Færsluflokkur: Vefurinn

Að drulla á gólfið í annarra manna húsum

losnar við nöldur.jpgÖðru hvoru sé ég í bloggheimum hágrenjandi menn sem kvarta sáran yfir því að ég skyldi hafa hent þeim út af blogginu hjá mér sem ótækum kommenterum. Þeir eru um 5 talsins, - 5 af þeim þúsundum sem skrifa og kommentera á moggablogginu. Þessir menn eru svokölluð "troll" eða netheimanöldrarar sem eyðileggja alla umræðu sem þeir koma nálægt með því að dylgja og þrugla og bulla og rugla og leggja endalaust síðuhaldara orð í munn með tuðáráttu sinni og óendanlegum leiðindum.Yfirleitt nota þeir annarra manna síður undir sitt vafasamasta bullshit.

 

 

bannað að drulla á gólfið.jpgInnlegg þeirra eiga ekkert skylt við "rökræður" eða "skoðanaskipti" heldur aðeins jag og þus og rugl og bull og dylgjur og skítkast og nagg og röfl og skvaldur og nonsens og óbærileg leiðindi. Við svoleiðs menn segir maður einfaldlega: "Veistu það, ég nenni þér ekki. Þér er ekki viðbjargandi. Vertu úti."

Þetta flokka þeir sem gasalega ritskoðun og aðför að tjáningarfrelsinu og fara háskælandi um bloggheima og geta ekki á heilum sér tekið hvað maður er nú vondur að leyfa þeim ekki að nöldra og nöldra og nöldra og nöldra á manns eigin síðu í eyrað á manni í það óendanlega. Síðan taka þeir til við að bulla um að maður hafi ekki undan við að fleygja út mönnum sem eru manni ekki hjartanlega sammála í einu og öllu, sem er náttúrulega fráleit þvæla einsog annað sem þeir hafa uppá að bjóða.

 

i_can_poop_on_the_floor_929031.jpgBloggsíða hvers manns er hans eigið hús sem hann ræður hverjum hann býður í. Sumir menn eru einfaldlega ekki í húsum hæfir. Svokallaðir party spoilerar. Ekkert ósvipaðir drafandi barfyllibyttum sem liggja á öxlinni á manni og slefa einhverri heimsku uppí eyrað á manni. Þessir ódönnuðu aular leggja það í vana sinn að vaða inní annarra manna hús og skíta á teppið og furða sig síðan á því að þeim sé fleygt á dyr og sagt að drulla heima hjá sér. Slíkir menn eru ekki viðræðuhæfir og maður hendir þeim náttúrulega bara út með hryllingi og gúmmíhönskum. Eftir að hafa gefið þeim fullt af sénsum án árangurs þá fær maður að sjálfsögðu uppí kok og segir dæsandi: "Æi vertu úti apinn minn og lærðu að skíta í eigið klósett. Ekki á gólfið hjá mér. Láttu þig hverfa leppalúði. Vertu blessaður."

Það er ekki flóknara en það.

Gætum við fengið DoctorE aftur takkfyrir

kristalskúluvömb.gifDoctorE hefur verið fleygt út af moggablogginu, mér og öðrum málfrelsissinnum til sárrar armæðu. Hann slysaðist víst til að segja að margt væri geðheilbrigðara í henni veröld en Lára jarðskjálftamiðill. Hún væri semsé klikk. Gaga. Gúgú. Trufluð. Röskuð. Sködduð. Kleppó. Kex. Snar. Með lausa skrúfu. Ding dong. Nutcase. Held að meining hans hafi hugsanlega verið að hún gengi ekki á öllum kertum eða eitthvað í þá veru.

 

Þeir eru fáir í bloggheimum sem og annarsstaðar sem hafa ekki einhverntíma fengið það í hausinn frá einhverjum að þeir séu geðbilaðir, - þekktir sem óþekktir einstaklingar. Nema þá kannski Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon. 

 

peningaplokkari.jpgSjálfum þætti mér mun skynsamlegra að hleypa trúfrjálsum efahyggjumönnum einsog DoctorE að netmiðlum en trúflónum og "spámiðlum" sem vinna við að plata og hræða hrekklausa einfeldninga uppúr skónum með órum sínum.

 

Ég bendi enn og aftur á að "miðlar" hanga utaní 253. grein almennra hegningarlaga en þar stendur að noti maður sér bágindi annars manns, einfeldni hans og fákunnáttu í gróðarskyni þá varði það fangelsi allt að tveimur árum. Megum við við fleiri svikahröppum? Þurfum við ekki frekar á gagnrýnisröddum einsog DoctorE að halda, hvort sem menn eru nú skoðanabræður hans eður ei?

 

peningaplokkari_2_886746.jpgÉg sé ekkert athugavert við það að DoctorE og aðrir gagnrýni andaheimasveppi með skýru orðbragði rétt einsog við lýsum takmörkuðu áliti okkar á útrásarþjófum og öðrum fjárplógsdólgum með kröftugum hætti.

 

Ef einhverntíma hefur verið þörf fyrir gagnrýna sjálfstæða hugsun og opnar frjálsar umræður og kröftug andmæli gegn hverskyns svindilbraski og trúgirni þá er það akkúrat núna á þessum  síðustu og allra bestu tímum. Þar er DoctorE betri en enginn, allavega mun betri en staurblindir "sjáendur" sem hitta oftar á þumlana á sér en naglann á höfuðið.

Mikið væri nú ánægjulegt ef "miðlar" færu í sína andaheima og DoctorE aftur í bloggheima.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband