Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Bárujárnsbyltingin ríđur húsum

Íslensk húsagerđarlistSkömmu eftir heimsstyrjöldina síđari kom hingađ til lands bandarískur byggingaspesíalisti í “skemmtiferđ.” Ekki veit ég hvernig honum datt ţađ í hug, en hann fékk sér víst göngutúr um borgina og skođađi “húsagerđarlistina.” Eftir upplifunina sagđi hann viđ íslenskan blađamann: “Djöfull hafiđi fariđ illa út úr stríđinu mađur!” Hann gapti af undrun ţegar honum var tjáđ ađ ţađ hefđi engin sprengja falliđ á borgina önnur en sú sem býr í íslensku smekkleysi.
                                                                                   (Íslensk húsagerđarlist)

Ţetta ţarf ađ vernda

 

Nú er búiđ ađ ákveđa ađ eyđa milljarđi í kaup og samantjöslun á tveimur ţeim aumustu og stagbćttustu óţverravinnuskúrum sem sést hafa á byggđu bóli, ađ skađbrenndum indíánatjöldum međtöldum. Í kjölfariđ á svo ađ friđa allt annađ aldargamalt fúaspýtnarusl og bárujárnsdrasl sem finnst viđ Laugaveg og nágrenni, fyrir ófáa milljarđa.

Sögufrćgt ofvitahús Ţórbergs Ţórđarsonar ađ Skólavörđustíg 10 er hinsvegar ađ sjálfsögđu búiđ ađ flytja uppí Árbć eđa sprengja í loft upp. Allt samkvćmt alíslenskri smekkvísi og snilld.

 

MiđbćjarfjörÁ sama tíma og húsafriđunarćđi ríđur húsum ţá er veriđ ađ buffa og brytja fólk í smátt í miđbćnum og ţar međ taliđ á eftirlitsmyndavélalausum Laugaveginum ţví ţađ eru ekki til peningar í almennilega löggćslu, nema ţegar kemur ađ ţví ađ hakka niđur vörubílstjóra og ţeirra stuđningsmenn sem neita ađ borga hćsta elsdneytisverđ í heimi.

 
Ţetta mćtti nú gera upp!Tađreyktir hippar vćla um ađ ţađ beri ađ friđa einhverja rottuholu sem kallast Sirkus og fatta ekki ađ borgin er einn allsherjar Sirkus. Vćri nokkuđ galiđ ađ byrja á ţví ađ friđa fólkiđ í bćnum áđur en viđ förum ađ friđa hjallana í bćnum? Viđ eigum ekki ađ friđa kofana fyrr en viđ höfum efni á ađ friđa fólkiđ ţví kofarnir eru til fyrir fólkiđ en ekki öfugt.

 

 

 

 

 (Ţetta fallega hús mćtti nú gera

 upp fyrir lítinn pening, svosem 1 milljarđ)

 

(Ţessi pistill birtist í 24 Stundum 8. febrúar síđastliđinn)

 

Minni vitaskuld á ţátt okkar Halldórs E, "Miđjuna," sem er í dag, miđvikudaginn 14. maí, á Útvarpi Sögu 99.4 milli 16:00 og 18:00. Gestur ađ ţessu sinni er Helgi Hóseason, fyrsti og ţrautseigasti mannréttindabaráttumađur Íslands. 

Fyrri ţćtti má heyra á www.stormsker.net 

 

 


Sofandi sauđir (Silence of the lambs)

Gas Gas Gas og meira GasVarúđ! Lögrugla í grennd!Einhverjar hörđustu lögrugluađgerđir Íslandssögunnar fóru fram fyrir 10 dögum. Og gegn hverjum beindust ţćr? Eiturlyfjabarónum? Glćpaklíkum? Fjöldamorđingjum? Nei, vörubílstjórum ađ sjálfsögđu. Hćttulegustu djöflum landsins. Ţessi fól vilja geta lifađ af kaupinu sínu og neita ađ borga hćsta eldsneytisverđ í heimi og hafa reynt ađ ná eyrum ráđamanna í ađeins ţrjú ár. Svona öpum á sko ekki ađ sýna neina linkind. Ţeir gćtu skapađ vont fordćmi og allt gćti hér fariđ úr böndunum.

ÍslendingarVÉR MÓTMĆLUM ÖLLU KLÁMI!Íslendingum er afar illa viđ ókurteisleg mótmćli og vilja helst bara mótmćla klámráđstefnum og nektarstöđum og ţađ á penan hátt einsog teprulegum blćvćngjafrúm sćmir. Hafa ţeir mótmćlt Íslendingur rúinn inn ađ skinnikröftuglega stćrsta ráni Íslandssögunnar, gjafakvótakerfinu? Nei, bara maldađ í móinn. Hafa ţeir mótmćlt landbúnađarkerfinu? Verndartollum? Innflutningshöftum? Nei, ţeir elska heimspeki Bjarts í Sumarhúsum og dýrka allt sem íslenskt er og hafa illan bifur á öllu útlensku sem gćti bćtt afkomu ţeirra. Eru núna fyrst ađ fatta ađ krónan er jafn reikul og veik og ţeir sjálfir.

Don´t Wake Me Up!

 

 

 

Hafa ţeir mótmćlt spillingarútsölu eignanna á varnarsvćđinu á Vellinum? Nei. Hafa ţeir mótmćlt hćsta matvöruverđi í heimi? Hćstu bankavöxtum í heimi? Hćstu tryggingaiđgjöldum í heimi? Nei, bara dćst og unniđ meira ađ hćtti ţrćlslundađra bláeygđra hlandaula. Kjörorđ okkar Íslendinga er: Don´t Wake Me Up!  Kannski ađ vörubílstjórar séu ađ skapa gott fordćmi og nái ađ flauta svo hátt ađ viđ vöknum.

Ţetta venst

 

 

       (Ţessi pistill birtist í 24 Stundum, 3. maí)

 

 

 

 

 

 

Ţađ vćri eitthvađ mikiđ ađ ef ég myndi ekki minna á ţátt okkar Halldórs E, "Miđjuna" á Útvarpi Sögu sem er í dag, miđvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur ađ ţessu sinni er rithöfundurinn eldklári, Ţórarinn Eldjárn.

Hćgt er ađ hlusta á eldri ţćtti á www.stormsker.net 

       
 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband