Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
24.5.2015 | 08:53
Rammstolnum ófögnuði fagnað í Eurovision
Jæja. Þá er það búið. María stóð sig virkilega vel þrátt fyrir örlitla hnökra. Hún sagðist t.d. hafa sungið af sér rassgatið, en slíkt hlýtur að vera afar óheppilegt í hommakeppni einsog Eurovision, jafnvel þó María sé kvenkyns og skegglaus í ofanálag.
Ég ætla að vona að þetta sé ekki ástæðan fyrir óförunum. (Hommar eiga það nefnilega til að taka það full bókstaflega þegar þeim er sagt að fara í rassgat. Vilja helst ekki fara neitt annað og þá er eins gott að allir hafi eitt). En hún sýndi semsé stjörnuleik í vissum skilningi.
Eftir að ljóst varð að hún kæmist ekki áfram með lagið Unbroken þá sagði hún broken en kurteis og pen á Fjasbókarsíðu sinni:
Þeir sem drulla, flott, drullið bara yfir mig eða atriðið, mér er sama...
Mér er ekki drullusama. Ég var reyndar ekki var við það að nokkur hafi drullað yfir hana, en það má vera að einhverjir ódannaðir drullusokkar og kúkalabbar hafi drullað yfir hana, vitandi að hún gæti ekki svarað í sömu mynt þar sem hún var búin að syngja af sér rassgatið.
Ég veit það ekki, en það er óneitanlega skítalykt af málinu.
Ef ég væri gráglettinn einsog Láki jarðálfur þá myndi ég eflaust segja að það hafi verið soldið kaldhæðnislegt að syngja af sér rassgatið í lagi sem er óttalegt prump, en þar sem ég er annálað orðvart prúðmenni þá segi ég náttúrulega sem er að lagið er alveg stórglæsilegt, nema hvað það gleymdist óvart að setja í það sterka og skemmtilega melódíu. Mjög gott að öðru leyti.
Byrjunarkaflinn var að vísu á lágum og ógreinilegum muldursnótum þannig að maður vissi ekki alveg hvort lagið væri byrjað eða hvort hún væri bara að ræskja sig og tauta eitthvað við sjálfa sig, en svo hóf lagið sig til flugs með miklum tilþrifum einsog glæsiþota frá Malaysia Airlines og...
Þetta steinlá. Í vissum skilningi.
María má vera stolt af sinni frammistöðu því hún var með hráefni í höndunum sem myndi ekki vera selt í matvöruverslun sem héti Fugl og fiskur.
Sviðssetningin var alveg til fyrirmyndar. Bakraddasöngvararnir sáust varla. Þegar það kom fyrir að það rétt glitti í þá þá voru þeir úr fókus og virkuðu einhvernveginn einsog draugar eða svartkuflaðir djöfladýrkendur sem væru að fórna henni Maríu litlu í norðurljósasviptingum lengst norður í afsungnu rassgati. Mjög líflegt og frjótt alltsaman.
En nú aðeins að öðru. Þó að þetta eigi að heita sönglagakeppni en ekki sönglandakeppni eða söngvarakeppni þá geta þó söngvarar stundum gert gæfumuninn hvort lag fari áfram eður ei. Rússneska leiðindalagið er gott dæmi um það: Illa þolanlegt voðaverk en sungið af hörku Marilyn Monroe ljósku í hvítu austantjaldi. Lenti í öðru sæti. Ótrúlegt helvíti.
Sjálfur var ég hrifnastur af ítalska laginu og því ástralska og svo var lagið frá Kýpur ansi snoturt og tilgerðarlaust.
Lélegasta lag keppninnar var án nokkurs vafa sænska vinningslagið. Reyndar er það ekki sænskt heldur er það rammstolið frá franska tónlistarmanninum David Guetta. Sá gæi er vel þekktur, búinn að selja yfir 9 milljónir platna út um allan heim.
Í flutningi sykraða Svíans hét lagið Heroes en raunverulega heitir það Lovers on the sun og kom út í fyrra. Tæplega 80 milljónir manna hafa horft á það á youtube. Höfundur sænska lagsins er alveg örugglega einn af þeim. A-kaflinn er svo gott sem alveg eins. Ferlega neyðarlegt. Stuldir geta varla talist til góðra og hetjulegra lagasmíða.
Vó-ó-vóóó-viðlagið er hirt úr öðru lagi sem var gríðarlega vinsælt fyrir ekki löngu. Man ekki hvað það heitir í augnablikinu en skal þefa það uppi við tækifæri.
Þetta lag Sví(n)anna, Heroes er semsé samsuða, uppáhellingur, drullumall, glundur, stuldur, í raun algjört ræningjarugl frá upphafi til enda og á nákvæmlega ekkert skylt við sjálfstæð gæðalög einsog "We are the champions" með Queen einsog Ómar okkar Ragnarsson skrifar uppveðraður um í mígandi hrifningu hér á moggablogginu.
Berið endilega saman þessi tvö lög þegar þið eruð búin með greinina: HÉR er sænska lagið og HÉR er orginallinn með David Guetta.
Þó að Frakkar hafi verið í þriðja neðsta sæti þá unnu þeir engu að síður keppnina með lagi í flutningi Svía.
En það verður nú að segja Svíum til hróss að þeir voru með langbestu og frumlegustu sviðssetninguna, nema þeir hafi kannski stolið henni líka einsog laginu. Ég spái því að við munum um ókomin ár eiga eftir að sjá í Eurovision stælingar og tilbrigði við þessar sviðsteiknimyndir Svíanna. Menn elta hvers annars skott og hvers annars rass í þessari keppni.
En talandi um rassa þá endurtek ég að hún María stóð sig alveg glimrandi vel. Ohh, hún er svo gasalega mikið rassgat...eða var það allavega. Hún er og verður stjarna, þrátt fyrir að hafa sungið af sér rassgatið.
Þeir sem segja annað geta farið í rassgat.
Kynnarnir voru sömuleiðis góðir. Fínir sveppir. Skárri en flest lögin. Betri verða rasskynnar ekki.
Ísland fékk 14 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.5.2015 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)