Færsluflokkur: Fjölmiðlar
25.6.2016 | 14:05
Forsetacrapræður Stöðvar 2
Þetta var sérkennilegur þáttur í allri uppsetningu.
Myndavél og stólum var þannig uppstillt að sá sem sæti yst við gluggann myndi virka sem agnarsmátt dvergtötur. Davíð hreppti vitaskuld þann stól og kom út eins og hann hefði hlaupið í þvotti. Þarna sat Dabbi dvergur útí horni, kubbslegur og samþjappaður og minnti á hobbita.
Oft hafa fjölmiðlar gert lítið úr Davíð en aldrei bókstaflega einsog þarna. Þetta er í eina skiptið sem þáttastjórnandi hefur tekið skýrt fram í upphafi þáttar að dregið hafi verið um hvar frambjóðendur myndu sitja. Við vitum alveg hvað svona úrdráttur fjölmiðla þýðir. (Að draga úr ákveðnu fólki).
Guðni sat vitaskuld í miðjunni einsog venjulega í sínum hnésíðu reiðbuxum og köflóttu sportsokkum. Vegna stólauppstillingarinnar þá gnæfði hann eins og körfuboltasurtur yfir garðálfana, þá Andra og Davíð.
Þegar Davíð flutti sín lokaorð og horfði landsföðurlega beint í myndavélina þá var passað uppá að ekki væri kveikt á þeirri vél heldur var sýnd hliðartaka af kallinum einsog hann væri að tala útí buskann eða við sjálfan sig. Þannig tókst að minnka áhrifin og láta kallinn líta út einsog hálf viðutan glóp.
Skítkast og árásir
Þetta voru auðvitað engar kappræður einsog auglýst var heldur ofur kurteislegar og settlegar crapræður. Dæmigert skandinavískt steingelt tesæmkvæmislegt piparjúnkufroðusnakk. Þarna vantaði illilega Ástþór og aðra frambjóðendur sem mældust undir 2,5% samkvæmt skoðanakönnun sama fjölmiðlungsmannafyrirtækis og hélt þennan fund.
(Skrítið að Sturla skyldi hafa mælst með nákvæmlega tilskilinn prósentufjölda, 2,5% í þessari heimagerðu skoðanakönnun. Í síðasta þætti mældist Halla með nákvæmlega 2,5%. Alveg uppá hár. Hún komst því í þáttinn, enda ekki við hæfi að hafa bara karlpunga í settinu).
Davíð reyndi á einum tímapunkti að fá smá fútt í þetta með því að anda nokkrum staðreyndum á Guðna, en slíkt er stranglega bannað og er kallað skítkast og árásir af skítkastssérfræðingum kommentakerfanna.
Guðni svaraði þessu skítkasti nánast engu og hélt áfram að þylja uppúr frasabókinni sinni einsog ekkert hefði í skorist um að forsetanum bæri að standa utan flokka og fylkinga (með kratahelming Sjálfstæðisflokksins á bak við sig) og ætti að vera félagshyggjumaður og frjálshyggjumaður i senn og bæði svartur og hvítur og pólitískur og ópólitískur og reyna þannig að geðjast hverjum einasta manni sem sameiningartákn þessarar ósameinanlegu þjóðar. Og svo ætti hann jú að vera djúpt þenkjandi en jafnframt alltaf í góðu skapi og allt það.
Ég þuldi þessa ræðu sekúntubroti á undan honum því ég er farinn að kunna hana utanað einsog hann.
Andri, Halla og Sturla
Andri Snæri er hugmyndaríkur hugsjónamaður. Hann var fínn í settinu og túlkaði orð sín jafnharðan á táknmáli fyrir vin sinn Bubba Morthens, sem er víst lítillega heyrnarlaus.
Handahreyfingar Andra Snæs voru tilþrifamiklar að vonum. Honum hefur sjaldan tekist betur upp. Af þessum sökum slökkti ég oft á hljóðinu þegar hann var að tala og reyndi að ímynda mér hvað hann væri að segja með höndunum. Eða hvaða sinfoníuhljómsveit hann væri að stjórna. Ég veit hann er mikill náttúruverndarsinni og þykir obboslega vænt um hverskyns fjöll og fossa. Kjósum Andra sem fossseta.
Halla er klár kelling. Það er víst ekki vel liðið að nota þetta orð svo ég skal umorða þetta: Halla er snjöll kelling.
Hún sagði í þættinum: Þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur. Og ég get alveg staðið undir því.
Halla ætlar semsé að taka lagið aðfaranótt sunnudags og það verður gaman að sjá hvernig henni tekst upp. Ég vissi að Halla væri hæfileikarík en ekki vissi ég að hún væri söngkona.
Sturla var flottur. Hann vill meina að stjórnarskráin sé skrifuð á skiljanlegri íslensku og hana þurfi ekki að túlka sundur og saman af einhverjum fræðingum. Það eina sem þurfi að gera sé að taka orðin í henni á orðinu og þá gæti hann sem forseti skipað sína ráðherra og rekið þá að vild eftir því í hvernig skapi hann væri. Og ef hann væri illa fyrir kallaður þá gæti hann rekið alla heilu helvítis ríkisstjórnina á einu bretti og sagt henni að fara til fjandans. Í staðinn gæti hann svo skipað einhverja skemmtilega vörubílstjóra og fjallhressa drykkjufélaga sína sem ráðherra ef hann kærði sig um. Sieg Heil! Heil Sturler!
Veit ekki hvort þetta virki í praxís þar sem hér er hvorki forsetaræði né einræði heldur flokksræði, fjölmiðlaræði, glapræði og glæpræði.
Sturla er fylginn sér og það beygir hann enginn. Það virðist enginn kunna það. Sturla beygist á eftirfarandi hátt:
Sturla um Sturlu frá Sturlu til Sturlu. Flókið? Maður segir ekki: Ég ætla að kjósa Sturla heldur: Ég ætla að kjósa Sturlu.
Forseti fjölmiðlungsmanna
En við ættum náttúrulega að kjósa Ástþór. Skrítið að enginn frambjóðendanna í settinu hafi staðið upp og mótmælt því að þeir frambjóðendur sem neðarlega mældust í 365-könnuninni skyldu lokaðir úti, t.d. friðflytjandinn Ástþór. Þegar Ástþór er úti þá er friðurinn úti.
Fjölmiðlungsmenn hafa skrumskælt lýðræðið og byrjað á öfugum enda og í rauninni fokkað upp þessum forsetakosningum. Í stað þess að byrja á að kynna frambjóðendur rækilega í sjónvarpi og gera síðan skoðanakannanir þá byrjuðu þeir á að dæla út heimatilbúnum skoðanakönnunum þegar frambjóðendur voru svo gott sem ókynntir og völdu síðan úr þá sem hæst mældust og tóku að kynna þá lítillega.
Hver óbrjálaður maður hlýtur að sjá ómælisheimskuna, amatörmennskuna og lýðræðisbeyglunina sem í þessu felst. Næsti forseti verður semsé í boði góða fólksins á RÚV og 365. Og hver skyldi sá góði maður nú vera?
Okkur Íslendingum virðist ætla að ganga erfiðlega að halda kosningar sem ekki eru í skötulíki. Við munum hvernig fór fyrir stjórnlagaráðskosningunum. Að þessu sinni er utankjörfundaratkvæðagreiðslan í forsetakosningunum í fokki. Endanlegur listi frambjóðenda lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla hófst.
Nú er bara að vona að kosningunum verði frestað eða þær flautaðar af enda kolólöglega staðið að þeim einsog svo mörgu öðru hér á landi sem viðkemur lýðræðinu.
Kosningaeftirlit ÖSE ætti að vera hér með fasta búsetu.
(Þessi grein birtist á visir.is í gær, 24.júní).
Ástþór kaus í Hagaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 26.6.2016 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2016 | 19:23
Stefnt að því að breyta Rússlandi í Rústland
Ég get ekki betur séð en að það sé að brjótast út styrjöld við Rússland. Undirbúningurinn er kominn vel á veg.
Putin er búinn að vara Pólland og Rúmeníu við að setja upp eldflaugapalla við landamærin.
Ef þeir hunsa varnaðarorð hans þá mun hann ráðast á þá. Náttúrulega ekkert annað sem hann getur gert. En hann mun ekki taka fyrsta skrefið. Það er verið að þjarma að honum og egna hann til stríðs.
Að sjálfsögðu taka Íslendingar þátt í óráðinu sem undirgefin NATO-þjóð og taglhnýtingar Bandaríkjanna, án sjálfstæðrar utanríkisstefnu.
Hernaðarbandalagið NATO (áður varnarbandalag) og stóri bróðirinn, Bandaríkin, eru búin að flytja þvílíkt magn vopna að landamærum Rússlands að annað eins hefur ekki sést síðan 1941.
Æðsti draumur Obama er að breyta Rússlandi í Rústland. Sá armi brotherfucker virðist vera í einhverskonar samkeppni við George W. Bush um að komast í sögubækurnar sem galnasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi.
Eina sem gæti hugsanlega toppað þá félaga í heimshættulegri heimskunni væri HELLary Clinton, nái hún kjöri, en einsog menn vita þá var hún hægri hönd Obama við að fokka upp Líbíu og framleiða ISIS.
Þetta yfirvofandi stríð við Rússa er aðalfréttin í flestum fjölmiðlum heimsins, eiginlega allsstaðar nema á Íslandi, en hér á landi eru fjölmiðlar auðvitað of uppteknir við að birta áróðurskannanir viðvíkjandi íslensku forsetakosningunum til að taka eftir því sem er að gerast í kringum þá.
Fjölmiðlar | Breytt 3.6.2016 kl. 03:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 17:12
Formenn flokkanna og frammíkallar fjölmiðlanna
Jóhanna Sig var kvödd í dag og ríkisstjórn hennar verður bráðkvödd á morgun. Jóhönnu voru færðar rósir í tilefni hátíðarhaldanna. Líklega þyrnirósir. Í hennar sporum hefði ég sagt: "Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir."
En nóg um fögnuð, flugelda og dýrðarstundir. Við skulum ekki alveg tapa okkur í fagnaðarlátunum. Ég horfði á formenn 6 stærstu flokkanna á Stöð 2 í gærkvöld. (Verður ekkert spjallað við hina 200 formennina?) Þar kom margt skrítið fram. Guðmundur Steingrímsson, formaður Smáfylkingarinnar, líkti vogunarsjóðunum við góða og fróma fjárfesta og sagði að það væri óábyrgt af íslenskum stjórnmálamönnum að tala um þá sem hrægamma. (Allur heimurinn kallar þá sínu rétta nafni: Hrægamma). Slíkt tal gæti fælt frá aðra heiðarlega fjárfesta. Jájájájá.
Þarna var sterkur samhljómur með Scamfylkingunni (einsog í öðrum málum), sem hefur lengi talað um að ekki megi styggja þessa stálheiðarlegu snillinga því ímynd okkar gæti beðið hnekki útávið. Á svipaðan hátt talaði okkar ástkæra norræna velferðarstjórn í Icesave-málinu; við yrðum að borga þessa ólögvörðu kröfu því annað gæti eyðilagt orðspor landsins og allt færi hér í rauðglóandi hurðarlaust helvíti. Og svo er ennþá verið að tala um Sigmund Davíð sem lýðskrumara nr. 1 og gefið í skyn að hann hafi tekið þessa einörðu afstöðu gegn Icesave-ánauðarsamningunum sem sannfæringarlaus tækifærissinni til að skapa sér betri stöðu á svelli stjórnmálanna. Það getur varla talist málefnaleg og heiðarleg gagnrýni. Er það?
Katrín Jakobsdóttir var flott og lagði áherslu á að viðhalda skattastefnu ríkisstjórnarinnar, en eins og allir vita felst hún í því að skattpína almenning og fyrirtæki útúr kreppunni. Og útúr landinu. Og útúr heiminum, ef vel á að vera. Þetta er reyndar hagfræði sem enginn skilur nema íslenska velferðarstjórnin, en það er viss kostur.
VG og Scamfylkingin ætla að gera gasalega margt gott og göfugt eftir kosningar: Hjálpa eldri borgurum (oní líkkisturnar), fylla veski öryrkja (af reikningum), bjarga heimilum landsins (frá skuldaleiðréttingum), flæma óþurftarlið einsog lækna og hjúkrunarfólk úr landi og byggja svo hátæknisjúkrahús að því loknu. O.s.fr. Semsé halda áfram þaðan sem frá var horfið. Þarft verk og þrifalegt. Þau eru jú öll í hreingerningunum.
Þau ætla að sanna það EFTIR kosningar að hjarta þeirra slái með heimilum landsins en ekki bönkunum og fjármagnsöflunum. Við trúum því að sjálfsögðu. Gott mál.
Sigmundur og Bjarni voru ansi málefnalegir og svöruðu samviskusamlega, í þau fáu skipti sem þeir fengu að svara. Yfirleitt spurði fréttadúettinn þá einnar aðalspurningar og dembdi síðan á þá tíu aukaspurningum meðan þeir voru að svara aðalspurningunni. Það var frekar þreytandi, idjótískt, ófaglegt og ekki beint upplýsandi fyrir fróðleiksþyrsta áhorfendur. Tilhvers var þá leikurinn gerður ef ekki til að upplýsa fólk? Koma í veg fyrir að rök þeirra heyrðust?
Birgitta var fín. Með annan vinkil á hlutina. Svolítið öðruvísi, en þannig langar Guðmund Steingrímsson einmitt að vera. Stefna hans flokks í fjármálum, fyrir utan að ganga um borð í Titanic (ESB) og taka upp evru, virðist aðallega fólgin í því að gaumgæfa hugmyndir hinna flokkanna og pikka svo úr þær skárstu, því sjálfir hafa þeir engar. Stefnu flokksins má orða í tveimur orðum: Þeir ætla að "skoða málin."
Einsog venjulega fékk Sigmundur Davíð aldrei að klára svör sín og stöðugt var gripið frammí fyrir honum, aðallega af fréttakonunni og Árna Páli. Það sem uppúr stendur í þessari kosningabaráttu er hve stór hluti íslensks fjölmiðlafólks er svakalega hlutdrægur, óheiðarlegur í vinnubrögðum, illa að sér og asskoti dasaður.
Jóhanna kvödd með rósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 27.4.2013 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
28.4.2012 | 19:35
Dæmigert alíslenskt fullkomið smábæjarbullshit
Það er mikið búið að vera að rugla um það á Facebookí gærkvöld og í dag að ég hafi verið að safna meðmælendum fyrir Ástþór Magnússon hjá drukknum ungmennum í miðbænum uppúr hádeginu í gær.
Fyrir það fyrsta þá er Ástþór fyrir löngu búinn að skila inn sínum meðmælendalistum. Í öðru lagi hef ég ekki komið nálægt undirskriftasöfnunum fyrir þessar kosningar, hvorki fyrir Ástþór né aðra frambjóðendur. Sorry. Skal reyna að gera eitthvað í málunum næst, nú eða að bjóða mig fram, einsog restin af þjóðinni.
DV, sem oft og iðulega er fyrst með "fréttirnar," sendi fyrir klukkutíma svohljóðandi fyrirspurn til Ástþórs:
2012/4/28 Aðalsteinn Kjartansson <adalsteinn@dv.is>
Sæll Ástþór,
Mig langar að fá viðbrögð þín við mynd og gagnrýni sem gengið hefur um á samskiptasíðunni Facebook (sjáhttps://www.facebook.com/photo.php?fbid=3492303820585&set=a.1149535252835.23587.1061193730&type=1&theater).
Á myndinni sést þú safna undirskrifta á meðal ungra einstaklinga sem eru með áfengi um hönd.
Er eðlilegt að biðja þá sem neytt hafa áfengis að skrifa undir meðmælalista vegna forsetaframboðs?
Hverju svarar þú gagnrýnni þeirra sem segja það óeðlilegt?
Bestu kveðjur,
Aðalsteinn Kjartansson
Ætluðu að fá sér þarmastíflulummu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2011 | 06:23
Jólasveinninn dreginn til yfirheyrslu
Enn einu sinni hefur Ástþóri Magnússyni verið varpað í dýflissu. Síðast var það árið 2002 þegar hann varaði við hryðjuverkaárásum á íslenskar flugvélar og stöðvaði með háværum mótmælum þá fyrirætlun stjórnvalda að senda vopn og hermenn með farþegaflugvélum Icelandair til Írak.
Að launum fyrir þá viðvörun sína var sveinki látinn dúsa í einangrun í myrkvuðum turnklefa á Litla Hrauni með rottum og kakkalökkum dögum og vikum saman uppá vatn og bónusbrauð og húðstrýktur reglulega með hnútasvipum og gaddakylfum og látinn hlusta á ræður Halldórs Ásgrímssonar kvölds og morgna af segulbandi. Þegar honum var loks hleypt út var hann ekkert nema skinn og bein. Hafði lést um 55 kíló. Var kominn niður í 130 kíló.
Í gær gerðist svolítið svakalegt: Við sveinki sátum á hinum virðulega hákúltúrveitingastað í Byko og sveinki var að skófla í sig kjötbollum og rjómabollum í góðu jólastuði þegar Víkingasveitin birtist grá fyrir járnum og kom honum í ennþá meira stuð með því að gefa honum rafbyssuskot beint í vömbina. Jólasveinninn hentist á gólfið og tók þar nokkra hressilega krampakippi þannig að belgurinn gekk í öldum einsog vatnsrúm. Svo lá hann hreyfingarlaus og stjarfur um stund með útglennt augun. Þau eru nú venjulega á stilkum þannig að ég veit ekki hvort það var óheillamerki eða ekki. Úr munnvikunum lak froða. Nú eða rjómi. Nei, ef þetta hefði verið rjómi þá hefði hann nú örugglega sleikt útum. Því næst var hann handjárnaður og fótjárnaður og dreginn á hárinu og skegginu uppá lögreglustöð til yfirheyrslu.
Sveinki hafði víst trassað að mæta í skýrslutöku vegna gruns um að standa að menningarveftímaritinu sorprit.com. Hreinn Loftsson fyrrum stjórnarformaður Baugs og fyrrum DV-eigandi og fyrrum Davíðsvinur vill meina að sveinki standi á bak við það rit og að þar séu ærumeiðandi ummæli að finna, og hafði lagt fram kæru á sveinka svínaskelfi.
Ég fór að heimsækja Ástþór í dýflissuna stuttu eftir að hann var tekinn til fanga. Hann sat þar margkeflaður við tréstól með brunablöðrur á andlitinu vegna hitans frá yfirheyrsluljóskastaranum. Ég spurði hvort hann brynni ekki í skinninu að losna og hvort honum væri ekki heitt í hamsi og hvort hann vanhagaði um eitthvað. Hann stundi flögnuðum vörum: "Vatn. Ég er að deyja úr þorsta." Ég átti ekkert vatn að gefa honum en tróð þess í stað uppí hann lúku af salthnetum sem ég var með á mér. Ég hélt fyrir munninn á honum svo hann kyngdi örugglega og að ekkert færi til spillis. Að því loknu spurði ég hann hvað hann hefði sagt löggunni varðandi sorprit.com. Hann sagðist hafa svarað öllum spurningum lögreglunnar á þessa leið, í alvöru:
"Ég mun engu svara ykkur í lögreglunni fyrr en þið hafið tekið fyrir allar mínar kærur á hendur DV."
"Og afhverju hefur lögreglan ekki tekið fyrir allar þínar kærur á hendur DV," spurði ég.
"Það er vegna þess að svín eru rétthærri jólasveininum hér á Íslandi."
"Afhverju segirðu að Hreinn Lofts og þeir á DV séu svín? DV hefur nú verið ötult við að berja á bankaræningjunum."
"Ég finn það á lyktinni. Það er ekki hreint loft í kringum Hrein Lofts. Farðu inná sorprit.com. Þar geturðu fræðst um útrásarsvínin, fjölmiðlasvínin og önnur svín. Svínin mega ljúga uppá alla en enginn má segja sannleikann um svínin," hrein jólasveinninn.
Á sama tíma og jólasveinninn sat þarna múlbundinn og emjandi einsog stunginn grís sá ég út um gluggann hvar útrásarbankaræningjasvínaglæpagengið alltsaman gekk skælbrosandi framhjá lögreglustöðinni í sólinni og veifaði löggunni. Líklegast á leið í einhvern bankann að hreinsa upp restina sem þeir gleymdu. Löggan veifaði á móti.
Þennan sama dag og Ástþór var tekinn til yfirheyrslu vegna meiðyrðaákæru og einhverra óvarlegra ummæla um útrásarsvínin og fleiri slíka þá kom í fréttum að Kaupþing hefði nokkrum dögum fyrir hrun lánað eigendum bankans og tengdum aðilum 450 milljarða króna. Daginn eftir þann gjörning ákváðu Kaupþingsmenn að afnema persónulegar ábyrgðir lykilstarfsmanna bankans vegna lána hlutabréfakaupa í bankanum. Frekar svínslegt alltsaman. En þessir höfðingjar skarta stórriddarakrossum og skálkaorðum og ganga skartklæddir um götur borgarinnar frjálsari en nokkrir aðrir ránfuglar.
Í dag, þriðjudaginn 4. janúar klukkan 4, verður sveinki svínaskelfir í þriggja gráðu yfirheyrslu á Sögu hjá Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs. Ekki missa af því. Líklegast í síðasta skipti sem Ástþór nær að tjá sig um útrásarsvínin og stjórnmálasvínin því nú ætla Vinstri grænir að teipa fyrir kjaftinn á fjölmiðlum og þjóðinni með glænýju fjölmiðlafrumvarpi svo þeir geti svínað á alþýðunni í friði.
Ástþór færður til skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2009 | 11:06
Að drulla á gólfið í annarra manna húsum
Öðru hvoru sé ég í bloggheimum hágrenjandi menn sem kvarta sáran yfir því að ég skyldi hafa hent þeim út af blogginu hjá mér sem ótækum kommenterum. Þeir eru um 5 talsins, - 5 af þeim þúsundum sem skrifa og kommentera á moggablogginu. Þessir menn eru svokölluð "troll" eða netheimanöldrarar sem eyðileggja alla umræðu sem þeir koma nálægt með því að dylgja og þrugla og bulla og rugla og leggja endalaust síðuhaldara orð í munn með tuðáráttu sinni og óendanlegum leiðindum.Yfirleitt nota þeir annarra manna síður undir sitt vafasamasta bullshit.
Innlegg þeirra eiga ekkert skylt við "rökræður" eða "skoðanaskipti" heldur aðeins jag og þus og rugl og bull og dylgjur og skítkast og nagg og röfl og skvaldur og nonsens og óbærileg leiðindi. Við svoleiðs menn segir maður einfaldlega: "Veistu það, ég nenni þér ekki. Þér er ekki viðbjargandi. Vertu úti."
Þetta flokka þeir sem gasalega ritskoðun og aðför að tjáningarfrelsinu og fara háskælandi um bloggheima og geta ekki á heilum sér tekið hvað maður er nú vondur að leyfa þeim ekki að nöldra og nöldra og nöldra og nöldra á manns eigin síðu í eyrað á manni í það óendanlega. Síðan taka þeir til við að bulla um að maður hafi ekki undan við að fleygja út mönnum sem eru manni ekki hjartanlega sammála í einu og öllu, sem er náttúrulega fráleit þvæla einsog annað sem þeir hafa uppá að bjóða.
Bloggsíða hvers manns er hans eigið hús sem hann ræður hverjum hann býður í. Sumir menn eru einfaldlega ekki í húsum hæfir. Svokallaðir party spoilerar. Ekkert ósvipaðir drafandi barfyllibyttum sem liggja á öxlinni á manni og slefa einhverri heimsku uppí eyrað á manni. Þessir ódönnuðu aular leggja það í vana sinn að vaða inní annarra manna hús og skíta á teppið og furða sig síðan á því að þeim sé fleygt á dyr og sagt að drulla heima hjá sér. Slíkir menn eru ekki viðræðuhæfir og maður hendir þeim náttúrulega bara út með hryllingi og gúmmíhönskum. Eftir að hafa gefið þeim fullt af sénsum án árangurs þá fær maður að sjálfsögðu uppí kok og segir dæsandi: "Æi vertu úti apinn minn og lærðu að skíta í eigið klósett. Ekki á gólfið hjá mér. Láttu þig hverfa leppalúði. Vertu blessaður."
Það er ekki flóknara en það.Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
30.7.2009 | 09:31
Gætum við fengið DoctorE aftur takkfyrir
DoctorE hefur verið fleygt út af moggablogginu, mér og öðrum málfrelsissinnum til sárrar armæðu. Hann slysaðist víst til að segja að margt væri geðheilbrigðara í henni veröld en Lára jarðskjálftamiðill. Hún væri semsé klikk. Gaga. Gúgú. Trufluð. Röskuð. Sködduð. Kleppó. Kex. Snar. Með lausa skrúfu. Ding dong. Nutcase. Held að meining hans hafi hugsanlega verið að hún gengi ekki á öllum kertum eða eitthvað í þá veru.
Þeir eru fáir í bloggheimum sem og annarsstaðar sem hafa ekki einhverntíma fengið það í hausinn frá einhverjum að þeir séu geðbilaðir, - þekktir sem óþekktir einstaklingar. Nema þá kannski Davíð Oddsson og Ástþór Magnússon.
Sjálfum þætti mér mun skynsamlegra að hleypa trúfrjálsum efahyggjumönnum einsog DoctorE að netmiðlum en trúflónum og "spámiðlum" sem vinna við að plata og hræða hrekklausa einfeldninga uppúr skónum með órum sínum.
Ég bendi enn og aftur á að "miðlar" hanga utaní 253. grein almennra hegningarlaga en þar stendur að noti maður sér bágindi annars manns, einfeldni hans og fákunnáttu í gróðarskyni þá varði það fangelsi allt að tveimur árum. Megum við við fleiri svikahröppum? Þurfum við ekki frekar á gagnrýnisröddum einsog DoctorE að halda, hvort sem menn eru nú skoðanabræður hans eður ei?
Ég sé ekkert athugavert við það að DoctorE og aðrir gagnrýni andaheimasveppi með skýru orðbragði rétt einsog við lýsum takmörkuðu áliti okkar á útrásarþjófum og öðrum fjárplógsdólgum með kröftugum hætti.
Ef einhverntíma hefur verið þörf fyrir gagnrýna sjálfstæða hugsun og opnar frjálsar umræður og kröftug andmæli gegn hverskyns svindilbraski og trúgirni þá er það akkúrat núna á þessum síðustu og allra bestu tímum. Þar er DoctorE betri en enginn, allavega mun betri en staurblindir "sjáendur" sem hitta oftar á þumlana á sér en naglann á höfuðið.
Mikið væri nú ánægjulegt ef "miðlar" færu í sína andaheima og DoctorE aftur í bloggheima.
Fjölmiðlar | Breytt 31.7.2009 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
22.4.2009 | 19:08
Ástþór í stórfurðulegu viðtali
Eitt skrítnasta viðtal sem ég hef séð í langan tíma má sjá HÉR. Ef fólk sér ekkert athugavert við þetta viðtal þá er það líklegast orðið of vant íslenskri fréttamennsku. Til að gera fólki auðveldara fyrir að ná skringilegheitunum þá prentaði ég viðtalið upp svona að megninu til, stytti það og bætti við athugasemdum frá sjálfum mér. Þar eð það eru spurningarnar sem eru stórskrítnar en ekki svörin þá prenta ég þær upp en segi svona upp og ofan af svörum Ástþórs enda öll málefnaleg og sjálfgefin að megninu til. Spyrlar fyrir Mbl eru þær Agnes Bragadóttir, sem oft hefur gert stórgóða hluti, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem sömuleiðis hefur oft gert fína hluti. En þarna var einsog þær hefðu verið neyddar óundirbúnar í þetta verkefni með byssu við gagnaugað og ekki alveg vitað tilhvers þær voru þarna:
Agnes: "Ég skil ekki alveg þessa hugmyndafræði þína um almannaþing, að það sé hægt að hafa það í eina og sama pottinum að skreppa í hraðbankann og taka ákvarðanir í þjóðþrifamálum í atkvæðagreiðslu í hraðbankanum. Hvernig ætlar þú að útfæra þetta í raun og veru?"
Ástþór sagði henni að hún væri að blanda saman tveimur hlutum og útskýrði síðan hvernig þetta væri hægt.
Sjálfum hefur mér alltaf þótt ótrúlega bjálfalegt að þurfa að labba útí einhvern skóla í almennum kosningum og merkja þar X á einhvern seðil sem mjög auðvelt er að gera óvart ógildan ef maður er skjálfhentur eða vanviti. Síðan er tekið til við að rýna í hvern miða og handtelja atkvæðin. Furðulega primítíft á tölvuöld. Hefðu rafrænar kosningar verið komnar til sögunnar fyrir 9 árum þá hefði heimurinn ekki fengið Bush yfir sig. (Sjá mynd úr Flórída-atkvæðatalningunni hér til vinstri).
Hvað um það. Þessi fyrsta spurning Agnesar var skiljanleg, en nú koma fréttakonurnar með fullyrðingar á færibandi og alveg hreint stórfurðulegar spurningar:
Agnes: "Þú hefur hafnað alfarið niðurskurði ríkisfjármála..."
Rangt. Ástþór útskýrði mál sitt.
Agnes (viðbrögð við athugasemd Ástþórs): "Ert þú ekki að berja höfðinu utan í stein?"
Rangt. Ástþór útskýrði mál sitt.
Agnes: "Afhverju kemurðu ekki heim með peningana þína sem þú átt erlendis?"
Ástþór útskýrði mál sitt. En ég spyr: Hvaða skylda ber honum til þess? Afhverju spurði hún ekki alveg eins: "Afhverju geturðu ekki tapað peningum einsog við hin?" Afhverju í ósköpunum ætti hann sem óbreyttur borgari endilega að koma heim með sinn ævisparnað erlendis frá og tapa honum hérna í arfavitlausum íslenskum fyrirtækjum? Ég hélt að hann réði því sjálfur hvað hann gerði við sína peninga. Þarna held ég að fréttakonan hafi gleymt því að hún var að tala við venjulegan athafnamann en ekki útrásarþjóf.
Agnes: "Ef þú ert með fullt af peningum í útlöndum ert þú þá ekki einn af þeim sem átt að koma með þá heim?"
Ástþór útskýrði fyrir henni að hann væri ekki með "fullt af peningum" í útlöndum heldur sparnað sinn. Einhverjar krónur. Hver segir að Ástþór EIGI að koma með sinn sparnað heim? Einu mennirnir sem EIGA að koma með peninga heim eru þeir sem rændu þeim frá íslenskum almenningi.
Agnes (með þjósti og fingurinn á lofti): "Hvar hefur þú fjárfest í íslensku atvinnulífi? Ég spyr? Hvar hefur þú fjárfest í íslensku atvinnulífi? Hvenær hefur þú lagt krónu í íslenskt atvinnulíf?"
Ástþór sagði henni að hann hefði rekið hér fyrirtæki í mörg ár sem héti Álfaborgir og það urðu greinilega veruleg vonbrigði fyrir fréttakonuna að heyra að hann hefði fjárfest í íslensku atvinnulífi.
Þóra: "Hvernig græddist þér fé?"
Þær stöllur héldu ennþá að þær væru að tala við útrásarþjóf. Held að Ástþór sé búinn að svara þessari spurningu ca 2000 sinnum á undanförnum árum því þetta er það eina sem fréttamenn hafa viljað fá svör við og hafa fengið.
Nú fór viðtalið í tómt rugl því Ástþór hafði ekki fengið að nota svipuð orð um Agnesi í Morgunblaðinu og Agnes hafði notað um hann. Ástþór sagði að hún væri "gagghæna útrásarvíkinganna."
Agnes: "Þú ert ótýndur dóni og ég mun aldrei fara ofanaf þeirri sannfæringu minni."
Þóra: "Geiri á Goldfinger er á framboðslistanum hjá þér. Er hann efni í stjórnmálamann að þínu mati?"
Ástþór taldi svo vera og sjálfur tel ég alveg útilokað að Geiri gullputti yrði verri en flestir þeir sem nú sitja á þingi.
Agnes: "Hvað með súlustaðina, er það þá ekki á stefnuskránni? Maðurinn er í þriðja sæti á lista hjá þér."
Röng fullyrðing. Ástþór fræddi þær á að listarnir væru í stafrósröð og þessvegna vildi svo til að Geiri væri í þriðja sæti á blaðinu. Mönnum væri frjálst að berjast fyrir því sem þeir kærðu sig um. Hún hefði ekki þurft að bera fram þessa spurningu ef hún hefði lesið stefnuskránna.
Agnes: "Ég fór yfir alla listana þína og það er frá því að vera engin kona í framboði og uppí það að vera 5 þar sem þær eru flestar. Samtals býður þú fram 23 konur í öllum kjördæmum. Hversvegna er það, er þetta þín eðlislæga kvenfyrirlitning?"
Þarna var fréttakonan komin í stellingar fórnarlambafemínistans og hefði ekki spurt þessarar undarlegu spurningar hefði hún kynnt sér málin. Ástþór skýrði út fyrir henni að þetta væri nokkuð sem hann hefði akkúrat ekkert haft um að segja. Þetta væri lýðræðishreyfing og öllum hefði verið frjálst að bjóða sig fram og þetta hefði verið útkoman. Einfalt mál. Það hefði verið auglýst eftir frambjóðendum og konur ákveðið að halda sig heima einsog svo oft áður. Konum hefði verið frjálst að bjóða sig fram sem og öllum...
Þóra (með fyrirlitningu): "Og Geira á Goldfinger?"
Henni virtist þykja stórskrítið að Geiri á Goldfinger fengi að njóta mannréttinda einsog aðrir borgarar og hefði kosningarétt og þar að auki rétt til að bjóða sig fram. Ægilegur skandall!
Þóra: "En er pólitíkin ekki þitt aðal starf Ástþór?"
Stuttu áður hafði hún spurt hvernig honum hefði græðst fé. Man einhver eftir því að hafa séð Ástþór áður í framboði til Alþingis? Ef hún flokkar forsetaembættið sem pólitískt embætti þá man ég ekki eftir að hafa séð Ástþór gegna því embætti heldur. Um hvað er hún þá að tala? Það veit enginn. Ástþór fræddi hana á að hún hefði ekki rétt fyrir sér með fullyrðingaspurningu sinni.
Þóra: "En hvað ertu að gera? Þú ert að segja að þú lumir á háum fjárhæðum á bankareikningum erlendis..."
Ástþór fræddi hana enn einu sinni á að þessi fullyrðing hennar væri röng. Hann hefði aldrei sagst luma á "háum fjárhæðum" á erlendum bankareikningum. Hann hefði sagst eiga smá sparnað erlendis.
Þóra: "En hvað ertu að fást við?"
Alveg ótrúlega mikilvægar og beinskeyttar spurningar í aðdraganda kosninga. Ástþór fræddi hana á því hvað hann væri að gera og þá tóku fréttakonurnar til við að hræra saman ólíkum málum og setja allt í einn graut þannig að Ástþóri varð greinilega svolítið flökurt. Alveg að missa þolinmæðina.
Ástþór: "Agnes mín, þú ert svolítið föst í kassanum. Þú þarft að standa upp og horfa yfir kassann og þá sérðu lengra."
Þóra: "Hvað kemur til að þú viljir vera að skipta þér af pólitík?"
Sæi hana í anda spyrja Bjarna Ben þessarar spurningar. Ástþór sagði henni að hann væri hugsjónamaður sem vildi koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði og laða hér að atvinnustarfsemi. Hann vildi taka til hendinni og ná fram hagræðingu og hreinsa hér rækilega til og áður hef ég heyrt hann segja að hann vilji koma útrásarvíkingum í gæsluvarðhald í snarhasti, frysta eignir þeirra og sækja þá fjármuni sem þeir hafa komið undan erlendis. Það yrði hans fyrsta verk.
Ekki veit ég hvort honum tækist það en það veit ég að enginn stenst Ástþóri snúning þegar kemur að því að koma hlutunum í verk með hraði og gera rækilega skurk í málunum. Af krafti. Ef kallinn á einhversstaðar heima þá er það á hinu svefndrukkna Alþingi. Hvað sem mönnum kann að þykja um Ástþór þá þurfum við illilega á jarðýtu einsog honum að halda einsog sakir standa. Stjórnmálamönnum sem hafa þegið "mútu"peninga frá útrásarvíkingum treysti ég allavega ekki til að gera nokkuð í þjófnaðarmálum útrásarvíkinganna frekar en öðrum málum. Við hljótum að vera farin að sjá hversvegna gömlu flokkarnir hafa setið með hendur í skauti og aðhafst ekkert.
Hvað um það. Svona er semsé fréttamennskan á Íslandi í dag. Það þarf ekki að taka það fram að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir var kosin blaðamaður ársins fyrir stuttu.