Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Sannkristnir fjöldamorðingjar í Hvíta Húsinu

Ljós heimsins.jpgSenn lætur Bush af embætti forseta Bandaríkjanna. Hann segist útvalinn af guði til að leiða mannkynið í ljósið, - og er þá líklega að tala um hið skæra ljós kjarnorkusprengjunnar. Gáfnaljósið Bush hefur ekki drepið nema um nokkra tugi þúsunda óbreyttra borgara í Írak, sem þykir frekar slappur árangur hjá svo trúuðum leiðtoga.

 

 

stríð sé með yður.jpg

                                                                                   Ljós heimsins

 

Næsti forseti Bandaríkjanna verður John McCain sálugi sem er með annan fótinn í gröfinni. Þegar báðir fæturnir verða komnir þangað þá tekur varaforsetinn Sarah Palin við en hún er sannkristin mannvitsbrekka einsog Bússi.

 

 

 

palin_galin_i_essinu_sinu_680453.jpgkrissi.jpgHún vill engin höft á byssueign. Segir að stríðið í Írak sé verk guðs. (Það er reyndar verk Bússa en hann er handbendi guðs). Hún hafnar gróðurhúsaáhrifunum. Er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Er fylgjandi dauðarefsingum. Er afar stolt af því að sonur sinn sé slátrari í Írak. Drepur dýr, sem skotveiðisjúklingur, sér til skemmtunnar. Er skilyrðislaust á móti fóstureyðingum. Vill bara drepa fædda einstaklinga, enda sannkristin manneskja. Segir að stríð við Rússa komi vel til greina. Hafnar þróunarkenningunni og vill að við förum 200 ár aftur í tímann og förum að kenna sköpunarsögu Biblíunnar sem vísindi í skólum. (Ætli hún sé Íslendingur?) Hún sagðist hafa notað Gamla testamentið sem leiðarvísi um það hvernig hún ætti að stjórna Alaska. (Er Palin galin?) Þetta kallast víst í USA að vera til hægri. Ég kalla þetta að vera með hausinn á bólakafi uppí borunni á sér.

(Vel að merkja: Þótt ótrúlegt megi virðast þá er allt sem hér er sagt um Palin satt og rétt. Engar lygar. Engar blogdylgjur og rugl!)

 

Þessi pistill birtist í 24 stundum, 20. september.

 

Gestur minn í síðasta þætti "Miðjunnar" á Útvarpi Sögu fm 99.4 var Jóhann Helgason. Í dag milli kl. 16:00 og 18:00 kemur hinn helmingurinn, semsé Magnús Þór Sigmundsson. Þau eru ófá góðu lögin sem steinliggja eftir Magga. Spurningarnar eru ekki færri sem brýnt er að fá svör við: Eru álfar kannski menn? Hvar er sveitin mín? Hvar er hóllinn minn? Hvar er húfan mín? Er Ísland land þitt eða mitt? Hvenær býstu við að Hómer Simpson verði forseti Bandaríkjanna?

Síðustu 2 þættir verða komnir inn á:  www.stormsker.net  í þessari viku.


Dagbækur Matthíasar og Framsóknarflokkurinn

matti_jo.jpgDagbækur Matthíasar eru um margt mikil skemmtilesning þó það hafi eflaust ekki verið ætlun hans, enda fv. ritstjóri Moggans. Ein fyndnasta færslan er þegar framsóknarmaðurinn Helgi S. Guðmundsson fv. formaður bankaráðs Landsbankans kemur áhyggjufullur á fund þeirra Matta og Styrmis til að fá ráð hjá þeim við því „hvernig hann eigi að hrista af sér þær fullyrðingar Sverris Hermannssonar sem ýmsir virtust taka trúanlegar, að hann væri hálfviti."  Matti og Styrmir sögðu honum „að það væri erfitt að hrista slíkt af sér."  Þar töluðu reynsluríkir menn.  „Konan mín segir að ég sé ekki hálfviti, sagði Helgi." 

 

Og Matti heldur áfram: „Þess má geta til gamans að Helgi sagði okkur að hann hefði verið í Heimdalli á sínum tíma en farið úr honum vegna þess að honum leizt ekki á blikuna, taldi að þar væru of margir ofjarlar hans og hann mundi ekki komast neitt áfram þar í flokki!! Einn þessara ofjarla var víst Styrmir Gunnarsson sem hafði gegnt formennsku í Heimdalli! Helgi sneri sér þá að Framsóknarflokknum og þar hefur honum vel vegnað."

 

dverga_ur_kast.jpgDvergar fara í lítil föt. Matti er þarna að lýsa á raunsæan hátt hverskonar fólk það er sem gengur í Framsóknarflokkinn. Lagið "I´m a loser" með Bítlunum kemur ósjálfrátt uppí hugann, svo og bókin "Aulabandalagið" eftir John Kennedy Toole.

 

Þar eð ég var heimagangur hjá Matta þegar ég var polli þá vil ég nota hér tækifærið og færa honum og fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur.

 

 Dverga(úr)kast

 

Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 23. ágúst.

 

Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 milli kl. 16:00 og 18:00 verður gestur minn söngvarinn og lagasmiðurinn góðkunni Jóhann Helgason. Eftir Jóa liggja fjölmörg frábær lög, svosem Karen Karen Karen Karen Karen Karen, Ástarsorg, Ég gef þér allt mitt líf, Söknuður og fleiri. Nú hefur einhver vondur maður útí heimi rænt laginu Söknuður og þess er ákaft saknað. Ég ætla að forvitnast um þetta skuggalega mál svo og mörg önnur glæpamál, t.d. hvort honum finnist koma til greina að sameina Kaupþing og Búnaðarbankann, nú eða Glitni og Lýsingu, nú eða jafnvel Seðlabankann og Sparisjóð Vestfirðinga. 

Fyrri þætti má nálgast á:  www.stormsker.net


Hjálpum útlendingum, ekki Íslendingum

ítalskt flóttamannahlaðborð

Páfinn að kyssa flugvöllÞað hefur margt jákvætt verið í fréttum undanfarna daga. Paul Ramses var t.d. heimtur úr viðbjóðslegu ítölsku hóteli þar sem hann þurfti að borða pizzur og pastaóþverra og Villibráð í Kenyafara í sturtu þrisvar á dag. Hræðilegt.

Þegar hann lenti hér á klakanum þá kyssti hann að sjálfsögðu flugstöðina og flugvöllinn í bak og fyrir einsog aðrir páfar. Ég hélt fyrst að þetta væri opinber heimsókn einhvers heimsfrægs blökkumannaleiðtoga en svo kom uppúr dúrnum að þetta var Paul Ramsens eða Ramstein eða Rambó eða hvað hann heitir nú þessi frómi sannsögli flóttamaður. Hefði hann verið sendur til Kenya, paradísar skotveiðimannsins, þá hefði hann vitaskuld verið eltur uppi af safaríveiðimönnum á jeppum og plaffaður niður.

 

Peningar af himnum ofanFleira jákvætt: Jóhanna Kristjónsdóttir safnaði tugum milljóna handa fátæku fólki hinumegin á hnettinum. Ekkert hefði komið í kassann hefði hún reynt að safna aurum handa fátækum Íslendingum, nema náttúrulega ef þeir hefðu misst allt sitt í snjóflóði. Þá hefði opnast fyrir flóðgáttir seðla.

Sjálfur er ég búinn að vera að hjálpa Nígeríunegrum með ómældum fjárframlögum svo þeir geti leyst út einhvern milljarðaarf eða eitthvað þessháttar. Þarf endilega að fá Bubba með mér í þessa arðbæru fjárfestingu.

 

Oflaunaðir ÍslendingarKósí heimili Fleira jákvætt: Íslenskir utangarðsmenn í Reykjavík hafa fundið sér huggulegan ruslagám í miðbænum sem svefnstað svo það mun því pottþétt ekki væsa um þessa ágætu starfsstétt í vetur.

 

 

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 6. september)

 

Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag, miðvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00, verður gestur minn enginn annar en tónlistarmaðurinn og sjóræninginn síkáti Gylfi Ægisson. Gylfi hefur átt mörg klassísk lög einsog t.d. Í sól og sumaryl, Minning um mann og Stolt siglir fleyið mitt, en hann hefur einnig átt kærustur í hverri höfn enda siglt um öll heimsins höf. Hann mun segja mér af svaðilförum sínum í rúminu og úti á rúmsjó þar sem hann hefur margoft þurft að berjast við allskyns skrímsl. Þær eru ófáar hámerarnar sem hann hefur glímt við og þeir eru ófáir mannætuhákarlarnir sem hann hefur snúið úr hálsliðnum.

Fyrri þætti má finna á:  www.stormsker.net 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband