Bloggfćrslur mánađarins, mars 2018

Minningarorđ um Arnar S. Helgason, tćknimann

Fćddur 6. apríl 1973 og lést 20. mars 2018

 

Arnar Sigurđur HelgasonŢađ eru rúm 25 síđan ég kynntist Adda. Hann var ţá ađ vinna međ bróđur mínum í Kassagerđinni á öflugum lyftara. Addi ţótti fyrirtaks lyftaradrćver en átti ţađ til ađ sofna undir stýri og keyra hrjótandi í gegnum skilrúm og veggi og hafna međ gríđarlegu brambolti á háum kassasamstćđum og grafast undir hrúgum af drasli. Verkstjórinn var af gamla skólanum og vildi frekar ađ menn notuđu dyrnar til ađ komast á milli sala. Addi gat í raun lyft öllu á ţessari vinnuvél nema augnalokunum. Hann skipti ţví um gír og fór í rafvirkjun og var vakinn og sofinn viđ ýmis störf tengd ţví fagi međan honum entist heilsa til. Hann var tćknimađur á hinum ýmsu útvarpsstöđvum, nú síđast á Útvarpi Sögu ţar sem hann gerđi gott mót undir styrkri yfirstjórn Arnţrúđar Karls, sem hann bar mjög vel Söguna og hún honum.

 


Adda ţótti margt leiđinlegra en ađ fá sér soldiđ í svanginn. Heilsufćđi var hans ćr og kýr. Ćr og kýr voru hans heilsufćđi. Hrifnastur var hann af svokölluđum örorkumat sem uppistóđ af nćringaríkri glútenlausri hollustu einsog unnum kjötvörum og hvítu hveiti. Kanínufóđur vildi hann ekki fyrir nokkurn mun láta inn fyrir sínar varir en kanínum gat hann hinsvegar sporđrennt í massavís međ eyrunum og öllu saman.

 


Ţar sem hann var mikill smekkmađur á mat og vín og vildi eingöngu hágćđa hráefni ţá leiđ honum best sultuslökum á bolnum uppí sófa fyrir framan sjónvarpiđ međ lafandi pizzusneiđ í annarri og löđursveittan hamborgara í hinni og svellkaldan freyđandi öllara í lítrakrús á borđinu, horfandi ađdáunaraugum á lífskúnstnerinn og idoliđ Homer Simpson gúffa í sig pizzum og hamborgurum og svolgra í sig bjór fyrir framan sjónvarpiđ.

 


Greiđviknari mađur en Addi var vandfundinn. Hann var alltaf bođinn og búinn ađ veita fólki liđsinni, oft óumbeđinn ađ fyrra bragđi ţegar hann sá ađ hann gat komiđ ađ gagni. Hann var mikill reddari og var aldrei ađ benda á klukkuna til ađ minna á ađ hann hefđi nú annađ viđ tímann ađ gera en ađ hugsa um náungann. Hann var alveg blessunarlega laus viđ alla ţessa frćgu alkafrćđifrasa um ađ menn eigi fyrst og fremst ađ elska sjálfa sig og sinn dýrmćta tíma og sitt mikilsverđa rassgat.

 


Í dag er í tísku ađ vera veinandi fórnarlamb međ hortauma niđrá bringu og grenja útúr fólki samúđ og athygli, en aldrei heyrđi ég Adda barma sér yfir nokkrum sköpuđum hlut, hvorki hrörnunarsjúkdómnum sem hann gekk međ (eđa haltrađi međ öllu heldur) né yfir annarra manna ófullkomleika. Hann áleit sjálfan sig ekki gallalausan engil og taldi ekki ađ allt vćri öđrum ađ kenna. Hann nennti engu sjálfsvorkunnarpípi. Hann nennti hinsvegar ađ endasendast eins og ţeytispjald um bćinn ţveran og endilangan til ađ gera mönnum greiđa og snatta og snúast fyrir Pétur og Pál, jafnvel fyrir fólk sem kunni ekki ađ meta hjálpsemi hans og góđmennsku.


Ţađ var ekki vottur af óheilindum og skítmennsku í hans barnslegu og hrekklausu sál. Hann var gegnheilt ljúfmenni. Góđur vinur vina sinna. Einn besti drengur sem ég hef kynnst.
Fjölskyldu hans og ástvinum fćri ég innilegar samúđarkveđjur.

 

 

(ţessi minningargrein birtist í Morgunblađinu í morgun).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband