Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
21.8.2009 | 16:00
Síbrotamaðurinn á Bessastöðum
Undanfarin misseri hefur Ólafur Ragnar farið ríðandi um héruð til að "blása bjartsýni í þjóðina," semsé gefa henni andlegt blowjob. Það er virðingarvert, sérstaklega eftir að hafa átt þátt í því að taka hana í kakóið með því að gefa útrásarskúrkunum gæðastimpil og lofsyngja þá hástöfum um allar jarðir. Hann raðaði á þá fálkaorðum og medalíum og glingri og bling bling og stórriddarakrossum svo mynduglega að þeir stóðu varla í lappirnar. Voru orðnir einsog gettómelludólgar í Harlem. Hér áðurfyrr voru glæpamenn hengdir á krossa. Í dag eru krossar hengdir á glæpamenn. Fálkaorðan ætti í raun að kallast skálkaorðan. Það er allavega mín tillaga.
Forsetinn vill skiljanlega bæta fyrir afglöp sín, útrásardekur og dómgreindarleysi og því hendist hann kófsveittur í loftköstum um sveitir landsins til "að byggja að nýju upp traust á milli sín og fólksins í landinu" einsog segir í frétt DV. Hann er jú sameiningartákn þjóðarinnar. Allavega samnefnari. Af fenginni reynslu þótti Ólafi náttúrulega skynsamlegast að fara í þessa huggunarfundarherferð ríðandi á hrossi einsog sannri hetju sæmir. Dómgreindin söm við sig. Aldrei þessu vant þá hrundi kallinn einsog bankakerfið; kastaðist af baki og axlarbrotnaði. Mun því ekki geta axlað ábyrgð úr þessu. Löglega afsakaður.
Þessi margbrotni æðsti axlarbjörn ríkisins vill gera sín góðverk í hljóði og kyrrþey og án skrums og auglýsingamennsku, eða einsog segir í frétt DV: "Það vekur hinsvegar athygli að forsetinn heldur sig fjarri kastljósi fjölmiðlanna með fundarherferð sína og einnig slysið." Það vekur semsagt mikla athygli fjölmiðla að forsetinn skuli halda sig fjarri kastljósi fjölmiðla með þessa fundarherferð sína og einnig slysið. Það veit bókstaflega ekki nokkur maður af þessari auglýsingafundarherferð forsetans og hvað þá af slysinu einsog sjá má í öllum fjölmiðlum landsins. Maður á að vinna sín góðverk í kyrrþey einsog Ólafur Ragnar. Ólafur vill jarðsyngja landsmenn í kyrrþey í öllum fjölmiðlum landsins. Gott að vita af heiðarlegum síbrotamanni á forsetastóli.
Forsetinn í aðgerð í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.8.2009 kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
20.8.2009 | 08:37
Forsetinn hefur ekki úr háum söðli að detta
Hvað er Óli Grease alltaf að reyna að ríða einhverjum truntum þegar hann veit að honum er fyrirmunað að sitja merar lengur en eina mínútu? (Ég er ekki að tala um Dorrit). Þær kasta honum allar af sér einsog hlandi. Er hann ekki ennþá farinn að skilja að þessar skepnur, að Íslendingum meðtöldum, vilja ekki hafa hann hangandi á sér einsog merkingarlausa fálkaorðu? Hestar eru mannþekkjarar og ekkert ólíkir konum að því leiti að þeim er ekki alveg sama hver hossast á þeim. Meiraðsegja þroskaheftur múlasni myndi fleygja kallinum af baki langar leiðir.
Eins gott að hann reyni ekki einhverntíma að ríða asna inní Jerúsalem. Fyrir nú utan að fólk myndi ekki vita hver væri hvað.
Ég veit það þykir gasalega fínt og lordalegt að fara í útreiðartúra en þetta er bara greinilega ekki hans deild. Hans deild er náttúrulega 33c. Eitthvað í líkingu við það sem við sáum í Gaukshreiðrinu hér um árið.
En ef hann heldur áfram í útreiðartúrum og lætur sér ekki segjast þá er gjörgæsludeild hans deild. Finnst honum virkilega eðlilegt að hver einasti útreiðartúr endi í sjúkraþyrlu Landhelgisgæslunnar? Heldur hann að þetta eigi að vera svona? Að þetta sé hluti af sportinu? Að ríða voðalega kúl inní sólarlagið og koma svo allur mölbrotinn heim, vafinn einsog múmía frá hvirfli til ilja? Eru þetta hans hugmyndir um að vera stórbrotinn karakter? Held hann sé eitthvað að misskilja hlutina.
.
Gölturinn slasar sig á öllu og klúðrar öllu sem hann kemur nálægt. Hann hlýtur að vera með lágmark 10 þumla á hvorum skanka. Það er fréttaefni í hvert skipti sem hann fer á hestbak. Blaðamenn flykkjast að honum þegar hann stígur "um borð" á einhverja húðarbykkju rétt einsog hann sé að fara í geimflaug til tunglsins. Þeir horfa á hann í angist og súpa hveljur. Skyldi hann lifa þetta af? Hvað ætli hann brjóti mörg rifbein í þetta skiptið? 65? Skyldi lokkurinn haggast þegar hann hálsbrýtur sig? Skyldi hann detta svo kröftuglega á hausinn að hann gangi aftur í Framsóknarflokkinn?
Ég skal veðja að hann gæti ekki spilað á munnhörpu án þess að hún hrykki ofan í hann. Hann er vægast sagt mjög heppinn að hann skuli ekki hafa lært á trompet. Væri ekki á lífi í dag.
Billjard og pílukast eru stórhættulegar áhættuíþróttir í hans huga. Ég myndi ekki einusinni treysta honum til að komast lifandi úr bingói i Vinabæ. Það eina sem kallinn hefur getað gert án þess að beinbrjóta sig er að smjatta á rjómatertum og hengja skálkaorður á útrásarræningja.
Hann sest á truntu og nánast drepur sig. Hann sest á forsetastól og nánast drepur þjóðina. Kallinn er af baki dottinn, í öllum skilningi.
Ólafur Ragnar slasaðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)