Nú árið er liðið, sem betur fer

aramotakvedja_til_gamla_islands.jpgNúna erum við að sprengja burt gamla árið en á þessu nýja munum við vonandi sprengja burt gamla hyskið. Sprengjugnýrinn hér fyrir utan lætur sem fuglasöngur í mínum eyrum.

Árið sem nú er að líða byrjaði illa með áramótaávarpi forsætisráðherra og forseta en endaði nokkuð vel með huggulegum mótmælum. Árið endaði semsagt nokkuð gleðilega og vonarstyrkjandi þrátt fyrir árámótaskaupið. Þótt árið sé liðið þá er fárið ekki liðið, en á nýju ári verður vonandi stjórnarliðið og spillingarliðið liðið.

Myndin sem ég læt hér fylgja er áramótakveðja mín til gamla Íslands. Megi gott og byggilegt Ísland upp rísa. Undir okkur sjálfum komið, ef við náum að parkera þýlyndinu.

"Gleðilegt" og "farsælt" komandi ár. Það má eitthvað mikið gerast ef að þessi ósk mín á eftir að rætast, - en vonandi gerist eitthvað Mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sömuleiðis..Held aftur á móti að það sé ekki notalegt að fá þennan fingur upp í afturendann á sér. Myndin skilurðu?Fyrr má nú rota en skjóta .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gleðilegt nýtt ár Stormsker og vonandi rætist ósk þín um nýja árið.

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Heidi Strand

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtilegt blogg.

Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Sævar Helgason

Nú árið er lið sem betur fer ,segir þú  - það þýðir að þú átt árinu skemmra eftir meðal okkar- erum við svona leiðinleg ?  Ertu að flýta þér eitthvað ?  Hvert ?

En í alvöru , skrifin þín og kjaftháttur - gefa lífi okkar hinna - skemmtun og sýn á tilveruna. Takk fyrir það.

Gleðilegt nýtt ár

Sævar Helgason, 1.1.2009 kl. 01:41

5 Smámynd: Jack Daniel's

Gleðilegt ár Sverrir og megir þú vaxa og dafna á nýjur ári.

Takk fyrir pistlana þína og útvarpsþætti á liðnu ári.  Gerir bara enn betur og meira af þessu á nýju ári.

Jack Daniel's, 1.1.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Heimir Tómasson

Gleðilegt ár og komdu með fleiri pistla. Þeir ylja manni oft í næðingnum.

Heimir Tómasson, 1.1.2009 kl. 12:27

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þakka ykkur gott fólk. Við skulum öll reyna að gera betur a þessu ári og leggja okkar af mörkum til að breyta Íslandi úr þriðja heims ríki í annað heims ríki og koma því svo í fyrstu deild. Til þess þarf kröftuga andspyrnu við úr sér gengna stjórnmálamenn, útrásarloddara og og aðra spillingarsnillinga. Látum þá ekki aftra okkur frá því að ná þessu markmiði.

Sverrir Stormsker, 1.1.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband