Færsluflokkur: Menning og listir

Geir Ólafs hringir í Nancy Sinatra

 (Smásaga, nú eða einþáttungur)

Geir Ólafs að brillera Sjálfur Geir Ólafs stórsöngvari og megatöffari, sá flottasti síðan Óli blaðasali var og hét, er staddur á Ölveri á árlegri karíókíkeppni leigubílstjóra. Hann er í kolsvörtum stífpressuðum battistini jakkafötum að hætti Frank Sinatra og í vandlega fráhneppri hvítri silkiskyrtu með kragann upp að eyrum að hætti Elvis Presley. Brúnkukremsborið brjóstið skartar gullkrossi og nýtur sín vel með öllum sínum gríðarlega kynæsandi bringuhárum, að hætti Tom Jones. Ólýsanlega kúl. Mjallarhvítt hárið lýsir upp Elvis með kragannskammdegið sem alltaf ríkir á þessum stað og vel snyrt 5 daga skeggið hefur svo sterk áhrif á kynhverfa karlmenn yfir sjötugt að þeir kikna í hnjáliðunum og roðna í vöngum. Hann gengur gæalega að barnum að hætti Dean Martin og segir glaðhlakkalega við afgreiðsludömuna um leið og hann snöggstrýkur hárið frá enninu:

- “Heyrðu elska, á ég að taka hérna smá stepp fyrir þig uppá borði? Ég get líka hlaupið í sömu sporum ef þú vilt?”

-  “Til hvers? ”

Geir blikkar hana: “Nei bara þú veist, hafa smá gaman af lífinu. Veistu ekki hver ég er?”

- “Nei. Og langar ekki að vita´ða.”

- “Látt´ekki svona elska. Auðvitað veistu hver ég er. Tveir plús tveir eru tveir og snilld plús sexapíl er Geir. Einhverju nær?”

Hún óþolinmóð: “Nei.”

Frank Blue Eyes staelir Geir Ice Blue- “Kannastu við Frank Sinatra?”

- “Já. Só?”

Geir blikkar hana gæalega: “Ég er Frank Sinatra Íslands.”

- “Einmitt. Ertu ekki frekar Austin Powers Færeyja?”

- “Róleg gæska. Hold your whores.”

- “Það er “hold your horses” ef það var það sem þú varst að reyna að segja.”

- “Kannastu við My Way með Frank Sinatra?”

Hún þreytulega: “Úffff.”

Geir hallar sér fram og segir í trúnaði: “Ég söng það.”

- “Einmitt. Það er nefnilega allsekki til sá drykkjurútur í veröldinni sem hefur ekki einhverntíma sungið það.”

- “En elska. ÉG er edrú.”

- “Það getur ekki verið. Ég verð að biðja þig um að vera úti ef þú ætlar ekki að kaupa neitt og ef þú ætlar bara að vera með eitthvað fyllerísrugl.”

- “Sona sona ljúfan. Við skulum vera alveg róleg sko. Ég er bláedrú. Er búinn að vera edrú í lengri tíma sweetheart.”

- “Ja hérna. Hvernig varstu eiginlega þegar þú varst fullur?”

- “Eru ekki bara allir í góðum fíling dúllan mín? Láttu mig fá hérna einn íste með sykri og tveimur sítrónusneiðum og mjólk og klökum.”

Hann leitar í öllum vösum og segir:

- “Heyrðu bíddu aðeins gæska, slepptu ísteinu.”

- “Ætlarðu þá bara að fá sykur og mjólk og sítrónusneiðar og klaka?"

Hann leitar ennþá betur í vösunum. 

- “Nei þú mátt líka sleppa mjólkinni og sítrónusneiðunum.”

- “Ætlarðu þá bara að fá sykur og klaka?”

- “Nei þú mátt sleppa sykrinum líka.”

- “Og hvað? Ætlarðu bara að fá klaka? Á ég kannski að sleppa glasinu líka? Þú vilt kannski bara fá klakana beint í lófann?”

- “Neinei, halda glasinu og klökunum sko.”

- “Aðskildu?”

- “Nei semsé fá klaka í glas og kannski smá vatn útí. Þetta er miklu betra fyrir hálsinn en þetta tesull og viský og allur þessi óþverri. Við stórsöngvararnir verðum að hugsa um hálsinn og heilsuna og svo var ég búinn að gleyma því að ég er á bíl.”

Hún hristir hausinn: “Einmitt. Og hvað kemur það málinu við?”

jeppinn- “Nei bara...það er ekki allir sem eru á svona rosalega flottum bíl einsog ég skal ég segja þér dúllan mín. Ég og Jón Ásgeir erum einu greifarnir sem ökum um á svona bíl. Nýjasta týpan af Grand Lord Dear God Range Rover. Kostar jafn mikið og 10 hæða blokk í Arnarnesinu og er álíka hár.”

- “Það eru engar blokkir í Arnarnesinu.”

- “Já en þú veist hvað ég á við. Meiraðsegja olíufurstarnir í Danmörku og Finnlandi og öllum þeim Asíulöndum hefðu ekki efni á svona kagga.”

- “Danmörk og Finnland tilheyra Skandinavíu. Ekki Asíu.”  

- “Já en þú veist hvað ég á við baby. Manni getur nú vafist pungur um tönn.”

- “Þú meinar tunga um tönn?”

- “Já ekki er hún betri. Svo þú ert svona svakalega hress segirðu. Heyrðu blómið mitt, ég verð aðeins að hringja hérna í góða vinkonu mína, hana Nancy Sinatra, þú veist, dóttir Frank Sinatra, og það er rosalega áríðandi að þú biðjir liðið hérna að hafa þögn í salnum á meðan vegna þess að ég hef aldrei talað við hana áður.”

- “Hvernig getur hún verið góð vinkona þín ef þú hefur aldrei talað við hana áður?”

Geir lyftir upp hægri hönd og pressir saman vísifingri og þumalfingri:

- “Við erum Svona klós....þú veist, SVONA klós andlega jafnvel þó við höfum aldrei hist og aldrei talað saman. Þú skilur þetta þegar þú þroskast darling. Segðu nú þessum drulludelum hérna að hafa sig hæga og þegja aðeins því að Geir Ólafs sé að fara að hringja í Nancy Sinatra.”

- “Heldurðu að ég geti farið að segja fólkinu hérna sem er að syngja og skemmta sér að hafa hljóð afþví að einhver holgóma leppalúði þurfi að hringja í einhverja kellingartusku?”

I godum filing- “Ekki vera dónaleg elska. Kurteisi kostar ekkert. Segðu nú þessum sauðdrukknu jólasveinum hérna að halda sér saman rétt á meðan ég hringi í hana Nancy. Þú verður að skilja alvöru málsins dúfan mín.”

- "Alvöru? Hvaða alvöru? Þetta er hlæjilegt. Ef þú þarft að hringja þá geturðu bara farið út eða inná klósett eða eitthvað einsog annað fólk.”

- “Veistu ekki hver ég er?”

- “Þú ætlar ekki að skilja þetta. Mér gæti ekki verið meira sama um það hver þú ert. Lögreglan fær að vita hver þú ert ef þú ferð ekki að haga þér einsog maður.”

- “Lögreglan veit örugglega hver ég er einsog allir aðrir landsmenn svo það er ekkert mál englakroppurinn minn.”

- “Já þú ert örugglega meiri góðkunningi hennar en þessarar Nancyar Bíafra.”

Adal og sidasti toffarinn i dalnum- “Hún heitir Nancy Sinatra og er mikil listakona einsog ég."

- "Ert þú listakona?" 

- "Við skulum nú reyna að tala rétt mál elska og tala áður en við hugsum.”

- “Þú meinar hugsa áður en við tölum.”

- “Akkúrat. Það er nákvæmlega það sem ég var að segja trippið mitt.”

- “Ja hérna hér. Ég nenni ekki þessu rugli.”

- “Það er bara kjaftur á minni. Flott hjá þér sykurpúðinn minn. Um að gera að standa uppí flottu hárinu á frægum mönnum.”

Hann rennir höndinni gæalega frá enni og alveg aftur á hnakka.

- “Þetta er ekkert mál baby. Ég hringi bara í hana hérna við barborðið og læt sem ég sé bara einsog hver annar venjulegur maður. Stórir andar verða að geta komið niður til almúgans og deilt með þeim kjörum. Mér, frægum stórsöngvaranum, munar ekkert um að brjóta brodd af kloflæti mínu og hringja í heimsfræga konu hérna við skítugt barborð út í rassgati innan um sauðsvarta lúsera. Svoleiðislagað gera bara miklir andans menn.”

Hann tekur upp gemsann og sér að það er engin innistæða.

- “Heyrðu krúttið mitt, ég er hérna með 600.000 króna farsíma af fjórðu kindaslóð og ...”

- “Kynslóð meinarðu?”

Himneskur Frank Sinatra- “Já einmitt, og hann er svo rosalega fullkominn að ég hef ekki getað sett mig almennilega inní það hvernig hann virkar. Ég meina, ég get notað hann sem rakvél og leysergeislabyssu en ég hef ekki alveg komist uppá lagið með að hringja úr honum. Þú skilur djásnið mitt. Ertu ekki með einhvern skífusíma hérna sem ég get hringt úr dúllan mín?”

Hún skellir síma á borðið.

Hann blikkar hana: “Thank´s honey. Þú stendur þig alveg ljómandi í því að umgangast fræga menn.”

Hann tekur nokkur steppspor að hætti Sammy Davis og hringir:

- “Halló, nei bleeeeesuð, er þetta Nancy Sinatra?”

Nancy hagræðir sér í rúminu, tekur gervitennur úr vatnsglasi á náttborðinu og stingur uppí sig og fær sér svo vænan slurk úr glasinuNancy vakin af v�rum fegur�arblundi

- “Já, so what? Hvaða fífl er að vekja mig upp um miðja nótt?”

- “Um miðja nótt? Klukkan er nú bara 10 um kvöld. Eru ekki allir í stuði?”

- “Þú átt það greinilega sameiginlegt með klukkunni þinni að vera soldið á eftir. Klukkan hér í USA er 3 um nótt asninn þinn.”

- “Nú! Ég vissi það ekki. En heyrðu, ég heiti Geir Ólafs, þú veist, aðal söngvarinn á Íslandinu. Veistu ekki hver ég er?”

- “Hvað heitirðu segirðu? Gay Lovers? Gætirðu dýpkað röddina um svona fjórar áttundir svo að mannseyrað greyni hana. Ég er ekki hundur.”

Geir dýpkar röddina einsog hann getur og hljómar núna ekki ólíkt Lisu Simpson:

- “Er þetta ekki allt annað líf? Sko ég heiti Geir Ólafs, ekki Gay Lovers, og ég er frá Íslandinu, sama landi og Björk.”

- “Jerk?” 

- “Nei Björk, þú veist stelpan í svansbúninginum með kínarúllurnar í hárinu sem lítur út einsog grænlendingur og talar einsog 5 ára mongólíti.”

- “Og hvað? Er hún tvíburasystir þín?”

- “Nei nei, það er ekkert svoleiðis sko...það er bara...”

- “Um hvern djöfulinn ertu að tala? Reyndu að ropa þessu út úr þér. Og afhverju talarðu einsog Andrés Önd? Ertu að reyna að fá mig til að tala inn á teiknimyndir?”

- “Nei það er ekkert svoleiðis sko...ég bara...”

- “Bara hvað? Hvort er ég að tala við kall eða kellingu?”

- “Þú ert að tala við kall sko. Alvöru kallmann. Þann flottasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað.”

- “Afhverju talarðu þá einsog kelling?”

- “Uuuu...Manstu eftir snjóþvegnu níðþröngu gallabuxunum í gamla daga sem skárust uppí klo...”

- “Ókey. Ég skil. Og hvern fjandann viltu motherfucker? Örorkubætur?”

- “Nei, ég er með svona meðmælabréf frá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem ég skrifaði sjálfur og hérna....”

Nancy skrúfar á sig gervifót.

“Og hvaða hlandauli er það?”

- “Hann er svona forseti íslenska níðveldisins og er kallaður Óli grís.”

Ljoskan- “Lék hann í Grease? Hvað ertu að reyna að segja?”

- “Nei bara þú veist, afþví að þú ert nú dóttir hans pabba þíns og af því að það er búið að grafa hann vegna þess að hann dó og svona, þá langaði mér þú veist bara að athuga hvort þú værir ekki til í að koma uppá Íslandið og láta sönginn hljóma, þú veist, taka t.d. lagið Something Stupid og allt það.”   

- “Something stupid er einmitt það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er að tala við Þig. Þú hlýtur að vera þokkalega þroskaheftur! Ertu ljóska?”

- “Já reyndar, en þú veist, ég er þú veist svona söngvari, alveg obboslega góður og frægur söngvari og ég er búinn að skrifa á svona allskonar meðmælapappíra fyrir hendur Geir Haarde forsetisráðherramann afþví að mér langar svo að setja upp svona show með þér.”

Nancy tekur gerviauga úr náttborðsskúffunni og treður því í tóftina.

- “Og hver í helvítinu er þessi Gay Hard On? Einhver elskhugi þinn sem er alltaf með standpínu? Ég hlusta ekki meira á þetta klám!”

- “Nei hann er svona kallinn sem ræður öllu hérna á Íslandinu fyrir utan Jón Ásgeir í Bónus.”

- “Og hvar kemur þessi Jón Assgay með Bóner inní myndina? Um hvern andskotann ertu að tala helvítis klámkjafturinn þinn? Fæddistu nálægt kjarnorkuveri? Ertu með tvo tóma hausa? Þú veður úr einu í annað og segist svo vera söngvari en sándar einsog stillimyndin í sjónvarpinu. Er eitthvað að hjá þér Gay?”

- “Geir. Ég heiti Geir Ólafs. Þú mátt kalla mig Góla.”

- “Ókey Góla eða hvern djöfulinn sem þú heitir. Reyndu að æla því út úr þér hvað þú ert að pæla.”

Hún snýtir sér hraustlega í lakið og fyllir ranann af tóbaki.

- “Nei málið er sko að ég er búinn að vera að reyna að ná í þig í 10 ár og....”

- “Og hvað? Kanntu ekki að fletta upp í símaskrá?”

- “Jújú, ég kann alveg að fletta svona með þumlinum og það er ekkert mál sko, en ég hef aldrei getað botnað neitt í þessari bók og hef ekkert gaman af henni. Frekar slappur söguþráður og þetta er eiginlega bara einhver nafnaruna og vitleysa einsog í Njálgssögu. En það var sko leigubílstjóri sem gaf mér númerið hjá þér og hann hafði hitt þig á flóamarkaði þarna úti í útlandinu þar sem þú býrð. Og núna er ég semsé loksins búinn að fá númerið hjá þér.”

- “Einmitt. Til hamingju Einstein.”

- “Ég heiti ekki Einstein. Þú ert að örugglega að rugla mér saman við einhvern annan söngvara.”

Í salnum er einhver karíókíhetjan að ljúka lagi og það er mikið klappað.

Geir oskrar a lididGeir öskrar fram í sal: “Má ég vinsamlegast biðja ykkur um að vera ekki með þennan djöfulsins hávaða hérna. Ég er Geir Ólafs og ég er að reyna að tala við sjálfa Nancy Sinatra!”

Renglulegur brennivínsleginn gleraugnaglámur öskrar á móti:

- “Einmitt. Og ég er Tarzan. Vertu úti að kjafta í símann helvítis hvíti niggarinn þinn. Þú ert ekki á bókasafni!”

Geir öskrar: “FUCK YOU ASSHOLE!”

Nancy öskrar: “FUCK YOU TOO!”

Geir afsakandi: “Nei fyrirgefðu, ég var ekki að tala við þig. Ég var sko að tala við einkaflugmanninn minn. Við erum að fljúga hérna yfir Geysi og hann gleymdi að gefa stefnuljós.”

- “Akkúrat. Segðu honum að gleyma ekki líka að setja rúðuþurrkurnar á. Í guðanna andskotans bænum reyndu að koma þér að efninu apakötturinn þinn.”

- “Já ég heiti semsé Geir Ólafs, allsekki Gay Lover, en þú mátt semsé kalla mig Góla, og ég var svona að pæla....”

- “Hvaða andskotans máli skiptir hvað þú heitir bjáninn þinn? Ég er að spurja þig hvað þú Viljir. Viltu að ég stafi þetta oní þig?”

- “Já það væri nú margt vitlausara en það ef þú hefðir tíma, en ég var semsé svona að pæla í því sko hvort þú værir ekki til í að taka lagið hérna á Íslandinu sko.”

- “Og afhverju í andskotanum ætti ég að gera það Gay? Ég er ekkert í svona rugli. Veistu hvað ég er gömul? Ég var að koma úr krufningu.”

Hún setur á sig stálgráa negrahárkollu úr sirka 20 punda girni og tekur inn lúku af blóðþrýstingstöflum sem hún skolar niður með rakspíra.

Geir tekur eftir að afgreiðsludaman er að hlusta og skiptir aðeins um gír. Setur í fjórða:

- “Sko aldur er ekkert vandamál Nancy mín. Ég hef nú verið með eldri konum en þér á föstu og það hefur alltaf svínvirkað bara ef maður sullar nógu miklu af steinolíu á rétta staðinn sko. (Blikkar afgreiðsludömuna töffaralega). Ég meina, ekki kvartaði amma, og hún kallaði nú ekki allt ömmu sína. Enda var hún helvíti langt niðri kellingin. Six feet under. Þannig að það er ekki málið þó þú sért kannski komin með tvær til þrjár broshrukkur Nancy mín. Fancy Nancy. Hahahaha. Fannst þér þetta ekki flott hjá mér? Ég er ekkert smá meiriháttar.”

- “Já, meiriháttar asshole!”

- “Ég kann líka að steppa uppá borðum og hlaupa í sömu sporum og meira að segja líka að strjúka hárið uppfyrir ennið. En heyrðu Sína fína, ég er búinn að auglýsa tónleika með þér í 7 ár í Árbæjarsafni og vildi nú bara svona kanna hvort þú værir ekki til í tuskið og svo gætum við kannski tekið smá snúning á eftir uppá hótelherbergi og svona og haft það næs. Ég er búinn að gera díl við Essó ef þú skyldir vera eitthvað þurr á manninn, þú veist hvað ég á við, ha. Það væri nú ekki ónýtt að fá að taka smá skrans á dóttur aðal bossans. Úr því að Bossinn er dottinn uppfyrir þá verður maður nú að gera sér dóttur hans að góðu. Erða Díll?”

- “Ég skil ekkert hvað þú ert að segja. Þú andar eins og físibelgur í símann. Ertu með asma?”

- “Neinei, það er bara einhver flensa að ganga.”

Nancy � stu�i- “Geðveiki?”

- “Neinei. Veit það ekki. Sko ég er ekkert að reyna að teyma þig á eyrunum en ég bara veit að þú hefðir rosalega gaman af þessu. Ég var td að kaupa mér 280 milljóna króna Range Rover í B&L og ég er búinn að borga 35 krónur inná lyklakippuna sem fylgir bílnum og svo borga ég 150 krónur í næsta mánuði inná lyklana sjálfa þannig að þetta er nú allt að koma og ég gæti skutlað þér í Bláa Lónið, þú veist Blue Lagoon, það væri svona í stíl við Blue Eyes og svo er ég sjálfur kallaður Ice Blue og svo gætum við horft á bláar myndir á eftir. Pabbi þinn hann Frank megasöngvari hefði nú orðið hrifinn af því.”

Nancy ræskir sig og skyrpir vænni slummu í gardínurnar.

- “Hvaða andskotans Frank? Um hvern fjandann ertu að tala? Pabbi hét ekki Frank. Hann hét James Sinatra og vann á skurðgröfu. Heldurðu að þú sért að tala við dóttur hins hrútleiðinlega og rammfalska Frank Sinatra helvítis beinasninn þinn? Ertu eitthvað thick you bloody dick? Thick as a brick? Sick? Alnafna mín hún Nancy dóttir hans býr á einhverju elliheimili eða sambýli í New York. Ég bý í L.A. fáráðurinn þinn.”

Þögn. Geir hættir að anda einsog hvalur og horfir flóttalega í kringum sig og lækkar róminn aðeins. Er hugsi:

- “...Ókeyeyey...Ja-há...New York New York. Alright. Þetta er nú bara svona smá skyrmysingur, misskilningur meina ég, þú veist, svona smá tæknileg mistök. En heyrðu Nancy mín, hérna, úr því að mér ætlar aldrei að takast að ná í Nancy dóttur hans Frank heldurðu þá að þú værir þá ekki bara til í að koma uppá Íslandið og þykjast vera hún, af því að ég er nú búinn að auglýsa tónleikana árum saman og svona og fólk fer að fatta...ég meina halda, að ég sé eitthvað ruglaður. Ha? Hvað segirðu um það? Þú heitir hvort eð er Nancy Sinatra og þá væri ég ekkert að ljúga neinu, eða þannig, þó ég hafi náttúrulega kryddað það aðeins að ég ætti Range Roverinn. Erda díll? Ha? Humm. Nancy mín? Þú myndir náttúrulega borga flugmiðann og ég myndi borga vaselínið og steinolíuna og allt það? Svo gætum við skipt með okkur bensínkostnaðinum? Ha? Díll?”

Nancy teigar úr rommflösku og það lekur úr munnvikunum niðrá gervibrjóstin.

- “Heyrðu þú þarna Góla, Gay eða Gaylord eða Geimvera eða Gayvera eða hvað þú nú heitir: Fuck you creap!Nancy � myljandi stu�i My boots are gonna walk all over you!!”

- “Ókey...en...”

- “Ókey Ó Gay. Er það skilið eða er það misskilið?”

- “Neinei, þetta var nú bara svona smá hugmynd sko. En ég held þá bara áfram að leita að Nancy Franksdóttir. Það er bara um um að gera að vera jákvæður og bjartsýnn. Ha? Það þýðir ekkert annað. Á ég að syngja fyrir þig My Way?”

 - “Over my dead body.”

Geir uppveðraður:

- “Í Alvöru? Það væri mér mikill heiður. Ég er alveg þaulvanur jarðarfararsöngvari. Er mjög oft beðinn um að syngja fyrir dautt fólk. Það er í rauninni minn aðal markhópur. Eina fólkið sem kvartar ekki.”

- “Því gæti ég trúað. En farðu nú að halda kjafti. Ég nenni ekki þessu froðusnakki. Er alveg búin að fá uppí kok.”

- “Ertu að meina að ég eigi ekki að syngja fyrir þig My Way?”

- “Go to Hell, Your Way! Piss off motherfucker!” Skellir svo fast á að síminn mölbrotnar.

- “Já heyrðu, ég athuga það. En veistu það að Franky boy var soldið óheppinn að því leiti að hann gat aldrei sungið eins og Ég, enda var aldrei skorið almennilega undan honum. Halló? Ertu þarna? Núnú...það hefur slitnað sambandið.”

Nancy strýkur á sér yfirvaraskeggið, kveikir sér í vatnspípu og muldrar fyrir munni sér: “Hvernig dettur þessum froski í hug að Mér, Nancy Sinatra, dóttur sjálfs Frank Sinatra, komi til hugar að fara upp á einhverja djöflaeyju á vegum einhvers snarruglaðs himpigimpis.”

Geir strýkur hárið snöggt aftur á hnakka og segir glaðhlakkalega við afgreiðsludömuna:

- “Jæja, þetta gekk bara alveg 100% darling.”

Hann lyftir upp höndunum og læsir saman lófunum.

- “Við erum þú veist SVONA klós einsog ég vissi, enda pabbi hennar gamall fjölskylduvinur rétt einsog Páfarotta og fleiri kynórar.”

- “Meinarðu Pavarottí og fleiri tenórar?”

Carmella, Pafarotta og Dominos- “Nákvæmlega það sem ég var að segja. Þú ert greinilega soldið inní menningunni krúsíndúllan mín jafnvel þó þú vinnir á þessum ruslahaug. Sko Páfarotta og Dómínós og Carmella og allir þessir frábæru írösku aupersöngvarar, sko þetta voru alltsaman góðir fjölskylduvinir. Þetta voru alltsaman mjög góðir vinir mínir og vissu alveg hver ég var.”

Afgreiðsludaman dæsir:

- “Einmitt. Og vissi þessi vinkona þín Nancy Viagra líka hver þú varst?”

- “Hún Nancy? Nancy Fancy? Jájájájá, en ekki hvað? Hún þuldi upp þvílíkar ástarjátningar til mín að ég vissi hreinlega ekki hvert hún ætlaði. Hún er bara með mig gjörsamlega á heilanum. Lét dæluna ganga og vissi alveg nákvæmlega hver ég var. Hún er að pakka niður í töskur núna, alveg í skýjunum. Getur ekki beðið. Málið er semsé algerlega í höfn. Hringdu nú fyrir mig á Stöð 2 baby og segðu gæunum þar að láta þjóðina vita að stórsöngvarinn Góla sé búinn að redda Nancy Sinatra. Hún verði með tónleika í Þjóðminjasafninu næsta miðvikudag.”

Afgreiðsludaman hristir hausinn puffandi og segir á leiðinni inní eldhús:

- “Ef ég hringi eitthvað fyrir Þig þá verður það annaðhvort á lögregluna eða á lækni.”

Geir muldrar með sjálfum sér:

- “Djödlinn sjálfur mar. Hellíti munaði litlu mar að ég skyldi hafa náð í hana Nancyju. Ég var með rétta nafnið og rétta landið og allt. Það eina sem vantaði var að þetta væri rétta manneskjan. Þá hefði þetta verið komið. En það þýðir ekki að gefast upp. Þá er bara að skella sér til New....New....Uuuu...New-eitthvað. Bíddu nú við. Hvort sagði hún að hin rétta Nancy ætti heima í New Orleans eða New York...uuu.... ...eða New Dehli....eða New Sealand...eða var það New Mexico? Hmm....Jæja það skiptir ekki máli. Þessar borgir eru hvort eð er allar í Írak. Best að skella sér þangað í kósíheitin með fyrstu vél og þefa hana uppi. Mér mun pottþétt takast að komast uppá....hafa uppá henni.”

Hann togar skyrtukragann langt uppfyrir haus, tekur nokkur steppspor, strýkur snöggt yfir hárið og kallar fram í sal:

- “Halló! Halló gott fólk! Viljiði aðeins gefa mér hljóð. Viljiði sýna smá respect og stoppa aðeins þetta viðvaningsgaul ykkar í eina mínútu. Ég heiti Geir Ólafs einsog þið eflaust öll vitið rétt einsog hvert einasta mannsbarn í heiminum, og ég ætlaði bara að hryggja ykkur með því að hef ekki tíma til að troða upp í þessu fjósi hérna og heiðra ykkur lengur með nærveru minni því ég er að fara út í útlandið að ná í hana Nancy Sinatra.”

Einhver rauðþrútinn brennivínsberserkur öskrar:

- “Ertu örugglega að fara? Er það loforð?!”

Annar ennþá rauðþrútnari öskrar:

- “Geturðu nokkuð farið STRAX? Á stundinni?!”

My WayÞriðji, sá allra rauðþrútnasti öskrar:

- “Er ekki nafnið þitt skammstafað Gé.Ó.? Farðu endilega sem allra fyrst! GÓ!

Náungi sem liggur sofandi fram á borðið rís upp við dogg og kallar á Geir:

- “Wake me up before you go G.Ó.”

Geir hefur upp raust sína og syngur hástöfum tvær setningar:

“I did it My Way. I´m gonna Fly aWay.”

Labbar síðan gæalega á dyr. Salurinn syngur hástöfum á eftir honum:

- “Ó please go Far aWay. Við fögnum Vei Vei!”

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband