Icesave-samningurinn er ekki til, að sögn Steingríms J.

Ævintýri í uppsiglingu.jpgHorfði á áhugaverða heimildarmynd um græðgi í gærkvöld, - "Leitina að týndu öxlinni" eða eitthvað svoleiðis eftir Steven Carlsberg. Þegar hún var búin hugsaði ég:

"Ætli það séu engir svona fágætir hlutir sem hægt er að leita að á Íslandi fyrir utan viðskiptaheiðarleika? Voðalega er Klakinn eitthvað boring."

Ég skrapp í netheima í Indjána Dow Jones fíling með hattinn og svipuna í huganum og fór að leita að einhverju trúverðugu og sönnu sem stjórnmála - og leyndarmálamaðurinn Steingrímur J. hefði sagt undanfarna mánuði. Hætturnar leyndust víða og oft erfitt að komast í gegnum lygavefinn og blekkingaholræsin. Í Kastljósi þann 3. júní síðastliðinn fann ég loksins sönn orð. Þar sat Steingrímur fyrir svörum og undir leyndarhjúp hjá Helga Seljan. Hér er þetta orðrétt:

 

Helgi: "Er eitthvað til í því sem hefur verið fleygt í dag að það líti allt út fyrir það að við þurfum að fara að taka á okkur að óbreyttu einhverja fleiri hundruð milljarða út af Icesave sem er mun meira heldur en gert var ráð fyrir og það sé verið að fara að ganga frá því, afþví að svona hefur þetta verið presenterað soldið í dag?"

Steingrímur: "Það eru algjörðar sögusagnir og þvert á móti gerum við okkur vonir um það að það sé kannski í sjónmáli miklu hagstæðari lausn í þeim efnum heldur en fyrri ríkisstjórn var búin að undirbúa."

Nákvæmlega. Alveg kórrétt. Það sem við erum að upplifa í dag í sambandi við Icesave samninginn eru bara sögusagnir og það meiraðsegja "algjörðar sögusagnir." Þar höfum við það. Við þurfum ekkert að óttast því Icesave-samningurinn er ekki til. Við þurfum fleiri svona stjórnmálamenn. Sérstaklega á tímum sem þessum.


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Á sínum tíma treystu Steingrímur og Svavar ekki fólkinu til að kneyfa áfengt öl án þess að það færi sér að voða. Annað gilti um þá sjálfa sem höfðu góðan aðgang að ölinu í sendiráðsveislum og víðar. Þess vegna getur almenningi ekki verið treystandi til að meta kostina sem Ísland hefur í IceSlave málinu, ef þeir eru einhverjir. Félagslega forræðishyggjan lítur á almenning sem fávís börn. Stjórnmennin þykjast vitrari og verðugri í hlutverki foreldranna. Það skortir mest allar upplýsingar og skýringar. Frekar skal spinna og mata börnin með áróðri og lygum. Fyrir utan þetta ræður ríkisstjórnin vart ferðinni undir IMF. Ömmi er sá eini í stjórninni sem er maður til að viðurkenna það. Þau þora aldrei að viðurkenna að Íslendingar voru ef til vill plataðir og þvingaðir. Dómstólaleiðina mátti ekki reyna því það hefði hrikt í stoðum ESB bankabransans og gefið slæmt fordæmi.

Það sem Stýringin segir ekki vera til hefur enga tilveru í hinum sviðsetta sýndarveruleika samtímans.

Þorri Almennings Forni Loftski, 19.6.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Félagi SteinRÍKUR í daglegu tali kallaður VINDHANNI hérlendis en erlendis gengur hann undir nafninu: "Dr. Jerkyll & Mr. Hyde" ég kan illa við þá báða.....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 19.6.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Lausnin á Iceslave er hér

Bara varð að koma þessu á framfæri kannski galin hugmynd en kannski ekki.

Sævar Einarsson, 19.6.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorri Almennings. Nákvæmlega. Kommúnistar hafa af einhverjum ástæðum alltaf viljað hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Alveg oní smáatriði. Þeir vilja ólmir að allir hagi lífinu nákvæmlega einsog þeir sjálfir. Vilja reyndar sjálfir hafa smá forréttindi, vera aðeins jafnari en hinir. Frekar hvimleitt helvíti.

Það stóð aldrei til að sýna hvorki þingmönnum né þjóðinni Icesave-samninginn. Þetta átti allt að vera alveg gríðarlegt leyndarmál einsog allt annað sem þessi stjórn er að pukra. Þingmenn áttu að skrifa undir með bundið fyrir augun. Það var ekki fyrr en samningurinn fór að leka út sem hin leyndardómsfulla KGB-vinstristjórn dró hann uppúr Top-Secret-skúffunni og opinberaði hann.

Sverrir Stormsker, 20.6.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jakob. Þetta kalla ég heilbrigða skynsemi.

Sævarinn. Verulega áhugaverð ídýfa. Málið er í skoðun.

Sverrir Stormsker, 20.6.2009 kl. 08:57

6 Smámynd: Ómar Ingi

 Góður að venju strákur

Ómar Ingi, 20.6.2009 kl. 16:59

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Gimbillinn frá Gunnarsstöðum, Steingrímur J, er sá pólitíkus sem hefur þurft að éta ofan í sig næstum allar orðræður sem hann galaði í tíð fyrri ríkstjórnar, og voru þær margar .  Ekki hafa þessi orð verið efnismikil, því maðurinn er grindhoraður enn.

Eggert Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ómar. Þakka þér drengur.

Eggert. Miðað við hvað hann hefur þurft að éta mikið oní sig þá ætti hann að vera orðinn feitari en Gunnar Birgisson. 

Sverrir Stormsker, 20.6.2009 kl. 19:44

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það verður reyndar mjög erfitt að hnekkja þessum gjörningi. Icesave samningurinn má ekki verða samþykktur á þingi. Ég hvet ykkur til að senda á alla þingmenn hvatningu um að samþykkja þetta ekki (http://althingi.is/). Þá er í það minnsta hægt að segjast hafa reynt allt til að stöðva þennan gjörning. Því fleiri sem láta heyra í sér, þessu líklegra er að þingmenn fari að taka eftir. Kurteislega orðuð bréf eru líklegri til að vera lesin en hin :-)

Haraldur Baldursson, 20.6.2009 kl. 21:38

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur. Svo má ekki gleyma að þjóðin á eitt stykki öryggisventil sem heitir Ólafur Ragnar Reykás. Icesave-samningurinn er trilljón sinnum stærra mambó en fjölmiðlafrumvarpið en Ólafur mun líklegast staðfesta vibbann þar sem hann kemur frá vinstri heilagleikunum. 

Sverrir Stormsker, 20.6.2009 kl. 23:02

11 Smámynd: Eygló

Ætli séu nú ekki nokkrar innri fitubollurnar með bakflæði orða-ofaní-sig-áts.  Sumir neita að vísu að éta ofaní sig, sumir fatta ekki að þeir hafi sagt eða gert eitthvað "af sér". Sumir er svo forhertir að þeir halda sínum fram, þangað til bláir eru. Sumir segja og gera eitthvað til að koma í veg fyrir að hinn flokkurinn fái heiðurinn.

Það rignir aldrei á Íslandi.

Eygló, 20.6.2009 kl. 23:58

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

Maíja. Með fullri virðingu fyrir Samspillingunni og öðrum flokkum þá held ég að Vinstri græningjar séu búnir að slá Íslandsmet í þríþraut: Loforðasvikum, hringlandahætti og rugli.

Efast um að nokkur annar flokkur hafi fyrr né síðar þurft að gleypa ALLT oní sig sem hann gaspraði fyrir kosningar á jafn skömmum tíma.

Það er rétt hjá þér: "Það rignir aldrei á Íslandi," - nema hnausþykkum gluggaumslögum innum bréfalúgur landsmanna í boði "félagshyggjuflokkanna." 

Sverrir Stormsker, 21.6.2009 kl. 10:24

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sverrir (10) Ef Ólafur taldi sig hafa tilefni til að bera mál undir þjóðina með Fjölmiðlafrumvarpið, þá ætti hann þegar að vera upptekin við að byggja múra gegn Icesave.
Mikið væri gaman að hafa "slá utan undir" vald, svo unnt væri að setja tappa í suma hluti og atburðarás sem á undraverðan hátt fer af stað og ekkert mannlegt virðist geta stöðvað. Orðagjálfrið og vitleysan er stundum með svo miklum ólíkindum að manni fallast hendur. Staðreyndin er t.d. sú að peningavaldið vill ESB...og þá vigtar lýðræðið harla lítið eins og sést Steingrími loforðsbarón. Það flæddi fylgi til VG, vegna "staðfestunnar" gegn ESB og "orðheldni" formannsins. Nú situr hann í vel bólstruðum stól og snýr öllum stefnum á hvolf. Annað hvort er húsgagnaástin svona ofboðslega rík, eða að hann hefur ekkert um hlutina að segja.

Haraldur Baldursson, 21.6.2009 kl. 12:53

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur.Svona eftir á að hyggja þá er ég mjög ánægður með að Vinstri græningjar skyldu hafa komist til valda. Núna loks sér fólk vonandi hvernig þetta fyrirbrigði starfar í praxis. 

Þeir verða samt að öllum líkindum kosnir aftur og aftur og aftur og aftur einsog aðrir draugar fjórflokksins.

Það eina sem getur stoppað Icesave þrælasamninginn óbreyttan er vitglóra.

Sem þýðir: Ekki smuga að hann verði stoppaður.

Sverrir Stormsker, 21.6.2009 kl. 20:55

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ætli það sé tilfellið að afkomendur íslendinga í Manitoba séu með hærri greindarvísitölu en niðjar eftirsetufólkins ?

Haraldur Baldursson, 22.6.2009 kl. 00:20

16 Smámynd: Sverrir Stormsker

Haraldur. Ekki nokkur einasta spurning .  Meiraðsegja rottur hafa vit á að flýja sökkvandi skip. Þær rottur sem hinsvegar halla sér aftur makindalega í káetunni einsog ekkert hafi í skorist eru ekki ýkja klókar og ekki uppá marga fiska. Annars hefur mér nú alltaf þótt ýsur vera uppá marga fiska.

Sverrir Stormsker, 22.6.2009 kl. 15:33

17 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þegar minst er á setu VG í stjórn þá vrður að minnast þess að þegar menn/ eru kjörnir/kjörnar á þing þá er sá/sú orðin(n) að atvinnulygara.

Svo er ágætt að minnast orða eins þingmans (sem ég man ekki nafnið á) sem var á þingi fyrir einhverjum áratugum, er hann sagði "Guð hjálpi þjóðinni þegar mentamennirnir komast til valda".

Nú er hinsvegar spurning um hversu mikið mentað fólkið er sem er á þessu Alþingi???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.6.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband