Bjartur í Brunarústum og íslenskt þjóffélag

  
  

Guðni í sleik við búkollu.jpgÞað er auðskiljanlegt flestu ósködduðu fólki að Guðni Ágústsson sagði ekki af sér þingmennsku vegna þess að hann væri að „axla ábyrgð" á ástandinu einsog margir eru að klifa á um þessar mundir. Skil ekki hvernig fólki dettur sú firra í hug að íslenskir stjórnmálamenn fari að taka upp á því að axla ábyrgð! Guðni sagði ekki af sér vegna ófara þjóðarinnar heldur vegna eigin ófara í Framsóknarflokknum. Einfalt. Honum var misboðið á miðstjórnarfundi flokksins þar sem fornaldarhugmyndir hans fengu ekki brautargengi og hann gerði sér að auki ljóst að hann myndi verða sleginn af í næsta for(n)mannsslag. Hann gekk ekki lengur í takt við aðra framsóknarstrumpa og fann að hann var að dragast afturúr, jafnvel hinum hæggengustu og afturhaldssömustu í flokknum. Hann vildi ekki breyta sínu þúfugöngulagi til samræmis við Evrópustaðla og var því svolítið á eftir, auk þess sem hann gekk afturábak. Hann vildi ganga út í öfgar og ganga á fjöll til hinna tröllanna og saltstólpanna en flokkurinn vildi ganga af honum dauðum og koma af fjöllum. Nú er bæði flokkurinn og Guðni genginn sér til húðar.

 

Guðni er mikill göngugarpur. Hann gekk út úr miðju viðtali hjá mér í sumar og gekk alveg af göflunum þegar ég minnti hann á að hann hefði í áratug Muuuðni og félagar.jpgstaðið fyrir afturhaldssamasta, óhagkvæmasta og neytendafjandsamlegasta landbúnaðarkerfi í heimi, og núna gengur hann út af þingi og frá Framsóknarflokknum þegar hann sér að einangrunarhyggja hans og 19du aldar hugmyndir um afdalamennsku og beljurómantík ná ekki eyrum flokksmanna. Honum var komið í opna Skjöldu. Og nú er Guðni genginn.

 

(Þessi mynd er líklega fótósjoppuð)

 

ofureftirlaunapotturinn.jpgEf fólki finnst virkilega „stórmannlegt" og „ábyrgðarfullt" að stökkva út um gluggann úr brennandi þjóðarhlöðunni beint ofan í heitan ofureftirlaunapottinn einmitt þegar hlaðan logar stafna á milli og landsmenn brenna í skinninu eftir lausnum þá er eitthvað meira að en ég hélt.

Reyndar hefði Guðni aldrei getað bætt ástandið, ekki frekar en aðrir sem bera ábyrgð á því, enda segir hann í kveðjubréfi sínu að hann telji sig gera mest gagn með því að hætta að tjá sig. Hann segir jafnframt í bréfinu: "Ásamt skýrum hugsjónum og pólitískri staðfestu eru það einmitt eining og drengskapur sem fæða af sér stórar hreyfingar."

Nú vitum við afhverju Framsóknarflokkurinn er dvergflokkur.

 

veljum_serislenskt_og_allir_tapa.jpgGuðni vill að sjálfsögðu ekki ganga í nein alþjóðleg bandalög og einhver alþjóðleg sambönd einsog hið stórhættulega og óþjóðlega Evrópusamband. Hann vill séríslenskt þjóðlegt hagkerfi, séríslenskar reglugerðir, séríslenska krónu, séríslenskt afturhald, séríslenska bændamafíu, séríslenskt landbúnaðarkerfi, séríslenskt verðlag, séríslenskt gjafakvótakerfi, séríslensk mannréttindabrot, séríslenska okurvexti, séríslenskar embættisveitingar, séríslenskt eftirlitsleysi, séríslenskt samkeppnisleysi, séríslenskt ábyrgðarleysi, séríslenskt eftirlaunafrumvarp, séríslenska spillingu, séríslenska kreppu og séríslenska þjóðlega heimsku.

alislenskur kreppuapiGuðni vill allsekki að þjóðin fari að taka við einhverjum útlenskum tilskipunum vegna þess að íslenskir stjórnmálasnillingar hafa sýnt það og sannað að þeim er sko treystandi fyrir efnahagsmálum landsins sem og öðrum málum. Veljum íslenskt. Íslensk kreppa, já takk. Íslenskt þjóffélag, já takk. Íslenskur heimalningsháttur, já takk.

Fyrirmynd Guðna er hinn sjálfstæði og þjóðlegi Bjartur í Sumarhúsum, eða öllu heldur Bjartur í Brunarústum, sem vildi frekar alíslenskar lýs á sínum skrokki en erlenda sápu.

 

fyrir_islenska_stjornmalamenn.jpgÉg tek undir með bandaríska hagfræðiprófessornum Robert Aliber: „Annaðhvort hafa Íslendingar látið stjórnast af græðgi eða heimsku undanfarin ár, - eða hvortveggja."

Tvímælalaust hvortveggja. Snemma árs sagði Aliber að allt myndi fara hér fjandans til ef ekki yrði gripið til skjótra og róttækra aðgerða en enginn aðhafðist. Á sama tíma sagði Ingibjörg Sólbrún að hér væri engin kreppa og allt væri í glimrandi velstandi, og aðrir íslenskir heyrnarlausir staurblindir stjórnmálaafglapar tóku í sama streng.

 

Nú er svo komið að velferðarkerfið er í tætlum og helferðarkerfið tekið við. Þegar ystu lögunum er flett ofan af áferðarfallegu þjóðfélaginu þá kemur í ljós að það er svo gegnumrotið og maðkétið og gjörspillt og dragúldið að Chicago á dögum Al Capone´s virkar sem himnaríki í samanburði. Þetta er ekki þjóðfélag heldur þjóffélag. En fólki finnst þetta þjóffélag gott, svo bananalydveldid_island_737796.jpgframarlega sem það er séríslenskt og án tilskipanna og afskipta erlendis frá. Við kunnum þetta jú alltsaman, einsog sést. Við megum ekki glata „sjálfstæði" okkar. Við eigum öll að vera í séríslensku skuldafangelsi. Við eigum að vera alveg gríðarlega sjálfstæðir hnarreistir sauðþráir sjálfumglaðir þjóðernissinnissjúkir smákóngar einsog Bjartur í Brunarústum. Þó þjóðin sé bernsk þá má hún ekki heyra minnst á einhverja útlenska barnapíu. Okkur líður vel að vita af fiskimiðunum, olíufélögunum, tryggingarfélögunum, fjölmiðlunum, bönkunum og öðru í séríslenskum glæpamannagreipum. Engir skulu sko fá að stjórna okkur nema alíslenskir aular. Það er fyrir öllu.

17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga.

Á 50 ára lýðveldisafmæli okkar orti ég:

 

Loksins erum við laus úr dýflissuhlekkjum,

lengur ekkert helsi,

snara um engan háls.

Nú birgjum við okkur innan virkisveggja

til varnar okkar frelsi

og þykjumst vera frjáls.

 

 

(Morgunblaðið 21. nóvember)

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

 

 

Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 - 18:00 verður endurtekið viðtal mitt við Guðna Ágústsson frá því 30 júlí þegar hann strunsaði út sællar minningar og fór fram á það við lögfræðing Sögu að þátturinn yrði aldrei endurtekinn og að ég yrði rekinn. Ekki mörgum þótti þessi framkoma Guðna bráðheppileg og sniðug fyrir flokkinn nema einna helst tölvusnillingnum Bjarna Harðarsyni sem hældi for(n)manninum á hvert reipi og rógbar mig hressilega í kjölfarið um leið og hann viðurkenndi að hann hefði ekki heyrt þáttinn og ætlaði sér aldrei að gera það!! 

Stjórnmálamenn myndu kannski geta haldið djobbinu ef þeir væru með opin eyru og opinn huga og lokaðan kjaftinn. 

 

Þessir gæar vildu mig út í hafsauga en nú er hinsvegar Bjarni búinn að dílíta sjálfum sér og búið að "reka" Guðna. For(n)mennska hans var "vinsamlegast" afþökkuð á miðstjórnarfundi flokksins fyrir skömmu og hann flýði í fýlu einsog fætur toguðu alla leið til Kanaríeyja þar sem hann nýtur ofureftirlaunanna í botn, enda studdi hann eftirlaunafrumvarpið áfjáður á sínum tíma því hann vildi ekki aðeins vera áfjáður heldur fjáður. (Það tók 5 mínútúr að koma þessu misréttisfrumvarpi í gegnum þingið með stuðningi ALLRA flokksformanna, en það mun taka heila eilífð að afnema það með Öllu einsog allan annan séríslenskan viðbjóð. Ingibjörg Sólbrún stendur þar sem einn stærsti steinninn í götu réttlætisins ásamt hrjótandi sjálfstæðismönnum).

 

Með banana í annarri hönd og hrútspung í hinni liggur nú Guðni, þessi einarði varðhundur bændamafíunnar og gjafakvótakerfisins á sólarströnd í áhyggjuleysi og ábyrgðarleysi með skottið á milli lappanna og óskar Íslendingum velfarnaðar og vonar að þeir komist út úr kreppunni og drullupyttinum sem hann og flokkur hans áttu svo drjúgan þátt í að koma okkur í.

 

 

 

 

Fyrri Miðjuþætti má finna á:  www.stormsker.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn snilldarpistill í safnið...merci

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Diesel

áfram stormsker....þú veist samt að lengi getur vont versnað, Guðni fór, Valgerður tók við.

Diesel, 26.11.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eftir sukk og svínarí

sárþreyttur er búkur.

Kúkalabbi á Kanarí

kaldar vermir lúkur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.11.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Diesel

langar að misnota aðstöðu mína og benda fólki á að lesa nýja færslu á blogginu mínu um vaxtaokur

Diesel, 26.11.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Ómar Ingi

Góður enn og aftur

Ómar Ingi, 26.11.2008 kl. 17:38

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnzt þú enn syngja betur en þú skrifar ...

Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Hjálmtýr Guðmundsson

Held að Guðni hafi bara axlað pokann sinn.

Hjálmtýr Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Hverju skaut Guðni að Geir stuttu áður en hann sagði af sér.

Hvar er Atgeirinn Geir.?  Sjálfur flúði Guðni af Hólma.

Sölvi Arnar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: haraldurhar

  Þessi pistill þinn er tær snilld.

haraldurhar, 27.11.2008 kl. 14:02

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Ekki ganga í nein alþjóðleg bandalög eða stórhættuleg alþjóðleg samtök. Þá verðum við bara ein á báti og einangruð í alþjóða samfélaginu.

Reyndar erum við í SÞ og EFTA. Já og með EES samninginn og eigum aðild að Evrópuráðinu og EFTA-dómstólnum, NATO, Norðurlandaráði, Schengen og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Tökum líka þátt í alls kyns alþjóðlegum stofnunum sem fjalla um mannréttindi, verslun, fjarskipti, náttúruvernd, heilbrigðismál, hafrannsóknir, sakamál, tolla, siglingamál, barnahjálp, flugmál, öryggismál og fleira og fleira. Alls um 60 alþjóðlegar stofnannir, en ekki ESB. Reyndar erum við þar inni með annan fótinn gegnum EES, en það er sama, þetta er óþolandi einangrun.

Útvarpsþættirnir með JBH um daginn voru fínir.

Haraldur Hansson, 27.11.2008 kl. 14:15

11 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Flott!

Langt síðan ég hef skemmt mér svo vel!

Þráinn Jökull Elísson, 27.11.2008 kl. 15:08

12 Smámynd: Dóra

Þú ert frábær..... knús frá Esbjerg Dóra

Dóra, 28.11.2008 kl. 08:18

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) góður pistill

Óskar Þorkelsson, 28.11.2008 kl. 11:56

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

ég heyrði að Guðni hefði bara viljað hætta áður en eftirlunalögunum yrði breytt aftur. Hann hefði metið hina fjárhagslegu hagsmuni sína þannig að nú var að hrökkva eða stökkva. Eins og alþjóð veit, þá valdi hann að stökkva í sólina á Kanarí.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 13:25

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Afsögnina tókst með töng

að táldraga úr kjafti hans.

Eftirlaunalögin söng

lús í hári andskotans.

...en það er auðvitað Dabba að kenna líka.  

Janez Drnovsek and Irish prime minister David Oddson in Logarska dolina Hérna var hann að æfa sig í að stela frá þeim ríku. Hann steingleymdi bara að gefa þeim fátæku.. misskildi þetta eitthvað hjá Hróa og sendi þeim ÖRbirgð... bullseye hjá gamla.. og já, rakleiðis á snúðinn. Þori ekki alveg að fullyrða þetta með nefið...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.11.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband