Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Hannes Ţór Helgason - Minning

 

HannesÉg var svo lánsamur ađ kynnast Hannesi útí Asíu fyrir nokkrum árum. Hann staldrađi ţar yfirleitt viđ í viku í senn, nokkrum sinnum á ári og ţá var alltaf glatt á hjalla. Viđ urđum strax góđir félagar og flökkuđum ţarna víđa um lönd tveir okkar liđs í fínum fílingi. Ég minnist margra langra ánćgjulegra heilsubótargöngutúra í sólinni ţar sem viđ spjölluđum um lífsins nćturgagn og nauđsynjar og horfđum á litfagrar blöđrur á strćtum og torgum. Á kvöldin var regla hjá okkur ađ fara á einhvern freistandi gćđastađ og gćđa okkur á safaríkum skinkum og gómsćtum skonsum.

Ţađ var alltaf gaman ađ fá Hannes í heimsókn. Hann var fyrirtaks ţunglyndiseyđir. Hann var glađsinna og lét hverjum degi nćgja sína hamingju. Man ekki eftir ađ hafa séđ hann setja upp skeifu nema ţegar hann reyndi einusinni í bríaríi ađ járna hest í Phnom Penh, en meirađsegja ţađ mistókst. Hann var jákvćđ týpa međ góđa nćrveru og var hrifnari af flestu öđru en ţrćtubókarfrćđum, rógi og leiđindum. Kannski ţessvegna sem hann var svona oft erlendis. Ég varđ aldrei var viđ beiskju eđa biturđ hjá honum í garđ nokkurs manns ţrátt fyrir ađ allir hlutir gengju ekki alltaf einsog í lygasögu.  

Ţađ er ţyngra en tárum taki ađ ţađ skuli hafa veriđ slökkt á ţessum skćra hlýja loga.    

Lćt hér fylgja međ litla vísu sem ég gerđi um Hannes vin minn, um leiđ og ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúđ.

 

Hann var sanngjarn, hlýr og dyggur,

hláturmildur, gćskusjóđur.

Hann var mannvin, trúr og tryggur,

traustur, sigldur, drengur góđur.

 

 

(Ţessi minningargrein birtist í Mogganum í morgun).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband