Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
26.6.2010 | 06:57
Mannaráðningar Besta og Samfó á "faglegum forsendum"
Á þessum faglegu forsendum ákveður Besti og Samfó að ráða handrukkara hjá ræningjabælinu Lýsingu í fullt starf sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur með um milljón á mánuði. Þegar þessi ráðning var ákveðin þá var náttúrulega horft til þess að maðurinn setti Viðskiptablaðið á hausinn með glæsibrag og tók svo til starfa sem yfirokrari og innheimtuböðull hjá Lýsingu en það fyrirtæki sérhæfir sig í að veita glæpsamleg gengistryggð okurlán og stela bílum fólks í skjóli nætur. Þeir hafa gengið svo hart fram í innheimtum á okurlánum að fólk hefur flúið undan þeim í gröfina.
Besti og Samfó segjast ráða í störf Reykjavíkurborgar á faglegum forsendum og það þýðir að þeir telji að maður með þennan feril og einbeitta brotavilja sé akkúrat rétti maðurinn sem stjórnarformaður aðal fyrirtækis Reykjavíkurborgar. Hverjar eru þessar "faglegu forsendur?"
Jón Gnarr segir á Feisinu að hann efist stanslaust um eigin dómgreind. Það myndi ég líka gera ef ég myndi byrja minn öðruvísi borgarstjóraferil á hefðbundinni stórlaxaveiði og pólitískum mannaráðningum í þessum dúr. Ef þetta á að vera einn liðurinn í því að gera Reykjavík rosalega skemmtilega þá er það mjög leiðinlegur misskilningur.
Jón segist þurfa að sturta í sig panódíl til að höndla borgarráðsfundi. Kjósendur hans og aðrir borgarbúar munu líklega einnig þurfa fara að dæla í sig hausverkjapillum til að þola það sem kemur út úr þessum borgarráðsfundum.ef það á að vera eitthvað í líkingu við þetta bullshit.
Mér fannst sjálfsagt af fólki að gefa Besta flokknum tækifæri til að spreyta sig en þeir hafa kolfallið á fyrsta prófinu með mínus 4,9. Einföld staðreynd. Besti og Samfó ættu að fá ráðningu fyrir að standa að þessari ráðningu. Þeir skulda borgarbúum skýringu á því hversvegna þeir vilja ólmir ráða og verðlauna fyrrv. yfirlögfræðing og yfirlögbrjót Lýsingar sem tók þátt í því að svipta fólk aleigunni með glæpsamlegum hætti. Ekki þýðir að láta nýráðinn handrukkarann rukka inn þá skýringaskuld. Svo mikið er víst. Það þurfa borgarbúar sjálfir að gera, en þeir eru líklegast stjarfir af hrifningu.
Ný stjórn tekin við OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.6.2010 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.6.2010 | 11:30
Upphafleg hátíðarræða Jóhönnu Sig.
Ég hef komist yfir upphaflegu 17da júní-hátíðarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, einsog hún skrifaði hana, áður en aðstoðarmenn hennar kyngreindu hana og krukkuðu í hana og færðu til verri vegar. Hér er hún:
Góðir Íslendingar, fjær og þeir sem eftir eru. Sá sem ekki þekkir fortíðina getur ekki skilið sína samtíð og hvað þá skapað bjarta framtíð. Í því sambandi vil ég leyfa mér að vitna í skáldið Jónas Hallgrímsson frá Litla-Hrauni í Skandal: "Hæ hó jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn 17. júní."
Við, sem erum hér saman komin á Austurvelli fyrir framan styttuna af Jóni Ásgeiri Sigurðarsyni forseta frá Högum í Syðri Fésýslu, hugsum til hans með söknuði og virðingu. Ég er mjög stolt af því að hafa kynnst honum persónulega. Á næsta ári munum við minnast þess að 600 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka rithöfundar og brautryðjanda. Maður þarf ekki að blaða lengi í æviverki hans, Nonnabókunum frægu, til að sjá að þar fór einlægur Evrópusinni. Það er honum að þakka að Brussel verður höfuðborg Reykjavíkur innan skamms.
Árangur stjórnarinnar lyginni líkastur - Enda lygi.
Góðir hálsar. Samleikurinn mun gera yður frjálsa. Við í ríkisstjórninni vinnum saman sem einn köttur. (H)efndir fylgja orðum okkar. Við höfum svo sannarlega látið hendur standa fram úr skálmum. Gríðarlega mikið hefur áunnist frá því hreina vinstri helferðarstjórnin komst á laggirnar í kjölfar búsarabyltingarinnar: Atvinnuleysi þekkist ekki, eða allavega þekki ég það ekki. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á fullu - í sama farinu í leðjunni.
Seðlabankastjóri er á góðum launum, þó þau mættu vera hærri. Það má fixa það einhvernveginn. Gegnsæið er orðið algert. Það getið þið sannfærst um með því að horfa inn í eyrun á mér. Sést í gegn. Allt er uppá borðum, sérstaklega möppurnar sem merktar eru Top Secret. Þær eru allar uppá borðum okkar Steingríms J.
Skattpíningarstefna okkar hefur gefist vel í kreppunni og mun gefast enn betur þegar fleiri hafa flúið land. Því færra fólk, því meiri hagsæld. Þegar fólk á ekki lengur til hnífs og skeiðar þá er skynsamlegast að taka af því hnífapörin. Þjóðarskútan marar ekki lengur í hálfu kafi. Ríkisstjórnin hefur sökkt henni til botns, sem þýðir að nú höfum við loksins fast land undir fótum. Mjög gott mál.
Bankarnir - Af hávöxtunum skuluð þér þekkja þá
Góðir landsmenn og konur. Bankarnir standa traustum fótum - ofan á alþýðunni. Skuldir stóreignamanna hafa verið afskrifaðar og þeim verið afhent fyrirtæki sín hvítþvegin og flott svo þeir geti byrjað að nýju að bæta hag almennings. Bónus - ekkert bruðl.
Einungis um 20.000 óreiðufjölskyldur verða bornar út úr húsum sínum og út á götu þegar nær dregur fæðingardegi frelsarans, sem er 24. október. Só? Þetta er seinni tíma vandamál, sem er ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að leysa heldur sveitarstjórnanna, aðallega Reykjavíkurborgar. Þetta óreiðufólk mun segja sig til sveitar og fá sínar bæjarblokkir í einhverju gettói. Reykjavíkurborg er skjaldborgin sem ég lofaði ykkur. Við í ríkisstjórninni stöndum traustan vörð um velferðina í þessu óþol-landi.
Það verður aldrei sagt að ég hafi dregið hendurnar í mínu fórnfúsa starfi - í þágu Breta og Hollendinga. Ég og Steingrímur J. höfum grenjað linnulaust í þessum gæum fyrir hönd þjóðarinnar að fá að borga Icesave-skuldir Björgólfs Thors og við munum hafa sigur að endingu. Og inn í ESB skulum við fara, lifandi eða dauð. Mér og Steingrími í Kattholti skal takast að smala öllum köttum landsins inn í himnaríkið. Við Steingrímur erum einsog eineggja síamskettir í þessu máli.
Nektarlaust Ísland árið 2011
Það sem hæst ber þegar litið er yfir afrek ráðríkisstjórnar minnar er óneitanlega sú staðreynd að okkur tókst að banna unglingum innan 40 ára að stunda ljósabekki. Fólk sem vill fá súkkuðlaðilit á að baða sig uppúr brúnkukremi einsog félagsmálaráðherra. Okkur tókst einnig að banna nekt á nektarstöðum. Þetta eru þau tvö mál sem okkur þótti brýnast að einbeita okkur að í kreppunni. Nú skulu allir vera kappklæddir inn á nektarstöðunum og líka í ljósabekkjunum.
Við erum um þessar mundir að íhuga hvað við getum bannað næst. Ríkisstjórnin veit hvað sjálfráða fólki er fyrir bestu. Ég hef t.d. lagt fram frumvarp í samráði við femínistana í VG sem kveður á um blátt bann við því að fólk, 25 ára og eldra, sofi nakið. Því beri að sofa í náttfötum. Ríkisnáttfötum. Karlar skulu jafnframt sofa með bindi og konurnar með dömubindi. Helst vera í 20 bindum einsog ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Skírisskógi.
Góðir Íslendingar og annað sláturfé. Ég, sem forsætisráðherfa, vil að endingu gera orð Jóns Ásgeirs Sigurðarsonar frelsishetju að mínum: "Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég á fyrir diet kók." Ef við náum að temja okkur nægjusemi Jóns Ásgeirs Sigurðarsonar frá Högum í Syðri Fésýslu, þá munum við farast vel. Landið er gjöfult og gott og enginn þarf að svelta. Sá sem á ekkert til í ísskápnum getur alltaf étið það sem úti frýs. Hvað sagði ekki Jésús frá Nagasaki: "Ekki hugsa um mat og drykk því að eftir þessu sækjast heiðingjarnir. Sælir eru hungraðir því að þeir munu sveltir verða. Sælir eru fátækir því að þeir munu gjaldþrota verða."
Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn og ríkisstjórnina. Ekki láta deigið síga. Skál í botn! Lifi fjórflokkurinn! Húrra! Húrra! Húrra! Húrra niður brekkuna til helsældar!
(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í morgun)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
11.6.2010 | 09:13
Ríkur er "aurugur" maður
Ég sagði Jónínu Ben vinkonu minni einusinni að fara í rassgat, og nú hefur hún látið verða af því.
Ég á ekki við giftingu hennar og Gunnars á Krossinum heldur Detox ævintýrið. Ég veit ekki hvort það svínvirkar en það svíngengur allavega. Skítnóg að gera. Drulluflott dæmi. Algjör óþarfi að vera að hreyta skít í hana fyrir að reka þetta meðferðarhæli. Minnir að það heiti Saurbær.
Endaþarmur hvers manns er "matarhola" í vissum skilningi og þangað er hægt að sækja "aur" í tvennum skilningi. Sem er mjög gott mál.
Þessi kjarnakona kann að bjarga sér - og kannski einnig öðrum. Sem er mjög gott mál.
Kvartað yfir detox til landlæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)