"Við búum í hræðilegri drengjaveröld!"

fornarlambafeministiLas frekar kátbroslegt viðtal í DV í gær við Guðnýju Halldórsdóttur fórnarlambafemínista. Má til með að benda á þetta þar sem svo margir eru hættir að lesa þetta ágæta blað. Fyrirsögnin var feitletruð og hjartastöðvandi: “BÚUM Í HRÆÐILEGRI DRENGJAVERÖLD.” Ég missti úr nokkur slög því þarna var greinilega einhver glænýr hrottalegur sannleikur á ferðinni, einhver skelfileg nýuppgötvuð martröð. Ég þræddi mig í gegnum viðtalið og þar sagði hin þrautpínda og kúgaða kvikmyndagerðarkona orðrétt í tilefni þess að hún fékk "Íslensku bjartsýnisverðlaunin," en þau verðlaun eru veitt framúrskarandi jákvæðu fólki:

“Við BÚUM  Í HRÆÐILEGRI DRENGJAVERÖLD, það sá ég best um daginn þegar ég var að tala við kvikmyndanemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, það var 31 drengur í valfagi í kvikmyndum og ekki ein einasta stúlka.”

 

Einmitt. Æjæ. Helvítis karlaveldið alltaf með yfirgang og andlegt ofbeldi. Drengir eru nú ljótu djöfulsins óþverrarnir. Þeir eru svo mikil ómenni að það er engu lagi líkt, traðka yfir allt og alla og það sem verra er: þeir hafa af einhverjum ástæðum meiri áhuga á listsköpun en dömur. Hryllingur að heyra. Er ekki hægt að gera eitthvað femínískt og gáfulegt í þessu? Er ekki hægt að setja hinn greindarlega kynjakvóta á þetta hörmulega VALfag, kvikmyndagerðina? Fara fram á að stelpur séu lágmark 50% í þessu fagi?

 

Ef okkar góði fórnarlambafemínisti Guðný Halldórs er að kvarta yfir áhugaleysi kvenna á þessari listgrein þá er það svolítið einsog óp útí loftið því maður þvingar ekki fram áhuga á einu eða neinu hjá einum eða neinum, hvorki hjá körlum eða konum, en ef það vill svo til að karlar, hinir “hræðilegu drengir” einsog hún kallar helming mannkyns, hafa áhuga á þessari grein lista, þá hlýtur það bara að vera hið besta mál. Þar sem þetta er VALfag hversvegna orðar hún þá ekki staðhæfinguna í takt við raunveruleikann, án femíniskrar rökleysu, t.d. eitthvað á þessa leið:

“Við búum í hræðilegri veröld þar sem stelpur hafa engan áhuga í kvikmyndagerð.”

Og ef henni finnst konur vera ragar við þetta VALfag, hversvegna sagði hún þá ekki einfaldlega:

“Við búum í hræðilegri kvenaulaveröld.”

Forréttindafemínistinn og fórnarlambafemínistinn, - þessi manntegund, fyrirgefið, kventegund, á það til að túlka umhverfið allt og heiminn allan sem aðsúg að sér og árásir á sig og allar sínar heilögu sjálfmiðuðu kvenlægu skoðanir.

 

Það er ekki drengjum að kenna að þeir skulu hafa brennandi áhuga á kvikmyndagerð og séu í afgerandi meirihluta í þessu VALfagi MR og að stelpur séu þar 0%. Það er enginn að binda stelpurnar niður og kúga þær. En það er jú vissulega drengjum og karlmönnum "að kenna" að þeir skulu hafa gert yfir 97% allra kvikmynda í heiminum frá upphafi fyrir utan náttúrulega að finna upp kvikmyndavélina sjálfa og öll þau tæki og tól viðvíkjandi kvikmyndagerð sem Guðný er að nota, þessi ágæti fórnarlambafemínisti sem lifir í “hræðilegri drengjaveröld.”

 

Hinir “hræðilegu drengir” eru einfaldlega svolítið frjóir sumir hverjir og uppfinningasamir og forvitnir og “ofvirkir” og kjarkaðir og testósteronpakkaðir og “hræðilega” áhugasamir um gangverk listanna og tilverunnar og þessvegna er nú mannkynið kannski ekki lengur inní hellum. Guði eða einhverjum sé lof fyrir óþæga, “hræðilega drengi,” einsog tilaðmynda Halldór Laxness sem átti sinn þátt í að skella okkur Íslendingum inní 20stu öldina. Mætti ég biðja um fleiri slíka óforbetranlega “hræðilega drengi.”

 

Ronnie O�SullivanSmá útúrdúr: Fyrir 10 árum eða svo var ég svo frægur að skrifa fyrstu mótmælagreinina gegn femínisma í íslenskt blað (og líklegast þá síðustu), nánar tiltekið í DV,  þar sem ég gagnrýndi forréttindafemínista fyrir að vilja hafa jafnréttið sín megin og tiltók fjölmörg dæmi máli mínu til stuðnings. Þar hæddist ég tildæmis pínulítið að konum fyrir að vilja gera svo lítið úr sjálfum sér að hafa huglægar Omar Sharif med pokerfeis i bridge(líkamskraftlausar) íþróttagreinar einsog t.d. skák, bridge, snooker o.fl. íþróttagreinar deildarskiptar, semsé í karla og kvennadeildir. Fannst það hlálegt og finnst það enn hlálegt fyrir kvenna hönd. Lítilsvirðandi fyrir þær sjálfar. Hélt þær vildu keppa við karla á jafnréttisgrundvelli þegar líkamskröftunum sleppti. Hversvegna berjast ekki femínistar fyrir jafnrétti á Öllum sviðum? Líka á sviðum andlegra íþrótta? Augljóst. Kemur þeim illa. Afsaka sig eflaust með því að segja að konur séu svo fáar á þessum sviðum rökhugsunar. En afhverju eru þær svona fáar á þessum sviðum? Svar: Áhuginn leiðir gáfurnar og öfugt.

 

kasparovÉg nefndi t.d. þarna í þessari grein minni að Polgarsystur væru einu stelpurnar á topp 100 listanum yfir bestu skákmenn heims (nálægt 40 sæti og aðrar 8 á topp 500) þrátt fyrir áratuga skákkennslu kvenna í austantjaldslöndunum og so videre. En þetta er vonandi “allt að koma” einsog Hallgrímur Helga myndi eflaust dæsa glottandi. Ég fékk að sjálfsögðu engin rök á móti máli mínu en því meira af svívirðingum og dylgjum og óhróðri. Ég bjóst vitaskuld við því frá okkar ágætu fraukum þar sem þær tóku þessum upplýsingum að sjálfsögðu sem persónulegum árásum, en það kom mér pínupons á óvart að ekki einn einasti karl skyldi hafa staðið upp og varið skoðanir mínar – og sínar, en margir hvísluðu því að mér í samkvæmum að þeir væru mér hjartanlega sammála, en ég mætti í guðs bænum ekki láta það fara lengra. Svona voru nú íslenskir karlar blauðir og bældir og langt inn í sér í þá tíð þrátt fyrir meðfætt lúbarið testósteronið og kannski eru þeir það ennþá. Hef ekki hugmynd um það og er nokk sama.

 

drottningin sjalfHefur einhver kona barist fyrir því að hlutdeild kvenna í naglhreinsun eða byggingariðnaði eða öðrum líkamskraftlausum störfum verði aukin? Nei. Þær nenna þessu ekki. Ekki nógu fínt. Of erfitt og leiðinlegt þó þetta séu í raun kvenmannsverk ekki síður en karlmannsverk. Þær vilja stjórnunarstöður, Valdastöður, hafa “jafnréttið” sín megin, vilja kynjakvóta, “jákvæða mismunun” - en samt "jafnrétti."

Mismunun getur aldrei undir nokkrum kringumstæðum verið “jákvæð” og jafnrétti getur aldrei náðst með mismunun. Geta, menntun og hæfileikar eiga að vera í forgrunni, ekki ætterni eða klíka og síst af öllu kyn.

 

Úr því harðlínufemínistar eru svona hrifnir af kynjakvóta hversvegna er þá Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar eingöngu skipuð konum - 5 konum og engum karli? Skandall. Það er vegna þess að femínistar eru ekki að berjast fyrir mannréttindum heldur kvenréttindum, forréttindum, sérréttindum. Þeir líta ekki á sig sem menn heldur fyrst og fremst konur. Þeim finnst þeir ekki tilheyra mannkyninu heldur kvenkyninu og líta á karlkynið sem óvini sína. Það eina sem femínistar eru að gera með öllum þessum óréttlætiskröfum sínum og leiðinda aðskilnaðarbrambolti er að eyðileggja fyrir kynsystrum sínum sem í miklum meirihluta eru ekki plagaðar af minnimáttarkennd, og þeir eru að láta hinn dæmigerða sanngjarna og réttlætissinnaða karlmann fá nístingskaldan hroll og eiturgrænar bólur þegar hann heyrir minnst á hið sakleysislega orð “femínismi.” Ég þykist vita að femínistar séu ekki í vinsældakosningum frekar en ég hef nokkurntíma verið en halda þeir virkilega að sigur réttlætis fáist með óréttlæti? Ég held ég sé ekki að fara með fleipur þegar ég segi að orðið “femínismi” standi í dag í hugum fjöldans fyrir ranglæti, óbilgirni, dellu og forréttindi en ekki réttlæti, réttsýni og jafnrétti einsog til stóð í upphafi. Kannski hef ég rangt fyrir mér en ég efa það.  (Sjá: skoðanakönnun hér til vinstri á síðunni).

 

Launamisrétti kynjana ber að sjálfsögðu að leiðrétta ekki seinna en Strax en það er með öllu óskiljanleg hversvegna konur vilja gera svo lítið úr sér og setja sig niður á svona lágt plan að heimta hinn tröllheimska kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja, - “jákvæða mismunun.” Þær segja eflaust að þetta sé EINA leiðin, en þetta er fyrst og fremst LÉTTA leiðin, og létta leiðin er án nokkurs vafa ekki RÉTTA leiðin.

 

ViggaRannveig RistVið áttum fyrsta kvenforseta heimsins, við höfum átt konur sem borgarstjóra, konu sem forseta hæstaréttar og konu sem forstjóra í einu stærsta fyrirtæki landsins og við eigum konur sem ráðherra og af tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins þá er í öðrum flokknum kona sem formaður og hinum kona sem varaformaður, þær hafa semsé öll tækifæri á við karla, sem betur fer, og hafa nýtt sér þau sem vera ber, en ennþá eru konur, árið 2007, hágrenjandi útum allan bæ yfir "karlaveldinu" og hvað karlpungarnir séu hræðilega vondir við þær og kúgi þær hrikalega. Efast um að Svandís Svavars og slíkar kraftakonur Svandis Svavars nenni að hlusta á þvílíkt píp, jafnvel verandi í Vinstri grænum.  

 

tobbaEkki má gleyma að stjórnmálaforingjar undanfarinna ára og talentþefarar þeirra hafa verið manna duglegastir við að ýta á bossann á konum og reynt að peppa þær upp, þó ekki væri nema til að bæta ímynd flokks síns og sýna að flokkur þeirra sé líbó og töff, en þessi góða viðleitni og áreynsla þeirra hefur verið einsog og að ýta á eftir stöðnum uxa í steypuskóm því óákveðni og ragmennska greyið kvennanna hefur oft og tíðum verið með þvílíkum ólíkindum að foringjunum hafa hreinlega fallist hendur. En nokkrar áræðnar konur hafa tekið slaginn einsog t.d. íþróttakonan og testósterontröllið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og er það vel.

 

SollaEn hvernig fór ekki fyrir Kvennalistanum. Honum var 100 sinnum boðið í ríkisstjórn en var endalaust með haltumérslepptumér hringlandahátt undir yfirskyni “pólitískrar ábyrgðarsemi.” Þorði ekki að hreyfa sig úr stað og drapst að lokum úr kjarkleysi, sundrung og heimsku. Gamla góða testósteronið að sjálfsögðu í frostmarki einsog fyrri daginn. Eina manneskjan sem hafði manndóm kvendóm í sér til að rífa sig uppúr þessu drullusvaði kvenlegs mannlegs gauðsháttar var Ingibjörg Sólrún og var húðskömmuð af flokksystrum sínum fyrir vikið næstu árin á eftir.

Gudny Halldors, DunaAftur að Guðnýu Halldórsdóttur. Ef það kæmi uppúr dúrnum að venjulegir "hræðilegir drengir," einsog hún segir að veröld okkar sé uppfull af, hefðu ekki áhuga á að velja sér kvikmyndagerð sem VALfag í menntaskóla, og stelpur væru þar í afgerandi meirihluta, væri þá gáfulegt af mér að segja í viðtali: "VIÐ BÚUM Í HRÆÐILEGRI KVENNAVERÖLD." Hvað myndu feministar segja við slíkum orðum á þessum pólitísku rétttrúnaðartímum? Hvað myndu þeir gera? Ég yrði brenndur á báli. En það er í lagi að Guðný segi þetta vegna þess að hún segir þetta um karlpeninginn. Og hún er jú kona. Allir eiga að vera konur í dag. Ekki ég. Sorrý. Ég ætla að halda áfram að vera "hræðilegur drengur."

 

(Minni á skoðanakönnunina hér til vinstri) 

 
       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér, svo má spurja sig afhveju ekki ekki reynt að auka hlut kvenna í greinum eins og málmyðn, rafvirkjun, dúkalagningu, eða múrara 

Arnbjörn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:48

2 identicon

Já það mætti halda að feministar væru að tala fyrir hönd fatlaðs hóps sem á þurfi að halda sérstökum stuðningi í samfélaginu. Sértækar aðgerðir, valdboð til að koma á feministajafnrétti osfrv. Ég hef alltaf fundið til með minnimáttar og skal því vera fyrstur til að kaupa göngugrind handa einhverjum feministanum, ef það er hægt að benda á styrktarsjóð feministafélagsins.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 13:28

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Orð í tíma töluð :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.11.2007 kl. 13:43

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég hata hreinlega feminista sem virðast hafa það eitt markmið að gera lítið úr konum.  Konur eru fullkomlega færar að velja sjálfar hvort þær fara í kvikmyndaskólann eða ekki.  Ólíkt körlum eru konur velkomnar alls staðar, þær fá meir að segja afslátt ef þær fara í gólf og margar aðrar íþróttir. 

Það fyndna er að æðstu feministarnir setja sig á pall yfir allar hinar "heimsku konurnar" sem eru ekki sammála þeim.
Að velja að taka þátt í fegurðarkeppni getur ekki verið út af því að konur hafa áhuga og gaman að slíkum keppnum, nei það getur bara verið vegna þess að þær eru svo heimskar að láta plata sig í það.  Æðstu feministar gefa sér líka leyfi til að kalla litlar stúlkur sem velja að taka þátt í bæklingatöku, klámfengnar og fórnarlömb manna.

Konur eru bara miklu meira en endalaus fórnalömb karlmanna.  Ég tek þessari grein frekar sem niður um konur en karla.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.11.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hræðileg er veröld drengja,

vá er fyrir hurðum.

Femínista má víst flengja

flötum lófa, í gálga hengja,

allt að þakka líkamsburðum.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.11.2007 kl. 14:42

6 identicon

Svona gerist þegar konur fá ekki nægilega mikið að umgangast typpi, á einhverjum tímapunkti þurfa venjulegar pikur og typpi að taka sig saman og reka þetta lið út i hafsauga

DoctorE (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:25

7 Smámynd: Einar Indriðason

Orð!

Einar Indriðason, 15.11.2007 kl. 15:43

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Doctor mér finnst þetta nú aðeins of gróft að halda þessu fram, en skil að þú skulir vera reiður yfir þessum ásökunum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.11.2007 kl. 15:51

9 identicon

Frábær grein Stormsker og gott að vita að einn okkar ahem . . . k***kyns meðlima samfélagsins stendur upp og minnir á að við k******* erum ekki allir eins og ofurfemínistarnir vilja hafa okkur.

Skemmtileg orð forréttindafemínismi og fórnarlambafemínismi og lýsa alveg ágætlega því sem femínismi gengur út á í dag, má kannski bæta við egófemínisma?

Magnús (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:52

10 Smámynd: Björg Árnadóttir

hehehehe... kjöftugur sem oft fyrr, en oft ratast kjöftugum satt á munn! Tók eftir þessari fyrirsögn og ákvað að lesa þetta ekki. Fyrirsögnin var nógu vitlaus til að halda mér frá.

Eitt sem ég hef verið að tuða um í áraraðir: Konur eru menn! Þær eru kvenmenn, ekki karlmenn en samt menn.

Segir kona sem nýlega náði miðjum aldri og gerðist þá vörubílstjóri. 

Björg Árnadóttir, 15.11.2007 kl. 15:55

11 identicon

Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem femínistar tala um launamisrétti, þá er það vegna þess að einhversstaðar hefur fundist óútskírður launamunur á milli karls og konu í efstu þrepum launastigans?

Ég man ekki eftir því að þessir sömu feministar hafi rifið sig úr lopapeysunum og hamast sér til hita við að berjast fyrir bættum kjörum kvenna í láglaunastörfum.

Það er reyndar ekkert að marka það þó ég hafi ekki tekið eftir því. Ég var jú einu sinni drengur.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:10

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Nú er gaman að vera til.

Yngvi Högnason, 15.11.2007 kl. 16:43

13 identicon

Þetta er allt innilega satt hjá þér.  Þú þorir þegar aðrir þegja! 

Það er verst að nú munu femínistar fylkja liði og krossfesta þig fyrir helgispjöll á pólitískum rétttrúnaði áður en að þær brenna þig á báli fyrir villutrú!

Femínistar berjast ekki fyrir raunverulegum réttindum kvenna, hvað þá mannréttindum yfirleitt, þær berjast fyrir forréttindum sér til handa.  Heimta það að komast í toppstöður og setjast í stjórnir fyrirtækja, bara af því að þær halda því fram að karlmenn hafa farið svo illa með þær - þvílíkar frekjur!  Huh !!!

Þetta er ekkert annað en hundfúlar og óánægður kerlingar sem hafa beðið skipbrot í hjónaherberginu af því að þær eru svo miklar leiðinda frekjur.

Eyjólfur Friðfinnsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:45

14 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég væri örugglega sammála hverjum bókstaf hebbði ég haft nennu til að lesa þetta allt, gafst upp þegar ég sá mynd af Ristinni.

Kjartan Pálmarsson, 15.11.2007 kl. 16:51

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fín grein, Sverrir, og orð í tíma töluð. Ég fékk skömm á feminasma eftir að ég kynnti mér þessa tegund andþrengsla og sá að hann átti ekkert sameiginlegt með jafnrétti.

Ég ætlaði í (ok umdeildu) sakleysi að taka þátt í umræðu um þessi mál á ágætri bloggsíðu Hjartar J Guðmundssonar. Svona var innleggið mitt:

"Eins fylgjandi og ég er skynsömu og heilbrigðu jafnrétti, þá er ég jafn andsnúin hæpnum og haldlitlum lausnum feminista. Ég tala nú ekki um þegar þær taka það að sér að "útskýra" málin. Það er í raun og veru ekki fyrr en maður sér þær skrifa og skrafa sín á milli, að manni verður ljós biturleikinn og hatrið sem oftast býr að baki.

Með offorsi sínum og djöflagangi eru þær langt komnar með að koma óorði á eitt það fallegasta í fari og framkomu karlmanna, sem er herramennska

Varðandi þessa langloku með skákina, við erum bara ekki eins (sem betur fer), karlar og konur og sumt liggur einfaldlega betur fyrir öðru kyninu en hinu. Það er svo með skák, þar eru karlmenn almennt talsvert klókari en konur, það er bara staðreynd."

Og svona var ég afgreidd af feminasmanum:

"Ég sé annars að Helga Guðrún stimplar sig strax út úr þessari umræðu í fyrsta innleggi. Hún um það.

Hildur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:41"

Biss Bass Boss bara rétt sisona. Ég þagnaði auðvitað gegnin um leið, enda bara kona og hissa kona í ofanálag. Nokkru síðar áræddi ég að læða þessu að:  

 

"Hildur, ég geri mér ljósa grein fyrir skoðanamun okkar í þessum efnum sem öðrum, en viltu benda mér á það hvað ég sagði sem "stimplaði mig útúr umræðunni" og hvar ég "bað um það". Hrokinn fer þér jafn illa og skoðanasystrum þínum."

Hildur virti mig ekki svars. Ætli hún sé hrædd við mig?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.11.2007 kl. 17:01

16 identicon

Sammála mörgu sem þarna kemur fram. Vil líka benda á eitt sem veldur mér ómældu hugarangri, og það er hvernig dæmigerð strákahegðun er sjúkdómsgerð í menntakerfinu (sem er mikil kvennastétt).

Hvort sem það er vegna "eðlislægs" hegðunarmynsturs eða félagsmótunar (eða vegna hvoru tveggja), þá sprikla drengir meira og eru líklegri til að vera virkir og áhugasamir um umhverfi sitt og hvernig það virkar. Stúlkur eru oft líklegri til að vera rólegri í háttum. Stúlkur fá hrós fyrir að vera þægar og stilltar, og við brosum í kampinn þegar strákar príla og djöflast.

Hvað gerist svo í menntakerfinu? Jú, við sex ára aldur eiga strákar að skipta algerlega um gír, og hegða sér á allt annan hátt en þeir eru vanir. Þeir sem eiga í erfiðleikum með þá aðlögun fá stimpil: "athyglisbrestur með ofvirkni".

Það er algjör geðþóttaákvörðun í menntakerfum að börn eigi að vera prúð og stillt. Hvernig liti það til dæmis út ef skólayfirvöld ákvæðu að gera "frumkvöðlamenntun" að megináherslu? Í stað þess að móta uppvakninga yrðu börnin hvött til að gagnrýna og rökræða. "Normal" hegðun í slíku kerfi væri að djöflast, taka hluti í sundur og finna út hvernig þeir virka, gagnrýna venjubundna hugsun, og svo framvegis.

Hvað yrði um stilltar stúlkur í slíku kerfi? Þær fengju stimpilinn "vanvirkni með frumkvæðisbrest", og settar á lyf eða í atferlismeðferð.

Þetta er það sem strákarnir þurfa að þola til að þeir séu meðfærilegri í skólanum (fleiri drengir eru greindir með athyglisbrest en stúlkur). Myndu menntayfirvöld samþykkja slíka meðferð á stúlkum?

Myndi þetta virka? Ég giska alla vega á að fleiri stelpur tækju kvikmyndavalfög í slíku kerfi.

Sigurður Óli (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:36

17 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sverrir bara brattur í sínum karla fórnarlambs heimi.  Mætti kona spyrja hvort hann hafir eitt eða tvö hnyttin ráð upp í erminni til að berjast gegn launamuninum.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.11.2007 kl. 17:43

18 Smámynd: Fríða Eyland

Stúlkur velja sjálfar hvað þær læra, aftur á móti fannst mér sorglegt að sjá Guðnýju taka á móti verðlaunum frá álrisanum Alcoa, einnig sjá gamlan allaballa afhenda henni þau...mjög sorglegt...

Fríða Eyland, 15.11.2007 kl. 17:54

19 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ég bý í "hræðilegri konuveröld" þar sem ég er grunnskólakennari og 80% þeirra eru konur. 85% af þeim sem útskrifast úr KHÍ eru konur svo ekki fer ástandið batnandi.

Hef ekki heyrt um neinar áætlanir að breyta því.

Sigurður Haukur Gíslason, 15.11.2007 kl. 18:13

20 Smámynd: Púkinn

Jamm.  Púkinn hefur nefnilega líka velt fyrir sér hvar allir kvenkyns kerfissjórarnir og aðrir kventölvunördar séu eiginlega.   Þær eru a.m.k. ekki að sækja um þau störf sem Púkinn hefur í boði.

Púkinn, 15.11.2007 kl. 18:26

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Úff, ég er svo feginn að það verður frekar þú en ég sem að brennur á bloggbáli ~forræðishyggjubezzerwizzerfemýnizdabeljanna~ þessa vikuna, bara dona út frá umhverfissjónarmiðum & almennum öðrum sérhagsmunum mínum.

Steingrímur Helgason, 15.11.2007 kl. 18:56

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hraðlas pistilinn og segi eins og þegar ég las "Stríð og frið", sú bók var um Rússland þinn pistill er um femínista. Mér hugnast skoðun þín og fíla mig geðveikt sem kona, hef alltaf séð til þess að fá góð laun fyrir unnin störf og þarft ekkert að mæla mig við aðra, hvorki konur né karla. Þið karlmenn eruð yndislegur kynstofn og það erum við líka við þurfum bara að blandast í réttum hlutföllum eins og góður asni tvöfaldur í kók, og þið eruð kókið   

                                                        Drinking 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:20

23 Smámynd: halkatla

geðveik grein, ég hraðlas hana reyndar einsog Ásdís en byrjunin var nóg, ég náði því hvað þú varst að fara. Það er hræðilegt að segja svona. Ég þekki nákvæmlega 1 strák og 1 stelpu sem hafa lært kvikmyndagerð, drengurinn á Íslandi og stúlkan í útlöndum. Þau eru bæði æðisleg og ég líð ekkert bull tal um neitt sem tengist þeim og þeirra áhuga á listsköpun.

halkatla, 15.11.2007 kl. 21:11

24 identicon

Góð grein Sverrir og þörf.....skrifað sjálfur um feminista og fl.á bloggsíðu minni nú fyrir stuttu.

Kom meðal annars inná störf karla og kvenna þar sem valgerður Sverrisdóttir vakti athygli á því í ræðu á sínum tíma að fjölga þyrsti konum í stjórnunarstörfum og minntist Ingibjörg Sólrún á slíkt hið sama nú fyrir stuttu.En afhverju þarf a ðfjölga konum endilega í stjórnunar störfum? Eru fyrirtækin svona illa rekin eða snýst þetta bara um völd?Afhverju ekki að fjölga konum í byggingarvinnu,malbikun,vegagerð,sjómennsku,bílaviðgerðum,akstri á vöruflutningabílum,rútum og fl.störfum sem karlar hafa hingað til unnið svo til einir....er þa ðekki vegna þess að þessi störf eru skítug og leiðinleg?Flesta konu vilja ekki þessi störf,þær vilja störf þar sem þær geta verið vel klæddar og snyrtar,ekki í vinnugöllum og skítugar.Og ekki má gleyma því a ðþegar karlar ljúka sinni vinnu daglega þá koma þeir úr einni veröld yfir í aðra veröld þar sem konan ræður og stjórnar(þeir fara heim)Konan ræður nefnilega og stjórnar öllu á heimilinu og hefur alltaf gert og gerir þa ðenn þann dag í dag.Hvaða karla þekki t.d. annað?Sem dæmi má taka að ef hjón(eða par)sem býr saman er að fara út á lífið í matrboð eða slíkt þá hef ég oft séð og heyrt þar sem ég þekki til að konan segir manninum í hvaða fötum hann eigi að vera og hvaða bindi hann skuli vera með en ef karlinn mindi voga sér a ðsegja við konuna að fara í þennan kjól eða hinn þá yrði allt vitlaust og ekki farið.Það á nefnilega ekki að ráða í störf vegna kynferðis og setja reglur og eða lög um 50% í stjórnunar störf,það á að ráða hæfasta einstaklingin til starfsins og skiptir þá einu hvort það er karl eða kona.Mér finnst það ekki skipta neinu máli hvort þa ðséu 75% karlar og 25% konur eða öfugt sem starfa saman hjá saman fyrirtæki svo framarlega að fólkið skili sínu og það vel.

Og það er enginn sem stoppar konur af við að sækja um laus störf og koma sér á framfæri nema þær sjálfar,þær hafa sömu möguleika og tækifæri til þess og karlar.Og það getur bara einn fengið starfið sem laust er.En ef bæði kyn sækja um það og karlinn fær starfið verður allt vilaust og nærri undantekningarlaust kært til jafnréttisnefndar en ekki ef kona er ráðin....er þetta jafnrétti?Feministar er ekki að biðja um jafnrétti,þeir eru að biðja um forgang og forréttindi og feministar skemma held ég meira fyrir konum en hitt.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 21:32

25 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ein af betri greinum sem ég hef séð lengi á blogginu!

Að sjálfsögðu er ég ekki sammála öllu því sem Stormsker segir EN það sem hann segir er vel sagt!

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.11.2007 kl. 22:26

26 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Öldungis óborganlegt. Takk, SS.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:32

27 identicon

Bravó! Ekki bara bravó Stormsker, heldur líka og ekki síður Sigurður Óli (svar 18), Sigurður Haukur (svar 21) og ekki síst Júlíus Baldursson (svar 27) en Helga Guðrún (svar 17) er toppurinn!  Eg mun áfram vera "herramaðurinn" hvað sem femínistar segja.

Barbatus (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:39

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú langar mig að bæta smá við.  Sverri tókst að ná því besta út úr bæði konum og körlum sem líta á lífið af réttsýni og jafnræði.  Engar öfgar út og suður bara hlutirnir eins og þeir gerast bestur og eru bestir. Harðir feministar verða aðeins að slaka á, millivegurinn er alltaf bestur og af því þetta er nú bloggið hans Sverris er örugglega hægt að bæta við millivegurinn milli stóru tánna er bestur, allavegana fyrir mig. Sexy 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 23:13

29 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Highway patrol what..? ;)

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.11.2007 kl. 23:53

30 identicon

Af hverju er svona hræðilegt að vera feministi ? Og eru þær allar í lopapeysum ? Ætli stúlkurnar viti ekki að eftir kvikmyndagerðarskólann , biður engin vinna og ca. 15 milljónir kr. námslán á bakinu.

Sagt í kennslustund í Kennaraháskólanum fyrir einhverjum árum ; 4 karlmenn og 60 konur í tíma og prófessorinn sagði yfir hópinn ; " Hér sé ég fjögur skólastjóraefni ". Skrítið að við þurfum alltaf og á 21. öldinni að berjast fyrir réttindum mæðra okkar og dætra. Það bara gengur svo illa. Tala nú ekki um þegar karlar tala um konurnar sínar sem ágætis sæðistunnur í þokkabót.

Guðrún (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:35

31 Smámynd: Þórbergur Torfason

Góður Sverrir. Las þetta á hundavaði en sá þó að víða er komið við og ýtt við ýmsum sjónarmiðum.

Millivegurinn hjá henni Ásdísi á sérstaklega vel við þegar minnst er á femínista.

Það sem líkt er með kk. og kvk. er einmitt millivegurinn milli stórutánna

Þórbergur Torfason, 16.11.2007 kl. 00:39

32 Smámynd: Hrannar Baldursson

Afar áhugaverð grein og einlægt ákall á jafnrétti í stað mismununar, sem getur eins og þú bendir réttilega á, aldrei verið jákvæð.

Spurningar sem sitja í mér eftir að hafa lesið greinina og athugasemdirnar: 

  • Eru íslenskir karlmenn bældir af femímisma í dag, rétt eins og kvenfólkið var áður bælt af karlrembu?
  • Er feminismi eitthvað sem fólk óttast, bæði karlmenn og kvenmenn, vegna öfga og hörku sem þar ráða ríkjum?
Í sambandi við skákina. Það er ekkert sem segir að stúlkur eða konur séu í eðli sínu lélegri en strákar eða karlmenn í skák. Hins vegar hef ég tekið eftir að stúlkum finnst oft mjög leiðinlegt að tefla við stráka, en líkar aftur á móti betur að tefla sín á milli. Mig grunar að það hafi ekkert með getu að gera, heldur meira með þá staðreynd að strákum finnst yfirleitt skemmtilegra að leika sér með strákum og stelpum finnst skemmtilegra að leika sér með stelpum.

Hrannar Baldursson, 16.11.2007 kl. 00:42

33 identicon

Góður punktur

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:06

34 identicon

Húrra fyrir þér Sverrir!

Þú  hefur hingað til  talað um 4 málefni sem á helst ekki að ræða um , tabú (viðkvæmar sálir, við Íslendingar) en þér hefur tekist það þ.e. femenisma, snobb, hjarðmennsku okkar Íslendinga og samkynhneigða. Ég er svo gjörsammála þér í öllum þessum málum.

Sólveig Nágranni þinn í Breiðagerði (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:44

35 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svör við getraun á bls 35: 1.?= Ef þeir eru ekki orðnir það þá eru þeir að berjast fyrir síðasta andardrættinum.. eða þeir alhörðustu; að blogga hér. Algerir kakkalakkar. 2.= Já!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.11.2007 kl. 03:06

36 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er í mínum anda og skemmtilegt að vanda. Hef reyndar marg tuggið þá skoðun mína að líffræðilegi munurinn á körlum og konum valdi því að konur keppa ekki á jafnréttisgrundvelli að neinu gagni t.d. í hugaríþróttum. Kappsemi verður ekki gróðursett í konur nema með genetísku ofbeldi sem ég er ekki viss um að nokkur vilji þegar á reynir.

Sverrir er góður penni en alltof langorður og mig furðar reyndar á því að mjög margir upplýsa að þeir hafi lesið hluta greinarinnar, gefist upp, en samt gera þeir lærðar athugasemdir. Mig hefur lengi grunað að fólk geri athugasemdir við greinar bæði hér og annars staðar sem byggist bara á því að lesa fyrirsögnina og tvær setningar til.

Haukur Nikulásson, 16.11.2007 kl. 07:22

37 Smámynd: Linda litla

Snilldargrein hjá þér Sverrir og mikið rétt.

Linda litla, 16.11.2007 kl. 08:22

38 Smámynd: Yngvi Högnason

Hvernig er það, veit Sóley ekki af þessu spjalli? Hef ekki séð athugasemd frá henni. Það væri nú gaman að sjá athugasemd frá talebana.

Yngvi Högnason, 16.11.2007 kl. 08:41

39 identicon

Vissi ekki,Sverrir, að þú værir frjálshyggjumaður. Undarlegt hvað þetta svokallaða jafnrétti á bara að gilda fyrir femínista á framabraut. Hlakka til þegar ég get hringt í Brynju pípara og Stellu rafvirkja til að leysa mín mál.

Steinþór Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:04

40 identicon

Athugið þó eitt að það sem Sverrir er að gagnrýna þarna er það sem hann kallar fórnarlambafeminismi og forréttindafeminismi. Feminismi er í raun ekkert annað en sú skoðun að konur eigi að hafa jafnan rétt á við karla, og ég held að það séu fáir sem hefðu eitthvað við þá skoðun að athuga. Hins vegar getur fólk deilt um aðferðirnar. Kynjakvótar eru t.d. ákveðin aðferð, og fólk getur verið með þeim eða á móti, hvort sem það skilgreinir sig sem feminista eða ekki. Ástæðan fyrir því að ég er að segja þetta er að þótt ég sé sammála því að margar frammákonur feminismans á Íslandi hafi farið offari í mörgum málum, þá finnst mér feminisminn í eðli sínu vera fögur hugsjón. Ég vil því segja: Ekki vera á móti feminisma. Feminismann sárvantar einmitt núna fólk sem getur talað af skynsemi og forðast að fá fólk upp á móti sér. Ég vil ekki að feminisminn smám saman einangrist og verði algjörlega yfirtekinn af einhverjum öfgafullum kverúlöntum sem enginn tekur mark á. Ef það á ekki að gerast þá þarf raunsætt og skynsamt fólk, sem er sammála því að konur eigi að hafa jafnan rétt á við karla, að gera sig gildandi í feministahreyfingunni.

Pétur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:14

41 identicon

Sverrir (og hinir!) Fyrirgefid vonda stafsetningu, en eg nenni ekki ad saekja islensku stafina thegar mer er heitt i hamsi. Visa her med til bloggsins a trukkalessan.blog.is i tilefni dags isleskrar tungu! En vardani thina grein,- HURRA!!! Eg hef adur tjad mig a tveimur karla-bloggum um somu mal,- visa a bene.blog.is, thar sem hann skrifadi ohemju goda grein um thessi mal. Eg hef unnid med korlum, karlastorf, a kalrlaunum(sem eru tha kvannalaun i minu tilfelli); um arabil. Eg thjaist ekki af neinni minnimattarkennd, enda hafa minir samstarfsmenn ekki alid a henni, sidur en svo. A sama tima hafa margar kynsystur minar reynt sitt ytrasta til ad sannfaera mig um hvad eg eigi bagt ad vera innan um thessa aumingja, sem fara bara illa med konur.... Bjalfar,- kvenrettindabarattunni lauk fyrir morgum arum,- sorglegt en satt, tha breyttist hun i SERRETTINDABARATTU og hefur verid ytt undir hana ae sidan. Eg sotti um starf Framkvaemdarstjora Jafnrettisstofu fyrir nokkrum arum(vinum og aettingjum til MIKILLAR skelfingar), og tok serstaklega fram i umsokninni ad nu vaeri kominn timi til ad starfa ad jafnrettindum en ekki serrettindum kvenna... Tharf ekki ad taka fram, ad eg fekk stuttorda, kurteislega hofnun. Hahahaha....Grinlaust, ord i tima tolud, og ekki a neinn hallad i thessar faerslu Sverrir,- haltu thessu afram, thu att fleiri fylgendur en thig grunar af "betra kyninu", vid erum margar ordnar mjog threyttar a ad lata segja okkur ad vid eigum bagt, thegar vid hofum thad agaett og hofum stadid med sjalfum okkur med lika agaetis utkomu!!!!  Takk, takk, takk!!!

Steinunn Helga Snaeland (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:12

42 identicon

eins og tekið úr mínum huga, 100% sammála þér Sverrir, ekki vissi ég að þú værir svona klár :)

Gunnar (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 13:10

43 Smámynd: Magnús Unnar

Vel mælt

Magnús Unnar, 16.11.2007 kl. 14:00

44 identicon

Var einmitt að spá í þessu í gær þegar ég sá auglýsingu frá lögreglunni.

Þar voru þeir að auglýsa störf, karlmenn þyrftu að hlaupa 2 km á (um) 9 mínútum og kvenmenn á 11 mínútum.  Feministar berjast ekki fyrir að kippa svona "misjafnrétti" í lag heldur einblína þær sínum kröftum einungis þar sem kvenmenn hafa ávinning af breytingunni, ekki það sem þær gætu tapað forskoti sínu.

 Þá datt mér annað í hug í sambandi við skilyrðin hjá löggunni, afhverju í fjandanum á karlmaður að geta hlupið 2 km hraðar en kvenmenn?

Sérstaklega þar sem þetta viðmið er væntalega notað vegna þess að lögreglur þurfa að elta uppi glæpamenn, ákveða þá glæpamenn að hlaupa hægar ef kvenkyns lögregla er að elta þá en svo hraðar þegar karlkyns löggur elta þá?

Ætti nú að vera gullið tækifæri fyrir þá tvo karlkyns feminista sem eru þarna úti einhvers staðar að mótmæla því að kvenmenn fá ekki __________(bætið inn hverju sem er, en þó aðeins ef kvenmenn græða á því)!

Karl (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 14:19

45 identicon

Þú heldur áfram að vera hetjan mín Sverrir. Glæsilegt framtak. Stórgóð grein!

Kv - karlmaður á leið í kvennastétt 

Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 14:23

46 identicon

Besta og áhugaverðasta grein sem ég hef í langan tíma lesið !

Kristinn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:08

47 identicon

Heyr heyr! Frábær lesning. Mjög vel mælt.

Sindri Freyr (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:08

48 identicon

Frábær punktur Sverrir, en því miður þá eru þessir femínasistar einsog hún Guðný og Sóley Tómasdóttir svo blindaðar af eigin heilaþvætti að þær eru lögu hættar að hugsa rökrétt og kom MJÖG illu orði á kynsystur sínar og aðra femínista. Það sem ennþá verra er, er það, að einhverjir skulu virkilega taka mark á því sem þær láta út úr sér, trúa bara í blindni. Þetta er því miður hrikaleg þróun sem hefði átt að stöðva strax í fæðingu.

Hvuttinn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:20

49 identicon

Gleymdi að setja þarna undir að þetta er að sjálfsögðu bara mín skoðun.

Hvutinn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:21

50 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Svo mörg voru þau orð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.11.2007 kl. 17:08

51 identicon

Er ekki búin að lesa þetta blogg en ætla að gera það eftir þetta comment. Nákvæmlega!

Einar Örn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:02

52 identicon

Sæll frændi, frábærar greinar...

Er á klakanum til 22 næstkomandi, væri gaman að heyra frá þér

kv.,

Svenster Bling

Svenster Bling (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:53

53 identicon

Sólveig T er í Boston á vegum Reykjavíkur , komin á jötuna .

Össi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:35

54 identicon

Hvernig dettur dóttur nóbelskáldsins í hug að niðurlægja sjálfa sig á þennan hátt við að fá ekki einhver Eduverðlaun , var þessi mynd hennar einskis virði án þeirra ? Flestar konur eru ekki svona þrúgaðar af sjálfsmeðaumkun þó að þeim gangi ekki allt í haginn . Með hennar útlit mundi ég setja mikið út á drengi / karlmenn / gamalmenni .

Össi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:53

55 identicon

Því miður er það svo að hugtakið femínismi hefur fengið aðra merkingu en það hafði upphaflega. Ég vil meina að það sé talsmönnum hans á síðustu árum að kenna, en tilfinningin sem hugtakið vekur upp hjá meirihluta þjóðarinnar er ekki réttlætiskennd heldur pirringur yfir yfirgangi, rökleysu og ósmekklegum háðsglósum og dylgjum þegar reynt er að ræða málin.

Flestir sem ég þekki og hafa áhuga á að vinna að því að rétta launamun og stuðla að jafnrétti vilja síst láta bendla sig við femínisma. Þeir, eins og ég, vilja frekar láta kalla sig jafnréttissinna, enda hefur það ekki sama stigma á sér.

Prýðileg grein, skemmtilegt að lesa hana! 

Þorbjörn Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:28

56 identicon

Eins og talað frá mínu hjarta!!!!!!!!!

Valgeir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:38

57 Smámynd: Fríða Eyland

Gunnar Geirsson kom með góðan punkt " Ég man ekki eftir því að þessir sömu feministar hafi rifið sig úr lopapeysunum og hamast sér til hita við að berjast fyrir bættum kjörum kvenna í láglaunastörfum " . ...Nýjasta útspil hjá kratanum Jóhönnu (hennar tími er núna) er að bæta kjör foreldra langveikra barn, tvennskonar bætur annar flokkurinn er tekjutengdur 80% af launum síðustu sex mánaða !!! jafnaðarmaður hvað? sem setur mýksta púðann undir feitasta rassinn eða er það miklu ódýrara fyrir fátæka að eiga langveik börn.

Ég er sjáfstæð rauðsokka ekki femmi, takk fyrir og góðar stundir



Fríða Eyland, 16.11.2007 kl. 23:54

58 identicon

Þú ert óborganlegur, Sverrir Stormsker!

Tek líka undir athugasemdir Nönnu Katrínar.  En fyrst þú talar um íþróttir þar sem afslmunur skiptir ekki miklu máli og Nanna um golf, þá langar mig að benda á nokkrar afrekskonur á því sviði og hvað þær hafa óumdeilanlega framyfir alla hræðilega drengi:

PS: Fyrirvari; hugsanlegt er að vondir drengir hafi neytt þessar saklausu stúlkur til að selja sig á þennan hátt!

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:11

59 Smámynd: Oddgeir Ágúst Ottesen

Ég veit ekki alveg hvað þeir meina sem segja að ,,jákvæð mismunun" eigi aldrei rétt á sér.  Eiga þeir við að orðalagið sé óheppilegt og að taka tilltil til kyns við ráðningar eigi að kalla öðru nafni?  Varla getur verið að þeir eigi við að aldrei sé réttlætanlegt að líta á kyn umsækjanda sem breytu sem getur skipt máli.

Spurt er hvers vegna í fjandanum það ætti að gera minni kröfur um hlaupagetu kvenna sem sækja um starf í lögreglunni heldur en til karla.  Það vill þannig til að konur eru almennt ekki jafngóðar í hlaupum og karlar en samt er mjög brýnt að konur starfi innan lögreglunnar.  Þegar fregnir berast af því að karlkyns lögregluþjónar hagi sér eins og geðsjúklingar og svipti konur í haldi þeirra klæðum, þá tel ég að það sé til bóta að ráða nánast hvaða konu sem er til starfa hjá lögreglunni, óháð því hvað hún getur hlaupið 2km hratt.

Starf hjá lögreglu er augljóst dæmi um það að kyn getur skipt máli.  Sem betur felst starf lögreglu ekki eingöngu í að elta glæpamenn á hlaupum og sumt af því sem lögreglan þarf að gera leysa konur mun betur af hendi.  Það er æskilegt að í lögreglunni starfi bæði konur og karlar.  Yfirvöld virðast sem betur fer gera sér grein fyrir þessu.

Það getur líka vel verið að það sé æskilegt að í grunnskólum landsins starfi fleiri karlmenn.  Ég útiloka ekki að það hafi áhrif á frammistöðu drengja í grunnskóla að þeim er langmest leiðbeint af konum.  Ef slíkt væri tilfellið gæti ég ekki séð að það væri neikvætt að taka tillit til kyns umsækjanda í kennaraháskólanum og gera jafnvel örlítið minni kröfur til karlmanna. 

Ég veit svo sem ekki hver eru helstu baráttumál íslenskra feminista og íslenskir karlmenn geta auðvitað deilt um það hvort að feminstar séu að berjast fyrir einhverju sem íslenskum karlmönnum finnst skipta máli.  Hugsanlega eru þeir bara fámennur hópur sem berst fyrst of fremst fyrir eigin hagsmunum og vilja til dæmis komast í stjórnir fyrirtækja.  Hitt er samt alveg augjóst að sögulega séð hafa konur verið undirokaðar og réttindabarátta þeirra hefur svo sannarlega átt rétt á sér og umræður um jafnréttismál á enn rétt á sér.

Réttindabarátta íslenskra kvenna á sér mikla samsvörun við réttindabaráttu blökkumanna í bandaríkjunum.  Það kom því ekki á óvart að íslenskir feministar áttu auðvelt með að setja sig í spor blökkumanna og skyldu mótmæla endurútgáfu á íslenskum þýðingum á alræmdum rasistabarnagælum.  Voru kannski einhverjir feministar sem studdu slíka útgáfu?

Oddgeir Ágúst Ottesen, 17.11.2007 kl. 00:12

60 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Rasistabarnagælur. Hahahahahahahahaha. Fyndinn alltaf Oddgeir!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.11.2007 kl. 00:43

61 identicon

Það er bara staðreynd að svokallað "jafnrétti" á milli kynja verður aldrei enda er það ekki hægt.Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að það geti orðið jafnrétt á milli kynja þau eru of ólík til að það sé hægt og það eru nú bara líffræðilegar staðreyndir.Launamisrétti hefur ekkert með jafnrétti að gera og á að sjálfsögðu ekki  og hvergi að líðast.Að borga sömu laun fyrir sömu vinnu sama hvort kynið það er á ekki einu sinni að þurfa að ræða.En hvar er launamisréttið?Jú í fyrirtækjunum,á vinnustöðunum og eiga þá þeir sem sjá um launamálin að kippa því í lag ef launamisrétti er í gangi hjá þeim?Það á ekki einu sinni að þurfa að ræða jafn sjálfsagðan hlut og sömu laun fyrir sömu vinnu en því miður er þa ðvíst enn svo víða ennþann dag í dag og þa ðer virkileg skömm af því en það er ekki hægt að skella sökinni eingöngu á karlmenn og kenna þeim um að svo sé,launamisrétti er líka til staðar þar sem konur ráða ríkjum.Það flokkast því ekki undir jafnrétti þegar talað er um launamisrétti,það er allt annar handleggur.Mér finnst samt skrítið þegar verið er að ræða jafnrétti a ðaldrei heyrist krafa um að fjölga konum í þessum svo kölluðu skítugu störfum þar sem karlar eru og hafa verið í meirihluta en alltaf er verið að ræða um að koma konum í toppstöðurnar....það er ekki jafnrétti,það eru forréttindi.Afhverju er þá t.d. aldrei rætt um íþróttir t.d. þegar jafnretti ber á góma,er það þá jafnrétti að spjót karla er bæði lengra og þyngra en kvenna,að kúlan og kringlan er mun þyngri hjá körlum en konum,meira er krafist af körlum í íþróttum en konum...afhverju skildi það vera?Er ekki alltaf verið að tala um 100% jafnrétti?Það er bara ekki möguleiki vegna mismnuar á kynjum,karlar eru bæði stærri,þyngri og kraftmeiri en konur,hafa alltaf verið það og verða það,það er of mikill líkamsmunur á kynjum til að algjört jafnrétti geti orðið eins og alltaf er verið að ræða af feministum og fleirum.Smekkur,áhugamál,lístíll og lífsýn er allt önnur hjá körlum en konum,kynin eru einfaldlega of ólík.T.d. ef eitthvða kemur uppá þá magnar flestar konur það upp,gera fjaðrfok úr því,mikla það fyrir sér og blanda tilfinnigum í flest eða allt,karlinn skilur ekki hvernig þær geta látið því hann skellir sér bara í verkið og klára dæmið.Það eru til mýmörg dæmi sem sanna þetta.En launamisre´tti á að sjálfsögðu ekki að líða.Það hafa llir hér á landi jafnan rétt til að koma sér áfram,bara bera sig eftir björginni en ég held samt að oft þá skemma konur mikið fyrir kynsystrum sínum og konur eru ekki nógu duglegar að koma sér áfram,sennilega einhver minnmáttarkennd sem hrjáir þær(sumar)Það er ekkert og engin sem kemur í veg fyrir að kona hér á landi ná á frambrautina nema þá hún sjálf,það er ekkert sem stoppar hana af.Og ef karl og kona sækja um sama starf þá er það í upphafi vitað að bara einn fær starfið,ekki bæði og þá á það að vera sá hæfari sem ráðinn er,en ekki hvort það er karl eða kona.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 02:39

62 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hey, Júlíus, meira að segja Sverrir brýtur upp textann hjá sér! Mig á eftir að dreyma múrsteina... og feminasma að reyna að lemja mig með þeim. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.11.2007 kl. 03:02

63 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Mér finnst þessi grein hjá þér frábær að lesa,það sem mér finnst til dæmis að það er stór hópur sem hefur villandi skoðarnir á því sem þú ert að skrifa um,og hefur kannski alltaf verið.

Furðulegt finnst mér.

það er mikið satt í því sem hún  Nanna Katrín Kristjánsdóttir skrifar hér fyrir ofan.

Svo ég ég móðgi ekki neina stúlku eða þess háttar,hvernig í óskupunum væri kynlífið milli stráks og feminsta stelpu sem hefur meira áhuga á þessu feminsta kjaftæði heldur en sjálft kynlífið!

Mikil óskup!

Alls ekki er ég karlrempa eða þvílíkt og langt í frá,frábært kynlíf er þegar karlinn hefur yfirhöndina yfir kvennmannium og fullnægir henni...það er ekkert flóknara en það. 

En þetta finnst Feminstum ógeðslegt eða álíka og halda að hugsunin á bakvið það væri ofbeldi sem karlmaðurinn mundi gera eða þá þetta færi út í nauðgun!

Stelpur vilja spennu í rúminu og losta......jæja en mín skoðun. 

Allstaðar eru fávitar í heiminum,sem því miður er. 

Allavega Sverrir þínir sönglaga textar og söngur eru frábærir og hefur alltaf verið.

Haldu áfram. 

Kv

Friðrik 

Friðrik Friðriksson, 17.11.2007 kl. 03:13

64 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Viltu reyna aftur...?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.11.2007 kl. 03:46

65 identicon

Þetta er nú eitt það samhengislausasta ruglumbull sem nokkurn tímann hefur sést á blogginu.

En er við nokkru öðru að búast af manni sem skrifar langhunda til þess eins að leiða lesendur frá kjarna þess sem hann stendur fyrir?

"Stormskerið" er strandað. Hefur sennilegast verið það frá fæðingu. Menn kenna sig jú ekki við sker að ástæðulausu.

Kvenfyrirlitning Stormskersins hefur öllum augljós verið frá fyrstu byrjun. Greyið fékk ekki nægju sína af brjósti móður sinnar.

Því hatast hann við konur.

Stormsveipur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:53

66 identicon

Áhugaverð myndlíking hjá síðasta ræðumanni, eða hvað?

Það er þá eitthvað nýtt, Stormsveipur minn, ef sker eru farin að stranda. Hefurðu kannski aldrei farið út í fjöru eða verið um borð á báti? Mér sýnist þú frekar hafa strandað á Stormskerinu.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 08:26

67 Smámynd: Villi Asgeirsson

Boð og bönn eru bjánaleg. Að setja kynjakvóta virkar ekki. Það er eins og að segja að viss prósenta verði að vera víetnamar, pólverjar og svertingjar.

Hvernig er annars ráðið í starf framkvæmdastjóra? Eitt starf, einn einstaklingur. Það eina sem mér dettur í hug er að fá einhvern sem er komin(n) hálfa leið í gegn um kynskiptaaðgerð. Ég er viss um að fyrirtækjum yrði mikið betur stjórnað þannig. 

Villi Asgeirsson, 17.11.2007 kl. 08:47

68 identicon

þú ert snillingur.....segi ekki meir :)

Kisan (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 13:32

69 Smámynd: Signý

AMEN! Hvar eru femínistarnir núna?... HA???

Friður á jörð!  

Signý, 17.11.2007 kl. 14:06

70 identicon

Snildargrein.Enn það er hámark bjartsýninnar að búast við að feministabeljur muni svara þessu því rökræður eru ekki þeirra sterkustu hliðar.Bara upphrópanir og bull

sigurbjörn (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:28

71 identicon

Halló ! Hvar eru feministarnir nuna er spurt ? Setti inn comment í gær undir réttu nafni og var hent út.... Lít svo á að ekki sé vilji fyrir rökræðum á þessari heimasíðu.

kona og feministi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:49

72 identicon

Ég "elska" konur sem skilja ekki að karlremba meistarans er kaldhæðni.
T.d. fanst mér talið um brundtunnuna (kærustuna) æðislegt ögrandi og sexy.

Gangi þér vel Sverrir

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:17

73 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hafði ákveðið að svara aldrei athugasemdum vegna tímaskorts en ætla að gera hér eina undantekningu: Vil að það komi fram að ég hendi Engum út, ekki einusinni harðlínufemínistum sem ljúga því að ég hafi hent þeim út.

Trúi ekki að lygar séu það  málefnalegast sem femínistar hafa fram að færa. Aumt.

Svona í leiðinni þá má ég til með að vitna til gamans í nýjustu blogfærslu Sóleyjar Tómasdóttur í VG og formanns (forKONU) Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar þar sem hún segir:

"Vændi væri ekki til staðar ef engir væru kaupendurnir. -Kaupendur sem vita hvar skuli leita. Fari vændið í undirheimana vita kaupendurnir ekki hvar það er að finna og þar með fellur það um sjálft sig. Því er það þannig að á meðan vændi er til staðar verður alltaf hægt að finna það."

Ekki ónýtt að fara með svona visku inní helgina. Sóley tekur það fram á blogsíðu sinni að hún sé "róttækur femínist sem vilji bjarga heiminum." Guð forði heiminum frá því.

Gangið hægt um greddunnar dyr. Góða helgi 

Sverrir Stormsker, 17.11.2007 kl. 18:30

74 Smámynd: Fríða Eyland

Ég trúi því ekki að Stormsker hendi út athugasemdum, finnst hann ekki líklegur til þess.

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 18:32

75 Smámynd: Fríða Eyland

Þarna kom það enda ekki í þínum anda að þola ekki mótrök

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 18:34

76 Smámynd: Fríða Eyland

Sóley er ekkert skárri en aðrir sem eru í pólitík, bitlingakerling ég hef skrifað henni og svarið sem kom eftir nokkrar færslur (ég gafst ekki upp) var glatað, máttlaust, þurrt og ómálefnalegt, svo vil hún ekki vera bloggvinkona mín heeheee.....

Fríða Eyland, 17.11.2007 kl. 18:40

77 identicon

AMEN  fokking AMEN herra , the truth shall set you free það er ekkert öðruvísi.........

það er og hefur alltaf verið þannig að Kvenréttindatuðrur tala ávalt og einungis um þá hluti sem koma þeim vel annað er látið ósagt.

ég myndi ekki fá vinnu í La Senza eða Knickerbox :) hvar er jafnréttið í því ha :D 

Mr. Swanson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:23

78 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já, hana er víða að finna þessa blessuðu drengjaveröldina, t.d. á Litla Hrauni. En alltog margir strákar leggja stund á kvikmyndagerð og afbrot.

Benedikt Halldórsson, 17.11.2007 kl. 20:05

79 identicon

Þýðir þetta þá að ég ÞURFI ekki að setjast á klósettið þegar ég pissa?????

 Þetta skal mín sko fá að heyra!

Sveinn (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 21:25

80 Smámynd: Ingi Braga

frábær grein, ég skil vel að soley þori ekki hérna inn. það væri nú samt gaman að sjá hana reyna.

Ingi Braga, 17.11.2007 kl. 22:05

81 identicon

Góð grein! Mér líst vel á orðin fórnarlambsfemínismi og forréttindafemínismi. Það er eins og að skuggaboxa að rökræða um eða við femínista sem bara femínista. Það eru held ég tæpar 30 mismunandi tegundir skilgreindar en allar flokkast þær undir að vera annaðhvort forréttindafemínistar eða jafnréttisfemínistar. Jafnréttisbaráttunni var fyrir löngu fórnað á altari forréttindafemínismans á íslandi og það heyrist orðið ekkert frá jafnréttisfemínistum. Það er vel að fara að gera greinarmun á þessum ólíku skólum femínismans til að gera orðræðuna markvissari, hafna því sem vont er og hampa því sem gott er.

Kv,
Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:45

82 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er nú hálf orðvana eftir þetta ótrúlega lágkúru-skítastönt hjá feminösnum, að leggjast svona lágt:

"Halló ! Hvar eru feministarnir nuna er spurt ? Setti inn comment í gær undir réttu nafni og var hent út.... Lít svo á að ekki sé vilji fyrir rökræðum á þessari heimasíðu.

kona og feministi (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 16:49"

Vitandi það að Sverrir hafði aldrei áður svarað einu einasta kommenti á síðunni sinni þá dyrfist þetta huglausa lið feminasna að reyna að ljúga uppá manninn!!!

Þvílíkt djöfuls pakk, segi ég nú bara!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2007 kl. 01:19

83 identicon

Er ekki bara kominn tími á það að við strákarnir(karlmenn)stofnum félag til höfuðs eða gegn feministum og látum okkar rödd heyrast gegn þeim?

Gætum kallað félagið KARLAR:IS nú eða MALE:IS og svarað þeim svo opinberlega þegar eitt bullið enn kemur frá þeim.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 01:52

84 Smámynd: Egill Lárusson

Spáið í það að ef fyrirsögnin í DV hefði verið "Það vantar fleiri konur í kvikmyndagerð", þá hefði þetta algerlega misst mark og enginn hefði lagt til skoðanir sínar. Frábær greining Sverrir! Einhverneginn slekkur maður á blogginu þínu, ávallt hlæjandi.

Egill Lárusson, 18.11.2007 kl. 01:52

85 identicon

Júlíus,

Þetta er vel til fundið. Ég þekki a.m.k. tvær síður sem fókusera á þetta eingöngu. Það er www.vindmyllan.com og bloggið hans Plato. Karlar eru bara seinþreyttari til vandræða virðist vera en þetta væri svo ótrúlega tímabært.

Helga, femínasni fær 10! ;)

Kv,
Gunnar

Gunnar (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 02:56

86 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafa skal það sem fyndnara reynist. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 10:41

87 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Öfgakarlaistar munu hafa mótmælt að þeir væru í minnihluta hópi Súlustaða Reykjavíkurborgar,

nei auðvitað henta atvinnugreinar mismunandi enda eru kynin ger ólík, allavegana finnst mér karlmenn vera allt öðruvísi, og tvær bestu vinkonur mínar :ein var trukkabílstjóri en ákvað að gefa þá vinnu upp á bátinn vegna þess að vinnudagurinn var allt of langur, hin vinkona mín vann á verkstæði lengi, og vinnur á bílaleigu núna en það hentar henni vel, heyrði þær aldrei hvarta undan því að vera í minnihluta, enda hef ég þá trú að konur geti allt sem þær vilja þetta er bara spurning um einstaklinginn.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:03

88 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sverrir Stormsker........ert þú viss um að þetta hafi verið kona?......FEMÍNISTI?

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.11.2007 kl. 11:54

89 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er snilldargrein og vel skrifuð og ættu allir að lesa hana aftur sme hafa komist í gegnum hana einu sinni.. þeir sem lásu bara fyrirsagnirnar og komu svo með komment ættuð að skammast ykkar..

annars er ég húsbóndi á mínu heimi tvímælalaust, giftur yndislegri ásískri dömu sem er hlynnt buddisma .. hún leifir mér að ráða því hvenær ég vaska upp.. fyrir eða eftir  kvöldfréttir, svo þið sjáið ég er lukkunar pamfíll og húsbóndi á mínu heimili.

Óskar Þorkelsson, 18.11.2007 kl. 12:26

90 identicon

Til lukku með það Óskar...þú kannski ráðir svo miklu á heimilinu að þú ræður hvort þú vaskar upp á undan eða skúrar.....ef svo er þá ert þú greinilega með öll völd þarna:-) en þetta snýst ekki um hver ræður og hver ekki,þetta snýst um réttlæti en ekki forréttindi og forréttindi geta aldrei verið jafnrétti eða réttlát.En ef þú ert sáttur við þína hagi og hvernig öllu er komið fyrir á þínu heimili þú með allt þetta "húsbónda"vald og kona er líka sátt,þá sé ég engan meinbug á þessu hjá ykkur:-)snýst þetta ekki líka um að báðir aðilar á heimilinu séu sáttir?Og ánægðir?Mundu bara kallinn minn að næst þegar þú þrífur að fara vel útí hornin.....:-)

Lifðu heill!

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:07

91 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars finnst mér að það eigi að lesa þetta upp á Jólunum í stað Guð-spjallana.  Hve margir hafa ekki hugsað svona en ekki þorað að hleypa því fram á varirnar. Ég þori ekki að viðurkenna að ég hafi gert það. Enda er ég heigull þegar kvenlegu ofstæki er að mæta. Má ég þá heldur biðja um smá strákaglimu með standpínu við Jón Val Jesúnöttara.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2007 kl. 14:51

92 identicon

Já eins og allir hinir (eða flestir) er ég hjartanlega sammála þér, og bara TAKK mín kæri!

Sá nú að ein manneskjan átti einhvað í nöp við þig fyrir þessa grein, en í gegnum þau rökmiklu og innihaldsríku setningu stöndum við karlkynið hilið við hlið svo riði ekki til falls.

Tilvitnun í eflaust mjög svo góða Matthildi: "Sverrir bara brattur í sínum karla fórnarlambs heimi. Mætti kona spyrja hvort hann hafir eitt eða tvö hnyttin ráð upp í erminni til að berjast gegn launamuninum."

Ef ég má bæta við eflaust óþörfum orðum, en þá eru þetta held ég gegnumlýsandi þau rök og stuðningur sem við fáum frá feministum. Henni tókst á svo stórslunginn hátt að fella alla þína grein og gera okkur karlkynið að fórnalömbunum. Núna er bara að smella sér á þing Sverrir og koma með þessi 1 til 2 hnyttnu ráð sem gera feminsta að lokum að "venjulegu" fólki.

Rykið

Ottó Örn (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 16:51

93 Smámynd: Bogi Jónsson

Mikið er ég sammála þér Sverrir, en láttu það ekki fara lengra.

Bogi Jónsson, 18.11.2007 kl. 21:20

94 Smámynd: ViceRoy

Vel mælt!

En ég sá að auki athugasemdina frá Sverri um Sóleyju og vitna ég í tilvitnun "Fari vændið í undirheimana vita kaupendurnir ekki hvar það er að finna..."  HALLÓ!

Er hún já gjörsamlega vitfirrt manneskjan?  Ekki er dópið á yfirborðinu, samt er allt vaðandi í því... Fólk sem vill eitthvað, það leitar að því... og veit þar að auki hvar á að leita og við hverja að tala. Hún virðist ekki alveg skýr í kollinum hún Sóley hvernig fólk hugsar og fúnkerar. 

ViceRoy, 18.11.2007 kl. 22:35

95 Smámynd: K Zeta

Lögleiða vændi, láta þá sem selja borga skatta og hlíta strangri heilbrigðisskoðun.  Ekki halda að eftirspurn minnki við bann nema síður sé.  Svíar hafa reynt svona bann og það grasserar allt í undirheimum og hvorutveggja seljendur og kaupendur gjalda fyrir.  Ef fólk er á móti að kauða blíðu þá einfaldlega ekki gera það en láta aðra vera sem vilja versla og selja.

K Zeta, 18.11.2007 kl. 23:13

96 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú getur leigt kvenmannsklof, en mér er það til efa að hægt sé að kaupa blíðu. Kannski er þetta rangt hjá mér. Og flest er orðið falt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 01:02

97 identicon

gæti ekki verið meira sammála þessari grein.

eitt sem mér fynst vanta í alla umræðu um vændi og súlustaðina, það er eins og það sé einhver lausn að hafa þetta annað hvort  leifilegt eða bannað, ég held að ég hafi aldrei heirt neinn tala um það hvernig á að taka á þeim vandamálum sem geta komið upp í sambandi við þessar atvinnugreinar því það eru til dæmi um að konur séu neiddar útí vændi eða negtardans og jafnvel bæði

ég hef aldrei heirt talað um það hvernig á að hjálpa þessum konum og vernda þær fyrir ofbeldis mönnum sínum, þegar einstaklingur er neiddur í slígt er það nú öruglega gert með hótunum og ekki bara í hennar garð heldur jafnvel fjölskildu þá er þessi einstaklingur alveg öruglega ekki að fara að þora að benda á ofbeldis mann sinn af hræðslu við hefndaraðgerðir nema það sé til eithvað öriggis kerfi sem getur verndað hann fyrir slíku.

ég get ekki séð að það einfaldi stöðuna svo eithvað þega þolandi og gerandi eru báðir sekir um lögbrot þegar vændi er ólögleg, frekar að auðvelda þeim að koma fram og fá aðstoð.

bjöggi (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 01:21

98 Smámynd: Njáll Harðarson

Það er mikið líf í skerjagarðinum, góð útfærsla á helstu rifjum, þó það ebbi aðeins i lokin.

Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst um jafnrétti, en ég gerði mér strax grein fyrir því að það myndi aldrei ná til hjólbarðans. Femínur eru og eiga að vera sem slíkar, enda gengnum það sem við Male-inar fáum að njóta okkar í umgengni við Female-inur. Við eigum marga femínuskörunga sem hafa siglt gegnum skerjagarðinn og eins og Vigdís, sprengt af sér gleriðþakið. Það er fjara það er flóð, það er dagur og það er nótt, það er karlmaður og það er kvenmaður, án andstæna er ekkert neins virði

Njáll Harðarson, 19.11.2007 kl. 07:59

99 identicon

Sverrir skrifar pistil, fólk keppist við að lofsama og rökræða....aldrei heyrist þó neitt í Sverri.  Ætli hann sé ekki hlæjandi að öllu saman...

Pétur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:51

100 identicon

Dem, við nánari athugun var hann með eitt svar....

Pétur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:56

101 identicon

Greinin er.... áhugaverð, þrátt fyrir stórar gloppur. Athugasemdirnar hafa að mestu leyti einkennst af óbilgirni og einhverju bældu hatri á femínistum sem fær útrás í orðum eins og „femínistabeljur“ og „femínasistar“. Ég sé persónulega lítið samhengi milli femínista og nautgripa og því síður nasista. Mér finnst gallinn við greinina og umræðurnar vera sá að þarna er verið að fjalla um hápólitíska stefnu eins og hún sé eitthvað persónulegt. Ásakanir á hendur frjálshyggjumanna um að þeir séu bara „bitrir vegna þess að þeir fá ekki nóg í svefnherberginu“ væru sennilega ekki jafnvel tekið, en væri samt alveg jafnóviðkomandi. Því miður er svona barnaskapur einkenni karlnautanna sem virðast taka femínismanum sem persónulegri árás og tengja stefnuna í heild sinni ekki við neitt annað en kynferðisleg samskipti kynjanna. Það er bara bjánalegt. Eruð þið bjánar?

Kæru konur og drengir, ekki dirfast að gleyma því sem femínisminn hefur gert fyrir ykkur í formi réttindabaráttu. Hann hefur gert ykkur kleift að sitja hér núna og rökræða um álíka mikilvæga hluti og kynjaskiptingu í skák eftir að hafa, og með þvílíku stríði get ég sagt ykkur, neytt fram kosningarétt, meira launajafnrétti, kynferðislegt frelsi kvenna, virðingu og þar fram eftir götunum. Þetta var allt nauðsynlegt því áður fyrr var viðtekin skoðun að kona ætti ekki að hafa sömu réttindi og karl, ekki vegna vitsmuna, afls eða stöðu, heldur einungis vegna þess að hún var kona. Þessi skoðun virðist ennþá krauma undir niðri hjá athugasemdagjöfum þessarar síðu, eflaust vegna þess að það gerir þeim erfiðara um vik að tala um að „setja í kellingar“ hvenær og hvar sem blessaða drengina langar.

Hins vegar ættu konur endilega að drífa sig í kvikmyndagerð, en mér finnst það nú svona nokkurn veginn málum óviðkomandi...

Finnur Guðmundarson Olguson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:50

102 Smámynd: Fríða Eyland

Finnur, ertu að tala um Rauðsokkurnar ?

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 23:10

103 identicon

Góð grein, Sverrir. Mér finnst persónulega að orðið "femínismi" sé mjög neikvætt. Menn geta notað "jafnréttissinna" og "jafnréttissinni", en nútíma femínismi á Íslandi á nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut sameiginlegan með jafnrétti.

Og þessi snælduheimskulegu "rök" að kynjahlutfall sé svona eða hinsegin gera ALLTAF, UNDANTEKNINGALAUST, ráð fyrir því að konur séu nákvæmlega eins og karlar að andlegu upplagi. Og hvað ef maður spyr hreinskilnislega "hvað ef það er einfaldlega ekki rétt?", þá er maður sakaður um "gamaldags hugsunarhátt". Tjah... ókei, og? Manni er auðvitað skítsama hvort skoðanir manns séu nýstárlegar eða gamaldags, þar eð markmiðið er að hafa þær vitrænar, ekki samkvæmt einhverri tísku. Það er grundvallaratriðið sem femínistar skilja ekki, að við kjósum ekki raunveruleikann. Það er engum að kenna að flestar konur hafi áhuga á öðru en flestir karlmenn, og það sem meira er, það skiptir engu máli, kemur réttindum ekkert við og er ekkert hræðilegt að einu eða neinu leyti. Nú til dæmis langar mig ekkert til þess að verða forstjóri eða yfirmaður (nema mín sjálfs), ætti þá að gera mig að yfirmanni ef fleiri konur væru yfirmenn en karlar? Það skiptir mig engu helvítis máli því ég hef engan helvítis áhuga á því! Það er verið að bæta um skaða sem er ekki skaði, leiðrétta tölur sem eru ekki vandamál og berjast fyrir misrétti með því að tala um jafnrétti.

Femínismi og hver sem ennþá kallar sig femínista, fokk jú. Ég skora á jafnRÉTTISsinna til að hætta með öllu að kalla sig femínista. Jafnréttisstefna sem hefur nafn sitt frá öðru kyninu er auðvitað dúbíus eitt og sér, en ekki bætir svo þegar "málstaðurinn" kemur líka.

Sérstaklega vil ég skora á Kolbrúnu Halldórs að hoppa upp í óæðri endann á sér fyrir hönd femínista á Íslandi. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband