Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Gćtum viđ fengiđ DoctorE aftur takkfyrir

kristalskúluvömb.gifDoctorE hefur veriđ fleygt út af moggablogginu, mér og öđrum málfrelsissinnum til sárrar armćđu. Hann slysađist víst til ađ segja ađ margt vćri geđheilbrigđara í henni veröld en Lára jarđskjálftamiđill. Hún vćri semsé klikk. Gaga. Gúgú. Trufluđ. Röskuđ. Sködduđ. Kleppó. Kex. Snar. Međ lausa skrúfu. Ding dong. Nutcase. Held ađ meining hans hafi hugsanlega veriđ ađ hún gengi ekki á öllum kertum eđa eitthvađ í ţá veru.

 

Ţeir eru fáir í bloggheimum sem og annarsstađar sem hafa ekki einhverntíma fengiđ ţađ í hausinn frá einhverjum ađ ţeir séu geđbilađir, - ţekktir sem óţekktir einstaklingar. Nema ţá kannski Davíđ Oddsson og Ástţór Magnússon. 

 

peningaplokkari.jpgSjálfum ţćtti mér mun skynsamlegra ađ hleypa trúfrjálsum efahyggjumönnum einsog DoctorE ađ netmiđlum en trúflónum og "spámiđlum" sem vinna viđ ađ plata og hrćđa hrekklausa einfeldninga uppúr skónum međ órum sínum.

 

Ég bendi enn og aftur á ađ "miđlar" hanga utaní 253. grein almennra hegningarlaga en ţar stendur ađ noti mađur sér bágindi annars manns, einfeldni hans og fákunnáttu í gróđarskyni ţá varđi ţađ fangelsi allt ađ tveimur árum. Megum viđ viđ fleiri svikahröppum? Ţurfum viđ ekki frekar á gagnrýnisröddum einsog DoctorE ađ halda, hvort sem menn eru nú skođanabrćđur hans eđur ei?

 

peningaplokkari_2_886746.jpgÉg sé ekkert athugavert viđ ţađ ađ DoctorE og ađrir gagnrýni andaheimasveppi međ skýru orđbragđi rétt einsog viđ lýsum takmörkuđu áliti okkar á útrásarţjófum og öđrum fjárplógsdólgum međ kröftugum hćtti.

 

Ef einhverntíma hefur veriđ ţörf fyrir gagnrýna sjálfstćđa hugsun og opnar frjálsar umrćđur og kröftug andmćli gegn hverskyns svindilbraski og trúgirni ţá er ţađ akkúrat núna á ţessum  síđustu og allra bestu tímum. Ţar er DoctorE betri en enginn, allavega mun betri en staurblindir "sjáendur" sem hitta oftar á ţumlana á sér en naglann á höfuđiđ.

Mikiđ vćri nú ánćgjulegt ef "miđlar" fćru í sína andaheima og DoctorE aftur í bloggheima.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband