Vonlaus fegrunarađgerđ

Íslensk húsagerđarlistJakob Frímann miđborgarstjóri á ekki létt verk fyrir höndum. Hann á ađ breyta ljótustu miđborg norđan Suđurpóls í ljótustu miđborg norđan Alpafjalla.

 

Og hvernig á ţessi lýtaađgerđ ađ fara fram? Međ ţví ađ brenna borgina til grunna? Nei, ţađ vćri vissulega góđ byrjun, en ţađ á semsé ađ taka spreibrúsa af listrćnum unglingum. Ţađ á ađ vera fyrsta skrefiđ. (Vćri ekki nćr ađ taka spreibrúsana af lögreglunni?)  

 Svo á ađ setja sćta plástra á opin svöđusár sem eru út um allt í miđbćnum. Alltsaman tilgangslausar bráđabirgđaađgerđir.

                                                                                                                                                                                                                                                                     Íslensk húsagerđarlist

 

Íslenskur viđbjóđurVandinn er ekki fólginn í spreibrúsakrökkum heldur skipulags"sérfrćđingum" borgarinnar og íslenskum arkitektum og almennu séríslensku smekkleysi. Hér ćgir öllu saman: Litlir ljótir Hans-og-Grétu-kofar viđ hliđina á ennţá smekklausari og andlausari glerbyggingum. Hverjir ađrir en Íslendingar hefđu plantađ stíllausum glerklumpi á milli Apóteksins og Hótel Borgar? Eđa bankaklumpi í Lćkjargötu á milli Iđnó og fjörgamals krúttlegs piparkökuhúss? Eđa nútíma tannlćknabyggingu viđ sömu götu viđ hliđina á gamla hornhúsinu sem brann?

 

 

 

LćkjargataLćkjargata er líklega hlćjilegasta gata í Evrópu. Ţar ćgir saman öllum stílum í fullkominni dellu, en ţetta á víst ađ heita Main Street Reykjavíkur, sú gata sem hér áđurfyrr skipti borginni í vestur og austur.

 

 

 

ÓráđhúsiđŢađ er engin heildarmynd á neinu, bara hryggđarmynd. Borgin er rugl. Meirađsegja sjálft Óráđhúsiđ er einsog blanda af stórkallalegum hermannabragga og grísku hofi og rústar alveg heildarmynd hinnar snotru Tjarnargötu. Hofbragginn sem slíkur er ókey en rímar ekki viđ umhverfiđ, í raun alveg úr tengslum viđ umhverfiđ einsog fólkiđ sem ţar er innandyra. Perlan er međ ţví smartara hér í borg en hún myndi varla sóma sér vel niđrí Ađalstrćti frekar en gamla Mogga"höllin."

 

Before and After

Borgir mćttu gjarnan vera í uppbyggingu og stíl einsog ljóđ eftir Tómas Guđmundsson. Mađur segir helst ekki:

 

Tilvera okkar er undarlegt ferđalag,

viđ erum gestir sem dá sig.

Einir koma og ađrir fara í dag

og ég er ađ skíta á mig.

                                                                                         After                                   Before

 

Ţađ verđur ađ vera eitthvert vitrćnt og listrćnt samrćmi í hlutunum og einhver heildar strúktúr sem gengur upp einsog krossgáta.

 

Ţessi nýja fegrunarađgerđ miđborgarinnar er einsog ađ ráđa mann til ađ ryksuga öskuhaugana. Hvađ stođar ađ meika herfu? Borgin er einsog greppitrýniđ á Michael Jackson og viđ verđum bara ađ „feisa" ţađ. Hún er vonlaust tilfelli sem hvorki Kobbi né hans hćgri hönd, guđ almáttugur, getur fegrađ úr ţessu.

 

                                                                              

                                                                                                                                       

 

(Ţessi pistill birtist í 24 Stundum, 17.maí síđastliđinn. Hefur borgin eitthvađ fríkkađ síđan ţá?)

 

Í ţćtti mínum "Miđjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00 verđur gestur minn enginn annar en stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Ţó ég hafi sagt í málsháttabók minni: "Betri eru kynórar en tenórar," ţá slagar Stjáni langt uppí rakan draum enda međ bestu söngvurum sem Akureyri hefur aliđ. Hann er um ţessar mundir ađ syngja óperuna Ommolettó í Nýja Bíói fyrir fullum kofa og ég ćtla t.d. ađ spyrja hann út í ţađ ćvintýri og hvort hann vćri til í ađ halda styrktartónleika fyrir íslensku "auđkýfingana" (ofurbótaţegana) sem nú eru ađ missa allt sitt, - og meira til í buxurnar. Er Dabbi saklaus englakrullóttur sprelligosi á einhjóli međ lúđur eđa er hann kaldrifjađur bankarćningi sem vill vađa í Jón Ásgeir međ vélsög og gleypa hann međ húđ og hári, einsog Jón sjálfur vill meina? Er Dabbi međ stćrra gin en Ljón Ásgeir? Ţessu getur ađ sjálfsögđu enginn svarađ nema Kristján Jóhannsson stórtenór og stórlax, innsti koppur í búri íslenskra yfirmafíósa.

Fyrri ţćtti má finna á síđu minni:  www.stormsker.net 

3 síđustu verđa komnir inn annađ kvöld.


Bloggfćrslur 1. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband