Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Hreinn og tćr viđbjóđur

tred_goda.jpgÁ ferđalagi mínu um Cambodiu fyrir rúmlega tveimur árum kom ég viđ á Blóđvöllum, eđa Killing Fields einsog ţetta kallast í dag eftir myndinni frćgu. Á miđjum akrinum stóđ einmanalegt tré án sýnilegs tilgangs einsog framsóknarmađur. En ţetta tré notuđu Rauđu kmerarnir óspart. Ţeir tóku um lappir ungabarna og slengdu hausnum á ţeim viđ ţađ og hentu ţeim ofan í fjöldagröf viđ hliđina. Orđiđ timburmenn fékk nýja merkingu í mínum huga. Ţetta voru börn menntamanna og ţeirra sem kommúnistarnir héldu ađ gćtu slysast til ađ hugsa sjálfstćđa hugsun í framtíđinni. Slíkt er stórvarasamt í kommúnistaríki.

 

stofustass_cambodiu_796351.jpgÉg kynntist ekki ţeirri stúlku í Cambodiu sem ekki hafđi misst náinn fjölskyldumeđlim. Yfirleitt voru ţćr föđur - eda móđurlausar. Pabbi ţeirra eđa mamma hafđi veriđ svo óheppin ađ kunna ađ lesa og skrifa og ţađ er glćpur sem hardcore kommúnismi líđur ekki. Trúin á kommúnismann sem framtíđarfyrirkomulag rústađi framtíđ ţessarar ţjóđar.

 

s-killing-fields2_796353.jpgStrax a flugvellinum i Phnom Penh, höfuđborginni, fann mađur fyrir óhugnađinum og ofbeldinu sem sveif yfir vötnum. Mér var kastađ einsog ruslapoka aftast í röđina afţví ég hafđi gleymt ađ merkja x í einhvern reit í inngönguplagginu. Komst seinna ađ ţví ađ fyrrum böđlar Pol Pots voru nú starfsmenn flugvallarins og í öllum helstu stofnunum borgarinnar, en auđvitađ áttu ţeir ađ vera á öllum helstu geđheilbrigđisstofnunum borgarinnar. 

 

killing4.jpgRáđlagt ađ fara ekki út eftir klukkan 8 á kvöldin ef mađur vildi halda lífi. Reglur sem ég braut reyndar á hverju kvöldi í fylgd tuc tuc gća sem ég leigđi mér til ađ sniglast um borgina á mínum vökutíma, sem er ekki beint kristilegur. 3 vestrćnir túristar voru rćndir og stungnir á hol viku áđur en ég mćtti á svćđiđ. Virđingin fyrir mannslífum í sama frostmarki og virđing íslenskra bankafursta fyrir almannafé.

 

tuolsleng105tn.jpgHef flakkad víđa um miđur krćsilega stađi en ferlegasti stađur sem ég hef nokkurntíma komiđ á er án vafa Tuol Sleng fangelsiđ i Cambodiu sem ţessi Kaing Guek Eav api stjórnađi. Ţetta var áđur barnaskóli en var breytt í pyntingarbúđir á tímum Pol Pots. Auswitch var einsog tívolí viđ hliđina á ţessu helvíti. Ţá sem ţeir nenntu ekki ađ drepa strax voru látnir dúsa í pínulitlum básum sem rúmudu vart skugga af mannveru. Blóđslettur upp 5e5c2aba88085d051343.jpgum alla veggi. Hauskúpur í glerskápum. Karlar, konur, gamalmenni, börn; alltsaman pyntad og myrt á hinn hugvitsamlegasta og skelfilegasta hátt. Sér pyntingarklefar. Drekkingartunnur sem fótbundiđ fólkiđ var látiđ síga á hvolf niđur í. Járnrúm sem fólkiđ var njörvađ niđur í og gefiđ raflost. Útlimir sargađir af međ bitlausum hnífum sem lágu međ grotnuđum kjöttćtlum viđ hliđina á járnrúmunum. Strekkt á líkamanum í 1124567769_1dce04cd6c_796358.jpgvatnskari ţangađ til hann nćr slitnađi í sundur. Augun rifin úr međ glóandi töngum. Myndir af fallegum manneskjum, kornungum sem öldnum, sem höfđu hlotiđ ţessi hrođalegu örlög. Ekki hćgt annađ en ađ gráta á ţessum hörmungarstađ. Blóđskammađist mín fyrir ađ tilheyra dýrategundinni "homo sapiens." Mannleg grimmd á sér ENGIN takmörk frekar en heimskan. Guđ skapađi jú manninn í sinni mynd. Tek undir međ Ţórbergi Ţórđarsyni: "Heimskan er einsog eilifđin. Hún takmarkast hvorki af tíma né rúmi."

 

khmerwaterboarding.jpgŢar sem enga olíu er ađ finna í Cambodiu ţá héldu Bandaríkjahrćsnararnir náttúrulega ađ sér höndum og ađhöfđust ekkert á ţessum viđbjóđslegu tímum, tímum sem eru ađ endurtaka sig í örlítiđ breyttri mynd á Gazasvćđinu. Ţjóđarmorđ er ţjóđarmorđ, hverjar sem ástćđurnar eru.

Ţađ voru Víetnamar, ein harđgerđasta ţjóđ heims, ţjóđ sem Bandaríkjamönnum tókst ekki ađ slátra á sínum tíma ţrátt fyrir góđan vilja, sem frelsuđu Cambodiu undan sjálfri sér. Hefđu gjarnan mátt klára verkiđ alveg. Ţeir steyptu stjórninni en slepptu böđlunum. Pol Pot, líklegast grimmasta og heimskasta trúfífl mannkynssögunnar, lést í hárri elli um aldamótin, fullur gleđi og óbilandi trú á kommúnismann.

 

idHér í Asíu, ţar sem ég er núna staddur, er talađ um Íslendinga í fjölmiđlum sem einhverja spilltustu, óheiđarlegustu og heimskustu ţjóđ sem sögur fara af. Ţađ er sennilega ekki svo fjarri sanni. Ţjóđin orđin heimskunn sökum heimsku. Loksins varđ Ísland frćgt, á réttum forsendum.

 

bjarnfredarson.jpgCambodia losađi sig viđ síđasta kommúnistann áriđ 2003. Fundu hann útí skógi og skutu hann. Satt. Íslendingar hinsvegar framleiđa kommúnista á fćribandi. Ekki blóđţyrsta morđingja heldur einfeldninga og hálfvita.

Fyrsta sem Íslendingum dettur í hug ađ skera niđur ţegar syrtir í álinn er menntakerfiđ. Og svo heilbrigđiskerfiđ. Einmitt ţegar ţeir ţurfa mest á menntun og andlegu heilbrigđi ađ halda.

Síđan kommúnisminn leiđ undir lok ţá hefur hann hvergi haft eins mikiđ fylgi í nokkru lýđfrjálsu ríki og á Íslandi.

Síđasti kommúnisti heimsins mun án nokkurs vafa vera Íslendingur.

Líkt og ţegar Víetnamar björguđu Cambodiu ţá ţurfum viđ illilega á einhverri ţjóđ eđa ţjóđabandalagi ađ halda til ađ bjarga okkur frá sjálfum okkur.


mbl.is Böđullinn á „Blóđvöllum“ fyrir rétt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mjög gott mál

ny_stefna.jpgHef lítid getađ fylgst međ ţví sem er ađ gerast á Los Klakos undanfarnar vikur. Veit ţó ađ tími Jóhönnu Sigurđardóttur er nú loksins kominn, sem er mjög gott mál, og svo er víst tími Steingríms Jođ, Kolbrúnar Halldórs, Marteins Mosdals og Georgs Bjarnfređarsonar kominn líka og ţađ er líka mjög gott mál. Mjög gott vandamál. Viđ ţurfum ekki ađ örvćnta ţegar viđ höfum svona einvala liđ viđ stjórnvölinn. Viđ höfum ekki lengur hrossalćkni sem fjármalaráđherra heldur jarđfrćding og tá hljóta málin nú ađ fara ađ blessast. Fagmennskan í fyrirrúmi.

 

dabbi_eltur.jpgSvo skilst mér ađ Dabbi sé kominn á 400 hestafla Corvettu og sé á stöđugum ćđisgengnum flótta um götur borgarinnar undan snarbrjáluđum blađasnápum og ţungvopnuđum almenningi og geti hvergi um frjálsar krullur strokiđ og ađ hann sé búinn ađ flytja skrifstofu sína í Seđlabankanum í rammgirta gullhvelfinguna. Til standi ađ hann láti múra sig inní bankanum. Ţađ er líka mjög gott mál. Hann er skyldurćkinn mađur hann Dabbos.

 

Svo var mér sagt ađ Imba Solla vćri međ eitthvađ í höfđinu. Ćxli eđa eitthvađ svoleiđis dótarí. Ţví trúi ég nú ekki. Ţađ getur enginn logiđ ţví ađ mér ađ hún sé međ nokkurn skapađan hlut í hausnum. Ég trúi nú ekki hverju sem er. Ţađ er akkúrat Ekkert í hausnum á henni, enda er hún formađur Samfylkingarinnar.

 

make_love_not_war.jpgEn ţađ er semsé allt komiđ í flott stand á Los Klakos og ţađ er bara verulega gott mál. Allir farnir ađ taka ţátt í kćrleiksgöngum og kossaflensi og fađmlögum og ríđingum. Skilst ađ ţađ verđi eitthvađ smokklaust hópsex milli almennings og stjórnmálamanna viđ tjörnina í dag međ lúđrablćstri og söng. Ţađ myndi ég segja ad vćri mjög gott mál. Kynlegt mál.


mbl.is Kćrleiksganga á Austurvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband