flokkur hans áttu svo drjúgan þátt í að koma okkur í.

 

 

 

 

Fyrri Miðjuþætti má finna á:  www.stormsker.net


Gefum þeim ævilangt frí

liarliar1c.jpg

 

 

Fyrir kosningar nóg er um loforð þeir bjóð´okkur bónaða skóga og gull.

Kúgum við trúðum og trúðum þeim trúðum, jú lúðarnir ljúg´okkur full.

Blóðug er þjóðin og óþolinmóð en samt lætur hún bjóða sér bull.

 

Þeir skattana hækka en lofuð´að lækka þá, "efndirnar" smækka jú þá.

Skattstofan stækkar og verðlagið hækkar en launin þau lækk´okkur hjá.

Við erum svo feimin og dreymin og gleymin á stjórnmálaheiminn ó já.

 

Gefum þeim ævilangt frí,

kjósum þá ekki á ný.

Gefum þeim ævilangt frí,

ef ekki vill betur þá blý.

 

Klepptækir geggjaðir afturhaldsseggir þeir leggja hér veggi um allt.

Fari þeir asskotar allir í rassgat sem vilja sig pass´umfram allt.

Þeir komast til valda en starfin´ei valda en spjöllum þeir vald´útum allt.

 

Í siðferðisdoða þeir breytingar boða en engu er komið í kring.

Siðleysi hugleysi vitleysi dugleysi dugar hér durgum á þing.

Froðusnakksmoðhausar við okkur loða; við kjósum þá hring eftir hring.

 

Gefum þeim ævilangt frí,

kjósum þá ekki á ný.

Gefum þeim ævilangt frí,

ef ekki vill betur þá blý.

 

Þeir banna og boða, á réttindum troða, hér þykir það voðaleg snilld.

Við fögnum hér frelsi en erum í helsi því heimskan hún hefur hér fylgd.

Vort lýðræði felst í að ver´í fangelsi og velja sér klefa að vild.

 

Mér er öllum lokið, hef fengið uppí kokið, nú yfir þá mokiði leir.

Þeir atkvæði sníkja en þegar þeir ríkja þá loforðin svíkja jú þeir.

Við hvern einasta flokk jú nú segjum við Fuck You, nú lokkiði okkur ei meir.

 

Gefum þeim ævilangt frí,

kjósum þá ekki á ný.

Gefum þeim ævilangt frí,

ef ekki vill betur þá blý.

 

 

(Þessi texti minn, sem á nokkuð vel við í dag, er af hinni bönnuðu plötu minni Tekið stórt uppí sig sem kom út árið 1995. Þar sem þetta lag hefur hvorki fengist spilað á Rás 2 né á "frjálsu og óháðu" stöðvunum, nema Sögu, þá hef ég vegna margra góðra óska sett það inná tónlistarspilarann hér til vinstri á síðunni.

Til ofskýringa má geta þess að ég hef mjög lengi viljað rusla öllu þessu liði útúr Alþingishúsinu og fá hér utanþingsstjórn. Finnst löngu vera kominn tími til að förum að kjósa hér fólk en ekki flokka. Nú eru 13 ár síðan þetta lag kom út og allt er við það sama hér á Los Klakos. Smá fróðleikur: 17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga).

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

 

gudrun_eva_725496.jpgGestir í þætti mínum Miðjan á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag miðvikudag kl. 16:00 til 18:00 verða rithöfundarnir snjöllu Guðrún Eva Mínervudóttir og Auður Jónsdóttir. Guðrún Eva hefur skrifað margar góðar bækur, t.d. Yosoy sem núna er verið að kvikmynda í Hollywood með Robert de Bangso og Appel Sino í aðalhlutverkum, og Auður hefur sömuleiðis skrifað margar góðar bækur, t.d. verðlaunabókina Fólið í kjallaranum og bókina um afa gamla, Halldór Laxness, sem margir Reykvíkingar kannast við fyrir ýmiskonar skrif í blöð og tímarit.

 

Þessar konur hafa komið víða við þó þær séu ekki aldnar að árum. Guðrún Eva vann t.d. sem barþjónn á Grikklandi sem unglingur og seinna í brugghúsi í Rússlandi og svo sem leikkona í Kardimommudropabænum í Vín og nú síðast sem eftirlitskona með Vodkasafninu á Stykkishólmi. Guðrún Eva Vínekrudóttir hefur semsé marga flösk....fjöruna sopið um dagana, enda við góðir vinir. 

 

Hnútum Auðar er ég ekki eins vel kunnugur en öllum hennar æðahnútum mun ég kynnast betur í þættinum í dag. Veit bara að hún vann sem bíldælingur á bensínstöð uppá hálendi Danmerkur og síðan vann hún baki brotnu sem slöngutemjari, semsé pulsusali, í sjoppunni á Siglufirði og þaðan fór hún í útrás og rak svínakjötssölubás við Gyðingagrátmúrinn í Ísrael þar sem hún mokaði út beikoni og svínaskönkum og grísasteikum í massavís og græddi gommu af kúlum sem hún lagði svo inná hávaxtareikning hjá Icesave í Bretlandi, þannig að hún er í topp málum. Þetta skýrist allt betur í dag. Hún er núna í London og á pantaðan miða uppá Los Klakos í hádeginu með Sterling flugfélaginu.

 

Báðar þessar myndarlegu dömur eru að gefa út meiriháttar bækur fyrir jól og það verður gaman að forvitnast um þeirra líf, ef þær eiga eitthvað, og hvort þær séu á lausu.

 

 

Allir fyrri þættir eru komnir inn á:  www.stormsker.net


Hussein forseti Bandaríkjanna

barack_hussein_obama_719589.jpgRétt í þessu var Barack Hussein Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna, sem er mjög gott mál. Eftir 8 ára langa bið fáum við nú loksins heilbrigðan viti borinn kolsvartan mann í Hvíta Húsið. Ég átti satt að segja ekki von á því að Kanar höfnuðu John CoCaine sáluga og hinni stríðsglöðu þræltrúuðu Söru Palin því sú blaðra er Bush með pjöllu, og Kanar elska allt kristilegt ofbeldi, en kannski hafa þeir fengið nóg af slíku í bili. Kannski er sigur Barokks að einhverju leiti Palin og allri hennar kristilegu morðfýsn og dellu að þakka. Veit það ekki. Svo datt amma hans dauð niður stundvíslega rétt fyrir kjördag, sem var náttúrulega alveg grá upplagt og mikil guðs mildi uppá samúðaratkvæðin að gera.

 

Þótt Bandaríkjamenn séu all íhaldssamir þá geta þeir greinilega verið líbó og eru kannski eitthvað að þroskast og hafa í raun með þessu vali sínu sannað að ennþá er eitthvað til sem heitir ameríski draumurinn. Við eigum bara íslensku martröðina. Ég efast um að svartur „útlendingur" gæti verið kosinn forseti í nokkru öðru lýðræðisríki. Gæti Halim Al, óskabarn þjóðarinnar, einhverntíma orðið forseti á Íslandi, eða er það bara óskhyggja? Myndi blökkumaðurinn Mike Tyson eiga smugu á íslenska borgarstjórastólnum? Nebb. Hann fengi í mesta lagi rafmagnsstólinn eða þingsæti hjá Framsóknarflokknum, sem er kannski eitt og hið sama.

 

barokk_osama.jpgNú er bara að vona að Barokk Osama verði ekki skotinn með basúku milli augnanna af rasistum sem bera enga virðingu fyrir niggurum. Maður á að bera virðingu fyrir kafarabúningum og ég held þetta sé vandaður og góður gæi en hann á mikið verk fyrir höndum; að þrífa upp allan skítinn eftir George White trash Bush. Barokk situr í rauninni í djúpum skít og að því leiti verður hann for-seti í tvennum skilningi næstu fjögur árin ef allar byssukúlurnar og örvarnar missa marks.

 

 

 

------------------------------------------------------------------------------

 

jon_magnusson_719596.jpgGestur í þætti mínum „Miðjan" á Útvarpi Sögu klukkan 16:00 - 18:00 í dag verður einn besti þingmaður okkar, Jón Magnússon í Frjálslynda flokknum. Hann er einn af örfáum á Alþingi sem t.d. varaði mikið við drullupyttinum sem við erum núna á bólakafi oní, án þess að hann hafi slysast á það með því að vera sjálfkrafa á móti öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum.

Við munum spjalla um forsetakosningarnar í Brandararíkjunum, séríslenskan heiðarleika, afskriftir, grafskriftir, nýja fjölmiðlafyrirtækið Rauðkál, og hvort það væri ekki sniðugt að afhenda Jóni Ásgeiri líka RÚV og selja honum svo Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið fyrir slikk. Svo munum við að sjálfsögðu ræða um það hvernig í ósköpunum standi á því að hér þrífist engin spilling.

 

Fyrri þætti má nálgast á:  www.stormsker.net

 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband