Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
2.5.2012 | 06:57
Geiri á Goldfinger. Minningargrein
Það eru orðin um 25 ár síðan ég kynntist Geira. Hann rak þá Næturgrillið í Kópavogi og þar pantaði maður sér oft staðgóðan morgunverð um helgar þegar maður var að vakna á kvöldin. Kjúkling og vodka. Skömmu síðar fór Geiri í útrás og flutti starfsemi sína alla leið til Reykjavíkur. Þar opnaði hann hámenningarmiðstöðina Skipperinn og svo 5 stjörnu restaurantinn Hafnarkrána sem sérhæfði sig í ristabrauði og landa í kók.
Geiri var ekki bara góður vinur minn heldur líka vinur litla mannsins, og þá er ég ekki að tala um Þór Saari, heldur þá sem minna máttu sín. Ég býst við að það hafi verið sælt að vera miðbæjarróni þegar Geiri átti Hafnarkrána því á hverjum degi í hádeginu gaf hann ógæfumönnum súpu sem hann mallaði í myndarlegum mannætupotti. Árið 1996 sat hann sjálfur í þessari súpu þegar staðurinn fór á hvínandi hausinn og hann með. Hann var með tvær hendur tómar og einn haus fullan af hugmyndum. Þessar tvær tómu hendur dönsuðu eftir höfðinu og hann lét þær standa fram úr ermum og opnaði skömmu síðar Maxim´s í Hafnarstræti sem hann kjaftfyllti af peningum og súludansandi englakroppum. Hinn siðavandi kappklæddi R-listi sem þá var við völd mátti ekki til þess hugsa að líf væri í borginni, hvorki fjármálalíf, skemmtanalíf, mannlíf né móðurlíf, og flæmdi þetta fyrirtæki eins og önnur vel rekin fyrirtæki uppí Kópavog hvar Geiri opnaði Goldfinger. Eftir það varð kallinn draumur allra tengdamæðra og átrúnaðargoð allra feminista.
Mér þótti afar vænt um þennan sællega síkáta vin minn. Hann var óneitanlega mikill vinur vina sinna. Bjallaði oft í mig aðeins til að spyrja hvort allt væri ekki í orden og hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. Við áttum saman ótal stundir hér heima og erlendis sem voru hver annarri skemmtilegri og óprenthæfari í virðulegt blað einsog Moggann.
Geiri byrjaði jafnan setningar sínar á: Ég skal segja þér það... Fyrir um mánuði sagði hann við mig: Ég skal segja þér það að ef einhver skrifar ævisögu mína þá verður það þú. Það versta er að þú veist alltof mikið um mig. Það gengur ekki. Og svo skellihló hann.
Hneykslunargirni og tepruskapur eru orð sem lýsa Geira ekki mjög vel. Honum leiddist ekki að vera innanum góða glæpamenn og fagrar dömur, jafnvel þótt þær væru í fötum. Hann fór aldrei í manngreinarálit og vinahópur hans samanstóð af háum og lágum, allt frá lögfræðingum og alþingismönnum uppí heiðarlega sómamenn.
Það er seint hægt að saka Geira um að hafa verið venjulegur, flatur, smáborgaralegur persónuleiki, enda normal fólk það alleiðinlegasta stóð sem þrífst undir sólinni. Af einhverjum ástæðum virðist ég draga að mér manngerðir sem fólk almennt kallar furðufugla. Geiri Gold var einn skrautlegasti páfuglinn í prumphænsnakofanum Íslandi. Gull af manni. Hafði stórt og mikið gullhjarta sem maður hefði haldið að gæti ekki slegið feilpúst, en svo bresta gullhjörtu sem önnur hjörtu.
Blessuð sé minning þessa litríka skemmtilega góða vinar. Börnum hans og allri hans stórfjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð.
(Þessi minningargrein birtist í Morgunblaðinu í morgun).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Höfundur
Er tónlistarmaður og rithöfundur sem hefur alveg gríðarlega gaman af skokki og fjallgöngum og jarðgöngum og draugagöngum og rottugöngum og afgöngum og nefgöngum og leggöngum og niðurgöngum og forsjárhyggju og femínisma og kynjafræði og kommúnisma og glóbalisma og vinstrifasisma og hamfarahlýnuninni og samfarahlýnuninni og öllum 1000 kynjunum og rétttrúnaðinum og öllum andskotanum, sérstaklega honum, en semsé öllu sem lítur að heilbrigði til sálar og líkama. Það er ekki flóknara en það.
Tónlist SS má finna á Spotify og víðar.
Tónlistarspilari
Nýjustu færslur
- 1.6.2024 Viljum við halda K.J. eða á K.J. að halda ká joð?
- 30.5.2024 Bjarni bankster og Kató krimmi
- 14.6.2023 Konunglegir leghafar og pungberar
- 8.10.2022 Nýtt bóluefni gegn kjarnorkusprengjum
- 24.9.2021 Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
- 7.3.2019 Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar
- 25.2.2019 Foreldraminning
- 6.2.2019 Alræmt dulargervi Báru
- 22.1.2019 Femíniskur fasismi
- 22.11.2018 Birgitta buffuð og fer til hjúkrunarkvendis
- 9.9.2018 Dyraverðir slegnir
- 24.6.2018 Óleikur íslenska varnarliðsins
- 27.5.2018 Stjórnmálahórerí
- 28.3.2018 Minningarorð um Arnar S. Helgason, tæknimann
- 19.1.2018 Afmæliskveðja til Davíðs Oddssonar
Eldri færslur
- Júní 2024
- Maí 2024
- Júní 2023
- Október 2022
- September 2021
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Desember 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Ágúst 2011
- Maí 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 2
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 149
- Frá upphafi: 972186
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Sept. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Menning og listir
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- laugatun
- allib
- alansmithee
- alexandra-hetja
- malacai
- aliber
- andres
- anitabjork
- annaragna
- arijosepsson
- maxi
- sjalfbodaaron
- aronb
- hergeirsson
- audunnh
- axelaxelsson
- gusti-kr-ingur
- flinston
- polli
- kisabella
- arh
- astafeb
- baldher
- halo
- lordbastard
- bardurorn
- bergthora
- binnan
- birgitta
- birnan
- birnast
- launafolk
- bjolli
- bogi
- braids
- brahim
- gattin
- brynja
- bestfyrir
- brynjarsvans
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- boddihlo
- eurovision
- limped
- danni
- dansige
- rafdrottinn
- diesel
- dittan
- djdanni
- dora61
- gagnrynandi
- dvergur
- dyrley
- eddabjork
- egillg
- jari
- saxi
- einari
- jaxlinn
- hjolagarpur
- sleggjan007
- ellasprella
- elma
- skens
- emmcee
- madcow
- skotta1980
- jaherna
- lundgaard
- vinursolons
- eythora
- skaginn96
- ea
- fanneyogfjolnir
- fanneyunnur
- fsfi
- folkerfifl
- freyrholm
- fridjon
- frost
- saltogpipar
- geiragustsson
- kransi
- valgeir
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gtg
- griman
- gudni-is
- gudbjartur
- morgunn
- lucas
- gummidadi
- gkristjansson
- hugs
- gummisig
- dramb
- lostintime
- gurrihar
- gunnagusta
- zeriaph
- gullilitli
- gunnaraxel
- gunnardiego
- gunnarasgeir
- topplistinn
- gunnarkr
- gunnarpalsson
- gunnsithor
- opinbera
- gunnh
- coke
- gellarinn
- morgunblogg
- halldora
- skodun
- hvilberg
- holi
- hannamar
- hannesgi
- joggi
- haddi9001
- harpaka
- haugur
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- rattati
- heimskyr
- nala
- helgadora
- blekpenni
- diva73
- lost
- helgatho
- helgi-sigmunds
- limran
- hildurhelgas
- hilmardui
- snjolfur
- himmalingur
- folk-er-fifl
- hlekkur
- kolgrimur
- don
- hreinsamviska
- minos
- huldagar
- minna
- danjensen
- hvitiriddarinn
- kliddi
- hordurvald
- ingibjorgelsa
- jara
- ingolfursigurdsson
- ingvarari
- inaval
- nosejob
- keli
- fun
- jaisland
- jevbmaack
- jensgud
- jenni-1001
- svartur
- jokapje
- presley
- johanneliasson
- eyfeld
- jgfreemaninternational
- johannst
- ljonas
- kuriguri
- jbv
- jonsullenberger
- jonmagnusson
- jonlindal
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- judas
- alda111
- ktomm
- kari-hardarson
- kiddijoi
- bulgaria
- kje
- kjarrip
- photo
- kolbeinz
- kona
- leifur
- kristbergur
- krissa1
- kristinnagnar
- hjolaferd
- kiddirokk
- kristleifur
- nutima
- lauja
- larusg
- liljaloga
- lindabald
- loopman
- ludvikludviksson
- madddy
- madurdagsins
- maggi270
- korntop
- magnusunnar
- magnusthor
- maggaelin
- astroblog
- maggadora
- marinomm
- gummiarnar
- markusth
- 101isafjordur
- sax
- mal214
- mis
- morgunbladid
- nanna
- offari
- 1kaldi
- solir
- king
- trollchild
- alvaran
- vestskafttenor
- skari60
- dj-storhofdi
- ljosmyndarinn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- pesu
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- frisk
- raggibjarna
- raggirisi
- ragnargests
- raggipalli
- ragnar73
- rannveigh
- re
- reputo
- robertb
- rosaadalsteinsdottir
- rosabla
- lovelikeblood
- siggileelewis
- siggagudna
- sirrycoach
- meyjan
- sigrunhuld
- sigrunsigur
- sibba
- sibbulina
- sigbragason
- joklamus
- siggifannar
- siggi-hrellir
- nerdumdigitalis
- sigurdurkari
- sisi
- siggivalur
- siggith
- sigurgeirorri
- sigurjon
- sigurjonsigurdsson
- sigurjonth
- silfurhondin
- sindri79
- luther
- snorris
- sorptunna
- stebbifr
- bmexpress
- rocco22
- geislinn
- lehamzdr
- trukkalessan
- steinnbach
- sterlends
- midborg
- summi
- svanurkari
- ipanama
- kerubi
- sveinn-refur
- sverrir
- saemi7
- isspiss
- saethorhelgi
- thee
- linduspjall
- ace
- zerogirl
- tryggvigunnarhansen
- turilla
- upprifinn
- skrudhamrar
- valdimarjohannesson
- valsarinn
- jormundgand
- vefritid
- vest1
- what
- start
- vibba
- ippa
- vilhelmina
- villidenni
- vga
- villialli
- audurvaldis
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- steinibriem
- skrifa
- hrollvekjur
- valdivest
- torabeta
- thorakristin
- toti2282
- bjarnakatla
- tp
- congress
- satzen
- thj41
- doddidoddi
- thorsaari
- metal
- iceberg
- motta
- hallelujah
- boi2262
- ornsh