"Raddir fólksins" segja okkur að þegja

islenskur_motmaelandi_2.jpgVið eigum öll að mæta niður á Austurvöll í dag klukkan 15 til að grjóthalda kjafti. Það margborgar sig. "Raddir fólksins" segja okkur að þegja og þá náttúrulega þegjum við. Við erum hlýðin og góð. Mótmæli hafa alltaf gert sig best með því að mæta stundvíslega á tilteknum degi á eitthvað fallegt torg eða víðáttumikla gresju einsog Austurvöll, með pípuhatt, einglyrni, montprik og vaxborið yfirvaraskegg (sé maður karlmaður eða trukkalessa), og grjóthalda sér saman í algerðri kyrrstöðu. Gæta verður ýtrustu kurteisi og háttprýði. 

 

Blessuð jólabörnin mega ekki halda að það gangi eitthvað á í þjóffélaginu og við megum ekki raska svefnfriði alþingismanna og eftirlitsstofnanna. Þar að auki eru bankar þarna í kring og það er ekkert vit í því að vera að trufla þá við niðurfellingu á skuldum sægreifanna og stórlaxanna. Hinn ofurviðkvæmi og grátgjarni Sigurjón Árnason bankastjóri er með heila hæð í Apatehúsinu þarna við hliðina og hann gæti fengið taugaáfall við pappírstætarann ef einhver færi að öskra á úrbætur og réttlæti.

 

islenskur_motmaelandi_1.jpgHörður Torfa vill ekki sjá neitt egglos við Alþingishúsið og menn eiga að ganga hægt um Fjármálaeftirlitsins dyr. Við skulum standa þarna steinþegjandi og hnípin klukkutímum saman og lygna aftur augunum og svífa inní draumaland kommúnismans og ímynda okkur sæluna þegar Vinstri grænir taka við völdum og leiða okkur inní sumarhús forsjárhyggjunnar.

 

Þjóðin er búin að þegja og hlýða í 1000 ár og það er ekki glóra í að fara að breyta því úr þessu. Það gæti bara skapað vesen. Stjórnmálamenn gætu farið að halda að við værum eitthvað annað en kjarklausir þýlyndir hlandaular og það væri allsekki nógu gott fyrir orðspor þjóðarinnar. Þögn skal það vera. Þögn er besta vörnin. Hlustum á "Raddir fólksins" og þegjum ástandið í hel.

 

Farðu að sofa byltingarbleyðan smáa,

brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.

Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.

Heiðra skaltu landsins Stóra bróður.

 

(Káinn og Stormsker) 


mbl.is Boða þögul mótmæli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband