Forsætisráðherra afhjúpar afmyndaðan Ólaf Ragnar

 

Óli hálfiNýlega afhjúpaði forsætisráðherra brjóstmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni, eða afmynd öllu heldur. Þó að Ólafur hafi ótal sinnum axlarbrotnað í sínum brokkgengu útreiðartúrum í gegnum tíðina þá var nú óþarfi af listamanninum að skera af honum aðra öxlina og höggva hann bókstaflega í herðar niður þannig að hann minnti einna helst á sitjandi kött.

 

 

Stytta af kettiÞað er greinilega niðurskurður hjá hinu opinbera. Það hefur líklega verið hringt í axlarhöggvarann og hann beðinn um að helminga prísinn. Honum hefur misheyrst og tekið til við að helminga grísinn. Og þegar hið opinbera hefur verið að tala við hann um „styttuna“ þá hefur hann haldið að hann ætti að „stytt‘ana.“

Einn allsherjar misskilningur alltsaman. Og að lokum hefur ríkið fengið hálfa styttu á heilvirði og allir hálf óánægðir, nema afmyndarinn.

 

 

Ekki nóg með að styttan sé hálf glötuð og illa "köttuð" þá vantar þarna að auki öll helstu persónueinkenni Ólafs. Hvar er t.d. Mónu Lísu-brosið? Hvar er sveigurinn frægi í hárinu? Lokkurinn góði? Ólafur er með hliðargreiðslu en ekki þessa afgreiðslu sem hann fær þarna. Ólafur án sveigsins er einsog Hitler án hormottunnar annáluðu og hliðarsmjörgreiðslunnar flottu. Óþekkjanlegur. Hver myndi þekkja Hitler mottulausan með afró-biðukollugreiðslu?

 

 

Þessi stytta væri eflaust ágæt ef hún væri ekki svona afkáraleg.

Ólafur RagnarHvar eru gleraugun sem Ólafur hefur verið með á nefinu í 60 ár og eru orðin samgróin ásýnd hans? Var gasalega flókið að hnoða saman gleraugum?

 

Ólafur Ragnar er í raunveruleikanum örlítið langleitur. Ekki einsog hestur en samt með höfuðlag á lengdina. Afmyndarinn býr hinsvegar til þrútinn samþjappaðan kassahaus einsog fyrirmyndin sé nýstigin uppúr margra mánaða fylleríi og hafi í ölæði lent með hausinn í skrúfstykki hjá sadískum lýtalækni.

 

Að auki gerir hann Ólaf einsog apa til munnsins. Hann ýkir bilið á milli nefs og munns og snýr munnvikunum niðrávið. Ólafur er hinsvegar jákvæða týpan og nær alltaf með munnvikin uppávið.

 

 

Það er enginn að segja að stytta verði að vera nákvæmlega einsog fyrirmyndin en hún verður fjandakornið að líkjast henni eitthvað og vera ekki þannig að fólk haldi að þarna sé á ferðinni köttur með apahaus. Einhverskonar apaköttur.

 

 

Ekki skil ég hvernig öll helstu persónueinkenni Ólafs gátu farið framhjá afmyndaranum, sem er víst einhver Helgi Gíslason. Ég hefði frekar skotið á að þetta klastur væri eftir Gísla Helgason, blinda blokkflautublásarann.

 

 

Það er ekki nema von að Kata Jak sé við það að skella uppúr þegar hún er að afhjúpa hrákasmíðina. Það er einsog hún sé að hugsa:

„Ekkert smá bjánaleg stytta. I love it. Algjör brandari. Nú verð ég að passa mig á að halda andlitinu í skorðum í fyrsta skipti á ævinni. Ólafi var nær að samþykkja ekki Icesave. Djöfull er þetta gott á hann. Ég hlæ inNaní mér. Múhahahahaha.“

 

 

Ef efsta ljósmyndin er skoðuð grannt má sjá nokkur byssukúlnagöt neðst á styttunni, sem gefur til kynna að Steingrímur Joð og Jóhanna Sig hafi fengið hana til afnota áður en hún var afhjúpuð.

 

 

Ómynd af ÓlafiPappakassiÞessi stytta gæti faktískt verið af hverjum sem er.

Ef fólk vissi ekki að þessi afmynd ætti að vera af Ólafi þá myndi það giska á alla aðra en hann:

Leonid Bréfsnef, Boris Yeltsin, Ted Bundy, Pol Pot, Michael Corleone, Stefán frá Nöðrudal, John Gotti, Josef Mengele, Hannibal Lecter, apa, Ingu Sæland, Drakúla o.s.fr.

 

 

Ólafur Ragnar, sem ber höfuð og herðar yfir aðra forseta Íslands, á ekki skilið að vera höggvinn í herðar niður. Og breytt í apakött.

Þessari níðstöng þarf að henda útí ruslatunnu og fá fagmann til að gera alvöru styttu af okkar besta forseta, sóma Íslands, sverði þess og skildi.

 

 

 

 

Leonid BréfsnefBoris YeltsinTed BundyPol PotMichael CorleoneStefán frá NöðrudalJohn GottiJosef MengeleHannibal LecterApiInga SælandDrakúla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Brjóstmynd af Ólafi Ragnari afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vá, oft hefur þú verið góður en ég held að þetta slái allt út!!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.3.2019 kl. 10:51

2 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður I B, ég þakka.

Sverrir Stormsker, 7.3.2019 kl. 13:00

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann er eins og blanda af Bréfsnef og apanum. Styttan er líkari öllum hinum sem þú birtir mynd af en Óla grís.

Þeir hljóta að hafa fengið versta myndhöggvara landsins í þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 14:22

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorsteinn, í sakbendingu þar sem þessi stytta yrði höfð til hliðsjónar þá yrði jú líklegast bent á Bréfsnef eða apann.... jafnvel Stefán frá Blöðrudal, en aldrei Ólaf Ragnar. Hann kæmi ekki til greina.

Sverrir Stormsker, 7.3.2019 kl. 16:20

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er þá líklega snemmbúin fjarvistarsönnun Sverrir. Óligrís er auðvitað á bakvið allt saman, en ræfils myndhöggvarinn fær skömmina - og tapar vísast listamannalaununum.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 18:47

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þorsteinn, Ólafur virðist af einhverjum ástæðum hafa verið hæstánægður með þessa apakattarstyttu.

Afmyndarinn náði að sannfæra hann um að þetta væri "listræn túlkun" hans á Ólafi, einsog hann orðaði það, og Óli féll í listasnobbsgryfjuna.

"Listræn túlkun" er besta skjól listrembusvína sem eru búin að fokka upp verkinu sem þau vildu gert hafa en gátu ekki.

Sverrir Stormsker, 7.3.2019 kl. 19:31

7 Smámynd: Sigurður Andrés Jónsson

Olafur reið með björgum fram,,,höggvum hann,,,höggvum hann.  Virðist frekar hafa verið ,,munnhöggvari en ,, myndhöggvari sem skapaði þetta.  Ætli þetta se betri hliðin a Olafi sem stendur þarna eins og bjalfi,,,, blankur listamaður kannski,, hefur ekki efni i allann manninn.  Olafur sjalfur sennilega brosandi nuna, og hugsandi,,,  ja það er erfitt að skapa eftirmynd mina,,,, jafnvel þott höggvin se i stein.                                     Otruleg augu sem þu hefur annars fyrir svona (sma)atriðum Sverrir,,,,  hressir,, bætir,, og kætir, takk fyrir.

Sigurður Andrés Jónsson, 8.3.2019 kl. 01:06

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég hèlt fyrst að þetta væri gamla styttan af Geirfinni endurbætt. Ekkert i þessari afmynd er likt Ólafi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.3.2019 kl. 01:16

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér flaug strax í hug brjóstmyndin sem amatörinn gerði af Ronaldo og vakti kátínu um allan heim. Hann lagaði hana síðar vegna þessarar hörðu gagnrýni og hún varð enn verri og hlægilegri eftir.

Nú eða Ecce homo frá Borja. Jesúmyndin sem gamla konan reyndi að laga en klúðraði svo rækilega.

Fyrir vestan var reistur minnisvarði um Ragnar H Ragnar tónlistarkennara. Þetta var fjórklofið bjarg með löngum ryðfríum súlum í miðju. Þegar hann var vígður þá gekk einn af orginölum bæjarins í kringum verkið og var djúpt hugsi. Loks datt uppúr honum. "Mér finnst þetta ekkert líkt Ragnari."

Þessi brjóstmynd er mónúmental klúður og einhver myndi segja að þarna væri ekki fagmaður að verki þótt hann kalli sig listamann. Það er alltaf góð afsökun að vísa til listrænnar tjáningar þegar menn verða uppvísir að andlausum klessuverkum.

Þetta verk snýst ekki um "listamanninn" og það er ekkert rúm fyrir hans tjáningu framar framar allri praktík. Verkið á að vera af Ólafi og gera persónu hans og útliti skil. 

Voðalega vildi ég vita hvað maðurinn rukkaði fyrir þetta. Það er örugglega ekki minna en braggataxti.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2019 kl. 01:57

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hallar undir flatt eins og páfagaukur í stuði. Hann er meira að segja að blístra. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2019 kl. 02:00

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

SÉ núna að þetta er Boris Karloff með túpéé.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2019 kl. 02:03

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður Andrés, axlarhöggvarinn hefur sparað sér þó nokkuð í efniskaupum með því að hafa Ólaf hálfan.

Þetta hefði kannski getað verið táknrænt ef Ólafur væri alltaf rallhálfur en nú er kallinn edrúisti þannig að þetta missir marks.

En þetta er víst svo gasalega mikil "listræn túlkun."

Einmitt.

Sverrir Stormsker, 8.3.2019 kl. 13:01

13 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sigurður Hjaltested, ég bætti við greinina ljósmynd af pappakassa við hliðina á styttunni. Ég býst nefnilega fastlega við að afmyndarinn hafi haft svipaða ljósmynd til fyrirmyndar þegar hann var að klastra saman styttunni.

Sverrir Stormsker, 8.3.2019 kl. 13:04

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jón Steinar, já það væri gaman að vita hvað afmyndarinn hafi rukkað fyrir þessa apakattarstyttu.

Hann hefur að öllum líkindum fengið feitt fyrir þetta frá ríkinu þó hann sé í sannkölluðum monkeybusiness í orðsins fyllstu merkingu.

Sverrir Stormsker, 8.3.2019 kl. 13:08

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Meira að segja lakið átti í erfiðleikum með að leka niður af þessum skakka óhroða, enda brekkan nánast endalaus. Brosvilpan í vinstri kinn forsætisráðherra tekur af allan vafa um hörmugleik þessarar afmyndunar Ólafs Ragnars. Sá mæti maður á betra skilið en svona skelfingu. Mér ekki kunnugt um hvort fórnarlambið var statt á staðnum, en hafi hann verið það, hlýtur hann að hafa farið heim með hálsríg eftir áhorfið og verulega skekkta mynd af sjálfum sér. 

 Óttast ei, Ólafur Ragnar, svona sér þjóðin þig ekki og ekki nokkur einasta ástæða til að örvænta. Þú átt nú þegar þinn stall og ekkert koparverk, sama hversu hörmulega unnið, eða sundurskotið af Jóku eða Þistilfjarðarkúvendingnum,  mun nokkurn tíma skekkja þína stöðu. Hafðu þakkir fyrir allt og allt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2019 kl. 22:03

16 Smámynd: Sverrir Stormsker

Halldór. Jú, Ólafur var viðstaddur afhjúpun skrípamyndarinnar. Það birtist ljósmynd af honum og Kötu Jak og þar var Kata alveg hreint emjandi og grenjandi úr hlátri. Hún hefur greinilega ekki getað haldið lengi niðrí sér hlátrinum.

Hún hélt um magann í keng og tárin spruttu fram í boga einsog í teiknimyndunum og það sást að hún var búin að pissa í sig. Ólafur stóð vandræðalegur hjá og horfði uppí loftið blístrandi einhvern lagstúf.

Sverrir Stormsker, 10.3.2019 kl. 11:42

17 Smámynd: Jens Guð

Þegar Færeyingur spyr hvort að hann megi afmynda mann þá á hann við ljósmyndatöku.  Það flaug mér í hug við að sjá þessa afmynduðu styttu af ÓRG.  Rifjaðist þá í leiðinni upp þegar danadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands.ÓRG færði henni að gjöf innrammaða ljósmynd af föður sínum.  Tengingin var sú að faðirinn hafði hitt föður drottningarinnar á Þingvöllum einhverjum áratugum áður og þeir spjallað saman.  Doddsson var spurður að því hvort honum þætti þetta ekki vera fáránleg gjöf.  Hann svaraði eitthvað á þessa leið:  Nei,  þvert á móti.  Ég veit ekki til þess að danadrottning hafi átt ljósmynd af Grími rakara á Ísafirði!  

Jens Guð, 10.3.2019 kl. 12:53

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jens Guð, Þórhildur dramadrottning er ekki sú eina sem er með innrammaða ljósmynd af Grími rakara á Ísafirði á náttborðinu hjá sér.

Ég veit að Vigga Finnboga er líka með ljósmynd af Grími rakara á sínu náttborði, hægramegin við hliðina á sleipiefnabrúsanum.

Sjálfur er ég með stærðar ljósmynd af Grími rakara fyrir ofan rúmið mitt.

Sverrir Stormsker, 10.3.2019 kl. 13:40

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega verður þetta "listaverk" tilnefnt til verðlauna næsta ár, og á það fyllilega skilið eins og gerfitillinn sem settur var í tjörnina, en reyndar eyðilagður af einhverjum listhatara.  Þrátt fyrir eyðilegginguna var það tilneft ásamt tveim jafn óskiljanlegum verkum, sem voru eins og tillinn samt sem áður afar "listræn túlkun" á sýn listamannanna á tilverunni.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2019 kl. 14:10

20 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er sannarlega ekki ÓRG.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.3.2019 kl. 17:38

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Axel, í andverðleikasamfélagi þá fær svona stórkostleg "listræn túlkun" að sjálfsögðu verðlaun. Það er segin sorgarsaga.

Sverrir Stormsker, 10.3.2019 kl. 20:21

22 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jón Ingi, jú þetta er sannarlega ÓRG ef það er skammstöfun fyrir "órangúti."

Sverrir Stormsker, 10.3.2019 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband