Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Spáum í spámiðla

tölvuvölva.gifUppgangstímar hjá einum eru niðurgangstímar hjá öðrum. Niðurgangstímar hjá þjóðinni eru t.d. uppgangstímar hjá miðlum og spámönnum og spámiðlum. Enda eru þeir farnir að auglýsa grimmt í útvarpinu:

"Viltu láta spá fyrir um framtíð þína? Tímapantanir hjá Pálínu peningaplokkara í síma bla bla bla."  

"Viltu vita hvort þú eigir einhverja framtíð? Tek að mér að segja fólki hluti sem hver froskur ætti að geta sagt sér sjálfur. Pantaðu tíma hjá Gunna grunna í síma bla bla bla." 

"Eru fjárhagsáhyggjurnar að sliga þig? Er þér illt eftir innrás útrásarvíkinganna í kakóið á þér? Láttu Samma svikahrapp spá fyrir þér í síma bla bla bla. Klukkutíminn á aðeins krónur 9.990. Veiti óniðurfellanleg kristallskúlulán. Aldrei of seint að vera tekinn aftur í afturendann."  

 

blörruð_kristalskúla.jpgVið eigum alveg hreint ótrúlega marga og margvíslega miðla; transmiðla, glansmiðla, spámiðla, skjámiðla, smámiðla, útvarpsmiðla, talnaspekinga, galna-spekinga og allskyns spákellingar sem lesa í lófa og iljar og rýna í kristallskúlur, fjallageitagarnir, spil og bolla og hlandkoppa og guð má vita hvað. Allt þetta spekingakraðak á eitt sameiginlegt: Enginn þeirra sá hrunið fyrir.

Ef öll þessi spámenni gátu ekki séð fyrir mestu hörmungar Íslandssögunnar, þetta stærsta gjaldþrot heimssögunnar, þá geta þeir varla verið mikið næmari en hauslaus prumphænsni og alveg hreint hverfandi líkur á að þeir hafi nokkuð að segja af viti.

 

Þeir geta í mesta lagi sagt:

spákelling.jpg"Þetta er allt mjög jákvætt. Þú þarft t.d. ekki að hafa neinar áhyggjur af peningum þegar fer að líða á árið. Það er vegna þess að þú munt ekki eiga neina. Og þú munt af sömu ástæðu ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni. Það er ekki hægt að hafa áhyggjur af því sem maður á ekki. Þetta er semsagt alltsaman mjög jákvætt.

Ég sé hérna mjög fallega götu. Veit ekki alveg í hvaða samhengi. Jú, núna sé ég það: Þú og þín fjölskylda verðið borin út á þessa götu mjög fljótlega, ef guð lofar. Það eru ekki allir sem lenda á svona fallegri götu get ég sagt þér. Þetta er allt mjög jákvætt. Þú ert mjög lánsamur maður. Ég vil samt ekki tala meira um "lán," nema hvað ég sé að fagleg ríkisstjórnin mun senda Mr. Bean með Svavari Gestssyni í næstu atrennu til að ná almennilegum uppgjafarsamningi. Mjög jákvætt. Virkilega jákvætt alltsaman.

hjá spákellingu.gifHérna sé ég snöru og gálga og það hlýtur nú að vera eitthvað jákvætt við það. Jú, þú munt hvorki hanga í vinnunni né símanum þegar nær dregur jólum. Tekur fljótt af. Mjög jákvætt. Alltaf jafn lánsamur. Ég myndi semsagt ekki fara að fylgjast með framhaldsþáttum í sjónvarpinu ef ég væri þú. Tekur því ekki. Sem er mjög jákvætt.

Ertu sáttur við mig? Flott. Það gera 9.990 krónur. Ef ég væri þú, sem ég er sem betur fer ekki, þá myndi ég borga þetta strax því þetta verður komið uppí 350.000 kall um mánaðarmótin með dráttarvöxtum og lögfræðikostnaði. Það er nú ýmislegt sem maður hefur lært af bönkunum. Takk fyrir kærlega. Guð veri með þér. Þú verður kominn til hans fljótlega. Engar áhyggjur. Mundu að vera jákvæður. Blessaður."

 

spákelling_sér_hreindýrakássu.jpgAðeins þrjár tegundir miðla eru verri en hinn klassíski miðill og þær eru: Íslenskur gjaldmiðill, íslenskir fjölmiðlar og íslenskir verðbréfamiðlar.

 

Eftir allt bankasvindilbraskið og spákaupmennskuna sem þjóðin hefur þurft að þola undanfarin ár þá held ég að miðlaspámennska og andaheimasólheimanonsens sé ekki akkúrat það sem hún þarf á að halda um þessar mundir. Og þó: Lifi svindlið og svínaríið!! Lifi geðveikin!! Skrifum undir Icesave-aftökuna og aftanítökuna með bros á vör!! Förum til spámiðla!! Verum jákvæð í garð svindlara og peningaplokkara!! Lifi jákvæðnin!!


Icesave-samningurinn er ekki til, að sögn Steingríms J.

Ævintýri í uppsiglingu.jpgHorfði á áhugaverða heimildarmynd um græðgi í gærkvöld, - "Leitina að týndu öxlinni" eða eitthvað svoleiðis eftir Steven Carlsberg. Þegar hún var búin hugsaði ég:

"Ætli það séu engir svona fágætir hlutir sem hægt er að leita að á Íslandi fyrir utan viðskiptaheiðarleika? Voðalega er Klakinn eitthvað boring."

Ég skrapp í netheima í Indjána Dow Jones fíling með hattinn og svipuna í huganum og fór að leita að einhverju trúverðugu og sönnu sem stjórnmála - og leyndarmálamaðurinn Steingrímur J. hefði sagt undanfarna mánuði. Hætturnar leyndust víða og oft erfitt að komast í gegnum lygavefinn og blekkingaholræsin. Í Kastljósi þann 3. júní síðastliðinn fann ég loksins sönn orð. Þar sat Steingrímur fyrir svörum og undir leyndarhjúp hjá Helga Seljan. Hér er þetta orðrétt:

 

Helgi: "Er eitthvað til í því sem hefur verið fleygt í dag að það líti allt út fyrir það að við þurfum að fara að taka á okkur að óbreyttu einhverja fleiri hundruð milljarða út af Icesave sem er mun meira heldur en gert var ráð fyrir og það sé verið að fara að ganga frá því, afþví að svona hefur þetta verið presenterað soldið í dag?"

Steingrímur: "Það eru algjörðar sögusagnir og þvert á móti gerum við okkur vonir um það að það sé kannski í sjónmáli miklu hagstæðari lausn í þeim efnum heldur en fyrri ríkisstjórn var búin að undirbúa."

Nákvæmlega. Alveg kórrétt. Það sem við erum að upplifa í dag í sambandi við Icesave samninginn eru bara sögusagnir og það meiraðsegja "algjörðar sögusagnir." Þar höfum við það. Við þurfum ekkert að óttast því Icesave-samningurinn er ekki til. Við þurfum fleiri svona stjórnmálamenn. Sérstaklega á tímum sem þessum.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dínamítkassinn og reyksprengjurnar

ráðherra.jpgSkiljanlegt að Joly dínamítkassi skuli fara í fjölmiðla með kvartanir sínar þegar hún finnur að ríkisstjórnin er máttlaus reyksprengja sem vill hafa allt í þoku og gufu og vill halda áfram að vaða reyk. Eftir því sem Joly dínamítkassi segir sjálf þá hefur ekki verið hlustað á ráðleggingar hennar því Íslendingar kunna þetta jú alltsaman miklu betur. Það voru nefnilega þeir sem bjuggu til þetta mesta efnahagsglæparugl heimssögunnar og finnst að þeir hljóti þessvegna að vera akkúrat réttu mennirnir til að rannsaka það.

 

skeinipappír stjórnmálamanna.jpgRíkisstjórnin og kerfisþursarnir hafa fram að þessu reynt að bleyta í dínamítinu og sagt við Joly óbeinum orðum: "Hey þú þarna gamla beygla, þykist þú ætla að fara að segja OKKUR fyrir verkum? Hvern fjandann ertu að gera með vasaljós inní okkar myrkrakompum? Við erum íslenskir sjálfstæðir amatörar og látum ekki einhverja útlenska gribbu stjórna okkur og vasast í okkar myrkraverkum. Við erum búnir að vera á kafi í spillingunni áratugum saman þannig að við hljótum að vita hvað við erum að gera. Ef við kunnum að drulla á okkur þá hljótum við líka að kunna að skeina okkur, þó við munum ekki í svipinn hvernig eigi að snúa peningaseðlunum. Vertu úti!"

 

nýju föt keisaranna.jpgRannsókninni hefur verið haldið í fjársvelti og þegar Joly dínamítkassi hefur beðið um að fá hér skrifstofu til afnota þá hefur þetta verið undirtónninn: "Heyrðu kelling, hvað ertu alltaf að ybba gogg? Geturðu aldrei verið til friðs? Við höfum nóg annað að gera við peningana en að eyða þeim í þig og þína óæskilegu rannsókn á spillingunni og hruninu. T.d. þurfum við að hækka laun þingmanna og kerfissaltstólpa. Hvernig væri nú að þú myndir sýna smá sjálfsbjargarviðleitni og drullast með þína fokking fartölvu og allt þitt blaðarusl niðrá Kaffi Amsterdam eða Ölver og vinna þar? Heldurðu að við séum einhver félagsmálastofnun? Láttu spillinguna og okkur stjórnmálamennina sem hrærumst í henni í friði. Það er ekki svefnfriður fyrir þér kellingartuska. Vertu úti! Úti í Noregi!"

 

stjórnmálavampírur.jpgAuðvitað verður Joly dínamítkassi þreytt á þessu viðmóti og fer í fjölmiðla. Þá verða stjórnarvampírurnar hræddar því þær óttast ekkert meira en dagsljósið og kastljósið. Þær gætu fuðrar upp. Enda er núna fyrst örlítið farið að hlusta á Joly dínamítkassa - eftir þriggja mánaða vertu-úti-viðmót og endalausa útúrsnúninga, hindranir og vegatálma. Hún hafði náttúrulega vit á því að fara ekki í útrásarvíkingafjölmiðlana. Býst við að henni þyki það lyginni líkast að stærstu fréttaveitur landsins skuli ennþá vera í eigu eins útrásarvíkings. Það hlýtur að teljast eitt af mörgum heimsmetum okkar í heimsku sem hún hristir hausinn yfir.

 

eva_joly.jpgEkki má gleyma að það var ekki ríkisstjórnin sem hafði rænu á að draga Joly spæjó uppá Klaka heldur þáttagerðarmaður útí bæ. Lýsandi fyrir áhugaleysi og hugmyndafátækt stjórnmálamanna. Nokkrum mánuðum síðar var hún ráðin af stjórnvöldum og líklegast ætlast til að hún gerði ekki neitt frekar en þau sjálf, en líklega þótti hún heppileg sem ásýnd trúverðugleika. Íslenskur trúðsveruleiki þurfti alvarlegt andlit trúverðugleika.

 

Joly er eini erlendi sérfræðingurinn sem er að vinna í málinu þrátt fyrir þrábeiðni hennar um að fá fleiri slíka sér til aðstoðar. Á það hefur ekki verið hlustað frekar en annað, ekki fyrr en hún dró það fram í Kastljósið. Þá á að "skoða málið," einsog það heitir á máli pólitísku svæfingalæknanna.

 

íslensk stjórnmál.jpgJoly dínamítkassi er reyndur spæjari og finnur að sjálfsögðu áhugaleysið í kerfinu á að upplýsa nokkurn skapaðan hlut. Sauðsháttur og viðvaningsháttur stjórnvalda og embættismannakerfisins hefur ekki farið framhjá henni og henni finnst skiljanlega nóg komið af "stjórnun með skipulögðu aðgerðarleysi," einsog hún kallar það réttilega.

 

Púðurkellingarnar í ríkisstjórninni ráða Joly dínamítkassa og humma svo fram af sér allar ráðleggingar hennar. Sá sjúklingur er náttúrulega ekkert annað en rakið erkifífl sem reynir að segja heilaskurðlækninum hvernig hann eigi að vinna vinnuna sína: "Nei, þú átt ekki að nota svona beittan hníf. Þú átt að nota flísatöng og bitlausar tánaglaklippur."

 

islenskur_inspector_kluso.jpgMunurinn á íslenskum stjórnmálamönnum og Joly er að íslenskir stjórnmálamenn eru sérfræðingar í að klúðra hlutunum en Joly er sérfræðingur í rannsóknum á glæpsamlegu klúðri. Þeir eiga að opna svefndrukkin augun, sperra upp asnaeyrun og hlusta og halda sig á mottunni og halda sér saman og fara að ráðum hennar og reyna að læra og reyna að skilja að þjóðin hefur miklu meiri þörf fyrir eina Joly en þá alla til samans.

 

Það þarf dínamít til að sprengja upp maðkétið silalegt gegnumrotið kerfið og komast að krimmunum en ekki máttlausar reyksprengjur. Fýlubomburnar í ríkisstjórninni og embættismannakerfinu hafa reynt að svæla dínamítkassann burt frá rannsókninni en þær verða að fara að skilja að það eru ekki þær sem eru hæfar heldur Joly og ef þær munu ekki fara að ráðum hennar, sem hún var fengin hingað til að gefa þeim, þá mun allt heila klabbið springa í andlitið á stjórninni og stjórnin springa í loft upp í kjölfarið vegna þess að þjóðin sjálf er að springa.

 

 

(Birtist í Morgunblaðinu, 17. júní 2009)


Davíð, þjóðin og Steingrímur J.

doddsson_wanted_dead_or_alive_862314.jpgÞað er undarlegt þetta samband milli þjóðarinnar og Davíðs Oddssonar, eða sambandsleysi öllu heldur, og svo þetta ástarsamband milli þjóðarinnar og Steingríms J. Sigfússonar. Nokkur dæmi:

 

Davíð vildi ekki sjá IMF. Þjóðin vildi sjá IMF og vildi ekki sjá Davíð. Í dag vill þjóðin ekki sjá IMF en ennþá síður Davíð. Þjóðin vildi sjá Steingrím J. en Steingrímur vildi ekki sjá IMF, ekki fyrr en þjóðin var búin að gera hann að ráðherra. Þá vildi hann sjá IMF. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð.

 

Davíð vildi ekki sjá að allir hinir svokölluðu "frjálsu" fjölmiðlar væru á einni og sömu krumlu. Þjóðin vildi hinsvegar ekki sjá neitt athugavert við það og túlkaði þetta sem geðillskukast og öfund í Davíð.

 

Davíð vildi fjölmiðlafrumvarpið í gegn. Þjóðin vildi reka Davíð í gegn og vildi ekkert óþarfa fjölmiðlafrumvarp. Í dag vill þjóðin fjölmiðlafrumvarp. Steingrímur vildi ekki og vill ekki sjá neitt fjölmiðlafrumvarp. Þjóðin treystir samt ennþá Steingrími en hatar Davíð.

 

grís.jpgDavíð vildi ekki sjá Ólaf Ragnar. Meirihluti kjósenda vildi sjá Ólaf Ragnar og það aftur og aftur og aftur. Í dag er Ólafur uppgötvaður sem klappstýra útrásarvíkinganna og enginn vill sjá hann. Þjóðin er þarna orðin sammála Davíð. Samt situr Ólafur ótruflaður (af þjóðinni) en Davíð er böggaður kvölds og morgna.

 

 

Davíð var ekki par hrifinn af Baugi og útrásarloddurunum og var í raun eini maðurinn sem þorði að standa uppí hárinu á þeim. Þjóðin dýrkaði útrásarvíkingana og sagði að Davíð væri vitfirringur sem væri bara að reyna að hefna sín á þeim fyrir að hafa kyrkt Kolkrabbann. Í dag fyrirlítur þjóðin útrásardólgana. Bónus er hinsvegar ennþá vinsælasta verslunin, Samspillingin vinsælasti flokkurinn og Davíð óvinsælasti maðurinn.

 

frelsarinn_862317.jpgDavíð vildi ekki sjá það að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Baugsmiðlarnir bjuggu strax til hysteríu úr þessu og þjóðin lét teyma sig á asnaeyrunum einsog venjulega og trylltist gjörsamlega líkt og hún vildi alveg hreint endilega fá að borga erlendar skuldir óreiðumanna. Í dag vill þjóðin ekki sjá það að borga erlendar skuldir óreiðumanna. Það vill hinsvegar Steingrímur J. þó hann hafi sagt annað fyrir kosningar. Þjóðin treystir samt áfram Steingrími en hatar Davíð.

 

Jóhanna Sig. og "þjóðin" öskruðu Davíð í burtu, eina manninn á landinu sem hafði roð í útrásarþjófana, og tróðu Steingrími í ráðherrastól, manni sem sagði fyrir kosningar að myndi láta elta gangsterana uppi hvar sem til þeirra næðist og láta frysta eigur þeirra en að sjálfsögðu hefur hann ekki efnt það frekar en NOKKUÐ annað sem hann lofaði fyrir kosningar. Ekki EITT orð. Skjaldborgin sem hann og Jóhanna lofuðu t.d. að reisa um heimilin virðist eingöngu vera um þeirra eigin heimili og bankana.

 

Davíð vildi þjóðstjórn þegar allt var að hrynja. Þjóðin átti ekki til orð yfir slíkan hálfvitagang og meiraðsegja Þorgerður Katrín lét í það skína að kallinn væri með óráði. Í dag held ég að stór hluti þjóðarinnar sé sammála Davíð. Og þó. Líklega treystir hún ennþá Steingrími og Samspillingunni best til að leiða þjóðina útúr ógöngunum. (Ég hlýt að mega nota orðið "Samspillingin" þar sem ég bjó það orð nú til á sínum tíma, takkfyrir).

 

dr_jekyll_and_mr_hyde_862327.jpgDavíð vildi ekki sjá ESB og sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Þjóðin var klofin. Steingrímur J. sagði FYRIR kosningar að hann vildi ekki sjá ESB. EFTIR kosningar sáum við hvað gerðist. Fyrir undanlátsemina og vingulsháttinn fékk hann ráðherrastóla. Og þetta er maðurinn sem kallaði Davíð "gungu" og "druslu." Úfff.

 

Steingrímur J. hefur verið að vinna hörðum höndum að því að framkvæma allt sem hann lofaði fyrir kosningar að framkvæma ekki. Þjóðin hinsvegar hatar Davíð sem hún virðist í dag sammála um flesta hluti en elskar Steingrím J. sem hún er ósammála um allt.

 

Fyrir nokkrum mánuðum gerði þjóðin gasalega byltingu og heimtaði nýja ríkisstjórn, skiljanlega, því hin var vonlaus. En hvernig notaði þjóðin svo atkvæðisréttinn? Jú, kaus yfir sig sömu dugleysingjana og hugleysingjana sem höfðu ekki gert handtak þrjá mánuðina þar á undan; kaus meðreiðarsveina útrásarhlandaulanna sem stærsta flokk landsins og svo hentistefnukommúnista sem þann næststærsta. Þar af fengu þeir þrír flokkar sem komu með beinum hætti að hruninu, Sjálfstæðisflokkurinn, Framasóknarflokkurinn og Samspillingin um 70% atkvæða. Hver á að skilja þessa hringlandi vitlausu Reykáss-þjóð? Sálfræðingar sem sérhæfa sig í Stokkhólms-syndrominu?

 

vilmundur_gylfason.jpgÞjóðin vill greinilega engar breytingar. Hún reynir aldrei að hafa það sem sannara og betra reynist heldur aðeins það sem flokkshollara reynist. Hún rígheldur í sinn hrepparíg - flokksríg - sitt smáborgaralega þjóðarsport. Hún vill vera grilluð á daginn og láta snæða sig á kvöldin. Skilur ekki orð einsog þjóðstjórn, utanþingsstjórn, persónukjör, beint og milliliðalaust lýðræði o.s.fr. Enda setti hún framsýnasta þingmann síns tíma, Vilmund Gylfason, útá guð og gaddinn. Hefði þjóðin haft vit á því að hlusta á hann opnum huga fyrir 30 árum og parkera flokksdýrkun sinni þá er algerlega útilokað að hún væri í þessum sporum í dag. Sorglegt.

 

Ef sama fólkið er að mótmæla í dag og sem mótmælti fyrir nokkrum mánuðum þá er það raunverulega að mótmæla eigin trúgirni og einfeldni. Gleymskan og heimskan í algleymingi. Það er einsog þjóðin fæðist á fjögurra ára fresti og jafnvel innan við það.

steingrimur_j_mosdal_862335.jpgÓlafur Ragnar Reykás.jpgEftir næstu pottlokabyltingu og kosningar verðum við hreinlega að fá forsætisráðherra sem við getum kallað samnefnara þjóðarinnar. Það eru tveir sem koma til greina: Steingrímur J. Mosdal og Ólafur Ragnar Reykás.

 

(Birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2009)


Tælenskar "sjálfsmorðs"aðferðir

Leikarinn Carradine fannst allsber þræddur uppá kjötkrók inní læstum kústaskáp með hendur bundnar fyrir aftan bak. Enn eitt sjálfsmorðið í Bangkok. Enn einn skápahomminn. Aðferðirnar sem einstaklingar nota til að útrýma sér í Tælandi eru afar áhugaverðar. Mjög algengt er að menn reyri tælenskt sjálfsmorð.jpgplastpoka utanum hausinn á sér, reki svo búrhníf á bólakaf í bakið á sér, bindi síðan hendurnar á sér með lampasnúru rækilega fyrir aftan bak og skjóti sig svo í hnakkann með afsagaðri haglabyssu. Þegar þessum fyrsta hluta sjálfsmorðstilraunarinnar er lokið þá fyrst byrjar nú gamanið því þá henda þeir sér gjarnan framaf svölunum í fallegum boga. Helst fyrir vörubíl til að tryggja að þeir komist nú örugglega vel dauðir frá þessari fyrirhöfn. Lögreglunni dettur aldrei í hug að hugsanlega gæti verið um morð að ræða. Nei, þetta eru alltsaman gríðarlegir Húdíníar sem eru að sálga sér.

 

keðjusögin klikkar ekki.jpgVinsælasta "sjálfsmorðs"aðferð þeirra í Tælandi sem vilja yfirgefa táradalinn á sem sársaukaminnstan hátt er að grípa góða keðjusög, sem á nú að vera til á hverju siðmenntuðu heimili, og spæna henni af alefli í mjóhrygginn á sér og sarga svo sem leið liggur alveg uppað haus, svona svipað og kjötiðnaðarmenn gera þegar þeir eru að úrbeina kindaskrokk. Þegar þessu nauðsynjaverki er lokið þá dýfa þeir hausnum á sér ofaní brennisteinssýru til að hressa sig aðeins við og svo hífa þeir sig upp á eyrunum og slengja sér uppá kjötkrók þannig að krókurinn fari vel á kaf í hálsinn aftanverðan. Þarna hanga þeir svo í vinnunni í góðu yfirlæti þangað til gamanið er búið og þeir geispa golunni saddir lífdaga. Þegar lögreglan mætir á svæðið þá strýkur hún hökuna íbyggin og segir: "Hér er greinilega um sjálfsmorð að ræða. Engin spurning. Virkilega faglegt og líflegt sjálfsmorð."

 

bakarofninn_er_must.jpgÞeir sem vilja vera verulega grand á´ðí þegar þeir stúta sér í Tælandinu byrja venjulega á því að brjóta á sér hnéskeljarnar með baseballkylfu eða stálröri. Síðan stinga þeir hausnum á sér inní bakarofn við 170 gráðu hita í ca 20 mínútur eða þangað til hausinn er orðinn medium steiktur einsog á stjórnmálamanni. Þá rölta þeir inná baðherbergi og ná sér í rakvélablað og skera sig snyrtilega á háls eyrna á milli.

Þegar þeim rakstri er lokið þá troða þeir oft og tíðum tusku uppí skoltinn á sér og teipa vel og vandlega fyrir. (Ekki veit ég hversvegna. Varla er það vegna þess að það er líf í tuskunum). Síðan taka þeir til við þetta klassíska; að múlbinda lúkurnar á sér fyrir aftan bak, sem virðist alveg ómissandi hluti af sjálfsmorðsleiknum í Tælandi. Þegar því verki er lokið þá reka þeir kjötsax af alefli milli herðablaðanna á sér og hlaupa svo einsog þeir eigi lífið að leysa að stofuglugganum og fleygja sér í gegnum hann með miklum bravör. Þessi tælenska "sjálfsmorðs"aðferð klikkar ekki, nema ef menn búa í kjallara eða á jarðhæð. Svonalagað er reyndar stundum flokkað sem "andlát af slysförum" til að hugga aðstandendur.

 

maður í sjálfsmorðshugleiðingum.jpgNokkur hundruð manns sálga sér árlega á ofangreindan hátt í Tælandi, þar á meðal túristar í ríkum mæli. Lögreglan kallar þetta að "falla fyrir eigin hendi," nú eða að "látast af slysförum" og finnst ekkert sjálfsagðara og hversdagslegra undir sólinni en múlbundinn sjálfsmorðingi með heykvísl í bakinu.

Því fleiri eldhúshnífa og gaffla og sveðjur og kjötsagir sem menn eru með í bakinu því meiri líkur telur lögreglan á að um sé að ræða dauða af eðlilegum orsökum, t.d. hjartaslagi. Allavega hjartastoppi. Það er því alveg augljóst að David Carradine dó eðlilegum dauðdaga. Eðlilegum tælenskum dauðdaga.


mbl.is Fjölskylda Carradine í uppnámi vegna ljósmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband